Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Pepsi Max-deild kvenna Valur – Þór/KA......................................... 6:0 ÍBV – Stjarnan ......................................... 0:1 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9 Valur 3 3 0 0 11:1 9 Fylkir 3 2 1 0 6:3 7 Þór/KA 3 2 0 1 8:7 6 Stjarnan 3 2 0 1 5:4 6 Selfoss 3 1 0 2 2:3 3 ÍBV 3 1 0 2 4:8 3 Þróttur R. 3 0 1 2 6:8 1 FH 3 0 0 3 0:8 0 KR 3 0 0 3 1:12 0 Mjólkurbikar karla 3. umferð: Þór – Reynir S.................................. (frl.) 2:1 Magni – HK............................................... 1:2 KA – Leiknir R ......................................... 6:0 Kórdrengir – ÍA............................... (frl. 2:2)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Þróttur R. – FH........................................ 1:2 Fjölnir – Selfoss ....................................... 3:2 ÍH – Fylkir ............................................. (0:6)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Stjarnan – Leiknir F ............................. (2:0)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. England Norwich – Everton.................................. 0:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék síðari hálfleik- inn með Everton. Manchester Utd – Sheffield Utd ............ 3:0 Newcastle – Aston Villa........................... 1:1 Wolves – Bournemouth ........................... 1:0 Liverpool – Crystal Palace ...................... 4:0 Staðan: Liverpool 31 28 2 1 70:21 86 Manch.City 30 20 3 7 76:31 63 Leicester 31 16 7 8 59:29 55 Chelsea 30 15 6 9 53:40 51 Manch.Utd 31 13 10 8 48:31 49 Wolves 31 12 13 6 44:34 49 Tottenham 31 12 9 10 50:41 45 Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44 Crystal Palace 31 11 9 11 28:36 42 Everton 31 11 8 12 38:46 41 Arsenal 30 9 13 8 41:41 40 Burnley 30 11 6 13 34:45 39 Newcastle 31 10 9 12 29:42 39 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Brighton 31 7 12 12 34:41 33 Watford 30 6 10 14 28:45 28 West Ham 31 7 6 18 35:54 27 Bournemouth 31 7 6 18 29:50 27 Aston Villa 31 7 6 18 36:59 27 Norwich 31 5 6 20 25:56 21 Danmörk B-deild: Næstved – Vejle ....................................... 1:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle. Noregur Aalesund – Brann .................................... 2:2  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Aalesund, Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná á 62. mínútu og skoraði á 72. mín- útu og Davíð Kristján Ólafsson kom inn á á 69. mínútu. Start – Molde............................................ 2:3  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Stabæk – Sandefjord............................... 2:0  Emil Pálsson var í byrjunarliði Sande- fjord en fékk rauða spjaldið á 59. mínútu. Viðar Ari Jónsson lék seinni hálfleikinn með liðinu. Odd – Vålerenga...................................... 4:1  Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Vålerenga úr vítaspyrnu á 6. mínútu en var skipt af velli á 83. mínútu. Viking – Mjöndalen ................................. 1:1  Axel Óskar Andrésson var ekki í leik- mannahópi Viking og Dagur Dan Þórhalls- son var ekki í leikmannahópi Mjöndalen.  Efstu lið: Molde 9, Brann 7, Bodö/Glimt 6, Kristiansund 5, Stabæk 5, Mjöndalen 5. Grikkland Olympiakos – PAOK ............................... 2:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK.  Olympiakos sigraði 4:3 samanlagt og mætir AEK í úrslitaleik keppninnar. Pólland Jagiellonia – Legia Varsjá ..................... 0:0  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia.  Þýskaland Undanúrslit, seinni leikur Alba Berlín – Oldenburg .................... 81:59  Martin Hermannsson lék í 14 mínútur með Alba, skoraði 5 stig, átti 6 stoðsend- ingar og tók 2 fráköst.  Alba Berlín sigraði 173:122 samanlagt og mætir Ludwigsburg í úrslitum. Spánn Úrslitakeppnin, B-riðill: Zaragoza – Gran Canaria................... 85:76  Tryggvi Snær Hlinason lék í 14 mínútur með Zaragoza, skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og átti eina stoðsendingu.  Zaragoza er með 2 stig eftir fjóra leiki og á ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.   FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrátt fyrir allt tal og væntingar um jafnari deild en í fyrra er ekki annað að sjá en að við eigum fyrir hönd- um annað einvígi milli Breiðabliks og Vals um Íslands- meistaratitil kvenna í fótbolta. Þór/KA, sem hafði skorað átta mörk gegn einu í fyrstu tveimur umferðunum, var Íslandsmeisturum Vals lítil fyrirstaða á Hlíðarenda í gærkvöld. Vals- konur sigruðu 6:0, alveg eins og Breiðablik gerði gegn KR-ingum í fyrrakvöld. Þar sem liðin tvö sem virtust líklegust til að gera Val og Breiðabliki skráveifu, Selfoss og Fylkir, hafa þegar tapað stigum og Selfyssingar heilum sex virðast lík- urnar á að einhverjir elti toppliðin tvö vera strax farn- ar að minnka. „Valur sýndi allar sínar bestu hliðar á Hlíðarenda í kvöld. Þegar Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta eru í svona svakalegu stuði eru þær óstöðvandi og þá stjórn- aði Valsliðið sömuleiðis ferðinni á miðjunni. Valsliðið spilaði miklu betur en gegn Þrótti í síðustu umferð á móti andstæðingi sem hafði byrjað mótið vel,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Val gegn Þór/KA og lék þann leik gegn Akureyrarliðinu annað árið í röð. Hún skoraði líka í 5:2 sigri Vals á Þór/KA á Hlíðarenda í fyrra. Þetta er þriðja þrenna Hlínar í deildinni en þá fyrstu skoraði hún í 4:0 sigri Vals á FH árið 2018.  Elín Metta Jensen er orðin næstmarkahæsti leik- maður Vals í efstu deild frá upphafi. Þegar hún kom Val í 3:0 úr vítaspyrnu skoraði Elín 105. mark sitt í deildinni fyrir Val og fór upp fyrir Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hef- ur skorað meira fyrir félagið í deildinni, 159 mörk. Elín bætti við marki og er nú 13. markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 106 mörk.  Dóra María Lárusdóttir innsiglaði sigur Vals með stórglæsilegu sjötta marki liðsins í lok leiksins, en þetta var 240. leikur hennar í deildinni. Þar á hún leikjamet Vals og er þriðja leikjahæst í deildinni frá upphafi á eftir Söndru Sigurðardóttur (283) og Hörpu Þorsteinsdóttur (252). Mikilvægt mark frá Maríu Stjörnukonur virðast hafa það sem þarf til að halda sér frá vandræðum í deildinni, en horfur virtust á að þær gætu dregist niður í fallbaráttuna eftir að hafa misst marga sterka leikmenn. Þær gerðu góða ferð til Eyja og unnu þar ÍBV 1:0 í hörkuleik þar sem varamaðurinn María Sól Jakobs- dóttir skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Að sama skapi eru þetta stig sem ÍBV má illa við að missa á heimavelli sínum, ætli liðið ekki að lenda í erf- iðri fallbaráttu. „Jasmín Erla Ingadóttir lék virkilega vel inni á miðjunni og stoppaði margar sóknir gestanna, hún átti einnig þátt í þó nokkrum sóknum hjá liðinu og var besti leikmaður vallarins. Ingibjörg Lúcía Ragnars- dóttir lék einnig vel í liði Stjörnunnar en hún lék í mið- verði með Katrínu Mist Kristinsdóttur. Ingibjörg kom oft í veg fyrir að Miyah Watford slyppi í gegn í liði ÍBV og réði einnig vel við fyrirgjafir heimakvenna,“ skrif- aði Guðmundur Tómas Sigfússon m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is. Annað einvígi fram undan?  Valur og Breiðablik virðast áfram of sterk fyrir önnur lið  Valskonur fóru illa með Þór/KA  Hlín með þriðju þrennuna  Stjarnan sótti mikilvæg stig til Eyja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Hlín Eiríksdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Valskonur í stórsigr- inum á Þór/KA. Hennar þriðja þrenna í deildinni á ferlinum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjar Fatma Kara, fyrirliði ÍBV, og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, fyrrver- andi leikmaður ÍBV, í baráttu um boltann á Hásteinsvelli í gærkvöld. KSÍ skýrði frá því í gær að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hefði sektað Þór á Akureyri um 50 þús- und krónur fyrir veðmálaauglýs- ingar. Leikmenn og þjálfari Þórs mættu með húfur merktar erlendu veðmálafyrirtæki í viðtöl eftir leik í fyrstu umferð Lengjudeildar karla, gegn Grindavík. Sama fyrirtæki var með auglýsingu á félagskorti Þórs sem sent hafi verið til stuðn- ingsmanna félagsins og báðust Þórsarar afsökunar á hvorutveggja í yfirlýsingu sem þeir birtu í gær en hana má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Þór sektaður vegna auglýsinga Ljósmynd/Þórir Tryggvason Unnu Þórsarar sigruðu Grindavík en þurfa að borga sekt til KSÍ. Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sig- ur í undanúrslitaeinvíginu við Oldenburg í keppninni um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik í München í gærkvöld. Alba vann seinni leikinn, 81:59, og fylgdi eftir öðrum stórsigri í fyrri viðureign- inni. Það verða því Alba og Lud- wigsburg sem leika úrslitaleikina tvo um meistaratitilinn í München á föstudagskvöldið og á sunnudag- inn. Martin skoraði 5 stig, átti sex stoðsendingar og tók tvö fráköst. Martin á leiðinni í tvo úrslitaleiki Ljósmynd/Euroleague Úrslit Martin Hermannsson er á leið í leikina um þýska meistaratitilinn. VALUR – ÞÓR/KA 6:0 1:0 Hlín Eiríksdóttir 11. 2:0 Hlín Eiríksdóttir 31. 3:0 Elín Metta Jensen (víti) 50. 4:0 Hlín Eiríksdóttir 55. 5:0 Elín Metta Jensen 72. 6:0 Dóra María Lárusdóttir 90. MM Elín Metta Jensen (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) M Elísa Viðarsdóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Val) Diljá Ýr Zomers (Val) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) María Ólafsd. Gros (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Dómari: Þórður Már Gylfason – 6. Áhorfendur: Um 300. ÍBV – STJARNAN 0:1 0:1 María Sól Jakobsdóttir 85. M Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Ingibjörg Lúcía Ragnarsd. (Stjörn.) Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stjörn.) Auður Scheving (ÍBV) Karlina Miksone (ÍBV) Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson – 7. Áhorfendur: 276.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.