Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er á leið í hestaferð,við ætlum nokkrar prins-essur að ríða Húnavatns-sýslurnar og ég hlakka mikið til, þótt ég sé hreinræktaður Skagfirðingur. Föðurfólkið mitt er frá Svaðastöðum, þaðan sem hið mikla hestakyn Svaðastaðakyn er komið, en móðurfólkið er frá Flata- tungu þaðan sem Tungu-Glaður er kominn,“ segir Sigríður A. Pálma- dóttir, hjúkrunarfræðingur og dá- leiðari, og hlær við, en hún er að vonum nokkuð stolt af uppruna sín- um. Þótt væntanleg hestaferð eigi hug hennar allan núna er Sigga utan síns frítíma starfandi dáleiðari þar sem hún leiðir fólk í meðferðar- og sjálfsdáleiðslu. Sigga tók nýlega við sem formaður Félags dáleiðara. „Félögin eru reyndar tvö hér á landi, Félag dáleiðara var stofnað 11. maí 2011 af Ingibergi Þorkels- syni sem stofnaði og rekur Dá- leiðsluskóla Íslands. Virkir félagar hafa verið á bilinu 110 -150 síðast- liðin ár. Hitt félagið heitir Dáleiðslu- félag Íslands, en skólarnir eru nú orðnir þrír sem útskrifa allir full- gilda dáleiðara. Ég skellti mér í grunnnám í dáleiðslu fyrir fimm ár- um og bætti við mig sérnámi tveim- ur árum síðar, og sé ekki eftir því. Ég hef alltaf talið mig góðan hjúkr- unarfræðing en sá að ég náði meiri árangri við að leiðbeina og hjálpa fólki með dáleiðslunni, eftir að hjúkrunarfræðingurinn og dáleið- arinn sættust og gátu samnýtt þekkingu sína,“ segir Sigga og bæt- ir við að sumir hafi svolitlar rang- hugmyndir um meðferðardáleiðslu. „Ætli það komi ekki mest til vegna sviðsdáleiðslu, en þótt grunn- urinn sé að hluta til sá sami þá eru markmiðin og vinnan allt önnur. Við meðferðardáleiðslu þá tölum við gjarnan um breytt vitundarástand, líkt og að vera í svefnrofunum. Fólk heyrir allt sem fer fram í kringum það en er alveg afslappað. Öll dá- leiðsla er leidd sjálfsdáleiðsla og fólk verður að vilja ná fram breyt- ingum hvort sem það er á líðan, hegðun eða færni. Dáleiðarinn er vegvísir á þessari leið.“ Hvað liggur að baki? Sigga segir að dáleiðsla geti víða komið að gagni en að dáleiðarar vinni alltaf með undirvitundina, því hún geymi allar minningar, alla lærða hluti og stjórni ósjálfráða taugakerfinu okkar. „Dáleiðsla virkar vel fyrir fólk sem vill losna við hræðslu, fælni eða fóbíur. Hún kemur líka að gagni við að bæta svefn, almenna líðan og færni í keppnisíþróttum, nú eða litlu hlutunum í hversdagslífinu. Með dá- leiðslu kennum við fólki að láta slæma líkamlega líðan ekki yfirtaka lífið. Dáleiðsla virkar líka vel þegar fólk vill breyta hegðun, hætta að reykja, narta á milli mála, naga neglur eða losna við þráhyggju- hegðun. Einnig er hægt að ná betri stjórn á viðvarandi verkjum og ógleði og tileinka sér reiðistjórnun. Ég fæ töluvert af fólki til mín í með- ferð með áfallastreituröskun, þung- lyndi og kvíða. Til dæmis er ótrú- lega auðvelt að eiga við afmarkaðan kvíða, eins og prófkvíða. Mér finnst skemmtilegast þegar fólk kemur í eitt skipti og þarf ekki að koma aft- ur af því unnist hefur á vandanum.“ Sigga segist í dáleiðslunni leita ástæðunnar að baki vandanum hjá fólki. „Til dæmis er ástæða fyrir flughræðslu og lofthræðslu oft líf- hræðsla. Það getur verið nóg að gera sér grein fyrir hvað veldur ótt- anum, til að hafa fulla stjórn á honum. Lykt vekur upp minningar Í dáleiðslumeðferð segist Sigga hjálpa fólki að sækja minningar í undirvitundina. „Undirvitundin hlífir okkur ekki, hún á það til að henda inn svo- kölluðum kveikjum, sem fólk ræður illa við, og það er nátengt ótta og áföllum. Ef kveikjan, sem getur til dæmis verið lykt, tengist einhverju slæmu sem gerðist fyrir margt löngu, vakna vondar minningar og tilfinningar hjá fólki í hvert sinn sem það finnur þessa lykt. Þá hverf- ur fólk inn í sig í mikinn sársauka. Dáleiðsla getur hjálpað fólki í þess- ari stöðu mjög mikið.“ Stundum vinnur fólk í dá- leiðslumeðferð hjá Siggu úr ein- hverju erfiðu sem getur tengst ákveðinni manneskju sem gerði við- komandi eitthvað slæmt, eða ein- hverjum atburði sem hafði mikil og neikvæð áhrif. „Þá fæ ég viðkomandi í dá- leiðslunni til að mæta einstaklingn- um, og þá getur manneskjan skilað þessum einstaklingi því sem hann eða hún gerði, en það þarf ekki endi- lega að fyrirgefa. Ég tek fram að það er líka hægt að mæta ein- hverjum sem er löngu dáinn, og losa sig við erfiða líðan með því að segja eitthvað við hann þegar hinn dá- leiddi sér hann fyrir þér. Við burð- umst með margt í gegnum lífið sem er óþarfi og íþyngjandi. Við tökum oft inn á okkur hluti sem við eigum ekki að bera, sérstaklega það sem gerist í bernskunni. Börn eru eins og svampar, þau drekka allt í sig og hafa ekki þroska til að sortera hvað er gott og hvað vont, hvað rétt og rangt. Þetta fylgir fólki oft út í lífið. Stundum verðum við fyrir áföllum sem valda skaða en oft getum við staðið áföll af okkur.“ Þó nokkrir fordómar Sigga segir að eftir Covid sitji margt fólk uppi með áhyggjur og til- finningar sem það kann ekki að taka á, tilfinningar sem tengjast því að hafa enga stjórn á því sem fram undan er, til dæmis vegna atvinnu- missis. „Þarna getur dáleiðslan hjálpað mikið, því í dáleiðslumeðferð get ég gefið þessu fólki verkfæri til að tak- ast á við líðan sína. Ég sýni fólki fram á að það er alltaf að gera sitt besta og ég fæ það til að skilja af hverju því líður eins og því líður. Fólk er vant að hafa stjórn á lífi sínu og það er erfitt þegar það breytist, en fólk getur lært þessi bjargráð. Ég kenni fólki að sækja góðar til- finningar þegar því líður illa í sínu dalega lífi, að sækja tilfinninguna þar sem viðkomandi var sterkur, leið vel og var stoltur. Fólk veit al- veg fyrir hvað það stendur, og við hjálpum því að hafa þessa stjórn.“ Sigga segir þó nokkra fordóma vera gagnvart dáleiðslu og stundum sé fólk hrætt sem kemur til hennar. „Ég man eftir manni sem kom til mín í dáleiðslu og hann sá mig eins og norn við grautarpott. Hann sagði: Ertu hissa á að ég sé stress- aður? Ég er hér hjá kerlingu út í bæ sem er að hræra í hausnum á mér,“ segir Sigga og hlær. „Draumur minn sem formaður Félags dáleiðara er að dáleiðsla verði viðurkennd af heilbrigðisyfir- völdum hér sem eitt meðferðar- úrræði af mörgum, rétt eins og nudd, sjúkraþjálfun og sálfræði. Ég treysti á að dáleiðsla sé komin til að vera sem ein stór grein í okkar sjálfshjálparúrræðum.“ Hann sá mig sem norn við grautarpott „Við burðumst með margt í gegnum lífið sem er óþarfi og íþyngjandi, sérstaklega það sem gerist í bernskunni, því börn eru eins og svampar,“ segir Sigríður A. Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og dáleiðari. Morgunblaðið/Eggert Dáleiðandi „Ég fæ töluvert af fólki til mín í meðferð með áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíða.“ Hestaferð Sigga er hreinræktaður Skagfirðingur og stolt af því. Áhugasamir um að prófa dá- leiðslu geta skoðað síðu Félags dáleiðara, fdt.is, þar eru bæði upp- lýsingar um félagsmenn og skólana, eða haft samband við Siggu: siggap@icloud.com Sími: 821-2300. Atvinnubílar E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 1 4 6 Verð frá: 3.701.161 kr. án vsk. Verð frá:4.969.677kr. án vsk. Verð frá: 2.540.400kr. án vsk.Verð frá:5.390.000kr.m. vsk. 100%RAFBÍLL/drægi 200 km* RENAULT TRAFIC DACIADOKKERNISSAN e-NV200 4.590.000kr.m. vsk. 6.150.000kr.m. vsk. 3.150.000kr.m. vsk. ÞRIGGJAÁRAÞJÓNUSTUPAKKIFYLGIR ÖLLUMNÝJUMATVINNUBÍLUMÍJÚNÍ Kynniðykkurrekstrarleigukjöránýjumsendibíl Viðbjóðumbíla íöllumstærðumtilaðtakastáviðfjölbreyttverkefni BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is*U p p g ef na r tö lu r um d ræ g it ak a m ið af ný ju m W LT P p ró fu nu m . A ks tu rs la g , hi ta st ig o g ás ta nd ve g a he fu r af g er an d iá hr if á d ræ g ir af b íla . RENAULTMASTER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.