Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Aðrar Christopher Nolan myndir: The Dark Knight, The Dark Knight Rises Pete Davidson er bandarísk-ur leikari og grínisti.Hann er flestum kunnursem fylgjast með gaman- þáttunum Saturday Night Live, en hann hefur verið hluti af leikara- hópnum síðastliðin sex ár. David- son hefur verið áberandi í gulu pressunni, sérstaklega þegar hann var trúlofaður popptónlistarkon- unni Ariönu Grande í skamman tíma. Hann hefur orðspor sem vandræðagemlingur og hefur talað opinskátt um þá mörgu djöfla sem hann hefur að draga, eins og glímu sína við geðræn vandamál, fíkni- efnaneyslu og Crohns-heilkenni. Davidson leikur aðalhlutverkið í The King of Staten Island og er jafnframt einn handritshöfunda. Persónan sem hann leikur í mynd- inni er nánast að öllu leyti byggð á Pete sjálfum og segja má að þetta sé eins konar skálduð ævisaga hans. Leikstjóri myndarinnar er hinn afkastamikli Judd Apatow, sem hefur framleitt og leikstýrt mörgum af vinsælustu gaman- myndum Hollywood síðustu ár, eins og The 40 Year Old Virgin og Knocked Up. Eins og titillinn gefur til kynna gerist myndin á Staten Island, sem er úthverfi New York-borgar. Í gegnum tíðina hafa New York-búar mikið grínast með Staten Island, sem þykir ómerkilegur staður til að búa á, sérstaklega í samanburði við flottari hverfi eins og Brooklyn og Manhattan. Titillinn kallast auðvit- að á við mafíumyndina The King of New York (1990) og hendir þannig gaman að því að kóngurinn í Staten Island sé kannski ekki alveg jafn spennandi og glæpakóngarnir á Manhattan. Sagan segir frá hinum 24 ára gamla Scott, sem býr með móður sinni Margie og systurinni Claire. Faðir hans var slökkviliðsmaður en hann lést í eldsvoða þegar Scott var sjö ára gamall. Scott er þung- lyndur og heilsulaus, reykir gras allan daginn og hefur engan vilja til að vinna eða flytja að heiman. Hann gerir allt af hálfum hug og getur aldrei fylgt neinu eftir af ein- urð. Þetta einkennir m.a. „sam- bandið“ sem hann á við vinkonu sína Kelsey, sem honum finnst gaman að hanga með og sofa hjá en þorir ekki að hefja raunverulegt ástarsamband. Eini draumurinn sem hann á er að verða tattúlista- maður, en hann skortir líka frum- kvæði til að elta þann draum af krafti. Hann og allir í kringum hann telja að ástæðan fyrir því að hann sé svona gallaður sé andlát föður hans, þetta tráma sem hann getur ekki sleppt tökunum á. Spurningin er svo hvort Scott sé farinn að nota áfallið sem átyllu til að afsaka alls konar bjánalega hegðun. Claire er að útskrifast úr menntaskóla og fara í háskóla. Þetta þýðir að hún er að flytja að heiman og Scott og Margie eru ein eftir í húsinu. Það fær mikið á Margie að dóttirin sé að flytja að heiman og Scott er nú leiður stað- gengill fyrir hana, tilfinningakaldur og bakaður eins hann er. Snemma eftir að Claire flytur að heiman kynnist Margie manni, í gegnum mjög fyndnar kringum- stæður. Scott er síður en svo ánægður með þennan ráðahag og eftir því sem líður á fara að koma fleiri og fleiri brestir í fjölskyldu- sambandið. Þetta er tiltölulega hefðbundin saga um slæpingja sem þarf að átta sig á að hann getur ef til vill ekki slæpst alla ævi. Líkt og Apatows er von og vísa er þetta ekki spreng- hlægileg ærslagrínmynd heldur einhvers staðar mitt á milli þess að vera indíleg gamanmynd og fjöl- skyldudrama. Persónusköpunin er góð og allir þessir ólíku karakterar sem koma þarna fram eru það besta við myndina. Scott er vissu- lega áhugaverð persóna og Pete Davidson gerir honum góð skil enda væri annað bara fáránlegt, svona í ljósi þess að hann er bara að leika sjálfan sig. Marisa Tomei er hrífandi í hlutverki móðurinnar Margie og ég hafði líka einstaklega gaman af frammistöðu Bel Powley í hlutverki Kelsey. Powley er mjög fyndin gamanleikkona og hún er af- ar einlæg og skemmtileg í þessari mynd. Myndin er rosalega löng, rúmir tveir klukkutímar, sem gefur áhorf- endum vissulega tíma til að kynn- ast persónunum vel. Hún stendur samt ekki undir þessari lengd og hefði hæglega mátt vera töluvert styttri. Kaflarnir í myndinni eru mjög misjafnir að gæðum, á köflum er hún fyndin og jafnvel nýstárleg, á öðrum stundum er hún mjög klisjukennd og nánast leiðinleg. The King of Staten Island er samt ágætis ræma þótt hún sé allt- of löng og þvæld. Tónlistin er kúl, persónugalleríið er skemmtilegt og hún inniheldur mörg prýðileg augnablik, sem gerir hana að fín- asta sumarglápi. Konungur slæpingjanna Slæpinginn Þetta er „ágætis ræma þótt hún sé alltof löng og þvæld. Tónlistin er kúl, persónugalleríið er skemmti- legt og hún inniheldur mörg prýðileg augnablik, sem gerir hana að fínasta sumarglápi,“ segir rýnir um myndina. Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó The King of Staten Island bbbnn Leikstjórn: Judd Apatow. Handrit: Judd Apatow, Pete Davidson, Dave Sirus. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Klipp- ing: Jay Cassidy, William Kerr og Scott Olds. Aðalhlutverk: Pete Davidson, Mar- isa Tomei, Bel Powley, Bill Burr, Maude Apatow. 136 mín. Bandaríkin, 2020. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Nýr kvartett Óskars Guðjónssonar saxófónleikara, Move, kemur fram á tónleikum í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu í kvöld, fimmtudag, kl. 20. Óskar stofnaði kvartettinn til að takast á við sígild- asta form djasstónlistar, „lúður með píanótríói“ eins og hann segir. Undanfarið ár eða svo hefur kvart- ettinn haft fastan æfingatíma þar sem viðfangsefnið er leitin að eigin nálgun á hið hefðbundna form, hvort sem leikin eru sígild djasslög eða eigin smíðar. Liðsmennirnir eru virkir í íslensku tónlistarlífi, þar sem þeir hafa hver um sig skap- að sér sérstöðu með persónulegri nálgun á fjölbreytt viðfangsefni. Auk Óskars skipa Move Matthías M. D. Hemstock á trommur, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Eyþór Gunnarsson á píanó. Move Liðsmenn kvartettsins: Óskar, Matt- hías, Eyþór og Valdimar Kolbeinn. Move, nýr kvartett Óskars, í Mengi Listasafn Reykjavíkur býð- ur upp á kvöld- göngu um Skóla- vörðuholtið í kvöld og verður lagt upp frá höggmyndagarð- inum við Lista- safn Einars Jóns- sonar kl. 20. Fyrir tæpri öld kom Guðjón Samúelsson þeirri hug- mynd á framfæri að háborg ís- lenskrar menningar skyldi rísa á Skólavörðuholti. Þó ekki hafi orðið af háborginni hefur holtið verið mikilvægur staður í sögu menning- ar og lista og mun Pétur H. Ár- mannsson, arkitekt og byggingar- listfræðingur, rýna í þá sögu í göngunni og segja frá því sem fyrir augu ber. Fræðsluganga um Skólavörðuholt Pétur H. Ármansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.