Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
✝ Kristín Axels-dóttir fæddist á
Syðri-Bakka í
Kelduhverfi 1. ágúst
1923. Kristín lést á
Hjúkrunarheimilinu
Dyngju á Egils-
stöðum 14. júní
2020.
Kristín var dóttir
Sigríðar Jóhannes-
dóttur húsfreyju og
bónda og Axels
Jónssonar kennara og bónda.
Systkini hennar voru Óttar
Bragi, Yngvi Örn, Auður og
Áslaug. Eru þau öll látin fyrir
allmörgum árum.
Kristín giftist Benedikt Sig-
urðssyni bónda í Grímstungu á
Hólsfjöllum, f. 1909, d. 1990, árið
1948. Börn þeirra eru Sigríður
Kristjana, f. 17. september 1951,
og Sigurður Axel, f. 19. júlí 1955.
skólastjóra og ritstjóra Hlínar.
Kristín sótti síðar, eða frá árinu
1963, fjölda námskeiða í kirkju-
orgelleik á vegum Söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar í
Skálholti. Kristín var í einn
vetur í Húsmæðraskólanum á
Laugum eða frá 1945 til 46.
Kristín flutti úr Ási á Hólsfjöll
1948 og bjó með bónda sínum
með sauðfé þar til hann lést
1990. Kristín hóf þá rekstur
bændagistingar á Hólsfjöllum
og rak hana allt til ársins 2005.
Hún hafði í fyrstu vetursetu á
Húsavík en flutti árið 1993 til
Egilsstaða. Kristín var síðustu
árin til heimilis á hjúkrunar-
heimilinu Dyngju á Egilsstöðum
þar sem dóttir hennar Sigríður
og gott starfsfólk annaðist hana.
Kristín var í tugi ára organ-
isti við kirkjuna á Víðirhóli á
Fjöllum og í Möðrudal á Efra-
Fjalli.
Útför Kristínar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 25. júní
2020, klukkan 13.30.
Fóstursynir þeirra
eru Ævar Kjart-
ansson, f. 26. ágúst
1950, og Sigurður
Bragason, f. 26.
mars 1963. Börn
Benedikts af fyrra
hjónabandi og
stjúpbörn Kristínar
eru Bragi, f. 6.
ágúst 1937, og
Aldís, f. 8. júlí 1940,
d. 12. júlí 2007.
Kristín bjó með systkinum sín-
um og móður í Ási í Kelduhverfi,
en Axel faðir hennar dó þegar
hún var fjögurra ára. Tólf ára
gömul dvaldi hún um nokkurra
mánaða skeið hjá Karólínu
móðursystur sinni á Þórshöfn og
lærði á orgel hjá Ara Jóhannes-
syni. Hún hélt áfram orgelnámi
hjá Sigurði Birkis á Akureyri og
bjó hjá Halldóru Bjarnadóttur
Tengdamóðir mín Kristín Ax-
elsdóttir, bóndi og organisti í
Grímstungu, Hólsfjöllum, er látin
tæplega 97 ára gömul. Upp í hug-
ann koma margar myndir og
minningar eins og eðlilegt er eftir
svo langa viðkynningu en ég
kynntist manni mínum, Sigurði
Axel, fyrir 45 árum. Ein sterk-
asta minningin um hana, sem
lagði um leið línurnar um sam-
skipti okkar alla tíð, er fyrsta
skiptið sem við hittumst. Reynd-
ar er það sameiginleg minning
um þau bæði, Benedikt mann
hennar og hana. Árið var 1976 og
ég var rétt nýbúin að kynnast
manninum mínum, Sigurði Axel,
syni þeirra. Hann bauð mér með
sér í páskafrí norður á Fjöll. Við
komum þangað í hvassri norðan-
átt og skafrenningi, átta saman,
fullorðnir og börn. Ég sá alls ekk-
ert hús þegar komið var á leið-
arenda. Bara hjarn, hvert sem lit-
ið var. Við þurftum að ganga
niður snjótröppur til að komast
inn í húsið, lágreist hús á einni
hæð sem breyttist í höll í minn-
ingunni því gestrisnin og elsku-
legheitin voru slík. Inni biðu þau,
Bubbi og Stína, með hlaðborð af
kræsingum og hlýtt hús fyrir kalt
og hrakið Reykjavíkurfólkið.
Elskulegt viðmót var þó það sem
stóð upp úr og ljómar í minning-
unni og hefur setið í huganum í öll
þessi ár. Ég var borin á höndum
eins og prinsessa, kræsingar í
hvert mál og einhver ómótstæði-
leg hlýja og gestrisni sem þau
bæði auðsýndu mér þá og alltaf
síðan. Ekki skemmdi fyrir að fullt
var af bókum í húsinu, m.a. allar
Tinnabækurnar og tíminn leið
ljúflega við lestur og spjall,
heimagerðar kræsingar og gegn-
ingar í fjárhúsum. Seinna, eftir
að við Siggi fluttum til Gríms-
staða, var hún óþreytandi við að
aðstoða okkur á alla lund, við
barnagæslu, matar- og kaffiboð
fyrir fáa sem fleiri og alla tíð var
sami höfðingjabragurinn yfir
öllu. Móðir mín og hún urðu
ágætis vinkonur og minnist
mamma hennar með sérstakri
hlýju. Það gerum við einnig, öll
fjölskyldan, og yljum okkur nú
við margar og góðar minningar.
Blessuð sé minning tengdamóður
minnar, Kristínar Axelsdóttur.
Ólöf Erla.
Jólafrí á Fjöllum 1970. Við vor-
um sótt á snjóbíl í Mývatnssveit.
Á leiðinni var stoppað við staur
sem stóð uppúr skafli, tæki tengt
við og kallað „það eru svona tveir
tímar í okkur“. Þá vissi Stína hve-
nær færa átti upp hangikjetið.
Þegar komið var í Grímstungu
var gengið niður snjógöng inn í
bæinn. Maður var staddur inni í
hlýjum og notalegum snjóbolta.
Morguninn eftir færði hún okkur
morgunverð á bakka inn í her-
bergi, ljósgjafinn olíulampi. „Hún
er rómantísk þessi nýja tengda-
mamma mín,“ hugsaði ég. Seinna
þennan dag var ég send út í
lindina til að sækja rjóma, því
enginn var ísskápurinn og skildi
þá að olíulampinn var ekki róm-
antíkin ein, ljósamótorinn var
bara settur í gang á kvöldin. „Á
ég ekki að þurrka af eða gera eitt-
hvað?“ spurði ég og vildi gera
gagn á síðustu metrunum fyrir
jólahátíðina. „Nei, nei, ég hef
nægan tíma til þess þegar þið er-
uð farin suður, spjöllum heldur
saman.“
Stína tengdamamma kunni þá
kúnst að upphefja hversdaginn.
„Æ, Ævar minn, tökum nú Enn
syngur vornóttin, áður en við
borðum.“ Hún var glaðsinna, með
sterka sjálfsmynd og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum.
Á vorin var farið norður í sauð-
burð eða í heyskap og héldu börn-
in okkar þeim sið fram eftir öllu.
Stína var þeim góð og gjöful
amma. Fræðandi og umvefjandi,
spilandi á orgelið til að tæla fram
söng og fylla tilveruna jákvæðri
stemningu.
Með þakklæti og virðingu kveð
ég Kristínu tengdamóður mína.
Guðrún Kristjánsdóttir.
„Við fjallavötnin fagurblá“
spilaði Kristín amma á orgelið
inni í stofu í Grímstungu þegar
við systkinin vorum í tónmennt
hjá henni í Grunnskóla Fjalla-
hrepps. Við vorum fimm í skól-
anum, ungmenni frá Möðrudal og
Grímsstöðum. Fyrst fengum við
ástarpunga og mjólk og vorum
síðan leidd inn í undraheim tón-
listarinnar: Stóðum í hálfhring
kringum ömmu og sungum nátt-
úru, ást og guðdómi lof. Við feng-
um hlutdeild í hrifnæmi hennar,
tónlistin hreyfði við okkur.
Þegar amstrið var við að taka
yfir á búskaparárum ömmu,
hringdi hún í vin sinn Jón í
Möðrudal til að tala aðeins um
tónlist. Jón söng þá oft í símann
nýjar laglínur, væntanlega til
undrunar og skemmtunar þeim
sem hleruðu gamla sveitasímann.
Amma lék við messur í Möðrudal
og á Hólsfjöllum í tugi ára. Ég
var svo lánsöm að fá að vera að-
stoðarmanneskja hennar við
nokkrar sumarmessur, æfa
sálma og finna lög sem hæfðu til-
efni. Stundum urðu æfingarnar
endasleppar vegna anna. Þá
keyrði amma sig upp í mikla
messustemningu, treysti á ein-
beitingu og andagift.
Það skyldi vera fegurð og fjör í
tilverunni. Ef stund gafst brunaði
amma af stað, stundum án alls
fyrirvara, til að hlusta á tónleika,
fara á harmonikkuball eða í
berjamó. Reyndi að virkja alla
með og útbúa gott nesti. Þátttak-
an var þó stundum treg. Það var
henni því mikilvægt að hitta sálu-
félagana í Skálholti. Með þeim
ferðaðist hún um bláa hella á
ítölskum eyjum.
Það komu mun fleiri gestir til
ömmu persónulega en í bænda-
gistinguna. Ég var í vist hjá henni
og skyldi bera það besta á borð,
meðal annars flatbrauðið góða
sem hún steikti með gasloga úti í
skemmu. Einstaka sinnum, þeg-
ar hún var úrvinda, bað hún mig
um að fara inn í stofu og vera
skemmtileg á meðan hún hellti
upp á. Svo kom hún sterk inn með
kaffið, hafði fleygt sér í mínútu á
beddann innaf eldhúsinu og
þannig náð vopnum sínum. En
amma var samt alltaf glöð að fá
gesti. Og vildi ekki úthýsa nein-
um. Þótt rúmin væru upptekin í
bændagistingunni og fátt um lín,
bjuggum við um ferðalanga í
hjónarúminu hennar og settum
þá fínu verin með heklaða milli-
verkinu á sængurnar. Hún fann
sérstaklega til samkenndar með
ungu ástföngnu fólki.
Ömmu dreymdi fyrir viðburð-
um í lífi ættingja og vina. Hún var
oft áhyggjufull en baðst þá fyrir.
Hún kenndi mér að taka eftir
draumtáknum, í hennar tilfelli
voru þau öll upprunnin í hennar
heimasveit, þaðan kom skýrleik-
inn.
Sem ung stúlka dvaldi amma
um hríð hjá kvenskörungnum
Halldóru Bjarnadóttur á Akur-
eyri og vísaði gjarnan í visku
hennar og sýn. Halldóra ritstýrði
HLÍN, ársriti sambandsfélags
norðlenskra kvenna sem Sigríður
mamma ömmu skrifaði í. Amma
minntist kvenfrelsisbaráttu móð-
ur sinnar með stolti. Hún lét
binda inn ársritin og gaf börnun-
um sínum.
Eftir fráfall afa keypti amma
sér fólksbíl og naut þess að vera
frjáls og sjálfstæð kona á ferð.
Hún vildi líka taka ábyrgð á eigin
heilsu og sótti sér heilsubót á
heilsuhælinu í Hveragerði, spil-
aði þá gjarnan undir söng á
kvöldvökum.
Við minnumst lífsglaðrar,
langlífrar og kærleiksríkrar for-
móður, í þakklæti og söng.
Oddný Eir Ævarsdóttir.
Nú hellast yfir mann ljúfsárar
minningar úr mörgum áttum.
Minningar sem spanna 37 ár hjá
mér af tæplega 97 ára langri ævi
ömmu minnar. Hún var nafna
mín og því fannst mér ég hafa
svolítið sérstaka tengingu við
hana en hún var líka góð vinkona
mín og kenndi mér margt. Sem
barn var ég mikið hjá henni og
afa í sveitinni á sumrin, bæði með
foreldrum mínum og svo stund-
um ein í pössun. Einnig var ég
sem unglingur, eftir að afi lést,
nokkur sumur í vinnu hjá ömmu
við ferðaþjónustuna í Gríms-
tungu á Grímsstöðum á Fjöllum.
Þau sumur lærði ég óskaplega
margt af henni og er svo þakklát
fyrir þann tíma.
Tíminn átti það til að standa í
stað í Grímstungu, sérstaklega
eftir morgunverkin í ferðaþjón-
ustunni. Þá gafst okkur ömmu
stund til þess að setjast niður í
eldhúsinu yfir nýjum, uppáhellt-
um kaffibolla, horfa á þvottinn út
um gluggann berjast í vindinum
og spjalla saman eða leggja einn
kapal í kyrrðinni. Stundum, þeg-
ar vel lá á okkur, fórum við í
lönguvitleysu. Amma kenndi mér
að hella upp á kaffi. Við helltum
upp á gamla kaffikönnu með
kaffið í taupoka, kaffið skyldi allt-
af vera nýtt, vel heitt og sterkt.
Það mátti ekki vera þunnt eins og
ærpiss í sólskini. Hún kenndi mér
líka að steikja pönnukökur, baka
bestu súkkulaðikökuna og
prjóna. Dýrmætir tímar.
Grímstunga var alltaf opin
þeim sem bönkuðu upp á, enda á
sínum tíma í alfaraleið og því
margir sem áttu leið hjá og vildu
kasta kveðju á Stínu sína. Þá var í
snarhasti hellt upp á kaffi, það
bakkelsi sem til var drifið fram,
stundum sérrí með og oftar en
ekki settist hún við orgelið og
spilaði fyrir gestina.
Til þess að gefa okkur svolítið
frí frá ferðaþjónustunni vildi
amma helst fara í bíltúr og nýtt-
um við sunnudagana í það. Þá
keyrðum við stundum yfir Hóls-
sand og niður í Kelduhverfi og
komum við í Ási, hennar æsku-
heimili, það þótti henni vænt um.
Amma var lífsglöð kona. Henni
þótti einna skemmtilegast að
vera í kringum fólk og tónlist.
Hún sótti í það á efri árum, þegar
hún gat, að ferðast um landið með
hópi Þingeyinga og að fara árlega
á Heilsustofnunina í Hveragerði.
Að vera innan um fólk og að spila,
syngja eða dansa. Á níræðis-
afmælinu hennar dansaði hún af
svo miklum krafti og gleði að ann-
að heyrnartækið hennar týndist á
dansgólfinu.
Hún var alltaf hlý og þeim
eiginleikum búin að vera einstak-
lega bjartsýn og skapgóð, eigin-
leikar sem ég dáist að. Hennar
verður sárt saknað en um leið
þakka ég fyrir þann dásamlega
tíma sem ég fékk.
Kristín Erla Sigurðardóttir.
Elskuleg amma okkar, Kristín
Axelsdóttir, hefur kvatt okkur og
eftir sitja góðar minningar.
Hún var stór hluti af lífi okkar
bræðra er hún bjó við hliðina á
okkur þegar við vorum að alast
upp á Egilsstöðum. Hún sá alltaf
til þess að okkur liði vel og gátum
við leitað til hennar með allt. Hún
var með mikið jafnaðargeð og
ekki minnumst við þess að amma
skipti skapi nokkurn tíma.
Henni þótti fátt skemmtilegra
en að gefa fólki að borða og vor-
um við bræður engin undantekn-
ing frá því. Þegar við vorum að
alast upp eldaði hún ætíð hádeg-
ismat handa okkur þegar við
komum heim svangir úr skólan-
um og okkur ásamt æskuvinum
okkar fannst pönnukökubakstur
hennar vera á heimsmælikvarða
og gerðum þeim góð skil.
Það kemur sterklega upp í
huga okkar hvað hún var jákvæð
og barngóð kona. Aldrei talaði
hún illa um nokkurn mann og
kenndi okkur það að svartsýni
ynni engar orrustur. Nú þegar
horft er til baka þá gerir maður
sér grein fyrir að persónuleiki
hennar var einstakur og er hún
okkar helsta fyrirmynd. Það er
erfitt að setja í orð hversu um-
hyggjusöm, gjafmild, rólynd og
heil kona hún var.
Við kveðjum ömmu okkar með
miklum söknuði en einnig með
ómældu þakklæti fyrir allt það
sem hún hefur gert fyrir okkur.
Vertu sæl, elsku amma, og
hjartans þakkir fyrir allt!
Björn Benedikt
og Karl Kristján.
Móðursystir mín Stína (Krist-
ín Axelsdóttir) er fallin frá í hárri
elli. Frá því ég var ungbarn var
hún fóstra mín og jafnvel nánari
mér en foreldrar mínir og hefur
alla mína ævi verið mér mjög ná-
in og kær. Þegar ég var tæplega
eins árs var ég skilinn eftir til
vetrardvalar í Ási í Kelduhverfi
hjá móðurömmu minni og hennar
fjölskyldu þar sem móðir mín var
vanfær að öðru barni sínu og
mjög lasburða. Þar voru ásamt
ömmu þrjú móðursystkin mín og
var ég í miklu uppáhaldi hjá þeim
öllum, en Stína varð mín önnur
móðir þennan vetur. Síðar var ég
sendur öll sumur norður og minn-
ist ég þess hversu sár ég var þeg-
ar Stína fluttist í Grímstungu til
hans Bubba eiginmanns síns og
skildi mig eftir í Ási. Fljótlega fór
ég hins vegar að vera hjá þeim
heiðurshjónum hluta úr sumri og
sættist á að hún Stína mín gæti
átt fleiri börn en mig. Alla okkar
tíð hefur verið mjög kært með
okkur og ég reynt að heimsækja
Stínu eins oft og færi gafst. Þegar
við Hrefna bjuggum á Akureyri
var styttra á milli okkar og þá
kom Stína oftar í heimsókn og t.d.
einu sinni þegar hún kom úr að-
gerð gat hún jafnað sig heima hjá
okkur í Dalsgerðinu með því að
færa uppáhaldsrúmið hennar nið-
ur í stofu. Við áttum yndislegar
stundir með henni og Möggu þeg-
ar þær heimsóttu okkur og gistu
eitt sinn og í stórafmæli Hrefnu
sem haldið var í Dalsgerðinu voru
þær stórstjörnur mjög frábærir
gestir. Við Hrefna minnumst
skemmtilegra stunda á Hólsfjöll-
unum þar sem spilað var á orgel
og spjallað og spekúlerað. Frá-
bært að fara í messu á Nýhól þar
sem Stína var alltaf organisti og
gat spilað þótt orgelið væri meira
en lítið dyntótt. Einnig minnumst
við góðra stunda sem við áttum á
Egilsstöðum hin síðari ár við að
fara gegnum gamlar myndir og
nefna fólk sem á þeim var. Það
hefur staðið til lengi að fara á Eg-
ilsstaði í heimsókn og taka aðra
törn á myndunum, en krankleiki
á hvorum tveggja vígstöðvum
hefur tafið það og nú er það orðið
of seint. Ég þakka samfylgdina
og ástúðina öll þessu ár, elsku
Stína, og við Hrefna biðjum öllum
þínum ættingjum blessunar.
Axel Björnsson.
Að morgni 14. júní sl. flutti
elsku vinkona og næstum móðir
mín, Kristín Axelsdóttir, Stína, til
Sumarlandsins og fór þar síðasti
einstaklingurinn af þessari kyn-
slóð sem Hólsfjöllin byggðu, er
ég fæddist. Hún var orðin tæp-
lega 97 ára. Stína var hjartahlý,
góð, kát og einstaklega skemmti-
leg kona og sem barn vildi ég
helst alltaf vera hjá Stínu og
Bubba, manni hennar, sem var
mér einnig mjög góður.
Mér fannst aldrei neitt mál á
Fjöllunum. Ég ólst upp á Víðir-
hóli og oft var farið í Grímstungu,
þar sem Stína bjó. Þær nöfnurn-
ar, Kristín móðir mín og hún,
gerðu saman slátur og steiktu
kleinur, þvotturinn okkar var
þveginn og þegar hann var orð-
inn þurr fórum við krakkarnir
með hann í bala og rúlluðum hann
hjá Aðalbjörgu og Kristjáni,
Öddu og Kidda, sem bjuggu einn-
ig á Grímsstöðum. Alltaf var svo
gaman hjá okkur krökkunum,
sem nutum þess að vera saman.
Við lærðum mikið af þessum
elsku konum, þar sem gleðin og
hláturinn var allsráðandi. Aldrei
fannst manni lífið vera erfitt. Er
við fluttum frá Víðirhóli 1964 fór-
um við til Öddu og Kidda og vor-
um þar veturinn eftir. Þá hljóp ég
oft til Stínu minnar til að gá á
hvorum bæ væri betra í matinn
og þótti henni sjálfsagt að ég
borðaði hjá henni ef ég vildi.
Eftir að við fluttum af Fjöll-
unum til Akureyrar var mikið
farið í Grímsstaði og vart var
skólinn búinn á vorin þegar ég
dreif mig austur til Stínu. Þar var
líka minn besti vinur, sonur
þeirra hann Sigurður Axel. Við
brölluðum mikið saman og oft
voru fleiri börn þarna og glatt á
hjalla, en það var ekkert verið að
skammast í okkur, í mesta lagi
vorum við beðin að hafa hljótt eða
fara út að leika okkur, því á þess-
um árum lagði fólk sig oftast eftir
hádegismatinn.
Í gegnum tíðina hefur sam-
band okkar Stínu verið mjög náið
og mikill kærleikur ríkt. Hún
kenndi mér svo margt og þar á
meðal að meta Skálholt. Þangað
fór hún oft á organistanámskeið
og það var staður sem hún bar
mikla virðingu fyrir, sem ég
skildi vel eftir að ég naut dvalar
þar. Við gerðum margt saman,
dvöldum á Heilsustofnuninni í
Hveragerði, nutum þess að
ferðast og vera úti í náttúrunni og
mörg haustin fórum við í berjamó
saman. Þannig mætti lengi telja.
Frá því að ég man eftir mér tók
hún morgunleikfimina í útvarp-
inu, og hún fann hvað hún gerði
henni gott og hún var stolt af mér
þegar ég tók það upp eftir henni.
Elsku Stína mín, ég á eftir að
sakna þín mikið. Hjarta mitt er
fullt af þakklæti fyrir að hafa átt
þig að í lífi mínu í öll þessi ár. Þú
gerðir mig að betri manneskju.
Elsku börn, barnabörn og aðr-
ir aðstandendur, ég votta ykkur
samúð mína. Guð veri með ykkur.
Oktavía H. Ólafsdóttir.
Þegar ég frétti að þú værir far-
in fór ég ósjálfrátt út í garð og leit
til himins. Skýin voru dökkleit en
marglit, fóru hratt yfir en sólar-
glennur inn á milli. Minningar
Kristín Axelsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
i ll i undirbúnings og
framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju
að leiðarljósi og f fa legum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 14.2
biblian.is
Drottinn horfir á
mennina af himnum
ofan til þess að sjá
hvort nokkur sé
hygginn, nokkur
sem leiti Guðs.