Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 46

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 46
til að velta vöngum yfir mikilvægi ferskvatns, spjalla um útlit og lífs- feril vatnadýra og vatnajurta, hvernig lífverur aðlagast ólíkum aðstæðum og til verður fjölbreytt lífríki. Með þessu móti er reynt að vekja áhuga nemendanna á náttúrinni og víkka út þá þekkingu sem þau búa yfir og færa hana í orð eða hugsun. Þegar kynningu lýkur fá nemendur verkefnablöð sem þau vinna með og leita lausna inni í sýningarrýminu um leið og þau njóta sýningarinn- ar. Safnkennarar eru til staðar og hjálpa nemendum ef á þarf að halda og veita þeim upplýsingar um það sem vekur áhuga þeirra. Verkefna- blöðin eru sniðin að aldri nemenda og eru fyrst og fremst hugsuð til að halda einbeitingu þeirra. Yngri Vatnið í náttúru Íslands SAFNFRÆÐSLA Á LIFANDI SÝNINGU Vatn er algengasta efni jarðar og án vatns væri ekkert líf! Ferskvatn er viðfangsefni Náttúruminjasafns Íslands á sýningu safnsins í Perlunni. Vatnið er mikilvæg auðlind og á sýn- ingunni er það skoðað frá ýmsum sjónarhornum og fjallað um eðli þess og gerð. Í safnfræðslu er fjallað um fjölbreytt lífríki ferskvatns og hlut- verk þess við mótun landsins.  Öll skólastig eru velkomin í leiðsögn á sýninguna. Safnfræðslu er þó aðallega beint til grunn- og fram- haldsskóla enda er sýningin sérstak- lega sniðin að þeim aldurshópum. Safnkennarar eru tveir og eru með menntun í jarðfræði og líffræði sem tryggir faglega þekkingu. Það fyrsta sem blasir við þegar hópar koma í heimsókn er vatnsköttur í 120-faldri stækkun en vatnsköttur er lirfa vatnabjöllu og einkennisdýr sýningarinnar. Anddyrið hentar vel til kynningar á efnistökum sýn- ingarinnar því þar er mesta næðið. Það hefur gefist vel að fá hópinn til að setjast niður, þá færist ró yfir hann og einbeiting verður betri. Kynningin byrjar á vatnskettinum, það er hann sem fangar athygli nemenda og vekur upp spurningar. Reynt er að hafa fræðsluna lifandi og tengja hana við aldur gesta. Kynn- ingin fer fram á óformlegan hátt með fræðslu og spurningum sem nemendur ýmist þekkja eða geta giskað á rétt svar. Vatnskötturinn er spennandi dýr sem fæstir þekkja og er hann skoðaður í krók og kring, fæturnir taldir og spáð í önnur sér- kenni. Þá er fjallað um sérstakan lífsferil skordýra og hann tengdur við lífsskeið nemendanna (ungviði, fullvaxta o.fl.). Margar spurningar vakna og oft verða líflegar umræður. Einnig er velt upp spurningunum: Hvað er ferskvatn? og hvaðan kemur vatnið? Hér fá nemendur að spreyta sig og ýmsar hugmyndir skjóta upp kollinum. Nemendur skoða þrjár megingerðir ferskvatns í vatnssúlum og ræða um eðlismun vatnsgerð- anna, sem eru lindavatn, jökulvatn og dragavatn, hvar líklegast er að finna hverja gerð og hvað af þessu nemendur vilja drekka! Yngri börn fá í hendurnar hnattlíkan (sund- bolta) þar sem þau sjá hvað hlutfall ferskvatns er lítið borið saman við magn sjávar. Meginmarkmið kynningarinnar er að fá nemendur 48 Tjarnartítur eru meðal þeirra dýra sem sjá má í búrum sýningarinnar. Ljósm. Wim van Egmond.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.