Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 sem hún lauk með glæsibrag. Ferðalög voru hennar líf og yndi og fóru þau Pétur, hennar trausti lífsförunautur, víða meðan heilsan leyfði og notuðu þau líka hvert tækifæri sem gafst eftir að hún veiktist. Golfið var líka þeirra áhugamál og öll ferðalögin í góðra vina hópi í kringum það. Síðan voru sinfóníutónleikar með Gústu fastur liður yfir vetr- armánuðina. Hún var virkur félagi í Oddfel- lowreglunni til margra ára og þar nutu sín vel hennar góðu kostir. Með söknuði kveðjum við kæra vinkonu með þökk fyrir allt og allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Pétur og fjölskylda, sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur og óskum ykkur guðs- blessunar alla tíð. Saumó, Lillý, Hulda, María og Ágústa (Gústa). Kær vinkona okkar er fallin frá eftir erfið veikindi. Við kynntumst fyrir rúmum fjörutíu árum þegar Guðrún hóf störf í Hagdeild Landsbanka Íslands á Laugavegi 7 þar sem margar okkar unnu á þeim tíma. Um aldamótin síðustu urðu breytingar á högum nokk- urra okkar og stofnuðum við þá tólf samstarfskonur „Dragtavina- félagið“. Við ákváðum að hittast reglulega á veitingastöðum borg- arinnar eftir vinnu og ræða málin og gera okkur glaðan dag. Vináttuböndin sem eru okkur öllum mikils virði treystust í ár- anna rás og við bættust heimboð, sumarbústaðaferðir og reglulegar menningar- og skemmtiferðir til London á tveggja ára fresti, nú síðast 2018. Guðrún er sú þriðja úr okkar hópi sem kveður alltof snemma. Guðrún var falleg kona; bros- mild, jákvæð, bjartsýn, háttvís, samviskusöm og þrautseig. Hún var lífsglöð, hafði mikla útgeislun og hreif fólk með sér með fágaðri framkomu, brosmildi og dillandi hlátri. Hún fékk hluta hópsins með sér í reglulegar gönguferðir og kvartaði aldrei þrátt fyrir erfið veikindi. Guðrún var dugleg að feta í fótspor Pollýönnu og sjá það jákvæða í erfiðri stöðu og þegar hún hafði misst vinstri handlegg- inn þakkaði hún fyrir að hafa þann hægri. Æðruleysi hennar var ein- stakt og með ólíkindum. Guðrún var mikil fjölskyldu- manneskja og hugsaði afskaplega vel um sína. Hún og Pétur voru samrýnd hjón og dugleg að ferðast saman, með vinafólki, börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Guðrún minntist með ánægju afmælisferðar til London í upphafi síðasta árs og ferðar til Spánar um sumarið í til- efni sjötugsafmæla þeirra Péturs. Fyrir nákvæmlega mánuði hitt- umst við vinkonurnar hressar og kátar á heimili einnar okkar. Guð- rún lék á als oddi, glæsileg að vanda og var bjartsýn á komandi mánuði. Að leiðarlokum gerum við okkur enn betur grein fyrir hversu djúp vinátta okkar og Guð- rúnar var og þökkum henni ynd- islega nærveru alla tíð. Það er ólíklegt að af fyrirhug- aðri Lundúnaferð okkar vin- kvennanna verði í haust en til hennar höfðum við allar hlakkað í marga mánuði. Framan af var Guðrún ekki viss um að komast í ferðina en í desember stappaði hún stálinu í herbergisfélaga sinn og sagði hann engar áhyggjur þurfa að hafa í sambandi við nýja herbergjaskipan. Hún sagðist harðákveðin í að koma með þar sem hún hafði fengið aukinn kraft með inntöku líftæknilyfja sem hún batt miklar vonir við að skiluðu ár- angri í baráttunni við krabba- meinið. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt Guðrúnu að vinkonu og hennar verður sárt saknað. Við og makar okkar sendum Pétri og börnum þeirra, móður, barna- börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Minningin um einstaka konu lifir! Anna G., Anna Sig., Bjarndís, Brynja, Guðlaug, Jóhanna, Kristín, Margrét og Lilja. Það er sárt að kveðja Rúnu og hugurinn leitar huggunar í öllum góðu minningunum sem við átt- um. Ég minnist þess fyrst þegar að ég bjó hjá ömmu og afa í Ólafs- vík og Pétur og Rúna komu þang- að reglulega í heimsókn þar sem ég fékk óskipta athygli þeirra beggja. Árin liðu og það kom að því að litli prinsinn Haraldur fæddist. Ég man að ég fann til af- brýðisemi en lagði mig þó fram við að láta ekki á neinu bera. Rúna áttaði sig strax á því hvað klukkan sló og leyfði mér að sjá Harald á undan ömmu og afa. „Hann er bú- inn að bíða svo spenntur eftir því að hitta þig,“ sagði hún og þar með fauk öll afbrýðisemi út um veður og vind. Rúna og Pétur byggðu sér fal- legt heimili í Heiðaseli og þar bættust við prinsessurnar Guðný og Sigrún. Ég minnist sérstaklega ferðalags með þeim hjónum um Napolí, Amalfí-skagann og Caprí. Þá þótti mér mjög vænt um það þegar þau fjölskyldan heimsóttu okkur á Ustica á Sikiley þegar dóttir okkar var bæði skírð og fermd. Rúna var ein skipulagðasta manneskja sem ég hef kynnst. Mér fannst það til dæmis ekta hún að lesa ævisögu Tinu Turner áður en hún fór á tónleika með henni. Það sama gilti um önnur ferðarlög því í þeim hefði hún skákað bestu fararstjórum svo vel var hún alltaf búin að lesa sér til áður en haldið var af stað. Í fyrra fórum við í tvær ógleymanlegar ferðir í tilefni af sjötugsafmælum þeirra hjóna, til London og Valencia, og skemmtum okkur konunglega. Það segir margt um Rúnu hversu vel börnin þrjú hafa fetað sig í lífinu. Sjálf get ég þakkað henni fyrir að með dóttur mína fór ég á allar barnaleiksýningar og fyrir það erum við mæðgurnar þakklátar. Rúna var líka stolt af barnabörnunum sínum, Kolfinnu og Kristófer, og tók mikinn þátt í þeirra daglega lífi. Síðan eru það allar skemmti- legu sögurnar. Til dæmis átti Rúna það til að vera svolítið utan við sig og hló þá ekkert síst sjálf. Í matarboði gat það gerst að allt í einu heyrðist í henni: „Úpps, ég gleymdi salatinu,“ en þá voru auð- vitað allir búnir að borða. Fór svo að innan hópsins var oft gantast með það að spyrja Rúnu um sal- atið áður en sest var að borði. Í erfiðum veikindunum var Rúna ótrúlega jákvæð og æðru- laus. Hún vildi lifa lífinu og njóta hverrar stundar með sínum nán- ustu. Það segir margt um karakt- er Rúnu hversu þakklát hún var fyrir alla þá heilbrigðisþjónustu sem hún fékk enda dásamaði hún heilbrigðisfólkið sem sinnti henni í hástert. Elsku besta fallega Rúna mín. Þú hefur verið svo stór hluti af mínu lífi að það er erfitt að koma því í orð hversu erfitt það er að kveðja þig. Ég mun sakna spjall- stundanna okkar svo sárt. Ég kveð þig með þakklæti fyrir þann einlæga áhuga og væntumþykju sem þú hefur sýnt mér og mínum í gegnum tíðina. Elsku Pétur frændi, börn, tengdabörn og barnabörn og aðrir ættingjar Rúnu, við Dony og Kristín Gaia vottum ykkur einlæga samúð, sorg ykkar og missir er mikill. Megi guð og allar góðar vættir styrkja ykkur á erfiðum tímum en minningin um einstaka konu mun fylgja okkur öllum um ókomna tíð. Gréta Björk Valdimarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ERLA JÓNSDÓTTIR, andaðist 16. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 29. júní klukkan 15. Jón Óskar Valgeirsson Benný Guðrún Valgeirsdóttir Vilhjálmur Karl Karlsson Jóhanna Ellen Valgeirsdóttir Ingólfur Kristinsson Gestur Ingi Valgeirsson Anna Lilja Valgeirsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNA NORÐKVIST frá Bolungarvík, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 20. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík. Unnur Guðbjartsdóttir Garðar Benediktsson Elísabet M. Hálfdánsdóttir Árný Hafborg Hálfdánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÚLÍA STEINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda laugardaginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinarr Kr. Ómarsson Úlfhildur Ösp Ingólfsdóttir Jónas Sveinn Hauksson Sandy Naush Helena Júlía Steinarsdóttir Steinarr Max Jónasson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SKÚLA KRISTJÁNSSONAR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Hringbraut 42, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjávar- og Ægishrauns á Hrafnistu Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hólmfríður Jóhannesdóttir Stefán Eggertsson Magnús Heimir Jóhanness. Margrét Baldursdóttir Jóhanna Auður Vilhjálmsd. Ragnar Snæbjörnsson Birna Guðmundsdóttir Guðmundur Alfreðsson Sigríður Diljá Guðmundsd. Kjartan Jósefsson Kristján Eyfjörð Guðmundss. Lilja Aðalbjörg Þórðardóttir Margrét Guðmundsd. Hales Jeffrey Keith Hales Hanna Íris Guðmundsdóttir Guðmundur Hjörtur Einarsson Ásmundur Orri Guðmundss. Fjóla Haraldsdóttir Áslaug Eyfjörð Guðbjörn Ólafsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn Minningarathöfn um elsku móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU VALDIMARSDÓTTUR, mun fara fram mánudaginn 29. júní klukkan 15 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Jens Sigurðsson Jóna Björk Gísladóttir Sigurlaug Lísa Sigurðard. Pálmar Tjörvi Pálmarsson og barnabörn Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR SVEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki í Roðasölum og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir góða umönnun og hlýhug. Mánudaginn 29. júní verður minningarkaffi í safnaðarsalnum í Digraneskirkju klukkan 16. Sveinn Guðmundsson Hrönn Guðmundsdóttir Hjörtur Bergmann Jónsson Þórhalla Guðmundsdóttir Þórhallur Tryggvason Böðvar Guðmundsson Nanna Sif Gísladóttir Katica Munetik Zvjezdan Jovisic Ragnhildur Ýr Jónsdóttir Srdjan Jovisic Dragana Petrovic Jovisic barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæra STEFÁNS H. JÓNSSONAR, pípulagningameistara og fyrrverandi bónda á Kálfhóli 1, Gráhellu 6, Selfossi, sem lést sunnudaginn 31. maí. Bára Leifsdóttir Jón Gunnar Stefánsson Elín S. Gísladóttir Leifur Stefánsson Þóra Gylfadóttir Þórhildur U. Stefánsdóttir Jón Bogason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT BJÖRGVINSSON prentari, lést fimmtudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 1. júlí klukkan 13. Erna Gísladóttir Guðný Benediktsdóttir Guðni Ingimarsson Guðmundur Benediktsson Ásta Ásgeirsdóttir Björgvin Benediktsson Þórdís Einarsdóttir og barnabörnNú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóð- brautum Svo hljóðar brot úr ljóði er Jón- as Hallgrímsson orti um skáld- bróður sinn Bjarna Thorarensen og talið er að hann hafi lesið upp við útför hans. Í dag minnumst við Ragnars Haraldssonar, sem vissulega var ekki ljóðskáld, en hins vegar var hann athafnaskáld í fremstu röð og má glögglega greina foldgná merki þess í Grundarfirði. Þar sem hann fór ríkti engin lognmolla, því það gustaði af hon- um og því öðruvísi umhorfs á þjóð- brautum nú en áður. Hann var þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi og sá glaði og syngjandi flutn- ingabílstjóri, er bauð öllu birginn; illviðri, vondum vegum, draugum og forynjum. Úrræðagóður og snjall bílstjóri sem oft lét reyna á hæfileika sína við hin flóknustu viðfangsefni. Fátt kemur sér betur fyrir lítil sjávarpláss en að þangað flytji dugandi fólk, sem er tilbúið til þess að veita kröftum sínum við- nám í þeim tilgangi að efla at- vinnulíf og auðga mannlíf á staðn- um. Ungu glæsilegu hjónin Ragnar og Rósa fluttu fyrir rúm- lega hálfri öld til Grundarfjarðar með börn sín á þeim árum þegar allt var mjög á fótinn í þjóðfélag- inu eftir langa kreppu. Sjávar- plássið þá var allt annað en það er í dag þar sem smjör drýpur af hverju strái og velmegunin blasir hvarvetna við. Þá þótti sjálfsagt böl að vaða elginn í mjóalegg, en nú ganga menn um á dönskum skóm eins og plagsiður er í stór- borgum. Þau tóku virkan þátt í öll- Ragnar Ingi Haraldsson ✝ Ragnar IngiHaraldsson var fæddur 21. desem- ber 1936. Hann lést 31. mars 2020. Minningarathöfn og jarðsetning fór fram 13. júní 2020. um þeim framförum sem áttu sér stað og stóðust allar vænt- ingar Grundfirðinga. Flutningurinn vest- ur úr Mosfellssveit- inni var einfaldur, enda veraldlegar eignir magrar og í fullkomnu ósam- ræmi við dugnað þeirra og bjartsýni. Landið tók að rísa á ný og þá komu fram eiginleikar þeirra hjóna og þegar Ragnar fann fjölina sína og lagði grunn að hinu þróttmikla flutningafyrir- tæki árið 1970 eftir stutta og mis- heppnaða tilraun við útgerð, sem þénaði honum miklu betur að þjóna en reka. Fyrirtækið verður 50 ára á þessu ári og er Ásgeir Ragnarsson kominn með stýrið í sínar hendur og er náttúraður fyr- ir starfann og nýtur fulltingis fjöl- skyldunnar, sem hefur vissulega stækkað og eflst eins og annað í ranni þeirra Rósu og Ragnars. Ragnar vinur minn var skemmtinn og kunni þá list að gleðjast með glöðum og heimilið við Fagurhólstún, sem virtist liggja um þjóðbraut þvera, var jafnan vettvangur þar sem gest- risni og höfðingsskapur réðu ríkj- um. Ragnar var slyngur bridge- spilari og mjög liðtækur við taflborið og tókum við margar bröndóttar í gegnum tíðina, þar sem sóknin þótti jafnan besta vörnin og því ekki efni til að telja peðin. Enginn vafi leikur þó á því að óperutónlistin átti greiðustu leið að hjarta ökuþórsins enda bjó hann bíla sína vönduðum hljóm- tækjum þar sem hann hlýddi á sinfóníuhljómsveitir og stórsöngv- ara flytja helstu aríur tónbók- menntanna. Ósjaldan tók hann undir og hlífði sér hvergi. Bílferðirnar með Ragnari á flutningabílnum voru því enda- lausir stórtónleikar. Við Þórunn erum ríkari fyrir að hafa átt vináttu Ragnars og Rósu. Blessuð sé minning þeirra. Árni M. Emilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.