Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 BROTINN SKJÁR? Við gerum v allar tegun síma, spjaldtö og t ið dir lva ölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a „Landinn eykur neyslu gosdrykkja“ var fimm dálka fyrirsögn á síðu 2 í Morgunblaðinu í gær. Fullyrðingin var byggð á kynningu land- læknisembættisins á svokölluðum lýð- heilsuvísum fyrir árið 2020 sem fram fór á Selfossi í fyrradag. Þar voru birtar niðurstöður könnunar embættisins, sem sýna að fullorðnum sem segjast drekka gosdrykki daglega fjölgar lít- illega á milli áranna 2018 til 2019, eða úr um 20% í 21,3%. Hlutfall nemenda í 5.-7. bekk sem segjast drekka gos- drykki daglega er svipað, eða 19,3%. Í kynningu Dóru Guðrúnar Guð- mundsdóttur, sviðsstjóra lýðheilsu- sviðs landlæknisembættisins, kom fram sú fullyrðing að Íslendingar ættu Norðurlandamet í neyzlu gos- drykkja. Hún fullyrti jafnframt að mikilvægasta aðgerðin til að draga úr offitu væri að auka álögur á gos- drykki, en landlæknisembættið hef- ur ítrekað lagt til að sérstakir gos- skattar verði lagðir á og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gert þær tillögur að sínum. Við þetta er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi segja tölur um tíðni gosdrykkjaneyzlu okkur ekkert um magnið. Það er því ákaflega hæpið að álykta út frá niður- stöðum um hversu margir segjast drekka gosdrykki daglega að gosneyzla hafi aukizt. Sérfræðingar land- læknisembættisins geta illa verið þekktir fyrir slíka meðferð á tölfræðilegum gögnum. Neyzlan breytist hratt – án skatta Í öðru lagi birtir landlæknisembættið ekki tölur um drykkju á sykruðum gosdrykkjum sérstaklega – sem eru væntanlega offituvaldur- inn sem embættið vill ráðast gegn – heldur eru birtar niðurstöður um heildarneyzlu gosdrykkja. Frétt Morgunblaðsins fylgir mynd af sykr- uðum gosdrykkjum í búðarhillu. Ef hins vegar væru bornar saman myndir úr gosdrykkjahillum verzl- ana fyrir fimm árum og nú, myndi vekja athygli hvað hlutur vatns- drykkja hefur vaxið á kostnað sykr- aða gossins. Staðreyndin er sú að á undan- förnum árum hefur gosdrykkja- neyzla breytzt hratt. Hlutfall sykr- aðra gosdrykkja hefur lækkað stórlega síðustu fjögur ár, eða úr 48% niður í 41%. Á sama tíma hefur hlutur kolsýrðra vatnsdrykkja vaxið hröðum skrefum. Samkvæmt gögn- um frá Nielsen/Markaðsgreiningu, sem byggjast á beinhörðum sölutöl- um frá 95% matvöruverzlana á Ís- landi, jafnt stórmörkuðum sem benz- ínstöðvum, jókst sala gosdrykkja um 5% á síðasta ári. En þar með er ekki öll sagan sögð. Sala á sykruðum drykkjum minnkaði um 5% en sala á sykurlausum drykkjum jókst um 14% og öll aukningin er því til komin vegna heilsusamlegra vals neytenda. Vatnsdrykkir eru rúmlega 30% af sölunni, en hlutfall þeirra árið 2016 var 25%. Þannig dregst hlutfallsleg neyzla á sykruðum gosdrykkjum hratt saman og heildarsala þeirra minnkar einnig. Þetta gerist án skatta eða annarrar opinberrar neyzlustýringar, annars vegna þess að gosdrykkjaframleið- endur hafa sett sér markmið um að minnka sykur í framleiðslu sinni og hins vegar vegna þess að neytendur kalla í sívaxandi mæli eftir ósykr- uðum drykkjum. Það vekur óneitan- lega spurningar af hverju land- læknisembættið hagar könnunum sínum ekki þannig að það geti birt sundurgreind svör um þróunina í neyzlu sykraðra gosdrykkja annars vegar og ósykraðra og vatnsdrykkja hins vegar. Það vekur líka furðu að í kynningu embættisins á lýðheilsuvís- unum skuli dregin upp sem neikvæð- ust mynd hvað varðar gosdrykkja- neyzlu, en ekki fjallað einu orði um þessa hröðu þróun, sem þó eru til áreiðanleg gögn um. Fyrst það er að gerast sem landlæknir vill að gerist – að neyzla á sykruðu gosi minnki – af hverju lætur embættið eins og það viti það ekki? Lítill áhugi á réttum upplýsingum Í þriðja lagi hefur landlæknisemb- ættið ítrekað áður fullyrt að Íslend- ingar eigi Norðurlandamet í neyzlu sykraðra gosdrykkja. Aldrei hafa fengizt skýr svör við því á hverju sú fullyrðing byggist. Félag atvinnu- rekenda hefur ítrekað bent heil- brigðisráðuneytinu og landlæknis- embættinu á að hún virðist byggð á gögnum Hagstofunnar um gos- drykkjaneyzlu, sem eru ekki sund- urliðuð í sykraða og ósæta drykki, þ.m.t. vatnsdrykki, og ályktað sé út frá þeim um neyzlu á sykruðu gosi. Þessi gögn eru ekki sambærileg við gögn um neyzlu sykraðs goss, sem önnur norræn ríki nota, auk þess sem þau eru orðin hátt í tíu ára gömul. Margt hefur breytzt síðan, eins og ofangreindar tölur sýna. Félag atvinnurekenda hefur í þrí- gang sent heilbrigðisráðuneytinu formleg erindi, þar sem bent er á að tillögur landlæknisembættisins um gosskatta séu byggðar á gömlum og úreltum gögnum. Þannig fullyrðir embættið til dæmis að rúmlega þriðjungur af neyzlu Íslendinga á viðbættum sykri komi úr gos- drykkjum. Það er röng tala byggð á vafasamri túlkun á gömlum gögnum en hefur ekki verið leiðrétt af hálfu heilbrigðisráðuneytisins eða land- læknis. Áðurnefndar sölutölur úr verzlunum benda til að rétt tala sé vel innan við 20%. Í þessum bréfum hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að ákvarðanir um íþyngjandi skatt- lagningu séu byggðar á réttum gögn- um og boðið fram samtal og samstarf um að afla réttra gagna um þennan markað. Bréfum FA til ráðuneytisins hefur hins vegar ekki verið svarað og land- læknisembættið hefur ekki sinnt ítrekuðum beiðnum fyrirtækja í gos- drykkjageiranum um samtal um réttar tölur í þessu efni. Á undanförnum mánuðum höfum við séð vel hversu miklu máli skiptir að takast á við aðsteðjandi vanda með samstilltum aðgerðum byggðum á góðum gögnum og stöðugu samtali yfirvalda og atvinnulífs. Landlæknis- embættið og heilbrigðisráðuneytið hafa farið þar fremst í flokki og sýnt aðdáunarverða fagmennsku. Það væri óskandi að sömu stofnanir við- hefðu jafngóða starfshætti í þessu máli. Réttar tölur og gott samtal um gosdrykki Eftir Ólaf Stephensen » Fyrst það er að ger- ast sem landlæknir vill að gerist – að neyzla á sykruðu gosi minnki – af hverju lætur emb- ættið eins og það viti það ekki? Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Kveikjan að ritun þessarar greinar er grein sem birtist á bls. 18 í Morgun- blaðinu 19. júní sl. eft- ir Sigurð Jónsson, for- mann kjaranefndar Landssambands eldri borgara. Þótt sú grein eigi í orði kveðnu að- allega að gera grein fyrir „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar LEB, þá verður það augljóst af lestri hennar að henni er ekki síð- ur beint gegn þeim sjónarmiðum, sem málsókn Gráa hersins gegn ríkisvaldinu vegna tekjutenginga í almannatryggingakerfinu byggist á. – Sjónarmiðum sem njóta svo víðtæks stuðnings meðal eldri borgara að 33 af 55 félögum þeirra víðs vegar um landið gerðust stofn- aðilar að Málsóknarsjóði Gráa hersins. Áhersluatriði formann sins og stjórnar LEB Í umræddri grein formanns kjaranefndar LEB komu í fyrsta skipti fram opinberlega upplýs- ingar um þessa stefnumarkandi ályktun stjórnar LEB um kjaramál eldri borgara. Eftirgrennslan á heimasíðu LEB leiddi síðan í ljós að þar var sett inn þennan sama dag tilkynning um samþykkt álykt- unar, og hún birt þar ásamt per- sónulegri greinargerð formanns kjaranefndarinnar (NB: Ekki stjórnar LEB, ekki kjaranefndar- innar, bara formannsins), – og tek- ið fram að hvort tveggja hafi þá þegar verið sent öllum Alþingismönnum. Vissulega er ýmislegt í ályktun stjórnarinnar óumdeilt. Þar er t.d. krafa um að upphæðir hjá TR verði látnar fylgja launaþróun og að bæta verði sérstaklega kjör þeirra eldri borgara sem verst eru settir. Besta leiðin til að bæta kjör lífeyrisþega (stjórnin notar þetta orð) segir hún að sé að hækka al- menna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. í 100 þús. á mán- uði. Þessi atriði eru væntanlega óumdeild svo langt sem þau ná, þótt benda megi á að það myndi ekki síður hjálpa þeim lakast settu að hækka ein- faldlega grunnupphæð ellilífeyris, t.d. upp í upphæð lágmarks- launa. Stjórn LEB skrifar upp á skerðingarnar En svo skilur á milli. Í ályktun stjórnarinnar kemur fram að hún telji að ekki eigi að fara þá leið að lækka skerðingarprósentur kerf- isins. Hún tekur líka sérstaklega fram að hún geti fallist á að þeir sem hafa tekjur yfir 595.642 kr. á mánuði (upp á krónu!) fái engar greiðslur frá TR. Með ályktuninni er stjórn LEB þannig að skrifa upp á og sam- þykkja tekjutengingarnar í al- mannatryggingakerfinu að öllu öðru leyti en því að hún vill hækka almenna frítekjumarkið. Hún lýsir því því beinlínis yfir að hún telji ekki rétt að lækka skerðingar- prósenturnar og jaðarskattana. Meira að segja má leiða að því lík- ur að hún vilji bæta þar í, því að um leið og hún óskar eftir hækkun frítekjumarks og grunnupphæða lýsir hún yfir samþykki sínu á nú- verandi efri tekjumörkum í kerfinu – þar sem allar greiðslur TR detta út. Með þessu má segja að stjórn LEB stilli sér upp við hlið ríkis- valdsins en gegnt Gráa hernum og baráttu hans gegn tekjutenging- unum í almannatryggingakerfinu. Af hverju mátti ekki bíða landsfundar? Nú stendur þannig á að 30. júní nk. verður haldinn landsfundur LEB. Það er því óhjákvæmilegt að spurt sé hvers vegna í ósköpunum stjórn LEB fer þá leið að sam- þykkja lykilályktun af þessu tagi og kynna hana út á við með þessu óðagoti þegar 11 dagar eru í að landsfundur samtakanna verði haldinn. Eðlilegra hefði auðvitað verið að stjórnin hefði lagt tillögu sína að kjaramálaályktun fyrir landsfundinn til umræðu og sam- þykktar. En þeir sem til þekkja geta reyndar farið nærri um ástæðuna: Það lítur út fyrir að einhverjir í stjórninni hafi talið að lítil von væri til þess að ályktun í þessa veru myndi fást samþykkt á lands- fundinum. Þeir hafi því viljað verða fyrri til að koma sjónarmiðum sín- um í loftið og til vina sinna í stjórnsýslunni, áður en fulltrúum eldri borgara hefði gefist færi á að hafa áhrif á efni ályktunarinnar á lýðræðislegum vettvangi lands- fundarins. Hvað gengur þeim til? Það vekur sérstaka athygli að forysta LEB að formanni kjara- nefndar meðtöldum skuli einmitt núna misbeita aðstöðu sinni til að koma því til skila að þau styðji ekki málsókn Gráa hersins á hend- ur stjórnvöldum. Í grein sinni vílar formaður kjaranefndarinnar ekki fyrir sér að afflytja málstað Gráa hersins, þegar hann lætur að því liggja að barátta hans snúist um að „sá hópur sem best hefur kjörin geri kröfu […] um að fá greiddar bætur að fullu án nokkurra skerð- inga.“ Þetta er rangtúlkun, því eins og margsinnis hefur komið fram er það ekki markmið Gráa hersins að fá allar skerðingar/tekjutengingar dæmdar ólöglegar. Markmiðið er að fá fram dóm um að núgildandi regluverk standist ekki og að þar af leiðandi verði að breyta því. – Það yrði síðan verkefni Alþingis og stjórnvalda að bregðast við dómn- um og breyta regluverkinu. Sérstaklega er það napurt að forysta LEB skuli ganga fram með þessum hætti á þessum tíma- punkti, þegar lögmenn ríkis- valdsins eru í óðaönn að undirbúa málsvörn sína gagnvart málsókn Gráa hersins, sem tekin verður fyrir í héraðsdómi í haust. Með þessu er forystan að koma í bakið á þeim mikla fjölda eldri borgara – skjólstæðinga sinna – sem stutt hefur Gráa herinn í því að láta endanlega á það reyna fyrir dóm- stólum hvort tekjutengingar al- mannatryggingakerfisins standist ákvæði stjórnarskrár og mannrétt- indasáttmála. Maður hlýtur því að spyrja sig: Hverra erinda eru einstakir for- ystumenn í samtökum aldraðra og formaður kjaranefndar LEB eigin- lega að ganga? Á hvaða leið eru stjórn LEB og formaður kjaranefndar? Eftir Finn Birgisson »Maður hlýtur því að spyrja sig: Hverra erinda eru einstakir for- ystumenn í samtökum aldraðra og formaður kjaranefndar LEB eiginlega að ganga? Finnur Birgisson Höfundur er varamaður í stjórnum FEB-R og Málsóknarsjóðs Gráa hersins. finnur.ark@simnet.is Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.