Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, kynnti þegnum sínum
nýtt kórónuveiruregluverk á þriðju-
daginn með gildistöku 4. júlí. Svo
sem margir höfðu hvort tveggja von-
að og búist við mun krám, veitinga-
húsum, kvikmyndahúsum og hár-
snyrtistofum þá leyfilegt að opna á
ný auk bókasafna, skemmtigarða,
dýragarða og fleiri samkomustaða.
Umræðan síðustu daga hefur
einna mest snúist um örlög regl-
unnar um tveggja metra bil milli
fólks. Hún verður nú leyst af hólmi
með gildistöku „eins metra plús“-
reglu sem felur í sér að fólk skuli
áfram halda tveggja metra bili þar
sem því verður við komið, en að öðru
leyti hafa minnst einn metra í bil auk
þess að nýta aðrar mögulegar smit-
varnir á borð við andlitsgrímur.
Krefjast ráðstafana ef illa fer
Tveggja metra reglan verður
áfram í gildi í Skotlandi, Wales og á
Norður-Írlandi. Sir Patrick Vall-
ance, helsti ráðgjafi Bretlands-
stjórnar á vísindasviðinu, sagði á
þriðjudaginn, að áætlun forsætisráð-
herrans væri ekki áhættulaus auk
þess sem háværar raddir heyrast úr
ranni heilbrigðisyfirvalda sem krefj-
ast tímabærra ráðstafana komi til
nýrrar smitbylgju.
Raunveruleg hætta til staðar
Í opnu bréfi í British Medical
Journal skrifa formenn stéttarfélaga
fjögurra heilbrigðisstétta, þar á
meðal lækna og hjúkrunarfræðinga,
að vandi sé að spá um þróun farald-
ursins, nú hafi það sést að raunveru-
leg hætta sé á staðbundnum smit-
bylgjum og megi því vel búast við
nýrri bylgju í kjölfar nýrra reglna.
Allra ráða beri að neyta til að fyrir-
byggja frekari dauðsföll samhliða
því að blása lífi í hagkerfið.
Johnson boðar „eins
metra plús“-reglu
Uggur vegna annarrar smitbylgju
AFP
Breytingar Boris Johnson kynnir
nýju reglurnar í fyrradag.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Sendiherrar Evrópusambandsins
gagnvart löndum utan þess, ásamt
fleiri embættismönnum sambands-
ins, funduðu í gær um opnun ytri
landamæra álfunnar 1. júlí og ráð-
stafanir varðandi umferð fólks frá
ríkjum sem enn eiga í vök að verjast
gegn kórónuveirunni, svo sem
Bandaríkjunum, þar sem fjöldi smit-
aðra nálgast nú tvær og hálfa millj-
ón og skráð dauðsföll um miðjan dag
í gær voru 123.476.
Fyrsta mál á dagskrá er að setja
skilyrði sem ríki utan ESB þurfa að
uppfylla svo að íbúum þeirra verði
heimilt að stíga fæti á evrópska jörð
og í kjölfarið að útbúa tvo lista yfir
örugg lönd og síður örugg lönd. Sá
síðarnefndi yrði þó ekki bannlisti, en
lönd sem á hvorugan þessara lista
næðu yrðu á bannlistanum.
Drög að þessum listum hafa þeg-
ar litið dagsins ljós og meðal fjöl-
miðla sem segjast hafa þau undir
höndum er bandaríska dagblaðið
New York Times sem greinir frá því
að eftir öllum sólarmerkjum að
dæma muni evrópskt sólarljós lík-
lega ekki skína á bandaríska ferða-
langa fyrst um sinn.
Reiðarslag og áfellisdómur
„Fari svo sem horfir verða banda-
rískir gestir settir í sama flokk og
Rússar og Brasilíumenn og vera
óvelkomnir, sem er reiðarslag fyrir
stöðu Bandaríkjanna í heiminum og
áfellisdómur yfir þeim aðgerðum
sem Donald Trump forseti hefur
gripið til gegn útbreiðslu faraldurs-
ins,“ skrifar fréttaritari blaðsins í
Brussel.
Breska ríkisútvarpið BBC nefnir
einnig Brasilíu og Rússland, auk
Bandaríkjanna, sem ríki á evrópska
bannlistanum fyrst um sinn og
greinir enn fremur frá því að helsta
áskorun fundarmanna ESB verði að
ákveða hvaða forsendur skuli liggja
til grundvallar áhættumati ein-
stakra ríkja og hvaða gögn frá heil-
brigðiskerfum ríkjanna skuli metin
áreiðanleg.
Þau ríki sem teljast hafa hæsta
tilkynningartíðni tilfella miðað við
síðustu upplýsingar Sóttvarnamið-
stöðvar Evrópu, eru Brasilía, Perú,
Síle, Panama og Sádi-Arabía. Hvort
tveggja Rússland og Bandaríkin eru
neðar en þessi ríki á kvarða yfir til-
felli á hverja 100.000 íbúa, en þó ofar
en flest Evrópuríki, greinir BBC
frá.
Frakkar vilja gagnkvæmni
Listarnir tveir yfir örugg og síður
örugg lönd byggja eins og er á skipt-
ingu sem miðast við færri en 16 til-
felli á hverja 100.000 íbúa og allt að
20 tilfelli á hverja 100.000. Eins telja
fulltrúar sumra ríkja að líta beri til
þess hvort um gagnkvæma gestrisni
sé að ræða. Þannig leggja Frakkar
til að þegnar þeirra ríkja einna sem
hleypi evrópskum þegnum inn fyrir
sín landamæri fái að heimsækja
Evrópu og Spánverjar segjast mjög
gjarnan vilja bjóða nágranna sína í
Marokkó velkomna.
Olía á eld slæmra samskipta
Katya Adler, Evrópumálaritstjóri
BBC, kveður Evrópusambandið
skiptast í tvær fylkingar í opnunar-
málum. Vegist þar á sjónarmið
þeirra sem vilja freista þess að
bjarga því sem bjargað verður af því
sem eftir lifir hábjargræðistíma
ferðamannaiðnaðarins og á hinn
bóginn þeirra sem óttast að allt fari í
bál og brand hvað snertir sóttvarnir
og útbreiðslu kórónuveirunnar.
Adler segir málið þó langt í frá
svo svart-hvítt sem þessi sjónarmið
gefi til kynna. „Að búa til lista yfir
lönd sem teljist „þóknanleg“ Evr-
ópusambandinu til ferðalaga innan
þess er um leið pólitísk og fjárhags-
leg ákvörðun. Ferðamenn dæla vel
þegnu fjármagni inn í Covid-19-
hrjáð hagkerfi en skoðanir eru engu
að síður skiptar,“ segir hún.
Áhyggjur sumra snúist um að
heimsóknabann vegna kórónuveir-
unnar getið vakið viðsjár milli ríkja
sem átt hafi góð samskipti áður fyrr
og enn fremur verið olía á eld sam-
skipta sem voru slæm fyrir. Lýkur
Adler máli sínu með því að benda á
brothætt samband ESB við Moskvu
annars vegar og hins vegar Wash-
ington, höfuðborgir ríkja sem stefni
beint á evrópska bannlistann.
Viðbúið að gáttir Evrópu verði
lokaðar Bandaríkjamönnum
ESB sest á rökstóla um opnanir „Reiðarslag fyrir stöðu Bandaríkjanna“
AFP
Múrverk Donald Trump Bandaríkjaforseti við athöfn í San Luis í Arizona í fyrradag í tilefni þess að 200. mílan í Mexí-
kómúrnum umdeilda hefur verið lögð. Svo kann að fara að hann megi vænta sama útsýnis til Evrópu eftir 1. júlí.
Nefnd á vegum öldungadeildar
Bandaríkjaþings hyggst útbúa
regluverk sem snýr að upplýsinga-
miðlun bandarískra yfirvalda um
fljúgandi furðuhluti (FFH), hvort
tveggja svo almenningi sé kleift að
fylgjast betur með upplýsinga-
streymi þar og einstakar stofnanir
betur í stakk búnar til að deila
gögnum sín á milli.
Varnarmálaráðuneytið játaði í
desember 2017 að það fjármagnaði
enn starfsemi eftirlitsdeildar vegna
FFH sem ku hafa verið lögð niður
árið 2012. Þingnefndin kveðst þó
ekki hafa þungar áhyggjur af ver-
um frá öðrum hnöttum, hún sé þeim
mun uppteknari af verum frá þess-
um hnetti, einkum hvað snertir
njósnir og upplýsingaöflun er-
lendra ríkja, svo sem Kína.
BANDARÍKIN
Bæta miðlun upp-
lýsinga um FFH
Mannleg mistök flugstjóra og
flugumferðarstjóra urðu þess
valdandi að farþegaflugvél pakist-
anska flugfélagsins Pakistan Inter-
national Airlines hrapaði í síðasta
mánuði með þeim afleiðingum að
97 létu lífið. Þetta er niðurstaða
bráðabirgðaskýrslu rannsakenda.
„Hvorki flugstjóri né flug-
umferðarstjóri fóru eftir settum
reglum,“ sagði flugmálaráðherra
Pakistans þegar hann kynnti nið-
urstöðu skýrslunnar á þinginu.
Sagði hann flugmennina hafa verið
upptekna við að ræða kórónuveiru-
faraldurinn þegar þeir áttu að vera
að undirbúa vélina fyrir lendingu.
„Flugmennirnir voru ekki með
nægjanlega einbeitingu.“
PAKISTAN
Voru að ræða heims-
faraldur fyrir slysið
Banaslys Annar hreyfla vélarinnar.
AFP
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
DVERGARNIR R
Frábær hönnun, styrkur
og léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýjuheimasíðuna
islandshus.is