Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
✝ Ólafía GuðrúnRagnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. maí 1958. Hún
lést á heimili sínu
að Lindargötu 57 í
Reykjavík 3. júní
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Katrín
Björnsdóttir skrif-
stofumaður, f. 6.
nóvember 1920, d.
24. mars 2005, og Ragnar Gísli
Kjartansson, píanóleikari og
starfsmaður Veðurstofu Íslands,
f. 24. maí 1930, d. 25. október
1988. Þau slitu samvistir.
Ólafía ólst upp í Reykjavík hjá
móður sinni og móður-
systur, Sigríði Björns-
dóttur.
Ólafía var ógift og
barnlaus. Hún var fé-
lagslynd og tók þátt í
starfi ýmissa samtaka.
Hún var meðstofnandi
mannúðar- og mann-
ræktarsamtakanna
Handarinnar og starf-
aði þar um skeið en það
var henni mikils virði.
Á seinni árum tók hún þátt í
safnaðarstarfi Dómkirkjunnar í
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík í dag, 25. júní
2020, klukkan 15.
Eldsneytisstelpan í veitinga-
skálanum á gilbarminum við Gull-
foss. Í þá daga voru ekki sjálfvirk-
ar dælur heldur handaflið. Síðasta
stopp norður Kjöl og fyrsta stopp
suður. Heilu rúturnar fylltar af
eldsneyti. Þetta verk leysti Ólafía
frænka af kostgæfni ár hvert er
hún dvaldi sumarlangt við Gull-
foss hjá Suttu móðursystur sinni.
Katý, mamma Ólafíu, sá ásamt
starfsfólki veitingaskálans um við-
urgjörning fyrir svanga ferða-
langa. Ólafía vann auk þess öll
önnur störf. Afgreiddi í sjoppunni,
seldi kort með myndum af foss-
inum og margt fleira. Einnig
þurfti að passa að Óli frændi færi
sér ekki að voða við að fleygja
rusli í Hvítá hvað þá heldur að
fara í Pjaxa. Í skólanum duttu svo
inn einkunnir sem áttu fáa sína
líka og ekki var frítt við að sumir
væru hálfvandræðalegir í saman-
burðinum. Púkkað um jólin, vor-
og haustferðir þegar gengið var
frá skálanum ásamt skemmtileg-
um tíma í Vesturbænum þegar
hún kom í heimsókn. Töltum okk-
ur niður í miðbæ með viðkomu í
FÍ á Öldugötunni og komum við
hjá vinkonu fjölskyldunnar í Safa-
mýrinni sem gjarnan gaf okkur
pening fyrir ís. Það voru aldeilis
áhyggjulausir tímar.
Minningarnar eru margar og
er ein alltaf ofarlega í huga
drengjanna minna. Það var ferm-
ing hjá þeim elsta og þá var mars-
ipantertan skreytt með mynd af
unglingnum. Mæðgurnar rak í
rogastans og sögðu þessi fleygu
orð: „Það er bara mend!“ og síðan
muna drengirnir alltaf eftir Ólafíu
frænku. Á þessum árum voru
margar heimsóknir í Safamýrina
og Ljósheimana og iðulega dyttað
að ýmsu í leiðinni. Pabbi var alltaf
nærtækur og vann ófá verkin fyrir
þær, vitanlega með þolinmæðina
að leiðarljósi. Síðan hlupu fleiri
fjölskyldumeðlimir undir bagga
með þeim.
En árin liðu og eins og gengur
og gerist fækkaði heimsóknunum.
Hún átti traustar vinkonur sem
létu sig hana miklu varða. Haf
þökk fyrir það. Seinni árin reynd-
ust Ólafíu erfið. Lífið fór ekki um
hana mjúkum höndum. Það voru
þó á milli uppsveiflur en því miður
margir djúpir dalir. Gott er þó að
ylja sér við jákvæðar minningar
frá fyrri tíð. Með þessum fátæk-
legu orðum kveðjum við Ólafíu.
Hvíl í friði.
Fyrir hönd frændsystkinanna,
Ólafur Björn Lárusson.
Ég kynntist Ólafíu fyrst er hún
kom á námskeið hjá mér í íslensku
árið 2004. Hún kom mér fyrir
sjónir sem athyglisverður per-
sónuleiki með glöggan skilning á
þjóðfélagsmálum sem og íslensku
og bókmenntum almennt.
Ég tók þó fljótlega eftir því að
hún átti við erfiðleika að etja and-
lega sem hún reyndi þó að dylja
eftir bestu getu – og reyndar tókst
henni það undravel fyrst í kynnum
okkar.
Hún var einn af stofnendum
samtakanna Handarinnar er hafa
að leiðarljósi mannrækt og mann-
úðarmál. Stofndagur var 4.
nóvember 2005 og verða þau því
fimmtán ára í ár. Hún reyndist
Hendinni góður og gegn félagi,
tók virkan þátt í sjálfstyrkingar-
hópi sem og fræðslufundum er
voru haldnir einu sinni í mánuði
um margvísleg málefni þjóðfé-
lagsins. Einnig má nefna hinar ár-
legu jólaskemmtanir er voru mjög
fjölsóttar og margir góðir fyrirles-
arar og skemmtikraftar komu þar
fram í Áskirkju – þökk sé þeim.
Eins veitti Höndin fólki og fyrir-
tækjum viðurkenningar fyrir góð
störf er þóttu skara fram úr á sviði
mannúðar og félagsmála. Hún
vann af alhug, hjálpsemi, fórnfýsi
og þrautseigju að þessum mála-
flokkum eins og geta hennar
leyfði. Árið 2006 var stofnuð stofa
er kennd var við hana og nefnd
Ólafíustofa í Háteigskirkju – er
sérstaklega var ætluð stuttum
fyrirlestrum um bókleg og andleg
málefni.
Svo dró ský fyrir sólu. Hún fór
að taka virkan þátt í „búsáhalda-
byltingunni“ og gleymdi öllu öðru.
Hún var róttæk í skoðunum allt
frá unglingsaldri en þetta voru eigi
gæfuspor fyrir hana. Þar kynntist
hún fólki er fór að misnota kær-
leiksást hennar til mannsins. Hún
fór að leigja ógæfufólki íbúð sína –
það notaði sér góðvild hennar til
þess að svíkja út húsaleigubætur,
þannig að hún varð sjálf að fara út
úr eigin húsi og á vergang.
Ég var beðinn að koma að þess-
um málum, það var ófögur sjón að
sjá. Allt fémætt er þar var að finna
var með öllu horfið, meira að segja
hreinlætistækin voru á bak og
burt og rennandi vatn um alla
íbúð. En margir félagar í Hendinni
komu til hjálpar. Eins reyndust
Guðmundur Ágústsson hæsta-
réttarlögmaður og Sverrir Krist-
insson í Eignamiðlun okkur vel.
Nú tók við útigangur, drykkja
og flótti frá öllu mannlegu lífi.
Eftir þetta var hún á sífelldum
flótta frá sjálfri sér og gerðist
reyndar mjög mannfælin við allt
og alla og kerfið. Hugur hennar
leitaði til Handarinnar er fokið var
í flest skjól. Var reynt að bregðast
við því eftir bestu getu. En án
heilsugæslunnar í Glæsibæ og
Halldórs Jónssonar yfirlæknis þar
hefði þetta ekki verið hægt.
Hún fékk allt of litla hjálp frá
kerfinu, er eigi var nógu kröftugt
til þess að grípa inn í hennar mál.
Hún fékk reyndar að lokum ágæta
íbúð á Lindargötu 57 fyrir tveimur
árum, en áður bjó hún í skúrræfli.
Hún neytti eigi matar, reykti og
drakk kaffi á meðan hún dvaldi
þar.
Líf hennar er okkur þörf
áminning um það sem betur má
fara.
Nú er þrautaganga Ólafíu á
þessari jörðu á enda runnin.
Hvíli hún í friði.
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Ólafía Guðrún
Ragnarsdóttir
Ingó sagði mér oft
að ég væri ökuþór.
Það var auðvitað létt
skot. Ég skutlaði
honum stundum
heim í Hveragerði og honum
fannst ég aka helst til geyst. Ég er
reyndar á því að ökulag mitt hafi
breyst til batnaðar með árunum
en skoðun hans á mér sem öku-
manni virtist ekki taka sambæri-
legum breytingum. Á þessum
ferðum okkar yfir heiðina og hve-
nær sem við hittumst spjölluðum
við um margt. Hann hafði fast-
mótaðar skoðanir á hlutunum en
fylgdist vel með og var áhugasam-
ur um menn og málefni líðandi
stundar. Sömuleiðis var áhuginn á
okkur í frændgarðinum ósvikinn
og ekki sjaldan var hann fyrstur
með fréttirnar.
Ingólfur hafði sitt eigið lag á að
orða hlutina. Þegar hann var
greindur með langt gengið
Ingólfur Skagfjörð Hákonarson
✝ Ingólfur Skag-fjörð Hákonar-
son fæddist 9. jan-
úar 1951. Hann lést
3. júní 2020.
Útför hans fór
fram 11. júní 2020.
krabbamein fyrir að-
eins hálfum mánuði
orðaði hann það svo
að það hefði verið
„skellur“. Blátt áfram
að vanda. „Svona er
lífið,“ mun hann einn-
ig hafa sagt þegar
hann lá banaleguna.
Engin sjálfsvorkunn,
engin óþarfa tilfinn-
ingasemi. Þannig var
hans nálgun gagnvart
lífinu sem hafði ekki alltaf farið um
hann mildum höndum.
Það var aldrei til umræðu en
samt ekki endilega feimnismál
heldur. Ég heyrði hann einu sinni
útskýra af hverju hann byggi á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási
í Hveragerði. „Það er geðrænt,“
sagði hann. Hann dvaldi ekki við
sársauka fortíðarinnar en var
engu að síður markaður af honum
og tókst að sumu leyti á við hann
með meðulum þeirrar sömu for-
tíðar. Andlit hans var rúnum rist
en á móti kom að það var alltaf
stutt í brosið. Stundum duttu upp
úr honum molar frá löngu liðnum
árum. Hann hafði verið með þess-
um eða hinum í bekk í MR. Unnið
við að tjarga skip eitt sumar í Fær-
eyjum. Eitt og annað sem minnti
mann á að ævi Ingós frænda míns
hafði verið viðburðarík. Lengst af
bjó hann samt í Hveragerði þar
sem hann undi hag sínum vel.
Hann fylgdist vel með í bæjarlíf-
inu, fór í langar hressingar-
göngur, lá í sólbaði og annaðist um
hænsnin á Ási. Hann vissi alltaf
hvar bestu pítsur bæjarins var að
finna og þar runnu ófáar pítsu-
sneiðarnar niður „í hans boði“ eins
og hann orðaði það.
Ég heyrði í Ingólfi í síma eftir
að hann var orðinn veikur. Við
ræddum saman í dálitla stund en
svo sagði hann jafn skyndilega og
honum einum var lagið: „Þetta er
komið gott.“ Hann var þreyttur.
Við kvöddumst og símtalinu lauk.
Tveimur dögum síðar var hann
allur.
Þetta var komið gott. Ingólfur
gerði hlutina á eigin forsendum og
einhvern veginn segir mér svo
hugur að hann hafi kvatt þennan
heim með eigin lagi líka. Ég næ
því miður ekki að fylgja honum
síðasta spölinn en kveð Ingó
frænda með söknuði og kærri
þökk fyrir samfylgd og vináttu.
Hann hvíli í friði.
Haraldur Hreinsson.
sitt til þess að hann myndi muna
eftir og þekkja fólkið sitt. Þó að
við Henni höfum ekki alist upp
saman þar sem ég fylgdi móður
okkar héldust tengslin milli okkar
alla tíð og styrktust enn frekar
með árunum. Foreldrar okkar
giftust síðar bæði aftur og eigum
við Henni mörg væn hálfsystkin.
Henni hafði alla tíð áhuga á ætt-
fræði, var fróður um ættir okkar
og frændrækinn. Hann safnaði
saman fróðleik um forfeður okkar
og -mæður sem ég nýt góðs af.
Henni var náttúruunnandi sem
naut sín best í bústað þeirra Írisar
í Kollafirðinum. Hann var mikill
fjölskyldumaður og hugsaði vel
um sína stóru fjölskyldu. Henni
var einn af þeim mönnum sem
treyst var til vandasamra verk-
efna, hann var einstaklega umtals-
góður, var mannasættir, mikið
prúðmenni og einstakt snyrti-
menni. Hans er nú sárt saknað en
minningin lifir um hugprúðan
mann sem sætti sig við örlög sín
er sjúkdómurinn ágerðist, mann
sem þakkaði frekar fyrir að hafa
átt gott líf og góða fjölskyldu en að
kvarta yfir örlögum sínum, mann
sem huggaði og styrkti fólkið sitt í
sorginni. Hvað er hægt annað en
að þakka einlæglega fyrir að hafa
átt hann að. Þakka þér fyrir að
hafa verið stóri bróðir minn,
Henni minn.
Þinn bróðir
Þórður.
Í dag kveð ég elsta bróður
minn, hann Henna. Hugur minn
hverfur til baka til barnæsku
minnar þar sem ég og systkini mín
nutum þess þegar eldri bræður
okkar komu með fjölskyldur sínar
í heimsókn á Kornbrekkur. Það
var alltaf gaman og enn meira líf
og fjör færðist inn á heimilið.
Henni var sá okkar systkina
sem mér hefur alltaf fundist eiga
hvað mest ríkidæmi, því hann
eignaðist 5 yndisleg börn, og síðan
bættust dásamlegu barnabörnin
við hópinn. Í mínum huga getur
maður ekki orðið ríkari.
Henni var brosmildur og stutt
var í húmorinn, en jafnframt var
hann traustur og yfirvegaður.
Hann hefur í gegnum tíðina verið
stoð og stytta fjölskyldu sinnar og
naut sín hvað best við það að að-
stoða þau, hvort sem það snerti
kvennafótboltann, trúss fyrir
hestaferðir, aðstoða systur sína í
íbúðarkaupum og fleira.
Á hverju sumri eigum við stór-
fjölskyldan góðar samverustundir
þar sem við förum í helgarferð út
á land. Þetta er stund þar sem
mismunandi kynslóðir njóta sam-
verunnar og vilja helst ekki missa
af. Henni hefur verið ötull við að
festa þessar samverustundir á
myndband og var hann snillingur í
því að setja myndir og myndbönd
frá þessum ferðum saman í
skemmtilegt myndband, sem
kemur til með að gleðja okkur hin
um ókomna tíð.
Hans verður sárt saknað.
Hrafnhildur Skúladóttir.
Ef ég á að velja eitt orð til að
lýsa Hendrik Skúlasyni, vel ég
orðið séntilmaður. Framganga
hans og viðmót allt var fágað og
hann ávann sér virðingu og traust
samstarfsmanna sinna og sam-
ferðafólks. Við Hendrik störfuð-
um saman í um 20 ár og í öll þau ár
bar aldrei skugga á samstarf okk-
ar. Hann var traustur, réttsýnn og
tillögugóður í samstarfi og þegar
hann kvaddi sér hljóðs var eftir
því tekið og á hann hlustað. Ég vil
á kveðjustundu þakka honum
samstarfið og með þessum örfáu
orðum minnast heiðursmannsins
Hendriks Skúlasonar. Hafðu þökk
fyrir allt og allt. Blessuð sé minn-
ing þín. Ég votta Írisi og fölskyld-
unni allri samúð mína.
Valdimar Valdimarsson.
Látinn er einn af okkar bestu
vinum, Hendrik Skúlason úr-
smiður. Hendrik var alltaf kallað-
ur Henni og alltaf voru þau hjónin
nefnd saman Íris og Henni. Það
var alltof stutt frá því hann
greindist þar til hann kvaddi ná-
kvæmlega þrem mánuðum síðar
eftir stutt en erfitt sjúkdómsstríð,
maður vart farinn að átta sig á
þessum stutta tíma þegar kallið
kom. Í febrúar vissi maður ekki að
neitt væri að, 12. júní lést hann
með mikilli reisn; eitt af erfiðari
krabbameinum hafði tekið sér ból-
festu í lungum hans. Henni var
skemmtilegur, orðheppinn og þau
hjónin yndisleg heim að sækja,
alltaf fór maður hressari af þeirra
fundi. Henni var framúrskarandi
mikill dugnaðarmaður og var allt-
af reiðubúinn að aðstoða ef ein-
hver þurfti aðstoð. Þau hjón áttu
sér sumarhreiður í bústað sínum
og hafði hann unun af trjárækt,
snyrtingu, slætti og öllu sem til-
heyrði. Þau hjónin voru mjög dug-
leg að treysta bönd barna sinna og
fjölskyldna með mat og kaffi, svo
sannarlega samhent hjón. Þau
eiga stóran barnahóp, tengdabörn
og barnabörn sem voru þeirra
augasteinar, allt gott fólk, vel
gert, samhent sem einn maður.
Íris gerði allt fyrir lífsförunaut
sinn sem hún gat fram á síðustu
daga. Við Íris mín höfum talað
saman í síma alla daga síðan 1966.
Hún er sú traustasta manneskja
sem ég þekki. Alltaf boðin og búin
ef eitthvað er. Íris mín er mér eins
og besta systir, þó við séum systk-
inadætur, sem ég elska af heilum
hug. Við söknum Henna vinar
okkar verulega og biðjum góðan
Guð að fallegu minnigarnar hjálpi
þeim að sjá birtuna á ný. Guð
blessi þig, kæri góði vinur okkar,
hittumst í sumarlandinu þegar
okkar tími kemur.
Kveðja,
Anna Ingibjörg Benedikts-
dóttir og fjölskylda.
Hann Henni er allur, bara 79
ára, en nú á tímum er aldurinn
mjög afstæður.
Við félagarnir gengum í Odd-
fellowregluna um svipað leyti, Sig-
tryggur fyrstur, svo Henni, Óli
Örn og síðastur Eiríkur. Við vor-
um valdir í skemmtinefnd saman
árið 1979 og Henni var formaður.
Nefndin fundaði á þriðjudögum
fyrir fundina á föstudögum. Fljót-
lega var ákveðið að hittast á veit-
ingastað og varð hinn nýi staður
Lauga-Ás fyrir valinu. Þar hitt-
umst við síðan meðan við störfuð-
um í skemmtinefnd. Það var ekki
beinlínis ákvörðun að halda áfram
að hittast vikulega, það bara gerð-
ist. Við höfum gert það í næstum
40 ár. Ekki alltaf á Lauga-Ási. Við
flökkuðum aðeins milli staða á
tímabili. Henni var heldur ekki
alltaf með okkur, hann byrjaði,
var fyrstu tvö árin eða svo, en fjöl-
skyldan og aðrar skyldur tóku yfir
í allmörg ár, en síðustu 7 ár eða
svo hefur hann verið með okkur á
hverjum þriðjudegi. Covid stopp-
aði okkur í febrúar og um það leyti
greindist Henni með krabbamein,
sem nú hefur lagt hann að velli á
undraskömmum tíma.
Spjallið var alltaf gott. Við
heyrðum af ferðum Henna í
sumarbústaðinn í Kollafirði,
barnapössun á Íslandi, í Dan-
mörku og jafnvel víðar. Dýrapöss-
un, allt frá hundum upp í hesta.
Hvað gerir maður í sumarbústað
annað en að passa hesta? Jú, við-
hald tekur sinn tíma, slá grasið,
fylgjast með að allt sé í lagi þegar
ekki er dvalið í bústaðnum og svo
framvegis. Endalaus vinna – og
ánægja. Það var líka talað um
Oddfellowregluna, ríkisstjórnina
og aðra pólitík. Aldrei var rifist, en
við vorum ekki endilega alltaf
sammála en oftast þó.
Það er söknuður í hjarta. Við
höfum misst Hendrik Skúlason,
kæran vin og bróður, en sárastur
er söknuður fjölskyldunnar. Við
vottum Írisi konu hans, börnum
og öðrum afkomendum okkar
innilegustu samúð.
Sigtryggur, Óli Örn
og Eiríkur Þór.
Kær vinur okkar hjóna, Hend-
rik, er fallinn frá eftir stutt veik-
indastríð. Okkar vinskapur við
þau hjón Írisi og Henna hófst þeg-
ar Erla dóttir þeirra og Bragi son-
ur okkar rugluðu saman reytum.
Við höfum í gegnum tíðina átt
margar gleðistundir með þeim
hjónum og fjölskyldunni í Kaup-
mannahöfn. Minnisstæð er ferðin
okkar til Tyrklands í tilefni af 40
ára afmæli Braga. Henni alltaf
kátur við að taka myndir og að
leika við Jónatan Ara. Þetta var
góður tími með skemmtilegu fólki.
Sumarbústaðurinn þeirra í Kolla-
firði ber þess merki að þar voru
samhent hjón sem elskuðu að vera
úti í náttúrunni og hlúa að öllum
þeim fallega gróðri sem þar er.
Henni var natinn við að klippa
trén, slá grasið og halda bústaðn-
um í góðu lagi. Það var alltaf gam-
an að koma í bústaðinn og þiggja
veitingar hjá þessum heiðurshjón-
um og Henni naut sín vel við grill-
ið. Það var líka skemmtilegur tími
þegar við vorum saman að und-
irbúa brúðkaup Erlu og Braga.
Við vorum svo sammála um að
gera þennan dag ógleymanlegan
og því mikið fundað til að vera viss
um að allt yrði í lagi. Þegar fjöl-
skyldan okkar í Kaupmannahöfn
kemur í frí til Íslands hefur skap-
ast sú hefð hjá okkur að hittast í
kaffi og góðgæti bæði við komu og
brottför þeirra. Við ætluðum svo
öll að vera saman í Kaupmanna-
höfn í vor því það átti að ferma
Jónatan Ara en öllu var frestað
vegna faraldursins sem geisar nú
um heiminn. Nú verður ferming í
haust og þá verður Henna sárt
saknað af okkur öllum. Henni var
mikill fjölskyldumaður enda eiga
þau hjón myndarlegan barnahóp
sem ber þeim hjónum gott vitni.
Henni var einstakur maður,
skemmtilegur, hlýr og hvers
manns hugljúfi. Við og fjölskyldur
okkar kveðjum hann með þakk-
læti fyrir góða vináttu og sendum
Írisi og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Þorgerður og Jón.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
1952 hófu Sigurður Tómasson
úrsmiður og Jón Dalmannsson
gullsmiður samstarf í húsi Fata-
búðarinnar á Skólavörðustíg 21a,
Úra- og skrautgripaverslunin,
sem starfaði þar í 25 ár. Fljótlega
kom ungur og geðugur maður til
að læra úrsmíði hjá Sigurði, það
var Hendrik Skúlason. Hann lauk
sínu námi en hélt áfram að vinna
við fyrirtækið og reyndist meist-
ara sínum og fyrirtækinu afar vel.
Eftir lát föður míns Jóns Dal-
mannssonar tók ég við stjórn þess
hluta fyrirtækisins, en þar sem
Sigurður var þá orðinn aldraður
tók Henni að sér að sjá um rekst-
ur hans hluta og gekk það sam-
starf mjög vel. 1976 urðu breyt-
ingar á húsnæði svo við þurftum
að flytja þaðan en fundum ekki
hentugt húsnæði til samstarfs, svo
leiðir skildi.
En við höfðum fengið að fylgj-
ast með Henna í hans námi og
starfi og var það aðdáunarvert. Ír-
is kom inn í líf hans og svo bættust
börnin við eitt af öðru, hvert öðru
myndarlegra. Aðdáunarverðast
var kannski að fá að fylgjast með
hversu vel honum fórst við meist-
ara sinn og annaðist hann í hárri
elli. Sigurður var heilsuhraustur
maður alla tíð, ferðaðist mikið og
tók mikið af myndum, enda frá-
bær myndasmiður og frumkvöðull
á mörgum sviðum, bæði í úrsmíð-
inni sem og myndasmíði.
Seinna unnu dætur Henna hjá
mér fyrir jól þegar þurfti fleiri við
afgreiðslu og þannig héldu sam-
skipti áfram. Það er mannbætandi
að umgangast öðlingsfólk og ég vil
hér með þakka Henna og hans
fjölskyldu alla samfylgd og vin-
áttu um leið og ég votta þeim
dýpstu samúð.
Dóra G. Jónsdóttir.