Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 30
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Talsverð fyrirstaða virðist á Alþingi við því að hleypa í gegn frumvarpi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra um breytingar á sam- keppnislögum. Það staðfesta Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, og Oddný G. Harðar- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, í samtali við Morgunblaðið. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, fjallaði um málið í Morgunblaðinu í gær og sagði þar að með því að koma í veg fyrir framgang málsins væri stjórnarandstaðan í raun að koma í veg fyrir að ríkisstjórn landsins gæti staðið við gefin fyrirheit um stuðning við lífskjarasamningana. Segir breytingar ótímabærar „Ég verð að viðurkenna að mér finnst ekki tímabært að ráðast í þessar lagabreytingar á þessum tímapunkti og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi tel ég að það þurfi að vanda betur til verka og skoða gaumgæfilega og betur nokkr- ar umsagnir sem bárust í tengslum við frumvarpið. Nefni ég þar sér- staklega athugasemdir frá Sam- keppniseftirlitinu sjálfu,“ segir Jón Steindór. Hann segir að það hafi ver- ið til bóta að meirihluti þingnefndar- innar hafi gert breytingar á frum- varpinu og fallið frá þeirri hugmynd ráðherra að nema úr gildi heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots. „Það blasir hins vegar við að frum- varpið var upphaflega mjög stór- fyrirtækjamiðað og í því ástandi sem núna er, eftir Covid, er ekki rétt að stíga skref af þessu tagi. Þá vantar einnig gjörsamlega í löggjöf okkar úrræði fyrir þá sem orðið hafa fyrir barðinu á samkeppnisbrotum. Þar stöndum við mörgum nágrannaríkj- um okkar mjög að baki og það eru at- riði sem ég vil taka inn í þessa vinnu.“ Oddný Harðardóttir tekur í svip- aðan streng og Jón Steindór og segir að helsti ásteytingarsteinninn varð- andi frumvarpið hafi verið fjarlægð- ur og að hann hafi lotið að heimild Samkeppniseftirlitsins til frum- kvæðisathugana. „Það var gott að sú breyting væri gerð en meirihlutinn vill þó bæta nýju ákvæði við 16. gr. laganna sem fjallar um heimild stofnunarinnar í þessum efnum. Þannig á hún ekki að geta beitt íhlutun af þessu tagi nema að undangenginni markaðsrannsókn á grundvelli sérstakrar rannsóknar- áætlunar, sem aftur þarf að fá stað- festingu af stjórn Samkeppniseftir- litsins. Það er stjórn sem ráðherra skipar án tilnefninga og það finnst okkur einfaldlega ekki ganga upp.“ Oddný ítrekar að önnur atriði í frumvarpinu séu þess eðlis að nauð- synlegt sé að staldra við. „Veltumörkin á tilkynningar- skylda samruna eru nú tveir millj- arðar króna og meirihlutinn vill í einni hendingu hækka þau mörk í þrjá milljarða. Það finnst mér allt of drastísk breyting á þessum tíma- punkti, ekki síst þegar atvinnulífið er í jafn viðkvæmri stöðu og nú. Þar viljum við önnur viðmið, t.d. hækk- anir í samhengi við vísitölu neyslu- verðs eða vöxt þjóðarframleiðslu.“ Varasamt að hefta eftirlitið Þá segir Oddný varasamt í núver- andi ástandi að gera breytingar á samkeppnislögum sem dragi úr möguleikum Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar. „Andrúmsloftið er mjög sérstakt og í raun allt á iði. Við heyrum af því að það sé verið að bjóða í fyrirtæki á undirverði og það er von á talsverðri uppstokkun á markaðnum. Það er ekki síst í ferða- þjónustunni þar sem mörg fyrirtæki standa nú höllum fæti,“ segir Oddný. Samhljómur virðist í þessu til- liti milli Oddnýjar og Jóns Stein- dórs. Segir hann að umrót sé óhjá- kvæmilega fram undan. „Það verða breytingar á skipan félaga á mark- aðnum. Það er óhjákvæmilegt að einhverju marki. Í slíku ástandi er ótrúlegt að láta sér detta í hug að ætla að slaka á þeim húsaga sem Samkeppniseftirlitið hefur á grund- velli samkeppnislaganna.“ Spurður út í stöðuna í þinginu seg- ir Óli Björn að stjórnarandstaðan nýti sér nú þetta mál sérstaklega í þrátefli við meirihlutann um þinglok. Það sé miður enda frumvarpið af hinu góða. „Það er mikilvægt að koma þess- um breytingum á lögunum í gegn til þess að liðka fyrir atvinnulífinu. Þessi skref loka ekki fyrir frekari skref í framhaldinu en veltumörkin eru dæmi um mál sem fólk hlýtur að sjá að þarf að laga. Upphæðin hefur engum breytingum tekið frá árinu 2008 og nær yfir samanlagða veltu fyrirtækja sem stefnt er að því að sameina. Það er með öllu óþarft að hafa þessi mörk svona þröng og get- ur tafið fyrir eða komið í veg fyrir eðlilega þróun markaðarins.“ Telja óvarlegt að breyta lögunum nú Lög Breytingar á samkeppnislögum standa nú fyrir dyrum á Alþingi.  Fyrirstaða hjá stjórnarandstöðu á Alþingi við því að breytingar á samkeppnislögum nái fram að ganga  Fyrrverandi fjármálaráðherra segir undarlegt andrúmsloft í viðskiptalífinu og samruna yfirvofandi Jón Steindór Valdimarsson Oddný G. Harðardóttir Óli Björn Kárason Bjartsýni að aukast í samfélaginu vísitalan fyrir sex mánaða vænt- ingar mælist yfir 100,“ segir Jón Bjarki í greininni. Tengist einkaneyslu Hann segir að allsterkt samband sé á milli þróunar vísitölunnar og einkaneyslu enda ráði tilfinning al- mennings fyrir stöðu og horfum í efnahagsumhverfinu miklu um neysluákvarðanir til skemmri tíma litið. „Miðað við þróun væntinga- vísitölunnar á fyrri helmingi þessa árs má þannig búast við því að einkaneysla láti undan síga á árinu. Rímar það við aðra hagvísa á borð við kortaveltutölur og er einnig í samræmi við nýlega þjóðhagsspá okkar sem hljóðar upp á 5,5% sam- drátt einkaneyslu á árinu í heild.“ Samhliða Væntingavísitölunni birti Gallup mælingu á stórkaupa- vísitölu sinni, sem kannar m.a. áætlanir um utanlandsferðir. Stór- kaupavísitalan lækkar um nærri þriðjung og er það nær alfarið vegna snarprar minnkunar á áætl- uðum utanlandsferðum lands- manna. tobj@mbl.is Samkvæmt væntingavísitölu Gallup fyrir júnímánuð virðist sem bjart- sýni landsmanna sé að aukast. Vísi- talan hækkar um ríflega 16 stig á milli mánaða og mælist nú tæplega 78 stig. Eins og Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka út- skýrir í grein um málið á vef bank- ans, er það samt sem áður nokkuð undir jafnvægisgildinu 100 sem markar skilin milli þess hvort bjart- sýni eða svartsýni ræður ríkjum. Segir Jón Bjarki að sérstaka at- hygli veki hins vegar að fleiri telji að aðstæður í efnahags- og atvinnu- málum verði betri en nú að sex mánuðum liðnum, en að þær verði verri eftir hálft ár. „Er það í fyrsta skipti í tvö og hálft ár sem undir-  Einkaneysla láti undan síga á árinu AFP Frí Landsmenn munu draga verulega úr utanlandsferðum á árinu. 30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 25. júní 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.88 Sterlingspund 173.01 Kanadadalur 102.63 Dönsk króna 21.027 Norsk króna 14.592 Sænsk króna 14.921 Svissn. franki 146.85 Japanskt jen 1.2969 SDR 191.8 Evra 156.73 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.4333 Hrávöruverð Gull 1756.6 ($/únsa) Ál 1573.0 ($/tonn) LME Hráolía 43.21 ($/fatið) Brent VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.