Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 40
REYKJAVÍK40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Flest bendir til að kórónuveirufar- aldurinn hafi hjálpað til að minna Ís- lendinga á hvað þeir búa í áhuga- verðu landi. Enda sést það vel á færslum vina og ættingja á sam- félagsmiðlum um þessar mundir að þeir ætla aldeilis að nota sumarið til að ferðast vítt og breitt um Ísland, uppgötva alls konar náttúruperlur, borða á framúrskarandi veitinga- stöðum í öllum fjórðungum, og mýkja vöðvana í heitum laugum hringinn í kringum landið. En það þarf ekki að halda út fyrir borgarmörkin til að lenda í ævintýr- um og njóta þess að vera til. „Við sáum það t.d. í faraldrinum, þegar fátt annað var hægt að gera sér til dundurs annað en að fara út og ganga, að margir uppgötvuðu sér til ánægju skemmtilegar gönguleiðir og faldar perlur í hverfum Reykjavíkur hér og þar,“ segir Steinþór Einars- son, skrifstofustjóri íþrótta- og tóm- stundasviðs Reykjavíkur. Allt stefnir í afskaplega gott sum- ar í Reykjavík og ættu bæði heima- menn og gestir úr nærsveitar- félögum og öðrum landshlutum aldeilis að geta fundið sér margt til að sjá og gera í höfuðborginni. Á komandi vikum og mánuðum mun hver hátíðin reka aðra, söfnin hafa opnað á ný og finna má alls kyns tækifæri til útiveru og íþróttaiðk- unar. Steinþór minnir sérstaklega á sundlaugar Reykjavíkur sem nú eru orðnar sjö talsins. „Þar er opið til kl. 22 alla daga vikunnar og held ég að meira að segja Norðmenn hafi ekki efni á að hafa sundlaugarnar sínar opnar svona langt fram á kvöld,“ segir hann glettinn. Ómissandi sælureitur Sundlaugarnar í Reykjavík eru í stöðugri þróun og búa þær t.d. nær allar að spennandi leiktækjum og rennibrautum fyrir börnin. Hver sundlaug hefur sín sérkenni þar sem unnið er með þá styrkleika sem sundlaugarstæðið hefur upp á að bjóða. „Þannig hefur t.d. plássið í kringum sundlaugarnar í Laugardal og Árbæ verið nýtt til að koma upp strandblakvöllum af bestu gerð og eru tveir vellir á hvorum stað. Er að- staðan svo góð að í Laugardal var strandblakvöllurinn notaður sem keppnisvöllur á Smáþjóðaleikunum,“ segir Steinþór og bætir við að Laugardalslaug bjóði líka upp á hreystibraut og heitan pott með upp- hituðum sjó. „Það á við um sundlaug- arnar að þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Sumir nota laugarnar sem sína líkamsrækt og synda af kappi, en svo eru aðrir sem vilja fyrst og fremst slaka á og vinda ofan af sér eftir amstur dagsins í þægilegum heitum potti eða gufubaði. Þá sáum við það greinilega í kórónuveiruf- araldrinum hvað þessi þjónusta skiptir borgarbúa miklu, og mynda sundlaugarnar ákveðinn miðpunkt í samfélaginu rétt eins og kaffihúsin í París og barirnir í London. Bárust okkur endalausar fyrirspurnir um hvenær sundlaugarnar myndu opna á ný að loknum faraldri, og hvort ekki væri hægt að gera ráðstafanir svo tilteknir hópar gætu komist í laugarnar til að hreyfa sig og rækta félagslegu tengslin.“ Það ætti síðan að telja ylströndina í Nauthólsvík upp með sundlaug- unum en þar er aðsóknin góð allt árið um kring og ströndin sérstaklega vel nýtt þegar hlýtt er í veðri. „Í yl- ströndinni hitum við upp lítinn hluta af Atlantshafinu en síðan er hægt að stunda sjósund í Nauthólsvík og syndir fólk þar alla mánuði ársins. Einnig er þar heitur pottur, eimbað og leiktæki á ströndinni og svæðið sannkölluð paradís,“ segir Steinþór en ylströndin er opin frá 10 til 19 alla daga. „Á sömu slóðum er Siglinga- klúbburinn með aðstöðu og frá miðjum maí fram í lok ágúst hægt að leigja hjá þeim báta til að róa og sigla um Nauthólsvíkina.“ Öfundsverð af golfvöllunum Talandi um holla og skemmtilega hreyfingu standa íþróttafélögin í Reykjavík fyrir fjölda námskeiða og íþróttaviðburða í sumar. Sjálfur er Steinþór duglegur að nýta aðstöðu golfklúbbanna og segir hann að margir öfundi Reykvíkinga af því hve stutt er í góða golfvelli og auðvelt að komast þar að. „Eitt sinn fékk ég það verkefni að vera gestgjafi japansks viðskiptamanns sem þurfti að sækja alls kyns fundi í borginni. Spurður hvað hann vildi gera að fundum lokn- um vildi Japaninn endilega komast í golf, svo ég leigði golfsett og fórum við í Grafarholt þar sem við áttum ánægjulega stund. Nema hvað næsta dag vildi Japaninn fara aftur í golf, og helst ekki gera neitt annað meðan á dvöl hans stæði. Þegar ég spurði af hverju hann hefði svona afskaplega mikinn áhuga á golfi benti hann mér að í Japan þarf oft að hafa margra mánaða fyrirvara á því að bóka sig inn á golfvöll og aka langa leið til að komast á völlinn.“ Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um afþreyingu og útivist í Reykjavík án þess að minnast á Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Jafnt og þétt hefur verið aukið við afþreyingarmöguleik- ana í garðinum svo að núna er hann orðinn eitt allsherjarskemmtisvæði fyrir yngri gestina. „Yfir sumartím- ann er garðurinn nokkurs konar tívolígarður með fullkomnum leik- og skemmtitækjum eins og klessibílum, ökuskóla, að ógleymdum fallturn- inum en efst úr honum er fjarskagott útsýni yfir Laugardalinn.“ Afþreying, afslöppun og holl hreyfing Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Sundlaugarnar fylltust fljótt af fólki að loknum erfiðustu vikum faraldursins. Þar má slaka vel á.  Sundlaugarnar gegna ekki ósvipuðu hlutverki í Reykjavík og kaffihúsin gera í París eða barirnir í London Morgunblaðið/Eggert Fjölbreytni Steinþór Einarsson mælir m.a. með því að fara í golf, heim- sækja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og kíkja á ylströndina. Búast má við miklu lífi og fjöri í Kolaportinu í sumar og segir Gunn- ar Hákonarson að þar spili inn í öll sú uppbygging sem hefur átt sér stað í kringum þennan vinsæla og rótgróna flóa- og matarmarkað. „Við erum ekki lengur hér um bil í útjaðri miðborgarinnar heldur um- kringd nýjum og skemmtilegum byggingum og alls kyns rekstri. Sú uppbygging sem hefur átt sér stað úti á Granda hefur blásið nýju lífi í hafnarsvæðið að ógleymdu versl- unar-, íbúða- og skrifstofuhúsnæði á Hafnartorgi, og þá er veglegt lúxus- hótel að rísa á næsta reit.“ Gunnar er framkvæmdastjóri Kolaportsins og hefur starfað þar í röskan aldarfjórðung. Að hans mati hefur aldrei verið betra að heim- sækja miðborg Reykjavíkur. „Á mín- um yngri árum var stundum talað um að svo mikill asi og streita ein- kenndi miðborgarsvæðið og var ekki öllum að skapi. Í dag finnst mér allt annars konar andrúmsloft ríkjandi, og hafa m.a. göngugöt- urnar hjálpað til að hægja á fólki og skapa afslappaðri stemningu.“ Kolportið hefur líka átt sinn þátt í að móta andrúmsloft miðborgar- innar og segir Gunnar að markaðir af svipuðum toga skipti iðulega miklu máli fyrir þau samfélög þar sem þá er að finna. „Íslendingar þekkja það margir hjá sjálfum sér að þegar komið er til útlanda er gott að leita fyrst af öllu að stað eins og Kolaportinu því þar má komast í snertingu við heimamenn. Upplif- unin er allt önnur en að koma í marmaraklædda verslunarmiðstöð, vöruúrvalið líka sérstakt og eru margir sem venja komur sínar í Kolaportið til að prútta við seljanda á flóamarkaðinum eða birgja sig upp af matvælum sem fást ekki ann- ars staðar. Á matarmarkaði Kola- portsins má t.d. finna hefðbundinn íslenskan mat eins og signa grá- sleppu og broddmjólk sem leitun er að í hefðbundnum matvöruversl- unum eða fiskbúðum.“ Lifandi miðbæjarmarkaður Þeir sem hafa lagt leið sína í Kola- portið á undanförnum vikum hafa ef til vill veitt því athygli að þar er ver- ið að breyta og bæta og nýtt svæði að verða til sem fengið hefur nafnið Kolaþorpið. Gerð hefur verið breyt- ing á uppröðun sölubása til að skapa gott rými fyrir matar- og við- burðatorg í norðausturhluta húss- ins. Þar verður hægt að kaupa vörur af ýmsu tagi frá fjölda seljenda og njóta skemmtiatriða. „Kolaportið hefur alltaf verið lifandi staður og tekið sífelldum breytingum. Töfrar flóamarkaðarins munu vitaskuld halda sér en Kolaportið er núna að umbreytast úr flóamarkaði í lifandi miðbæjarmarkað með fjölbreytt úr- val matvæla, veitinga, sérvöru og alls kyns afþreyingu,“ segir Gunnar. „Í smíðum er flott Matartorg þar sem landsliðskokkur mun leiða hóp- inn og á viðburðatorginu munum við hýsa allt frá litlum sölubásum upp í stóra viðburði og verður Kolaþorpið vænt, grænt, girnilegt og skemmti- legt.“ ai@mbl.is Kolaþorpið að taka á sig mynd  Matar- og viðburðatorg bætist við í Kolaporti en sígildir töfrar flóamarkaðarins halda sér Morgunblaðið/Styrmir Kári Gúrme Sælkerarnir finna margt við sitt hæfi í Kolaportinu. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sæla Gunnar Hákonarson við vegglistaverk Einars Timma í Kolaþorpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.