Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 24
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Það er hæglætisveður og sléttur sjór að kvöldi þriðjudagsins 28. júní 1960 þegar flutningaskipið Drangajökull siglir um Pentlandsfjörð, norður af Skotlandi, milli Orkneyja og megin- landsins, á leið heim til Íslands. Skipið hefur sótt farm til ýmissa hafna í Evrópu og er drekkhlaðið. Um borð er 16 manna áhöfn og þrír farþegar. Allir eru í góðu skapi og farnir að hlakka til heimkomunnar. Í brúnni eru skipstjórinn Haukur Guðmundsson og Georg Franklíns- son stýrimaður og þar eru að auki stödd Halldóra Gunnarsdóttir, kona skipstjórans, og Gunnar, fjögurra ára gamall sonur þeirra, Gylfi Páls- son háseti er við stýrið og þarna er líka nýfermdur frændi hans, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem er í sinni fyrstu sjóferð. „Skyndilega tók Drangajökull, sem var 600 tonn að stærð, að hallast á bakborða. Haukur og Georg reyndu að rétta skipið af. Skipstjóri gaf skipun um að hægja ferðina, stefndi því næst upp í vindinn og setti á fulla ferð áfram, en skipið seig sífellt meira á bakborðshliðina. Við litum undrandi hvert á annað og fáein orð féllu. Er skipið virkilega að sökkva? Skip- stjórinn sagði okkur að fara þegar í stað upp á stjórnborðshliðina og í björgunarbátana. Flestir skipverja voru undir þilj- um og engum þar datt annað í hug en að skipið myndi rétta af. En þeg- ar hallinn jókst stöðugt hlupu þeir upp, margir fáklæddir.“ Hittust til að rifja upp Þannig lýsir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, nú 74 ára, síðar borgar- stjóri í Reykjavík, aðdragandanum að mestu lífsreynslu sinni á sjónum. Nú eru liðin 60 ár frá því að Dranga- jökull sökk með öllum farmi en mannbjörg varð. Atburðurinn er Vil- hjálmi enn ákaflega minnisstæður. Sama er að segja um fjóra aðra sem voru um borð og enn eru á lífi; það eru fyrrnefnd Halldóra sem nú er 86 ára, Gunnar sonur hennar og Hauks, rafvirki, nú 65 ára, hásetinn Gylfi, 80 ára, og Ævar Þorgeirsson, 85 ára gamall rafvirki, sem var háseti um borð. Fjögur þeirra hittust síðastlið- inn þriðjudag og rifjuðu þessa lífs- reynslu upp í fyrsta skipti saman á heimili Ingibjargar, dóttur Hauks skipstjóra og Halldóru. Ævar var lasinn og komst ekki. Vilhjálmur segir að hann hafi fengið að fara í siglinguna með Drangajökli vegna þess að hann átti tvo frændur um borð, Gylfa Pálsson og Finnboga Kjeld stýrimann. Móðir hans, Helga Finnbogadóttir, hafi ekki verið hrifin af hugmyndinni. „Hún hafði á orði að skipið gæti sokkið þegar ég þrábað hana um að fá að fara í ferðina, en pabbi taldi mig hafa gott af því að kynnast sjó- mannslífinu,“ segir Vilhjálmur. Faðir hans hafði verið til sjós á yngri árum. „Við höfðum siglt til Noregs, Hol- lands, Englands og Belgíu. Síðasta viðkomuhöfnin var Antwerpen þar sem við lestuðum kartöflur. Það var farið að skorta innlendar kartöflur heima á Íslandi og því var innflutn- ingur leyfður þangað til ný uppskera kæmi á markaðinn um haustið. Magnið var allverulegt, 350 tonn, enda voru kartöflur á þessum tíma ein helsta neysluvara landsmanna.“ Eftir að kartöflurnar fóru í sjóinn varð kartöflulaust á Íslandi í heilar tvær vikur meðan Grænmet- isverslun ríkisins útvegaði farm annars staðar frá. Auk kartaflanna var farmur Drangajökuls á heimsigl- ingunni dráttarvélar, margs konar stykkjavara og þurrkaðir ávextir. Hröð atburðarás „Mér er minnisstætt,“ segir Vil- hjálmur, „að þegar skipið byrjaði að hallast skipaði stýrimaður Gylfa frænda mínum að drífa sig út á brúarvæng og fleygja kartöflupok- unum í sjóinn til að létta á skipinu. Gylfi rauk af stað og fleygði nokkr- um pokum fyrir borð en hætti því fljótlega enda hélt skipið áfram að hallast. Á meðan hann var að þessu sá ég einn traktor af tólf sem voru á dekkinu og einu bifreiðina sem þar var losna og falla í sjóinn.“ Atburðarásin næstu mínúturnar er hröð. Þegar ljóst er orðið að skip- ið muni ekki rétta sig af sendir loft- skeytamaðurinn út neyðarkall og gefur upp staðarákvörðun. Dranga- jökull leggst á hliðina á um það bil tíu mínútum og ljóst er að skipið er að sökkva og bráð hætta á ferðum. Vegna hallans er ekki hægt að losa björgunarbátana tvo sem hanga á davíðunum. Haukur skipstjóri gefur skipun um að setja út gúmmíbjörgunarbát- ana tvo sem eru um borð. Fyrri bát- urinn blæs upp um borð en brösug- lega gengur að koma honum í sjóinn. „Í þann mund birtist frændi minn, Finnbogi Kjeld stýrimaður,“ segir Vilhjálmur, „en hann hafði komist við illan leik út úr káetu sinni. Minnstu munaði að hann lokaðist þar inni þegar þungur skápur rann fyrir hurðina. Honum tókst með naumindum að opna dyrnar og koma sér út.“ Finnbogi hefur nýlokið nám- skeiði í meðferð gúmmíbjörgunar- báta og kemur kunnátta hans nú að góðum notum. Það þarf að beita miklu afli til að losa seinni bátinn og koma honum útbyrðis. „Þrátt fyrir bráða hættu var fólk rólegt,“ segir Vilhjálmur. „Það er allra mál að þeir sem stjórnuðu björguninni hafi sýnt æðruleysi og brugðist við af snar- ræði.“ Engir munir skipverja bjargast í atganginum og þeir tapa öllum eig- um sínum um borð. Nokkrir þeirra mega hreinlega þakka fyrir að kom- ast upp á dekk á nærbrókunum ein- um saman. Fjórir lenda í sjónum „Þar sem skipið hallaðist mjög komumst við með erfiðismunum út á brúarvænginn og klöngruðumst yfir kartöflupoka sem þar voru. Okkur gekk þó vel að komast um borð í björgunarbát. Loftskeytamaðurinn þurfti að brjóta rúðu í loftskeytaklef- anum til að komast frá borði. Fjórir lentu í sjónum, þeirra á meðal Haukur Guðmundsson skip- stjóri sem yfirgaf skipið síðastur allra. Stakk hann sér í sjóinn og synti að björgunarbátunum. Hall- dóra, kona hans, batt hollenska fán- ann utan um Gunnar son sinn til að hafa betra tak á honum,“ segir Vil- hjálmur. Honum er minnisstætt þegar gúmmíbjörgunarbáturinn, sem hann var í, var smám saman að fjarlægast Drangajökul og er kom- inn um 25 metra frá skipinu, að þá uppgötvast allt í einu að taugin úr bátnum er enn bundin við rekk- verkið á skipinu. „Enginn hnífur fannst í bátnum og upphófst mikið fát því búast mátti við því að skipið sykki þá og þegar. Það var því mikill léttir þegar Árni bryti dró óvænt upp hníf og Georg Franklínssyni stýrimanni tókst að sarga taugina í sundur.“ Drangajökull sekkur tíu mínútum síðar. Það hafa aðeins liðið um tutt- ugu mínútur frá því að skipið tók að hallast. „Skipið var enn ekki horfið sjónum okkar og í hafið þegar við sáum skoska togarann Mount Eden. Hann var að koma úr tólf daga veiði- för á Færeyjamiðum og var á leið til Aberdeen. Um leið og okkur var bjargað þar um borð sáum við Drangajökul sökkva í sæ,“ segir Vil- hjálmur. Fá góðar móttökur Vel er tekið á móti skipbrots- mönnunum íslensku um borð í skoska togaranum. Samt er þorska- stríð Íslendinga við Breta í fullum gangi og komið hefur til átaka á mið- unum fyrir norðan Ísland. Land- helgisdeilan er efst í huga allra Ís- lendinga og þegar Morgunblaðið skýrir frá sjóslysinu daginn eftir er fimm dálka aðalfréttin á forsíðunni átök varðskipsmanna á Þór við breska sjóliða skammt frá Grímsey. Fréttin vekur þó mikla athygli og henni er fylgt eftir með stórri bak- síðufrétt daginn eftir. Vilhjálmur segir ferðina til Aber- deen hafa verið eftirminnilega. „Veðrið var snarvitlaust, togarinn skókst til og hristist og þeirri hugs- un skaut upp í kollinum hvort það versta væri eftir og hann myndi einnig sökkva.“ Þegar togarinn kemur til Aber- deen og leggst að bryggju miðviku- daginn 29. júní er þar mikill mann- „Er skipið virkilega að sökkva?“  Sextíu ár frá því að flutningaskipið Drangajökull sökk í hæglætisveðri í Pentlandsfirði í júní 1960  Öllum 19 um borð giftusamlega bjargað af skoskum togara  Aldrei skorið úr um orsakir slyssins Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Upprifjun Fjögur þeirra fimm sem voru um borð í Drangajökli og enn eru á lífi hittust á þriðjudaginn til að rifja atburðinn upp nú sextíu árum seinna. F.v. Gylfi Pálsson háseti, Halldóra Gunnarsdóttir skipstjórafrú, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson farþegi og Gunnar, sonur Hauks skipstjóra og Halldóru. 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Pentlandsfjörður norður af Skotlandi Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Drangajökull sökk í Pentlandsfi rði milli Skotlands og Orkneyja Pentlandsfjörður Morayfjörður Aberdeen ORKNEYJAR S K O T L A N D N O RÐ VE ST UR - HÁ LÖ N DI N Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.