Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Nútíminn lifir og hrærist í skoð-anakönnunum og vill gleyma að „úrslit“ þeirra fara mest eftir því hvenær er spurt, um hvað er spurt og hvernig spurn- ingarnar eru orðaðar.    Nýjasta stór-könnun (10.000 spurðir) segir Evrópubúa telja að ESB hafi algjörlega brugð- ist og verið vita gagnslaust í fári kórónuveiru.    Djúp vonbrigði með sambandiðeinkenni afstöðu mikils meiri- hluta aðspurðra.    Eins og nærri má geta gleðurþessi niðurstaða ESB- andstæðinga á meginlandinu mjög.    Enda er hún í góðu samræmi viðþeirra eigin tilfinningu.    En könnunin skemmtir ekkibara þeim, því hún er sögð sýna að meirihluti svarenda dragi í svörum við næstu spurningu þá niðurstöðu af hinni hrapallegu framgöngu Brusselliðsins sem geri meira en að draga það allt með manni og mús að landi á ný.    Niðurstaða svarenda sé þá sú aðtil þess að koma í veg fyrir að svo hræðilega illa takist til í næsta harmleik sé aðeins ein leið fær. Hún er þessi:    Það er algjörlega óhjákvæmilegtað þjappa valdinu svo mjög saman að komið verði á raunveru- legu ríkisígildi í Brussel sem allar ESB-þjóðir verði að lúta þegar því verki sé lokið! Að spyrja og spyrja rétt er kúnstin STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Íslendingar verða að sætta sig við lúsmýið og lifa með því. Það er ekki hægt að útrýma þessu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Nokkuð hefur borið á lúsmýi í sumar eins og undanfarin ár. Að sögn Gísla hefur það verið nokkuð áber- andi frá Borgarfirði og austur í Fljótshlíð. Sjálfur varð hann var við það í Húnavatnssýslu og í fyrra bár- ust fregnir af lúsmýi í Eyjafirði. Lúsmý þrífst vel nálægt lækjum og vötnum. Lirfurnar lifa í vatni og fullorðnu dýrin herja á spendýr. Þau eru mjög lítil, vart nema 1-2 milli- metrar að stærð. Gísli segir að auk lúsmýs sé mikið um bitmý þessa dagana. „Það er allt krökkt af því, það er að klekjast núna. Það er sennilegast mýið sem er að bíta fólk utandyra. En innandyra er ekki hægt að kenna bitmýinu um, það leitar sjálft út ef það fer inn í hús. Lúsmýið aftur bítur fólk á nóttunni svo það er ráð að loka vel að sér.“ Nýverið hafa borist fregnir af því að skógarmítill herji á fólk á Akra- nesi. „Hann þarf að sjúga blóð úr spendýri til að stækka. Lúsmý og bitmý sjúga aftur á móti blóð úr spendýrum til að verpa,“ segir Gísli og bætir því við að skógarmítillinn sitji í háu grasi og festi sig á fólk. Hann þekkir vel til mítilsins eftir að hafa unnið við rannsóknir á honum og lyme-sjúkdómi í Ástralíu. Skógar- mítill veldur sem kunnugt er sjúk- dómnum sem aldrei hefur greinst á Íslandi. „Við eigum náfrænda hans sem er lundalúsin. Þeir sem hafa verið í bjargi að meðhöndla svartfugl fá þetta alltaf á sig. Mönnum er illa við þetta.“ Lúsmý komið í Húnavatnssýslu Lúsmý Þessi kunnuglegi gestur hef- ur látið á sér kræla nú sem fyrr.  Mikið bitmý  Skógarmítill á Skaga Metaðsókn er í sumarnám á vegum háskóla og framhaldsskóla landsins og hefur skráningum í sumarnám háskólanna fjölgað ört. Nú þegar hafa 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám við háskóla og rúmlega 330 í sumarnám framhaldsskólanna eða alls 5.430. Fram kemur í frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins í gær að aðgerðum stjórnvalda sé ætlað að sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda. Er alls 800 millj- ónum króna varið til að efla sumar- nám og 2,2 milljörðum króna í átaks- verkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra að aðsóknin í sumarnámið sé vonum framar enda séu fjölmargir spenn- andi námskostir í boði hjá fram- halds- og háskólum. ,,Ég hvet alla til þess að kynna sér þau tækifæri sem eru í boði. Það gleður mig sérstak- lega hversu mikil aðsókn er í ís- lenskunámskeið hjá Háskóla Ís- lands. Þar hefur orðið að bæta við námskeiðum í íslensku sem öðru máli og eru 400 nemendur skráðir á þau námskeið nú í júní,“ segir Lilja. Á vefsíðunni naestaskref.is/ sumarnam eru birtar upplýsingar um námskosti í sjö háskólum lands- ins og 15 framhaldsskólum í sumar. 5.430 hafa skráð sig í sumarnám  Metaðsókn í sumarnámið sem boðið er upp á til að sporna við atvinnuleysi Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Háskólanemar Margir í sumarnámi. Afmælistilboð Fríform fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Við bjóðum viðskiptavinum okkar 20% afslátt af öllum innréttingum í júní. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga LOKAÐ 2 0 0 0 — 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.