Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Það að allir séu jafnir fyrir Guði er eitt af grunnstefjum kristin- dómsins. Guð spyr hvorki um stétt né stöðu, kyn, kynþátt eða kyn- hneigð. Við erum jöfn fyrir Guði og eigum þá réttlætiskröfu að vera jöfn og frjáls fyrir mönnum. Þann- ig er eitt mesta framfara- og lífs- gæðaskref mannkynsins fólgið í lýðræðinu og þeirri valdeflingu sem jafnir einstaklingar eignuðust með tilkomu lýðræðis. Stjórn fólksins, kosin af fólkinu – fyrir fólkið eins og Abraham Lin- coln orðaði það tímalaust í ræðu sinni við Gettysburg. Okkar lýðræðislegi samfélags- sáttmáli byggist á því sem krist- indómurinn kennir okkur; við er- um frjáls, jöfn og eigum rödd, hvert og eitt, og hún skiptir máli. Á komandi helgi fer fram for- setakjör lýðveldisins Íslands. Tækifæri, ábyrgð og réttur fólksins til að velja sér forseta. Forseti Íslands er sameiningartákn þjóðarinnar. Ímynd og holdgervingur frjálslyndis og framsýni, réttlætis og jafnréttis, fjölmenningar og kærleika, festu, mildi og dugnaðar. Forseti Íslands er ímynd þeirra gilda sem við stöndum fyrir og sækj- umst eftir sem þjóð í blíðu sem stríðu – og þjóð meðal þjóða. Á okkur hvílir sú ábyrgð að nýta kosningarréttinn sem fylgir lífsgæðum lýðræðisins. Það er skylda okkar að ljá rödd- inni sem Guð gaf okkur vængi, veita hugmyndum okkar og frjálsum vilja brautargengi og umfram allt; vera hamarshögg í nýsköpun komandi tíma. Um það snýst lýðræðisleg þátttaka; að vera samverkamaður framtíðarinnar. Með lýðræðið er líkt og vitnað er í ljóðinu Mitt faðir vor eftir Kristján frá Djúpalæk: „það vex sem að er hlúð“. Hlúum að lýðræðinu, virkjum það og nýtum rétt okkar. Guð gefi okkur góða kosningarhelgi. Sjáumst á kjörstað. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Á okkur hvíl- ir sú ábyrgð að nýta kosning- arréttinn sem fylgir lífsgæðum lýðræðisins. Agnes M. Sigurðardóttir Höfundur er biskup Íslands. Það vex sem að er hlúð Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur, formanni borgar- ráðs, svelgdist á sveita- kaffinu þegar undirrituð vakti máls á alvarlegri fjár- hagsstöðu Reykjavíkur- borgar í Vikulokunum á laugardag. Í aðsendri grein óð hún glóruleysið upp að hnjám og fullyrti fjárhag borgarinnar vera hvort tveggja, traustan og góðan. Þórdís Lóa hefur gert garðinn frægan fyrir það helst, að falla á sverðið fyrir borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði nýverið ársreikning Reykjavíkur- borgar sýna öðru fremur sterkan fjár- hag sveitarfélagsins. Bakraddir meiri- hlutans tóku gagnrýnilaust undir og opinberuðu um leið undirlægjuhátt og meðvirkni. Það er engum blöðum um það að fletta – ársreikningur Reykjavíkur- borgar ber fjárhagnum ekki fagurt vitni. Þrátt fyrir tekjuaukningu síðasta árs jókst skuldsetning borgarinnar um 21 milljarð. Launakostnaður hækkaði samhliða fjölgun stöðugilda og rekstrarkostnaður jókst um 9%. Báknið stækkar í tekjugóðæri og tækifæri til skuldaniðurgreiðslu voru vannýtt. Nú hefur lukkan snúist skyndilega og svig- rúm til aðgerða lítið. Neyðarkall borgarinnar Heimsfaraldur COVID-19 skapar krefjandi rekstrarumhverfi fyrir marga. Þar er höfuðborgin engin undantekn- ing. Af þeim sökum óskaði Reykjavík- urborg, ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eftir 50 milljarða óendurkræfum fjárhagsstuðningi frá ríkinu – og öðru eins að láni frá Seðla- banka Íslands á hagkvæmustu kjörum fjármálum borgarinnar fullkomið hirðu- leysi. Hirðuleysi í opinberum fjármálum Neyðarkall borgarinnar sýndi glöggt alvarlega stöðu borgarsjóðs – mun al- varlegri en stöðu annarra sveitarfélaga. Nú bítur meirihlutinn í það sjálfskap- aða súra epli, að hafa haldið frjálslega um rekstur borgarsjóðs undanliðin kjörtímabil. Hirðuleysið er algert – borgin er varnarlaus nú þegar skórinn kreppir – og ábyrgðin er meirihlutans. Samhliða neyðarkallinu kynnir meiri- hlutinn hið svokallaða „Græna plan“ sem kallar á útgjöld sem nema 100 milljörðum hið minnsta, næstu 5-10 ár- in. Hvernig áformin samræmast ósjálf- bærum rekstri Reykjavíkurborgar er fullkomlega á huldu. Minnir helst á ný- lega ábatagreiningu borgarinnar á ferðaþjónustu, hvar borgin kallaði á ríkisaðstoð og fullyrti ferðaþjónustuna kosta sveitarfélagið 8,3 milljarða árlega. Hagur borgarinnar hefur þá væntan- lega vænkast verulega, nú þegar ferða- þjónustan berst í bökkum? Hér stendur ekki steinn yfir steini. Þegar allt kemur til alls er einni spurningu ósvarað. Er Þórdís Lóa í fullkominni flónsku gagnvart fjárhag Reykjavíkurborgar? Eða fer hún vísvit- andi með ósannindi? Ekki veit ég, hvort mér þykir verra. með 5-7 afborgunarlaus- um árum. Öðrum kosti gæti höfuðborgin ekki staðið undir þjónustu- skyldum sínum við íbúana og heimilin – rekstur borgarsjóðs yrði algjör- lega ósjálfbær til margra ára. Rekstur Reykjavíkur- borgar var reyndar ósjálf- bær löngu áður en áhrifa COVID-19 fór að gæta. Ef ekki væri fyrir sölu bygg- ingarréttar gæti borgin ekki sinnt þjónustuskyldum sínum við íbúana. Borgarstjóri reiðir sig á ein- skiptistekjur svo hanga megi réttu megin við núllið. Með neyðarkalli borgarinnar fylgdu niðurstöður starfshóps, sem skipaður var af borgarstjóra, hvar sátu margir helstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Þar sagði meðal annars að viðbótarfjár- mögnunarþörf borgarsjóðs umfram for- sendur fjárhagsáætlunar fyrir 2020-21 myndi nema 39 milljörðum króna. Þá væru ótaldir 36,5 milljarðar sem myndu falla til næstu árin. Jafnframt sagði í niðurstöðunum: „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtíma fjár- mögnunarvanda heldur stefnir í alger- lega ósjálfbæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar. Hefðbundnar aðferðir eru ekki í boði.“ Skógarbóndinn, Þórdís Lóa, virtist alls ómeðvituð um neyðarkall borgar- innar til ríkissjóðs – jafnvel þótt hún hefði á vordögum sett erindið sjálf á dagskrá borgarráðs. Sá kann ekki að segja af súru sem aldrei sýpur nema sætt. Meirihlutaflokkarnir hafa meiri áhuga á eigin innantóma loforðahjómi, en úrlausn flókinna viðfangsefna. Þór- dís Lóa ræktar garðinn sinn, en sýnir Eftir Hildi Björnsdóttur »Nú bítur meirihlutinn í það sjálfskapaða súra epli, að hafa haldið frjálslega um rekstur borgarsjóðs undanliðin kjörtímabil. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. hildurb@reykjavik.is Sjálfsköpuð súr epli Við erum stödd við upphaf sólmánaðar. Oft hefur verið þörf á fram- sýni en sjaldan eins og nú í miðjum faraldri sem herjar á flest byggð ból á heimilinu jörð. Aðstæðurnar minna á nauðsyn þess að hvert þjóðríki bregðist við af ábyrgð og raunsæi, en einnig að samvinna takist um lausnir á al- þjóðavettvangi. Aukin þekking á að- stæðum er sú uppskera sem mestu skiptir og miðlun hennar milli kyn- slóða, samhliða skipulegum viðbrögð- um stjórnvalda og almennings. Á okkar ábyrgð sem þjóðar hvíla öðru fremur verndun landsins og viðhald þjóðtungunnar. Markviss náttúru- vernd er liður í því fyrrnefnda og því hljótum við að gleðjast yfir fréttum nú nýverið um friðlýsingu Goðafoss og Geysissvæðisins. Slík einstök nátt- úrufyrirbæri eru hverjum manni augljós og auðskilin, en það sama verður ekki sagt um flókin og marg- þætt vistkerfi eins og ár og stöðuvötn og samspil þeirra við umhverfi sitt. Aldarafmæli brautryðjanda Fyrir fáum dögum, 18. júní, átti aldarafmæli Pétur M. Jónasson, þekktastur íslenskra vatnalíffræð- inga. Hann aflaði sér menntunar í Kaupmannahöfn um miðja síðustu öld og hefur verið búsettur þar síðan. Fáir hafa þó haldið eins virkum tengslum og hann við ættlandið og enginn miðlað jafn miklu um vist- fræði íslenskra stöðuvatna í hálfa öld. Lærisveinar hans og samstarfsfólk, karlar jafnt sem konur, sem byggja á arfleifð hans, skipta tugum ef ekki hundruðum. Á Pétri hefur sannast málshátturinn: „Hvað ungur nemur – gamall temur“. Í æsku dvaldi hann í tólf sumur hjá móðurforeldrum sínum í Miðfelli í Þing- vallasveit og hefur búið að þeim tengslum síðan. Vísindarannsóknir hans beindust í fyrstu að vötn- um og ám í Danmörku, en árið 1971 leituðu ís- lensk stjórnvöld til hans um að hafa forystu um kerfisbundnar rann- sóknir á vistkerfi og um- hverfi Mývatns. Gerðist það í kjölfarið á hörðum deilum um fyrrihugaða stórvirkjun í Laxá og miðlun úr Mývatni. Tóku þátt í þeim rannsóknum margir uppvaxandi vís- indamenn. Afrakstur þessa starfs var setning löggjafar (nr. 36/1974) um friðun á vatnasviði Mývatns, en sam- kvæmt þeim var komið á fót nátt- úrurannsóknastöð sem þar hefur starfað síðan. Um það leyti sem þessu viðfangsefni lauk tóku við skipulegar rannsóknir Péturs og samstarfs- manna á Þingvallavatni, sem stóðu samfellt hátt í tvo áratugi. Birtust nið- urstöðurnar í mikilli bók sem Pétur ritstýrði (Ecology of oligotrophic, sub- arctic Thingvallavatn. OIKOS 1992, 437 bls.) Þegar sú rannsóknalota hófst var Þingvallavatn enn óspart notað sem miðlunarlón fyrir Sogsvirkjanir, en niðurstöðurnar leiddu til sam- komulags við Landsvirkjun um að halda vatnsborðinu sem næst stöð- ugu. Af kynnum við Pétur M. Jónasson Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast Pétri og mörgum samstarfsmönnum hans á áttunda áratugnum og lengi síðar. Á árinu 1970 voru stofnuð samtök um nátt- úruvernd nyrðra og eystra og Halldór Laxness kvaddi árið með grein sinni Hernaðurinn gegn landinu. Ný lög voru sett um náttúruvernd vorið 1971 og endurnýjað Náttúruverndarráð tók til starfa undir forystu Eysteins Jónssonar sem þá var jafnframt for- maður Þingvallanefndar. Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera, Mývatns og Laxár og Þingvallasvæðisins fékk þá þann bakstuðning sem skilaði miklu næsta áratuginn. Á árinu 1979 birtust heildstæðar niðurstöður Mý- vatnsrannsókna Péturs M og sam- starfsmanna (Ecology of eutropic subarctic Lake Mývatnand the river Laxá. Oikos 32, 1979, 308 bls.). Af því tilefni bauð undirritaður sem iðnað- arráðherra til kvöldverðar í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu með Pétur í heiðurssæti. Auk margra samstarfsmanna hans var viðstaddur sendiherra Danmerkur og þrír úr stjórn Landeigendafélags Mývatns og Laxár. Stóð fagnaðurinn fram yfir miðnætti, enda þurftu Mývetningar að halda nokkrar ræður og lýsa yfir ánægju með niðurstöður. Sagðist sendiherrann ekki hafa upplifað slíka stund eins og boðið þetta kvöld. Þingvallamál í brennidepli Nýkomið er út sérstakt þemahefti af Náttúrufræðingnum, tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags (1. hefti 90. árgangs 2020). Er það tileinkað Pétri M. Jónassyni og ber heitið Þingvallavatn. Í því birtast okkur margar og ítarlegar greinar um rannsóknir á vistfræði vatnsins og umhverfi þess, byggðar á þeim grunni sem lagður var fyrir síðustu aldamót. Þar er hlutur Péturs rakinn í ágætri grein þriggja samstarfs- manna hans (Gísli Már Gíslason, Hilmar J. Malmquist og Sigurður S. Snorrason: Vatnavistfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur M. Jónas- son, s. 36-47). Segir þar meðal ann- ars: „Samhliða vísindastarfi og út- gáfu rita hefur Pétur unnið ötullega að verndun vatnavistkerfa sem hann hefur rannsakað. Það er Pétri öðrum fremur að þakka að bæði Mývatn og Laxá og Þingvallavatn eru vernduð með sérlögum sem koma eiga í veg fyrir að vistkerfin með hinum ein- stöku náttúruundrum sínum spillist af völdum manna.“ Áhuga Péturs og þrautseigri baráttu hans fyrir vernd- un Þingvalla kynntist ég vel þau 12 ár sem ég átti sæti við þriðja mann í Þingvallanefnd 1980-1992. Á þeim tíma tókst að ganga frá fyrsta skipu- lagi fyrir þjóðgarðinn sem lagði grunninn að því sem síðar náðist fram 2004 með skráningu þjóðgarðs- ins á heimsminjaskrá UNESCO sem menningarminjar. Í grein Péturs í þemaheftinu (Þingvallavatn og Mý- vatn – gróðurvinjar á flekaskilum, s. 110-115) minnir hann á, að þótt enn hafi ekki tekist að tilnefna Þingvall- vatn og vatnasviðið allt á heimsminja- skrána eins og stefnt hefur verið að frá árinu 2011, njóti búsvæði bleikju- gerðanna fjögurra í vatninu og þar með vatnið allt sömu verndar og svæðið innan þjóðgarðsins. Heildstæð sýn til náttúruverndar Einkennandi fyrir störf Péturs M. Jónassonar umfram marga vís- indamenn er fylgni hans við að koma þekkingu sinni á framfæri við þá sem ábyrgð bera á hvernig við skuli brugðist. Hann var árlegur gestur á vettvangi Alþingis fram yfir aldamót og reyndi að halda mönnum við efnið þegar Þingvellir áttu í hlut. Á hundr- aðasta aldursári minnir hann okkur landa sína á vanrækt viðfangsefni þegar helgistaðurinn Þingvellir á í hlut. Í þemahefti Náttúrufræðingsins segir hann m.a. (s. 114-115): Stöðva (verður) niturmengun Þingvallavatns. Stækka þarf þjóðgarðinn og friða Eldborgahraunið sem stendur fyrir 75% af innrennsli til Þingvallavatns, svo og Miðfellsjarðirnar. Flytja síðan Lyngdalsheiðarhrað- brautina austur fyrir heiðina. Fara að kröfum UNESCO um að fjarlægja barrtré og barrlundi úr þjóðgarðinum og halda áfram upp- kaupum á sumarbústöðum í einka- eign. Senda formlega umsókn um skrán- ingu náttúru Þingvallasvæðisins – þar með talið vatnasviðsins – á heimsminjaskrá UNESCO. Nú reynir á vörslumenn íslenskrar náttúru að standa við gefin fyrirheit. Um öflun þekkingar og vörslu íslenskrar náttúru Eftir Hjörleif Guttormsson »Um rannsóknir og hvatningarorð Péturs M. Jónassonar vatnavistfræðings 100 ára. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Morgunblaðið/Einar Falur Náttúruvernd „Á okkar ábyrgð sem þjóðar hvíla öðru fremur verndun landsins og viðhald þjóðtungunnar,“ segir í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.