Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 milli Ellu og móður minnar og líktist það helst sambandi systra. Móðir mín lést fyrst ellefu systk- ina og syrgði Ella hana mikið alla tíð. Æskuheimili Ellu á Smáragötu 3 var mjög glæsilegt. Í æskuminn- ingu minni finnst mér það hafa verið eins og listasafn. Þar voru mörg málverk okkar gömlu meist- ara ásamt verkum erlendra mál- ara sem Kristján faðir hennar keypti þegar hann dvaldi erlendis vegna starfa sinna. Enginn ættingi minn reyndist mér betur en Ella. Á dimmum stundum í lífi mínu áður fyrr, þeg- ar stjórnleysi áfengis réð ríkjum, var Ella ljós í myrkrinu. Sjálf hafði hún háð sína baráttu við þennan vágest og haft sigur. Oft átti ég athvarf hjá henni og um- hyggja hennar fyrir velferð minni hjálpaði mér mikið á leið minni til bata. Hún var hetja í lífinu þar sem skin og skúrir skiptust á. Eftir hjónaskilnað og áfengis- meðferð tókst hún á við lífið með stelpurnar sínar þrjár. Hún var mjög vinsæl þar sem hún starfaði í atvinnulífinu. Heimili Ellu var ávallt fallegt og bar keim af æsku- heimilinu, smekklegt og fágað. Þegar Ella flutti á Ránargötuna urðu þær Sigga Jóna miklar vin- konur, sem varði alla tíð. Frásagn- argáfa og húmor Ellu var fastur liður í tilveru Siggu og síðustu árin leið varla sá dagur að þær hringdu ekki hvor í aðra, tilviljun ein réð hvor var á undan! Við söknum þín mikið og hver veit nema síminn hringi aftur í annarri tilveru og annarri framtíð. Eyjólfur og Sigríður (Sigga) Jóna. Stórt hjarta, hlýr faðmur, dill- andi hlátur, skörp kímni, glampi í augum, uppörvandi orð, djúpt innsæi og góðar gáfur. Þessi orð lýsa Ellu föðursystur minni vel. Ella var hluti af lífi mínu frá því ég fæddist. Hún bjó ásamt fjöl- skyldu sinni á Smáragötu 3 þar sem amma Inga og afi Kristján áttu sitt heimili. Fjölskylda mín bjó þar fyrstu æviár mín og síðan var ég fastagestur á þessu skemmtilega og líflega heimili. Heimili stórfjölskyldunnar eins og þau voru áður, sannkallað félags- heimili, stöðugur gestagangur, allir velkomnir og hugsað vel um þá sem þurftu á hjálp að halda. Og Ella var þar með opinn faðm og skemmtilegar sögur. Á Smára- götu og í Dal við Straumfjarðará átti ég margar eftirminnilegar ævintýrastundir með fjölskyld- unni, ömmu og afa, Ellu og stelp- unum hennar Önnu, Ingu og Betu. Ella hafði yndi af lestri bóka sem hún gat sem betur fer sinnt alla ævi. Hún fylgdist vel með fréttum og fólki. Maður kom aldr- ei að tómum kofunum. Hún hafði einlægan áhuga á fólki, lét sig varða menn og málefni og hafði sterka réttlætiskennd. Ella hafði skemmtilega frásagnargáfu og mikinn áhuga á ættfræði eins og margir í hennar fjölskyldu og hún hafði líka þann hæfileika að hlusta á fólk með athygli. Ella bjó lengst af vestur í bæ í sinni eigin íbúð en síðustu mánuði á Droplaugarstöðum. Því miður settu kórónuveira og nóróveira miklar hömlur á heimsóknir til hennar. Þetta reyndist henni þungbært og þeim sem næst henni stóðu. Það var sárt að finna hversu illa heimsóknarbannið fór með hana. Nokkuð sem maður óskar engum síðustu metra lífsins. Þegar ég sagði vinum og vanda- mönnum frá því að Ella hefði kvatt voru þetta algeng viðbrögð: „Hún var svo skemmtileg.“ „Hún var svo hlý.“ „Hún var svo gef- andi.“ Stóra hjartað, hlýi faðmurinn, dillandi hláturinn, skarpa kímnin, glampi í augunum og uppörvandi orðin. Þannig verður Ella ávallt í minningu minni. Það var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Ellu. Elsku Anna, Inga, Beta, Lízella og fjölskyldan öll. Innilegar sam- úðarkveðjur frá okkur Óla, Krist- ínu og Arnari. Guðrún Árnadóttir. Það eru bjartar minningar sem við eigum um Ellu, réttnefnd Elín, uppeldissystur Elsu konu minnar, og þær teygðu sig yfir langa ævi okkar þegar hennar er nú lokið. Frá æskuheimilinu á Smáragötu lágu leiðir ekki alltaf saman vegna mikillar fjarveru okkar í útlönd- um, engu að síður var ekkert sem gat rofið afar sterk tengsl uppeld- issystranna. Símtöl og sendibréf gerðu sitt en fögnuður ríkti yfir heimsóknum okkar til Reykjavík- ur. Ekki var það síður þegar Ella og hennar fólk lagði land undir fót með komum til okkar, fyrst til Parísar 1967. Síðar komu aðrar borgir vestan hafs og austan og minnisstæð er Spánarferð okkar litla vinahóps löngu liðinna daga. Með hjónabandi þeirra Ellu og hins tékkneska kaupsýslumanns Magnúsar fengu samskipti okkar nýtt og öllu ríkara innihald í mat- arboðum því Ella var fljót að bæta við ýmsu frá heimalandi eigin- mannsins í eldhúsinu. Gestrisni var henni í blóð borin. Magnús öðlaðist með tímanum íslenskt ríkisfang en á þeim tíma urðu við- komandi að taka upp nýtt íslenskt nafn. Þannig varð Miroslav að víkja fyrir Magnúsi. Fyrir mig var það fróðlegt að kynnast Josef föð- ur hans, þá öldruðum, en honum var leyft að heimsækja son sinn eftir mikinn eftirrekstur. Hjóna- bandi þeirra lauk með skilnaði. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið, Önnu, Ingu og El- isabetar, en ömmubörn Ellu eru sex talsins og var Lisella henni sérlega kær. Langömmubörnin eru fimm. Og nú ríkir mikil sorg við að ástrík móðir og amma er horfin á undan okkur. Hún átti alltaf sitt athvarf í guðstrú frá for- eldrunum, Kristjáni Einarssyni og Ingunni Árnadóttur, og vænt- anlega móðurafanum, sr. Árna Þórarinssyni, en hann og frú El- ísabet áttu heimili sitt hjá þeim á æskuárum Ellu. Það var eftir að prestskap afans meðal Snæfell- inga lauk en upp var hafin ævi- söguritunin á Smáragötunni með Þórbergi. Megi góður Guð nú fylgja þér á óförnum leiðum, elsku Ella, og blessuð sé þín góða minning. Einar Benediktsson. Þegar við kynntumst Ellu bjuggum við öll í gamla Vestur- bænum. Og Vesturbærinn var í þá daga eins og vinalegt þorp, sjálfu sér nægt. Þar var allt til alls, fisk- búð á horninu, mjólkurbúð og bakarí og sjoppa – jafnvel skó- smiður. Allt í göngufæri. Við sem vorum útivinnandi tókum strætó í vinnuna, fórum inn í önnur hverfi, en hlökkuðum alltaf til að snúa aftur í Vesturbæinn að kvöldi dags. Ella átti heima á Ránargötunni í vinalegu bárujárnsklæddu húsi með stórum gluggum. Þar bjuggu líka Anna Kristine og Lizella dótt- ir hennar. Ég átti oft erindi við Önnu Kristine, því að við unnum saman að blaðaútgáfu á þessum tíma. Og það var alltaf svo gaman að heimsækja þær allar mæðgur. Hver annarri skemmtilegri og hláturmildari. Við sátum í stof- unni og létum fara vel um okkur í hvíta fallega sófanum. Ella kveikti á kertum og bar okkur góðgæti með kaffinu. Það geislaði af henni, og glettnin var aldrei langt undan. Hvað við gátum hlegið og skemmt okkur! Þær mæðgur áttu ekki langt að sækja frásagnargáfuna. Ella var dótturdóttir hins fræga sr. Árna Þórarinssonar, sem Þórbergur gerði ódauðlegan með því að skrá listilegar frásagnir hans af „vondu fólki“ undir Jökli. Sagt var, að þar hefðu komið saman lygnasti mað- ur þjóðarinnar og sá trúgjarnasti. Sá lygnasti þýðir, vel að merkja í þessu samhengi, sá sem kunni að færa í stílinn. Og það hefur svo sannarlega gengið að erfðum. Ég vissi það ekki fyrr en seinna, að Ella hefði dvalist sex ár í Skotlandi, frá fermingu til tví- tugs. Gott ef hún bjó ekki í kastala uppi í Hálöndum. Eigandi kastal- ans hafði stundað laxveiðar árum saman í Straumfjarðará og orðið vinur fjölskyldu Ellu. Mér finnst einhvern veginn núna, þegar ég hugsa til baka, að þessi langa dvöl í fjarlægu landi hafi verið henni dýrmæt reynsla og markað per- sónuleika Ellu meira en nokkuð annað. Hún var bæði umburðar- lynd og æðrulaus og alltaf svo já- kvæð – sá bara það besta í hverj- um og einum. Á þessum árum barðist maður- inn minn fyrir pólitísku lífi sínu dag hvern á Alþingi. Í hvert skipti, sem við Anna hittumst eða töluð- um saman í síma, brást ekki, að hún átti að skila baráttukveðju til Jóns Baldvins frá Ellu. Hún studdi hann í öllu hans stríði, hvatti hann eins og besta móðir. Ef eitthvert mál stóð tæpt í al- menningsálitinu var JB farinn að spyrja: „Hvað segir Ella?“ Hún var okkur stoð og stytta, ógleymanleg. Bryndís og Jón Baldvin. Leiðir okkur Ellu lágu fyrst saman þegar við unnum á Landa- kotsspítala seint á síðustu öld. Þar vann líka Anna Kristine dóttir hennar og þar hófst vinátta mín við þessar kynngimögnuðu mæðg- ur. Landakotsspítali var á þeim tíma eftirsóttur vinnustaður þar sem góður andi ríkti. Ella átti ekki lítinn þátt í að skapa þann góða anda. Allir þekktu Ellu og vinsæl- asta borðið í mötuneytinu var allt- af þar sem Ella sat hverju sinni. Það sem einkenndi það borð var alltaf hlátrasköll því Ella var frá- bær sögumaður og sögurnar urðu ljóslifandi í hugum okkar sem á hlýddu. Ella fór aldrei í manngein- ingarálit og tók öllum eins og þeir voru. Þá skipti stétt og staða engu máli. Ég minnist þessa tíma með söknuði og hlýju. Þessi kynni leiddu til þess að ég varð nær dag- legur gestur á fallega heimili þeirra á Ránargötunni. Þar bjuggu saman þrjár kyn- slóðir kvenna, ættmóðirin Elín sem er kvödd hér í dag, ásamt Önnu Kristine og ömmustelpunni Lizellu. Ekki má gleyma að minn- ast á fjórða heimilismeðliminn, hefðarköttinn Stjörnu Mai sem átti óskipta athygli og aðdáun mæðgnanna sem og gesta og gangandi. Dæmi um hversu stórt hlutverk Stjarna Mai hafði innan fjölskyldunnar að alltaf var bökuð terta fyrir hefðarköttinn á afmæl- isdegi hennar. Natni Ellu við fjöl- skylduköttinn lýsir því vel hversu ástrík og gefandi manneskja hún var. Allir vinir Önnu Kristine og Lízellu voru vinir Ellu, sem tók á móti öllum þeim sem komu á Rán- argötuna með sínum opna faðmi og leiftrandi kímnigáfu. Um tíma bjuggum við margar vinkonurnar á svipuðum slóðum í gamla Vest- urbænum og þá þótti sjálfsagt að banka upp á á Ránargötunni og þiggja kaffisopa og alltaf fylgdu góðar sögur og heilandi hlátur með sopanum. Ég er þakklát fyrir vináttu okk- ar Ellu og geymi allar minning- arnar um hana í hjarta mér. Elsku Anna Kristine og Lizella, ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur og bið alla góða vætti um að fylgja henni Ellu minni á leið hennar til draumalandsins. Þórunn Stefánsdóttir Elín Kristjánsdóttir og dætur hennar þrjár, Anna, Inga og Beta, bjuggu á Smáragötu 3 og við syst- urnar ská á móti á Smáragötu 2. Þar voru æskustöðvar okkar og daglegur samgangur á milli okkar systra. Ella var því mikilvægur hluti af æsku okkar og við köll- uðum hana alltaf Ellu frænku þar sem hún og mamma eru þremenn- ingar. Ella var dökkhærð, hlátur- mild og hlý kona sem lét sér alltaf annt um okkur, vildi vita hvernig við hefðum það og hvað við værum að gera. Það var ekki algengt í þá daga að mæður ynnu úti, en það gerði Ella. Hún vann allan daginn í Bókaverslun Snæbjarnar í Hafn- arstræti og þangað fórum við stundum og heimsóttum hana. Þá var spennandi að koma við í Sæl- keranum og fá sér franskar og kokteilsósu. Það var heldur ekki algengt að konur keyrðu eða ættu bíl, en Ella keyrði alltaf um á Daf- inum sínum. Hún sá um sig sjálf og það var reisn yfir henni þegar hún kom út á morgnana vel til- höfð, eins og Hollywood-stjarna, óaðfinnanlega greidd og klædd með veski eins og drottning og lagði af stað í vinnuna á Daf-inum. Hún hélt heimili þar að auki með hjálp frá Ingu ömmu sem bjó á neðri hæðinni. Ella eldaði góðan mat, hún átti meira að segja upp- skriftir í bókinni Úrvalsréttir sem kom út árið 1986 sem hún hafði prófað heima. Hún var listfeng, saumaði út og spilaði á píanó sem var í stofunni á efri hæðinni á Smáragötunni. Hún las líka mikið, fylgdist vel með bókmenntum og var alltaf vel að sér í málefnum líð- andi stundar. Það var alltaf líf og fjör á dag- inn á Smáragötu 3 þegar Ella var í vinnunni, við stelpurnar ristuðum brauð og gerðum kókómalt handa öllum og svo þegar klukkuna vant- aði korter í sex fóru allir saman í að taka til svo allt yrði fínt þegar Ella kæmi heim. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Ellu, en hún fór aldrei annað en mjúkum höndum um alla sem kynntust henni. Hún sinnti vinum og fjölskyldu vel og var mjög félagslynd þótt hún drægi sig reglulega í hlé inn á milli. Hún hafði gaman af því að tala í síma og gat talað mjög lengi og fylgst þannig vel með því sem vinir og kunningjar voru að gera. Fyrsti síminn sem við sáum með langri símasnúru var heima hjá Ellu. Þá gat hún farið með símann í öll her- bergi í íbúðinni. Það var ekki hægt á mörgum heimilum í þá daga. Við höfum reglulega fylgst með Ellu í gegnum árin og hitt hana af og til í afmælum og á öðrum hátíð- arstundum fjölskyldunnar og allt- af hefur verið jafn indælt að hitta hana. Nú þegar við fylgjum henni síðasta spölinn þökkum við fyrir samfylgdina í gegnum lífið og all- ar þær góðu minningar sem við geymum um Ellu frænku. Hvíl í friði kæra Ella. Ágústa, Anna Magnea og Guðný Hreinsdætur og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku sonar okkar, FRIÐRIKS GUÐMUNDSSONAR, Lyngmóa 17, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til núverandi og fyrrverandi starfsmanna heimilisins í Lyngmóa 17, Gylfa Pálssonar sjúkraþjálfara, heimahjúkrunar HSS og ferðaþjónustu fatlaðra á Suðurnesjum. Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu og langömmu, VILBORGAR EINARSDÓTTUR ljósmóður, Höfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu á Höfn sem annaðist hana af mikilli alúð. Laufey Sigurbjörn Guðný Hákon Þorbjörg Vignir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS Á. FJELDSTED, sem lést laugardaginn 30. maí. Sérstakar þakkir til allra starfsmanna líknardeildar Landspítalans. Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted Ragnhildur Fjeldsted Einar Sveinn Þórðarson Júlíus Fjeldsted Áslaug Salka Grétarsdóttir Ásta Sigríður Fjeldsted Bolli Thoroddsen og barnabörn ✝ Kristín AnnaErlendsdóttir fæddist í Reykjavík 12. maí 1973. Hún lést á heimili sínu 11. júní 2020. Foreldrar Krist- ínar Önnu eru Anna Karlsdóttir, fædd 24. ágúst 1949, og Erlendur Erlends- son, fæddur 25. des- ember 1950. Systir Kristínar Önnu er Sigrún Edda Erlendsdóttir, fædd 27. ágúst 1975, eiginmaður hennar er Ár- sæll Aðalsteinsson, fæddur 17. nóvember 1975, börn þeirra eru Erlendur Snær, fæddur 24. desember 2000, og Fannar Karl, fæddur 21. júlí 2004. Börn Kristínar Önnu og Más Aðal- steinssonar eru Karl Aðalsteinn, fæddur 22. júní 2006, og Ar- on Smári, fæddur 18. apríl 2008. Kristín Anna ólst upp í Reykjavík til 4 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Ísafjarðar þar sem hún ólst upp til 14 ára aldurs en þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur. Síðustu 10 árin hefur Kristín Anna búið með drengjunum sínum og foreldrum í Kópavogi. Kristín Anna er jarðsungin frá Lindakirkju í dag, 25. júní 2020, klukkan 13. Elsku Kristín mín. Mikið er lífið óréttlátt stundum og óskiljanlegt. Þú varst tekin allt of snemma frá okkur en ég er viss um að þér er ætlað eitthvert stórt og mikið hlutverk hinumegin. Það að alast upp úti á landi er einstök forréttindi fyrir börn og vorum við systur svo heppnar að alast upp á Ísafirði. Fram eftir öll- um aldri vorum við alltaf í sama vinahópi og eyddum miklum tíma úti að leika okkur saman og viss- um varla hvað sjónvarp var á þessum tíma. Þú varst alltaf stjórnandinn og ég hlýddi, svona yfirleitt, öllu sem þú sagðir mér að gera. Það einstaka við þig, elsku Kristín mín, var að þótt þú yrðir ósátt við mig mátti samt enginn annar segja illt orð um mig, þá varðir þú mig með kjafti og klóm. Að fara í Hattardal með afa og ömmu á sumrin var hápunktur sumarsins. Amma og afi dekruðu okkur endalaust þegar þau komu. Ömmumatur, bakkelsi og bíltúrar með afa og fá að keyra hjá afa á Hattareyrinni eru minningar sem eru ljóslifandi í huga mínum. Það sem þú gast ekki platað afa til að gera fyrir þig, elsku Kristín mín. Eina skiptið sem ég man eftir að amma varð reið við okkur er þeg- ar þú ákvaðst að baða músina úti í kofanum okkar í sveitinni þá var amma ekki ánægð með okkur. Þér fannst ekkert meira en sjálfsagt að reyna að þrífa þessa aumingja mús. Þú varst alla þína tíð svo mikill dýravinur og það skipti engu máli hvernig dýr það voru, þú elskaðir þau öll og vildir eiga þau öll. Þú hafðir líka einstakt lag við dýr og gast unnið traust þeirra allra. Þegar ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig þú náðir að sannfæra mömmu og pabba að eignast hin ýmsu kvikindi þegar við vorum börn, ég náttúrulega stóð með þér í þessu þó að ég vildi ekkert með þetta hafa. Það kom sér vel fyrir mig hvað þú elskaðir mikið að vera innan um dýr því þegar það kom að því að fara í sveitarferðirnar í leikskólanum hjá Ella og Fannari Karli bauðst þú þig fram til að fara með þá. Það sem þú elskaðir þess- ar ferðir með frændum þínum og þeir að vera með frænku sem gerði allt fyrir þá. Strákarnir þínir Kalli og Aron voru þér allt, elsku Kristín. Við munum passa upp á þá fyrir þig og halda minningu þinni á lofti. Lífið verður aldrei samt en mér er sagt að tíminn deyfi sársaukann og hjálpi okkur að lifa með sorginni. Ég veit að þú ert í góðum hópi núna með öfum og ömmum, Lísu okkar, Tinnu þinni og Randveri slefkálfinum okkar og öllum hin- um dýrunum þínum. Við reynum að vera sterk og skilja hvað hefur gerst. Við reynum að hlæja að góð- um minningum og gráta þess á milli. Ég er að verða þessi óþolandi frænka því ég er búin að knúsa drengina þína svo mikið síðustu daga að þeir eru næstum komnir með óþol, en ég mun halda áfram að knúsa þá fyrir þig og mig eins lengi og ég get. Þeir verða bara að þola þessa knúsandi frænku. Mamma og pabbi standa líka sem klettur við hlið þeirra eins og þeim er einum lagið. Þau voru alltaf þinn klettur og því hlutverki halda þau áfram fyrir strákana þína. Þín systir að eilífu, Sigrún Edda. Kristín Anna Erlendsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.