Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 25
fjöldi og fjöldi fréttamanna. „Okkur var fagnað með lófataki og síðan var farið með okkur á sjómannaheimili í borginni. Þar voru bornar fram góð- ar veitingar og viðurgjörningur allur hinn besti. Hver og einn fékk 20 pund til að kaupa nauðsynlegan fatnað og skó og eitthvað smávegis til að taka með sér heim. Það var svo flogið heim frá Glasgow í tveimur hópum með vélum Flugfélags Ís- lands. Fyrri hópurinn fór 30. júní en ég var í seinni hópnum sem flaug heim 1. júlí. Það urðu miklir fagn- aðarfundir þegar við stigum út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Ættingjar, vinir og fréttamenn fjöl- menntu og andrúmsloftið var þrung- ið gleði og þakklæti,“ segir Vil- hjálmur. Óvíst hvað olli slysinu En hvað varð þess valdandi að Drangajökull sökk svo óvænt? Við komu skipverja til Íslands voru hald- in sjópróf þar sem reynt var að leiða það í ljós. „Haukur skipstjóri og fleiri skipverjar töldu að leki hefði komið að skipinu, enda var margt sem benti til þess, m.a. á hvern hátt og hve fljótt skipið sökk,“ segir Vil- hjálmur. „Ýmsar aðrar tilgátur komu fram, svo sem ofhleðsla og óstöðugleiki, en sjódómurinn komst ekki að neinni ákveðinni niðurstöðu í því máli. Drangajökull hafði siglt í slæmum veðrum með mikinn farm á þilfari í rúman áratug án þess að það hefði skaðað sjóhæfni skipsins.“ Eftir á að hyggja finnst Vilhjálmi ýmislegt einkennilegt við rannsókn slyssins. „Það var ekki rætt við Gylfa háseta sem þó var við stýrið þegar skipið sökk. Og aldrei var rætt við mig sem þó var í brúnni þegar skipið byrjaði að hallast.“ Vilhjálmur segir að Haukur skipstjóri hafi ekki verið sakaður um vanrækslu í starfi vegna atburðarins, en hafi samt ekki fengið skipstjórastarf hjá útgerðar- félaginu, Jöklum, í framhaldinu. Gremjulegt sé að málinu hafi lokið með þessum hætti í stað þess að vandaðri rannsókn færi fram. Eftirminnileg lífreynsla Þegar Vilhjálmur horfir um öxl og rifjar upp atburðina 60 árum eft- ir að þeir urðu finnst honum ótrú- legt að hafa lent í þessari lífs- reynslu. „Þetta var fyrsta ferð mín til útlanda. Margt forvitnilegt bar fyrir augu í þeim borgum sem við komum til. Skemmtilegast fannst mér að koma til Antwerpen, sem er afar falleg borg með iðandi mannlífi og margt hægt að gera sér til ánægju. M.a. bauð skipstjórafrúin mér ásamt Gunnari litla í heimsókn í afar stóran dýragarð í borginni, líklega einn þann stærsta í Evrópu á þeim tíma.“ Vilhjálmur rifjar einnig upp að allmörgum árum eftir sjóslysið hafi hann verið ráðinn framkvæmda- stjóri SÁÁ og þá hafi Halldóra Gunnarsdóttir verið ritari sinn án þess að þau myndu hvort eftir öðru frá Drangajökli. Það uppgötvast ekki fyrr en hún er einn daginn að sýna honum myndir frá brúðkaupi dóttur sinnar og Vilhjálmur sér Hauk skipstjóra á einni myndinni. „Eftir það höfðum við Halldóra um margt að skrafa,“ segir Vilhjálmur. Drangajökull Flutningaskipið var um tíu ára gamalt þegar það sökk í Pentlandsfirði. Fyrstu árin var það í siglingum undir nafninu Foldin. FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Í ferðinni örlagaríku voru um borð í Drangajökli sextán skip- verjar og þrír farþegar. Skip- verjar voru: Haukur Guðmunds- son skipstjóri, stýrimennirnir Georg Franklínsson og Finn- bogi Kjeld, vélstjórarnir Helgi Þorkelsson, Sveinbjörn Erlings- son og Tryggvi Oddsson, Bjarni Sigurðsson loftskeytamaður, Árni Jónsson bryti, Haraldur Helgason matsveinn, Þórður Geirsson bátsmaður og háset- arnir Gunnar Bjarnason, Guð- jón Erlingsson, Ævar Þorgeirs- son, Gylfi Pálsson, Þorlákur Skaftason og Karl Jónsson smyrjari. Farþegarnir voru Hall- dóra Gunnarsdóttir, kona skip- stjóra, og sonur þeirra Gunnar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, 14 ára, síðar borgarstjóri í Reykjavík. Átján voru um borð SKIPVERJAR OG FARÞEGAR Þar sem úrvalið er af sólgleraugum BURBERRY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.