Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 72
af öllum sumarvörum Tilboð gilda í júní ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 F í h ims nd n Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA GILDIR Í JÚNÍ 25-30%Sparadu- Pavia Bingham PAVIA Garðsett. Borð og 2 stólar. Fellanlegt. Akasíðuviður og grátt reipi. 29.900 kr. Nú 22.425 kr. BINGHAM hægindastóll. 35.900 kr. Nú 26.925 kr. Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir stígur á svið í forsal Salarins í Kópavogi í dag, fimmtudag, kl. 17. Með henni leika Ómar Guðjónsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Á efnisskrá verða uppáhaldslög söngkon- unnar og standardar í hennar eigin útsetningu. Lögin spanna vítt svið, allt frá Bítlunum til Billy Strayhorn. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sumarjazzi í Salnum. Fullt var út úr dyrum í hvert skipti í fyrra og því verður nú gripið til þess ráðs að hafa hátalara utan- dyra svo hlýða megi á tónleikana af útisvæði. Kristjana Stefánsdóttur syngur ýmis uppáhaldslög í Salnum FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Íslandsmeistarar Vals unnu yfirburðasigur á Þór/KA, 6:0, í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld og þar með virðist útlit fyrir annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. Hlín Eiríks- dóttir skoraði þrennu fyrir Val í leiknum. Stjarnan vann mikilvægan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum, 1:0. »63 Stefnir í annað einvígi eftir yfirburðasigur Valskvenna ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Hver hendir svona?“ er síða á Fés- bókinni sem nýtur aukinna vinsælda. „Stundum setti ég á vegginn minn myndir af hlutum, sem ég sá á nytja- mörkuðum og þótti skrýtnir, með þessari spurningu,“ segir María Hjálmtýsdóttir menntaskólakennari. „Gömlum skólabróður mínum þótti þetta nægilega skemmtilegt til þess að hann bjó til hópsíðu og nú fylgjast tæplega 5.000 manns með henni og leggja henni lið.“ Ákveðin söfnunarárátta hefur leitt Maríu á nytjamarkaði og fornsölur undanfarin ár. „Ég er stöðugt í fjár- sjóðsleit eins og Lína Langsokkur, safna fyrst og fremst gömlum barna- bókum og barnadóti, einkum Fischer Price-leikföngum,“ segir hún. Ástæðuna segir hún meðal annars vera þá að hún eigi son á fimmta ári, sem hún lesi fyrir auk þess sem hann leiki sér með gömlu leikföngin. „Hann leikur sér með hluti frá 1970 og kynnist gömlum sögum,“ segir hún. Verðugur tilgangur „Ég hljóma kannski eins og ein- hver furðufugl en samt er ekkert skrýtið heima hjá mér,“ leggur hún áherslu á. Þvert á móti sé hún bara að viðhalda barninu í sér samfara því að bjarga hlutum frá eyðileggingu. Nefnir í því sambandi að hún hafi notað gamlar barnabækur í kennslu í kynjafræði. „Við höfum til dæmis greint söguna um Strympu og krökkunum nú til dags finnst sagan, sem ég sá ekkert athugavert við sem krakki, vera fáránleg.“ María er alltaf með augun opin fyrir því sem er gamalt og gott, dýr- gripir að hennar mati en rusl í aug- um margra. „Með bókasöfnuninni þykist ég vera að bjarga gömlum menningarverðmætum, bókum sem allir muna eftir en eiga á hættu að falla í gleymskunnar dá sé þeim ekki haldið til haga,“ heldur María áfram, en í safninu eru um 200 til 300 barna- bækur. Hún bendir á að gamlar bæk- ur lendi oft í drasli og á endanum á haugunum, en geti engu að síður ver- ið mikil listaverk. „Þetta er efni sem fólk á mínum aldri og eldra ólst upp við og þótt barnabókasafnið mitt hafi ekki enn verið metið að verðleikum held ég að sá tími komi að einhverjir verði mjög ánægðir með það.“ Á mörkuðum eru hlutir af ýmsu tagi og sumir þeirra hafa vakið at- hygli Maríu, þótt hún hafi ekki endi- lega fallið fyrir þeim. Hún segir að hún fái alltaf sting í hjartað þegar hún sjái brúðkaups- og fjölskyldu- myndir í einskis manns landi en þær undirstriki að lífið sé í ruslinu. „Grínið er stundum ljúfsárt,“ segir hún og bendir á að það furðulegasta sem hún hafi séð á svona markaði hafi verið líkkista. „Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég rakst á líkkistu í Góða hirðinum en ég vona að hún hafi ekki verið notuð í eðlilegum tilgangi heldur sem leik- mynd.“ Lífið leynist í ruslinu en hver hendir svona? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Safnari María Hjálmtýsdóttir við hluta safnsins, sem kemur í góðar þarfir.  María Hjálmtýsdóttir er oft hugsi á nytjamörkuðum Á nytjamarkaði „Hver hendir svona?“ spyr María, þótt hún falli ekki fyrir öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.