Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020
vöknuðu. Sú minning sem mér
þykir vænst um er þegar þú tókst
á móti mér heima og ég var barn.
Fimm ára, hljóp norðaustur yfir
túnið, þú beiðst á tröppunum,
sumar, en sömu ský á himni.
Bjart ljós í kringum þig, kærleik-
ur og bros. Ég tíndi hundasúrur,
þú lést eins og þú hefðir ekki séð
fegurri blómvönd. Þú lést mér
líða eins og ég væri óskaplega
mikilvægur og góður í öllu. Veitt-
ir mér endalausa athygli og hafð-
ir til að bera góðmennsku, ró-
lyndi og jákvæðni sem smitaðist í
lítinn dreng á mikilvægu mótun-
arskeiði. Ég bý ennþá að þessum
gjöfum og mun alltaf gera. Þess
vegna mun ég alltaf geyma minn-
ingar um þig.
Benedikt Bragi Sigurðsson.
Allt frá því er ég var lítil stúlka
vissi ég hver Kristín Axelsdóttir
var, en vinátta var á milli foreldra
minna og bænda á Hólsfjöllum.
Fjöllungar komu gjarnan við hjá
foreldrum mínum í Eyrarvegin-
um á ferðum sínum til Akureyrar
og á sama hátt var gestrisnin
mikil hjá Hólsfjallabændum.
Bræður mínir nutu góðs af þess-
ari vináttu og voru tveir þeirra í
sveit á Fjöllunum.
Vinátta okkar Kristínar Axels-
dóttur telur einn áratug og ein-
kenndist af gagnkvæmri virð-
ingu, trúnaði, hlýju og
væntumþykju. Frá haustinu 2010
til 2017 hittumst við flesta daga,
þegar ég hjólaði heim úr vinnu
með viðkomu hjá Kristínu og við
tókum stöðuna hvor á annarri.
Gestrisni hennar var einstök.
Held að ég geti talað fyrir munn
margra; þeir sem til hennar
komu upplifðu að vera velkomnir
og fólk fékk gjarnan tilfinningu
fyrir því að vekja hjá henni áhuga
og gleði. Það er gott að mæta
slíku viðmóti, það kallar fram
löngun til að koma aftur og aftur,
því góð nærvera gefur jú orku.
Ég var stundum þreytt og þvæld
þegar ég kom til Kristínar, eftir
langan vinnudag, en fór frá henni
full orku og jákvæðni. Henni lík-
aði ekki hve mikið ég vann og
margítrekaði við mig mikilvægi
þess að hvíla sig, sagði bæði lík-
amann og allt taugakerfið þurfa á
hvíld að halda. Smám saman fór
ég að taka mark á mér reyndari
konu.
Kristín elskaði fjölskyldu sína
og talaði einstaklega fallega um
fólkið sitt. Hún þreyttist ekki á að
sýna mér myndir og segja frá
börnum sínum, barnabörnum og
ekki síst langömmubörnunum
sem hún var óskaplega stolt af.
Hún átti einnig margar myndir
sem teknar voru á Hólsfjöllum,
myndir af fólki sem þar bjó í ára-
tugi. Það voru áhugaverðar og
skemmtilegar sögur sem Kristín
sagði mér þegar albúmunum var
flett, enda ýmislegt brallað þar á
þessum árum. Ég þekkti margt
af þessu fólki og lærði fljótt nöfn
hinna og gat því hjálpað til þegar
myndaalbúmin voru tekin fram
síðustu mánuði ævi hennar.
Þær mæðgur Kristín og Systa
áttu einstakt og fallegt samband,
þær gengu í takt. Það eru forrétt-
indi að eldast og verða næstum 97
ára gömul með slíka umönnun,
natni og nærgætni eins og Systa
sýndi móður sinni. Kristín var
skarpgreind kona og gerði sér
fulla grein fyrir hve dýrmæt
umönnun Systu var og talaði
gjarnan um hve heppin hún væri.
Ég heyrði hana aldrei tala um
Systu öðruvísi en að segja „Systa
mín“.
Ég er þakklát fyrir vináttu og
trúnað Kristínar. Systu vil ég
sérstaklega þakka fyrir að hafa
gefið mér einn af sínum heim-
sóknartímum á meðan heimsókn-
ir á hjúkrunarheimilið Dyngju
voru takmarkaðar vegna
Covid-19 og fyrir kveðjustund
með Kristínu að kvöldi 13. júní
síðastliðins.
Megi Kristín Axelsdóttir hvíla
í friði og afkomendur hennar eiga
farsælt líf.
Guðrún Frímannsdóttir.
Í dag kveðjum við elsta ein-
staklinginn sem lifði og starfaði á
Hólsfjöllum bernsku okkar.
Kristín, eða Stína eins og við köll-
uðum hana alltaf, hefur alla tíð
verið samofin tilveru okkar. Þeg-
ar foreldrar okkar, Ólafur og
Kristín, fluttu búferlum frá
Möðrudal í Víðihól 1951 var þeim
mjög vel tekið af íbúum á Neðri-
Fjöllum. Frá fyrstu tíð urðu þær
Stínurnar, móðir okkar og Stína,
óaðskiljanlegar vinkonur, sem
aldrei bar skugga á. Í minningu
minni voru íbúar þessa byggðar-
lags ein fjölskylda sem hjálpaðist
að og deildi súru og sætu í tugi
ára. Og þó að við flyttum burt úr
sveitinni var þráðurinn áfram
sterkur. Samvinna og samhugur
voru nauðsynleg í þessu fámenna
og einangraða byggðarlagi. Ég
minnist þess að á gamlárskvöld
1951 vorum við boðin í Gríms-
staði í veislu og var Gunnlaugur,
bróðir minn, nokkurra mánaða,
settur í kassa á sleða sem pabbi
dró, en mér 5 ára skellt á hnakk-
nefið hjá mömmu sem var á hesti.
Þetta boð sýnir umhyggjuna fyr-
ir ungu hjónunum sem bjuggu 12
km norðar, með 2 lítil börn. Alla
tíð var mikill samgangur á milli
bæjanna og þegar veikindi og erf-
iðleika bar að höndum voru heim-
ilin á Grímsstöðum og Gríms-
tungu okkur opin og var okkur þá
skipt á milli húsanna. Móðir okk-
ar átti oft við vanheilsu að stríða
og var Stína henni mikils virði og
mamma vissi alltaf að til hennar
gæti hún leitað. Stína og Ólafur,
faðir okkar, höfðu alist upp við
ungmennafélagsandann í Keldu-
hverfi og Öxarfirði og voru þau
potturinn og pannan í að blása lífi
í gamla ungmennafélagið. Gamli
bragginn var gerður upp og þar
voru haldin hin frægu Gríms-
staðaböll.
Stína missti föður sinn ung, en
móðir hennar vissi um tónlistar-
áhuga hennar og sendi hana 12
ára með strandferðaskipi frá
Kópaskeri til Þórshafnar til að
læra á orgel. Frá árinu 1948 og í
yfir 50 ár var hún organisti við
Víðihóls- og Möðrudalskirkju.
Hún stofnaði kirkjukór í þessari
litlu sókn, sem æfði allt árið þó
messur væru ekki oft. Hún
munstraði mig 11 ára í kórinn og
þá vorum við 9, og hún hafði mik-
inn metnað fyrir þessum litla kór.
Það var sungið og dansað við
flest tækifæri og jafnvel æfð upp
leikrit sem sýnd voru á þorra-
blótum. Ekki var talið eftir sér að
fara á milli bæja til æfinga eða
bara til að hittast. Farskóli var á
þessum tíma og var skólinn oft á
Grímsstöðum. Stína hóaði okkur
krökkum oft saman í kringum
orgelið sitt og kenndi okkur að
syngja ættjarðarlögin og lék und-
ir. Þessar stundir eru eftirminni-
legar.
Ljósavél kom fyrst í Gríms-
staði af bæjunum og fljótlega
fengu Grímsstaðakonur þvotta-
vél.
Það lýsir Stínu vel að hún bauð
móður minni og Beggu á
Grundarhóli að koma bara með
þvottinn í vélina, það væri ekkert
mál að þvo hann. Næstu árin var
síðan þvottur af þessum bæjum
þveginn í Grímstungu. En þetta
fannst þeim bara gaman, þær
steiktu kleinur eða skemmtu
hver annarri á meðan vélin þvoði
þvottinn.
Stína var bjartsýn og jákvæð
kona og hefur fjölskylda okkar
notið þess í gegnum árin í ríkum
mæli. Alltaf var opið hús í Gríms-
tungu fyrir kaffisopa og spjall er
við vorum á ferðinni.
Eftir að hún flutti í Egilsstaði
höfum við aftur verið í nágrenni
hvor við aðra og höfum hist reglu-
lega.
Hún hefur fylgst með afkom-
endum okkar og var dagmamma
barnabarna okkar, sem kalla
hana enn Stínu ömmu.
Við fjölskylda Stínu og Óla frá
Víðihóli þökkum Stínu fyrir sam-
fylgd og hlýju í gegnum árin.
Guðlaug Ólafsdóttir,
f.h. Víðirhólssystkina
og fjölskyldna.
✝ SvanhildurIngvarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 11. október
1937. Hún lést á
Hrafnistu í
Hafnarfirði 4.
mars 2020.
Foreldrar
hennar voru
hjónin Ingvar
Jónsson frá Loft-
sstöðum í Flóa, f.
4. júní 1903, d. 3. júní 1979, og
Guðrún Sigríður Guðmunds-
dóttir frá Grænanesi, Norð-
firði, f. 25. desember 1902, d.
28. október 1992. Systkini
Svanhildar eru: Guðmundur
Valgeir, f. 1933, Jóna Þor-
björg, f. 1935, d. 2013, Stein-
dætur þeirra: Hildur Dís, í
sambúð með Þorgeiri Albert
Elíeserssyni, þeirra sonur er
Sveinn Rúnar. Svana Lovísa, í
sambúð með Andrési Garðari
Andréssyni, þeirra börn eru
Bjartur Elías og nýfædd
stúlka.
Þau Sveinn byrjuðu sinn bú-
skap í Hafnarfirði, voru búsett
þar síðan.
Svanhildur ólst upp á
Urðarstíg 8 og Nóatúni 30 í
Reykjavík, hún stundaði nám
við Miðbæjarbarnaskólann og
útskrifaðist síðan sem gagn-
fræðingur frá Gagnfræðaskóla
verknáms. Hún vann á Land-
spítalanum og síðar hjá Sýslu-
manninum í Hafnarfirði.
Hún stafaði mikið með Sjálf-
stæðiskvennafélaginu Vorboða
í Hafnarfirði og Sinawikklúbbi
Hafnarfjarðar.
Útför Svanhildar verður frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25.
júní 2020, og hefst athöfnin
klukkan 15.
þór, f. 1936, og
Torfhildur, f. 1937.
Svanhildur gift-
ist hinn 12. febrúar
1959 Sveini Þorkeli
Guðbjartssyni, fyrr-
verandi forstjóra á
Sólvangi, f. 28. jan-
úar 1938. Foreldrar
hans voru Guð-
bjartur Ólafur Vig-
fús Ásgeirsson,
matsveinn og ljós-
myndari, f. 23. desember 1889,
d. 18. október 1965, og Herdís
Guðmundsdóttir ljósmyndari,
f. 30. maí 1898, d. 8. janúar
1990. Barn Svanhildar og
Sveins er Katrín Sveinsdóttir,
fædd 12. október 1962, gift
Kristjáni Rúnari Kristjánssyni,
Elsku mamma, þegar ég læt
hugann reika finn ég svo vel í
hjarta mínu fyrir birtu, blómum,
hlátri og fullt af hamingju. Öll
væntumþykjan og umhyggju-
semin sem ég fann frá þér mun
endast mér út ævina.
Þú varst alltaf hugguleg til
fara með vel greitt hár og fal-
legar neglur, ég var ekki gömul
þegar ég horfði á þig fyrir fram-
an spegilinn á Ölduslóðinni við
að túbera hárið og varalita þig.
Þú varst mikil skvísa, áttir sér-
saumaðar gullleðurbuxur og vín-
rauða rúskinnskápu ásamt öllum
hinum fínu fötunum sem mörg
hver eru enn þá til.
Þegar ég var sex ára fluttum
við á Klettahraunið í húsið sem
þið pabbi höfðuð unnið hörðum
höndum við að byggja. Þetta
hefur verið strembinn tími fyrir
ykkur en ég litla skottan naut
bara lífsins. Þú varst hrædd við
dýr því fórum við pabbi á bak
við þig þegar ég fékk kettlinginn
og hamsturinn en auðvitað eins
og þér einni var lagið þá tókst
þú þau að þér af mikilli ást og al-
úð, seinna fenguð þið hundinn
Tinnu sem fylgdi ykkur í mörg
ár og var elskuð af öllu hjarta.
Ómetanlegar minningar á ég
sem tengjast Borgarfirðinum,
sumar eftir sumar fórum við
með góðum vinum að veiða í
Gljúfurá þar sem keyrt var um á
rykugum vegum yfir ár og læki
og þótti ekki tiltökumál þótt
spryngi á dekki eða gat kæmi á
hljóðkút. Bílarnir voru yfirleitt
óþéttir og þú reykjandi í fram-
sætinu og skildir ekkert í bíl-
veikinni hjá mér.
Þú varst ekki eins og mæður
vinkvenna minna sem prjónuðu,
saumuðu og bökuðu kökur en þú
varst með græna fingur og varð-
ir öllum sumrum í garðinum og
tvisvar fékkstu viðurkenningu
fyrir hann. Þú varst listakokkur
og vissir fátt skemmtilegra en að
halda matarboð og ekki sjaldan
sem þú slóst óvænt upp veislu
enda var alla tíð gestkvæmt hjá
ykkur pabba á Klettahrauninu
þar sem þið höfðuð búið ykkur
fallegt heimili sem var stútfullt
af list og góðum anda. Þið voruð
fagurkerar og nutuð þess að
sitja saman í stofunni og hlusta á
góða tónlist.
Þú hafðir endalausan vilja til
að passa ömmustelpurnar þær
Hildi Dís og Svönu Lovísu og
varst óspör að láta okkur finna
og heyra að við værum sólar-
geislarnir í lífi þínu. Þú varst
ákaflega stolt af litlu fjölskyld-
unni þinni og vildir fylgjast með
því sem við tókum okkur fyrir
hendur en tókst líka nærri þér
þegar eitthvað bjátaði á.
Ég á skemmtilega minningu
frá ferð okkar til Danmerkur
þar sem ég, þú og Svana Lovísa
heimsóttum Hildi Dís sem var á
hestabúgarði þar í landi, okkur
var mjög brugðið við sóðaskap-
inn þar sem við áttum að gista
en þú lést það ekki raska ró
þinni heldur tókstu til og
klæddir þig svo upp í silkinátt-
fötin og svafst eins og engill.
Þú varst með mikið jafnaðar-
geð og hélst ótrauð áfram. Þú
varst líka kona friðar og sátta og
það sem mér líkaði alltaf svo vel
við var að þú leiddir hjá þér allt
pólitískt þras sem var þó nóg af
allt í kring.
Ekki er hægt að minnast þín
án þess að nefna Lollu tvíbura-
systur þína sem var svo stór
hluti af lífi þínu og okkar allra,
margar góðar minningar á ég af
okkur þremur saman. Ég brosi
út í annað þegar ég sé ykkur
fyrir mér þvælast með mig fyrir
utan borgina þar sem þið tvíbök-
urnar komuð ykkur fyrir í sól-
baði með álpappír á pappaspjaldi
undir andlitinu til að fá endur-
kast frá sólinni.
Lolla flutti til ykkar pabba á
Hrafnistu og náðuð þið að vera
þar saman í fjóra mánuði.
Það hefur verið þyngra en
tárum taki að fylgjast með þess-
um grimma alzheimer-sjúkdómi
taka frá mér þá sem mér þykir
vænst um en elsku mamma mín,
að hafa búið við gott atlæti og
vera elskaður af foreldrum sín-
um alla tíð er það fallegasta og
besta sem hægt er að hugsa sér
og ylja ég mér áfram við það.
Hvíl í friði.
Þín elskulega dóttir,
Katrín.
Elsku amma Svana hefur
fengið hvíldina sína. Amma
snerti hjarta mitt meira en
margir hafa gert.
Það eru ákveðin forréttindi að
eiga mömmu sem er einkabarn
og eiga þess vegna ömmu og afa
sem enginn annar á nema bara
ég og jú Svana systir.
Það eru svo óteljandi stundir
sem hægt er að gleðjast yfir,
gistingar á Klettahrauninu,
veiðiferðir í Urriðaá, ferðir á
Sólbakka, ferðir til Danmerkur,
göngutúrar með Tinnu, heim-
sóknir í vinnuna hennar til
sýslumanns þar sem ég var tíður
gestur og fékk að fara út um allt
eflaust eitthvað sem ekkert barn
fær að gera í dag enda allt bak
við luktar dyr. Og svo allar góð-
ar stundir á Hrafnistu og svo
væri endalaust hægt að telja
upp. Og ekki má gleyma pönnu-
kökunum þínum og sveppasós-
unni.
Þú varst einstök á svo margan
hátt, ég hef aldrei skilið hvernig
þér tókst alltaf að hafa allan
hvítan þvott skjannahvítan og ef
það var blettur sem var ekki
hægt að ná úr þá tókst þér það
samt. Neglurnar á þér þínar
voru ávallt vel lakkaðar og
reyndi ég að passa upp á að
lakka þær minnst vikulega eftir
að þú hættir að geta gert það
sjálf. Samband þitt við afa var
svo fallegt, virðingin og ást ykk-
ar til hvort annars var einstök.
Sveinn Rúnar er svo lánsam-
ur að hafa átt langömmu í 6 og
hálft ár, hann á heilan helling af
fallegum minningum og góðum
stundum sem hann getur átt í
hjarta sínu.
Amma fékk eins og helmingur
systkina sinna hinn djöfullega
sjúkdóm Alzheimer. Þrátt fyrir
að minnið væri orðið lélegt
mundi hún alltaf eftir okkur og
komst ekki á þann stað að
gleyma okkur og fyrir það er ég
ótrúlega þakklát.
Við höldum áfram að passa
upp á afa fyrir þig.
Elsku amma mín, þrátt fyrir
að þú sért farin af þessu jarðríki
þá veit ég að þú fylgist áfram
með okkur.
Minning þín mun lifa áfram í
hjarta okkar.
Mín hinsta kveðja, elsku
amma.
Þín
Hildur Dís.
Elsku amma Svana.
Ég sakna þín og þú ert núna
engill og ég sakna þín og þú hef-
ur verið besta amma í heimi. Ég
ætla að passa upp á langafa fyrir
þig.
Kveðja frá
Sveini langömmustrák.
Elsku amma Svana.
Núna ert þú farin til Guðs
upp í himininn. Þú varst svo frá-
bær og þú varst svo glöð. Ég
sakna þín. Núna ert þú farin frá
okkur og ert orðin engill. Ég
elska þig.
Bjartur Elías
langömmustrákur.
Ó elsku amma Svana mín. Þá
hefur þú fengið hina eilífu hvíld.
Ég kveð þig með söknuð í
hjarta en minningin um þig og
brosið þitt bjarta mun alltaf lifa.
Þvílík yfirþyrmandi sorg sem
það er að kveðja þig, þessa ljúf-
ustu og fallegustu sál sem ég hef
kynnst.
Það sem ég gæfi fyrir að hafa
þig bara örlítið lengur hjá okkur
og að þú fengir að sjá langömm-
ustelpuna þína í sumar. En ég
þakka á sama tíma fyrir að þú
hafir ætíð munað okkur og litlu
langömmustrákana þína tvo
fram á þinn síðasta dag sem þú
eyddir í faðmi okkar fjölskyld-
unnar.
Líf mitt var ríkara vegna þín,
þú sást það góða í öllu, sparaðir
aldrei hrósin og varst með svo
einstaka nærveru. Það var alltaf
svo ljúft að vera í heimsókn hjá
ykkur afa og friðsælt að vera.
Þú vildir alltaf svo mikið
hjálpa til, sast með ömmustrákn-
um þínum jafnvel bara til að
leyfa þá þreyttri nýbakaðri móð-
ur að leggja sig og ófá skiptin
þvoðir þú þvottinn minn og skil-
aðir svo til baka dúnmjúkum og
einstaklega vel brotnum saman,
allt með svo glöðu geði því þú
vildir að við stelpurnar þínar
hefðum það sem allra best.
Við vorum lítil fjölskyldan en
vegna þess á ég svo dýrmætar
æskuminningar um okkur sam-
an, allar ferðirnar í Hveragerði á
Sólbakka, veiðiferðirnar, ótelj-
andi skiptin sem ég fékk að gista
á milli þín og afa og allar fót-
snyrtingarnar og dekrið sem ég
fékk hjá þér. Að ógleymdum
sumardögum í garðyrkju eða í
sólbaði á Klettahrauninu.
Þegar ég lít til baka þá stend-
ur upp úr hvernig þið afi töluðuð
alltaf svo einstaklega fallega
hvort við annað og ást ykkar og
virðing var alltaf svo áreynslu-
laus. Það verður mitt veganesti
út í lífið frá þér og afa.
Elsku amma mín, þú varst
alltaf svo sæt og fín og vel til
höfð, með fallega ljósa hárið, vel
lakkaðar neglur og í glimmer-
sokkum.
Eins erfitt og það var að
kveðja þig þá áttum við ljúfsárar
stundir eftir að þú kvaddir þetta
líf.
Þú varst svo falleg og friðsæl í
kistunni þinni, í glimmerbol með
silkimjúkan feld, nýlakkaðar
neglur og fallegan varalit sem ég
fékk að setja á þig. Þú brostir
eflaust yfir okkur mömmu og
Hildi Dís á meðan við gerðum
þig fína fyrir ferðalagið til aust-
ursins eilífa.
Takk fyrir lífið, með sorg í
hjarta, þín mun ég alltaf sakna.
Þín
Svana.
Svanhildur
Ingvarsdóttir
Örfá kveðjuorð
til kærs mágs
míns Eggerts
Vigfússonar,
Edda, hann var
bróðir Guðna sem ég var gift í
21 ár. Leiðir okkar Guðna
skildi, en leiðir okkar Edda
skildi aldrei, m.a. vegna þess að
hann var giftur systur minni
Huldu og alltaf í gegnum allt
Eggert Vigfússon
✝ Eggert Vig-fússon fædd-
ist 27. apríl 1932.
Hann lést 2. júní
2020.
Útförin hefur
farið fram.
reyndist hann mér
sem besti vinur og
ráðgjafi.
Í gegnum sorgar-
ferli þegar dóttir
mín Elva lést í bíl-
slysi var hann klett-
ur í tilverunni ásamt
systur minni Huldu.
Á léttari nótum
þá lagði hann ósjald-
an til styrk og ómet-
anleg ráð í ýmsum
málum svo sem bílakaupum
mínum, en þar var hann sér-
fræðingur, enda búinn að aka
bíl frá barnæsku og löngu fyrr
en nú tíðkast að unglingar fái
bílpróf.
Ekki ætla ég að rekja ævifer-
il hans, sem var fjölbreyttur og
alltaf í þá átt að bera ábyrgð á
einhverju. Móðir hans dó frá
fimm ungum sonum þar sem
Eddi var elstur og ég held að þá
og síðan hafi þessi þörf hans
sprottið til að vera hjálparhella
allra sem voru í kringum hann
sem þurftu á hjálp að halda,
fyrst voru það bræður hans, síð-
an fjölskyldan hans og allir sem
hann tengdist á einhvern hátt.
Mér var hann oft ómetanleg
hjálp og það vil ég þakka af öllu
hjarta.
Ef líf er eftir þetta líf vona
ég að við hittumst og eigum
góðar stundir, en þar sem ég
hef enga ofurtrú á slíku þakka
ég bara allt sem liðið er hérna
megin.
Ása Vilhjálmsdóttir.