Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 ✝ Hendrik Skúla-son úrsmiður fæddist í Reykjavík 6. maí 1941. Hann lést 12. júní 2020 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Skúli Þórðar- son, úrsmiður og forstöðumaður á meðferðarheimilinu Gunnarsholti, f. 10. september 1917, d. 16. mars 1987, og Anna Einarsdóttir húsmóðir, f. 13. nóvember 1923, d. 21. nóvember 2011. Auk Hendriks eignuðust Skúli og Anna soninn Þórð Skúlason, f. 19. júlí 1945. Skúli og Anna skildu. Síðar kvæntist Skúli Þórðarson Erlu Valdimars- dóttur og eignuðust þau Hans- ínu Guðrúnu, f. 4. janúar 1957; Hrafnhildi, f. 4. apríl 1959, og Skúla Hauk, f. 20. desember 1961. Anna Einarsdóttir giftist Davíð Sigurðssyni og eignuðust þau synina Davíð, f. 27. ágúst 1953; Einar Orra, f. 3. apríl 1955; Jóhannes Inga, f. 12. september 1957; Ragnar, f. 5. nóvember 1960, og Jón Halldór, f. 12. september 1963. Hendrik kvæntist Írisi Sig- urjónsdóttur bankastarfs- Héraðsskólann á Laugarvatni og var með próf í úrsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rak úraverslun og úrsmíðaverk- stæði á Skólavörðustíg 21 og síðar Hallveigarstíg 10a í nær aldarfjórðung, lengi vel við hlið Sigurðar Tómassonar úrsmíða- meistara. Síðari hluta starfsævi sinnar starfaði hann sem skrif- stofumaður hjá Trésmíðaverk- stæði Sigurðar Elíassonar og síðar hjá Valdimar Gíslasyni, VGI ehf. Hendrik var ætíð mjög virk- ur í félagsstarfi. Hann sat m.a. í stjórn úrsmiðafélagsins og var virkur félagi Oddfellow frá árinu 1975 þar sem hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum innan reglunnar. Hendrik vann mikið sjálf- boðastarf í þágu kvennaknatt- spyrnu Breiðabliks, var í stjórn Blikaklúbbs kvenna í um áratug og endurskoðandi klúbbsins allt til ársins 2011, kom að upp- byggingu Gull & Silfur-stúlkna- mótsins í knattspyrnu, forvera Símamótsins. Þá myndaði hann tugi fótboltaleikja á knatt- spyrnumótum kvenna sem sjá má í heimildarmyndinni Fót- boltastelpur frá 2019. Best undi Hendrik sér þó við trjárækt og garðyrkju í sumarbústaðalandi þeirra hjóna í Kollafirði ásamt börnum og barnabörnum. Útför hans fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 25. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. manni, f. 24. júlí 1942, þann 4. mars 1961. Foreldrar Ír- isar voru Sigurjón Guðmundsson for- stjóri, f. 10. ágúst 1975, d. 16. september 1975, og Ása Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 21. janúar 1914, d. 7. ágúst 2003. Hendrik og Íris eiga börnin: 1) Hjördísi, f. 22. apríl 1961, gift Jóni Smára Úlfarssyni og eiga þau til samans synina Kristján Óla, Davíð, Hendrik Daða og Úlfar Smára; 2) Önnu Bryndísi, f. 3. júní 1965, í sambúð með David Dom- inic Lynch. Börn Davids eru Re- bekka Sigrún, Eiríkur Anthony og Sandra Kristín; 3) Öglu Elísabetu, f. 30. jan- úar 1967, í sambúð með Sigurði Hafsteinssyni og eiga þau dótturina Ásdísi Öglu; 4) Sigurjón, f. 11. febrúar 1970, kvæntur Jóhönnu Braga- dóttur og eiga þau börnin Írisi, Braga og Árna; 5) Erlu, f. 1. febrúar 1977, gift Braga Jónssyni og eiga þau börnin Jónatan Ara og Önnu Dís. Hendrik stundaði nám við Elsku pabbi. Það er með tár í augum og sorg í hjarta að ég sest niður og skrifa minningargrein um þig, eitthvað sem er svo fjarstæðukennt og alls ekki tímabært. Því miður gerast hlutir í þessu lífi sem við ráðum ekki við og eru öðruvísi en við myndum óska okkur. Krabba- meinið, covid og afl sjúkdómsins voru allt hlutir sem þú þurftir að takast á við frá því að þú greindist með lungnakrabbamein fyrir rúmum þremur mánuðum. Krabbamein sem var skæðara og erfiðara en við höfðum nokkurn tímann getað ímyndað okkur. Að vera í burtu og að vera stödd í öðru landi og hvorki geta né mega koma til þín og mömmu á þessum tíma var ekki auðvelt. Því er ég í dag endalaust þakklát fyrir að hafa náð og fengið að koma til þín áður en þú kvaddir. Spennu- fallið, gleðin og sorgin þegar ég loks náði til þín er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. „Fyrirgefðu að ég komi svona seint, pabbi,“ var það fyrsta sem ég sagði um leið og tár okkar láku niður kinnarnar. „Þetta er allt í lagi, elskan mín, það var ekkert sem þú gast gert í því. Það eru aðrir hlutir sem hafa valdið því,“ sagðir þú með þinni einstöku ró, yfirvegun og hlýju sem þú bjóst svo vel yfir. Þessari stund sem við áttum rétt áður en þú kvaddir er ekki hægt að lýsa með orðum en er stund sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Núna er sorgin og söknuðurinn svo mikill en minningarnar sem við getum huggað okkur við eru svo margar. Allir fótboltaleikirnir, mótin og allt sem því fylgdi þar sem þið mamma studduð svo þétt við bakið á mér. Allar stundirnar sem við áttum í Víðigrund og í Kollafirði. Heimsóknir ykkar mömmu til Danmerkur, ferðalög- in okkar og öll samveran með okk- ur fjölskyldunni á Volosvej. Þær eru mér, Braga, Jónatani Ara og Önnu Dís svo ómetanlegar. Pabbi, ég veit að þú varst afar stoltur og hreykinn af börnunum þínum og ekki minnkaði það eftir að hópurinn stækkaði og þið mamma eignuðust barnabörn. Þú varst alltaf tilbúinn í hin ýmsu verkefni, leiki eða þrautir. Börnin gátu alltaf komið til þín í spjall, til að skoða bækur, sparka bolta eða skoða myndir og vídeó sem þú hafðir búið til handa þeim. Svo ekki sé minnst á stuðið og gleðina sem skein úr andlitum barnanna þegar þau fengu að sitja í fanginu hans afa og keyra traktorinn eða sitja aftan á kerrunni á meðan afi keyrði um túnin í Kollafirði. Þess- ar stundir eru dýrmætar minning- ar um yndislegan afa sem verður sárt saknað. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þín Erla. Þegar ég sit og hugsa um tengdaföður minn streyma minn- ingarnar frá síðustu 25 árum fram og ég trúi því varla hvað tíminn er fljótur að líða. Allar minningarnar frá því að ég fyrst hitti tengdafor- eldra mína eftir bikarúrslitaleik- inn fræga fram til síðustu dag- anna nú í júní þar sem við spjölluðum á Facetime, vitandi báðir að við myndum líklega aldr- ei ná að hittast aftur. Við höfum átt svo margar góð- ar og skemmtilegar stundir sam- an í gegnum árin. Henni var alltaf eins og hann væri á heimavelli þegar hann og Íris voru hjá okkur. Hann elskaði að vera í Danmörku og rölta um og spjalla á dönsku við þá sem hann hitti. Minningarnar um öll ferðalögin okkar, hvort sem það voru styttri ferðir til Næstved eða lengri til Þýskalands, Belgíu eða Tyrklands, mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Allar minningarnar um afa sem lék við börnin mín á stofugólfinu og í fótbolta úti í garði koma líka fram. Bestu minningarnar á ég samt þar sem við sátum tveir við eldhúsborðið og ég hlustaði á tengdapabba segja sögur. Hann hafði sterkar skoðanir á hlutum og málefnum og elskaði að rökræða en það var líka alltaf stutt í húm- orinn. Hann var alltaf einstaklega rólegur og yfirvegaður og það var alltaf gott að spyrja hann ráða. Þú fékkst alltaf hreinskilið svar og bros þegar þú spurðir tengda- pabba. Það hefur verið erfiðara en hægt er að lýsa fyrir okkur að þurfa að fylgjast með baráttu tengdapabba úr fjarlægð og geta ekki verið hjá honum og tengda- mömmu síðustu þrjá mánuði. Ég er þakklátur fyrir að Erla náði að komast til pabba síns í tæka tíð þó að tæpara hefði það ekki getað verið. Ég veit hversu miklu máli það skipti þau bæði. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði en með þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að eiga hann að allan þennan tíma. Bragi. Það eru liðin 33 ár frá því ég hitti Henna tengdaföður minn í fyrsta skipti. Henni var þá á svip- uðum aldri og ég er núna, en ég þá 16 ára gömul og ég man svo vel handtak hans. Hann tók þétt í höndina á þessari litlu, ljóshærðu, feimnu stúlku sem skalf af kvíða við að heilsa þessum virðulega manni og vissi ekkert hvernig hún ætti að haga sér. En sá kvíði var fljótur að hverfa enda ljúflings- rödd sem kynnti sig afar kurteis- lega og brosti. Virðing, væntum- þykja og hlýja leyndi sér ekki frá þessum prúða manni og þannig voru samskipti okkar Henna alla tíð. Henni var mikil húmoristi og við göntuðumst og hlógum mikið saman, enda var hann alltaf til í gleði og grín með uppáhalds- tengdadóttur sinni eins og hann kallaði mig gjarnan á góðum stundum. Fyrir um það bil 10 ár- um fór Henni að fara með okkur fjölskyldunni í hestaferðir og þá aðallega sem trússari. Þar kynnt- ist ég nýrri hlið á tengdaföður mínum og við áttum oft gott spjall og þær minningar og þau samtöl eru mér einstaklega dýrmæt í dag. Henni var mjög greiðvikinn, hjálpsamur og alltaf til reiðu að redda öllu sem þurfti. Hvort sem það var að passa dýr eða skutla barnabörnum á æfingar. Þær dýr- mætu minningar eiga þau í dag, afi að skutla þeim, á jeppanum á fimleika-, fótbolta- eða saxófónæf- ingar og keyrði alltaf lengstu leið og krökkunum þótti það ekkert sérstaklega skemmtilegt á þeim tíma. Hvort það var viljandi gert eða hans leið til að fá meiri tíma með þeim skal ósagt látið. En í dag eru þessar ferðir og spjall við afa í bílnum þeim afar ljúfar minn- ingar sem hjálpa þeim í gegnum þennan erfiða tíma. Eins áttu þeir Henni og Árni minn, sem er 7 ára og næstyngsta barnabarnið, ein- stakt samband. Þeir lásu saman, tefldu og fengu sér gjarnan kex og ís eftir góðan vinnudag eins og þeir orðuðu það sjálfir, því þeir voru jú vinnumenn. Árni saknar nú og syrgir afa sinn mikið. Henni var mikill dýravinur og öll dýr löðuðust að honum, hvort sem það voru hundar, hestar, kettir eða bara fuglarnir sem voru hans bestu vinir í Kollafirði á vor- in. Núna þegar bjartasti tími sum- arsins er og Kollafjörðurinn skartar sínu fegursta kveður elsku tengdafaðir minn þetta jarð- neska líf. Kollafjörðurinn var hans líf og yndi og erfitt verður að hafa ekki elsku Henna þar lengur. Keyrandi um á traktornum, gjarnan með barnabörnin í kerr- unni, hlæjandi af lífsgleði en þann- ig naut hann sín hvað best. Elsku Henni, þín verður sárt saknað, líf- ið verður skrítið og erfitt í ein- hvern tíma fyrir okkur öll. En ég trúi því og veit að við hittumst aft- ur seinna. Takk fyrir allt, elsku Henni, ég kveð þig með miklum söknuði og ætla að gera orð afa míns að mínum. Ferjan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft – af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Jón Haraldsson) Þín uppáhaldstengdadóttir, Jóhanna. Kær tengdafaðir minn, Hend- rik Skúlason úrsmiður, er látinn eftir skammvinn veikindi. Kurt- eisi og jafnaðargeð voru hans að- alsmerki. Viðbrögð Henna við at- vikum og áskorunum í lífinu einkenndust af stillingu og yfir- vegun en á sama tíma af festu. Hann tók ekki hlutunum sem fyr- irfram gefnum heldur sannreyndi ávallt. Þetta verklag Henna reyndist oftar en ekki skila best- um árangri þegar staðið var frammi fyrir áskorunum hvers konar. Aðaláhugamál þeirra hjóna Írisar og Henna var sumarhúsið í Kollafirði þar sem var þeirra un- aðsreitur. Á vorin fluttu þau þang- að og eyddu nánast öllum stund- um yfir sumarið við slátt, gróðursetningu og viðhald. Heim- sóknir þangað lifa sterkt í minn- ingunni, að ógleymdri setu við hlaðborð af rjúkandi kaffi og pönnukökum með rjóma eða grill- uðu lambakjöti með öllu. Að lokn- um annasömum degi var svo gjarnan látið líða úr sér í heita pottinum og horft á sólsetrið yfir Kollafirðinum. Litið yfir farinn veg er sérstaklega minnisstæð miðsumarsferð okkar inn að Há- göngulóni fyrir 12 árum. Við skoð- un á Eyvindarkofa varð mér ljóst hversu vel hann var lesinn og fróð- ur um þjóðhætti forfeðranna. Í uppvextinum bjó hann á lands- byggðinni um lengri og skemmri tíma og lærði gamalt handbragð. Snilli hans við hamflettingu og meðhöndlun á jólarjúpunum hefur vafalaust orðið þar til. Oft hefur verið gantast með hvað Henni tók miklu ástfóstri við hluti sem flestir aðrir hefðu verið búnir að farga fyrir margt löngu. Í þessu sam- bandi koma í hugann gamlir tölvu- skjáir og annar búnaður sem eng- an veginn var fyrirséð að gætu orðið starfhæfir á ný. Gamli Fergusoninn, traktorinn í Kolla- firði, fékk að njóta handlagni Henna einn veturinn þegar hann af mikilli natni lagfærði gegnum- ryðguð bretti og vélarhlíf. Þaðan kom svo traktorinn út sem nýr, málaður í bak og fyrir í uppruna- litunum og öllum smáatriðum haldið til haga. Henni naut þess að eiga fjölskyldu og fann sig alveg sérstaklega vel í afahlutverkinu. Sérhver áhyggjumál barna- barnanna leystust venjulegast í samræðum við hann. Dæmigert var þegar yngsti sonur minn, Úlf- ar Smári, fékk kvikmyndadelluna í kringum níu ára aldurinn. Þá myndaði Henni nokkrar kvik- myndir undir leikstjórn Úlfars, byggðar á sögum af Indiana Jones. Auk kvikmyndatökunnar þurfti afinn að leika ýmis auka- hlutverk vegna skorts á öðrum leikurum. Dró hann þá hvergi af sér við gerð þessara listaverka og reyndist oft afraksturinn margra daga harðsperrur eftir að hafa lát- ið skjóta sig niður samhliða því að missa ekki úr myndskot. Þessar upptökur Henna, sem og óteljandi myndir af viðburðum í lífi fjöl- skyldunnar og daglegu lífi, eru mikill fjársjóður fyrir okkur fjöl- skylduna. Mín sterkasta minning um Henna verður þó líklegast hann akandi um flatirnar í Kolla- firði á gamla Fergusoninum með kerruna í eftirdragi fulla af ný- slegnu grasi og barnabörnunum. Að leiðarlokum þakka ég Henna tengdaföður mínum fyrir sam- fylgdina. Góð minning lifir um slíkan heiðursmann. Jón Smári. Sem elsta barnabarn afa féll það mér í skaut að verða skírður eftir honum. Sjálfur hafði afi verið skírður eftir föðurbróður sínum og varð ég þar með þriðji „Henn- inn“ í ættinni. Ungum fannst mér það þýðingarmikið ábyrgðarhlut- verk að bera þessa nafngift og átti ég í afa eina af fyrstu fyrirmynd- unum í lífinu. Það fylgir kannski þeim sem sjaldgæf nöfn bera að búa yfir for- vitni um eigin ættir og uppruna. Afi var einstaklega sögufróður og lagði mikinn metnað í að rekja slóðir forfeðra sinna í alla ættliði um Ísland og víðari veröld. Ferðir með afa voru ætíð fræðandi og átt- um við ávallt skemmtilegar um- ræður hvort sem gengið var um Þjóðminjasafnið eða ganga Ver- salahallar. Jafnframt gátu hvers- dagslegar bílferðir breyst í spenn- andi könnunarleiðangra er við fórum um gamlar götur höfuð- borgarinnar og afi sagði mér sög- ur af ættingjunum sem þar höfðu búið. Eftirminnilegur er einn vetr- armorgunn í desember 2012 þeg- ar við gengum eftir strætunum við gömlu höfnina og afi kom auga á fyrrverandi heimili sitt frá barn- æsku. Húsráðandi bauð okkur góðfúslega inn og þá fór afi að rifja upp litríkar minningar um að- stæður og mannlífið í miðbænum á stríðsárunum. Sterkust er þó minningin um afa við störf í sveitinni, akandi á gamla græna traktornum, drag- andi á eftir sér kerru ýmist fulla af nýslegnu grasi eða nýklipptum trjágreinum. Mestalla æsku sína átti afi engan samastað eða var- anlegt heimili, en í Kollafirði reistu hann og amma fagran bú- stað sem hefur verið einstakur griðastaður fjölskyldunnar til margra ára. Skógi vaxin jörðin sem umlykur bústaðinn var sann- kallað ævintýraland okkar afkom- enda hans og eyddum við æsku- sumrunum hlaupandi um við leik þarna við Esjurætur. Síðar þegar áhugi óx fyrir því að spreyta sig á sveitastörfunum sýndi afi mikla þolinmæði og eirð við að kenna óreyndum höndum rétta verklag- ið. Honum var mjög hugleikið að við barnabörnin skildum að hlunn- indi lífsins væru afrakstur dugn- aðar og erfiðis; hvergi var það jafn augljóst og á vallgróinni jörðinni í Kollafirði sem afi sinnti af einurð og snerpu í hartnær 60 ár. Afi var einnig iðinn við að fylgj- ast með því sem afkomendur hans tóku sér fyrir hendur. Öllum ár- angri, stórum jafnt sem smáum, bar að fagna og voru slíkir fögn- uðir alltaf varðveittir á filmu. Það er hér um bil ómögulegt að hugsa sér áfanga í lífinu þar sem afi var ekki fremstur í framvarðasveit- inni með myndbandsvélina sína á lofti. Á síðustu dögum sínum bað afi þess eins að vera umkringdur fólkinu sínu og leit á það sem sitt síðasta verkefni að safna öllum saman. Þrátt fyrir krefjandi að- stæður virkjaðist þessi fjölmenni og dreifði hópur sem aldrei fyrr og tryggði að markmiði afa yrði náð. Okkar síðasta samtal nýtti afi til þess að lýsa stolti sínu á þessari fjölskyldu sinni. Dagarnir síðan hann kvaddi hafa einkennst af miklu tómarúmi þar sem við fjölskyldan höfum verið að takast á við söknuðinn. Ég verð afa ævinlega þakklátur fyrir kærleik, lærdóm og sam- fylgd hans í gegnum árin. Hendrik Daði. Ég vil minnast afa míns, Hend- riks Skúlasonar, sem var fyrir- mynd mín í mörgu í lífinu. Afi var mikill fjölskyldumaður og var stoltur af börnum sínum og barnabörnum. Afi átti mestan þátt í því að vekja áhuga minn á ljós- myndatökum og stuttmyndagerð um tíma. Hann mætti reiðubúinn á alla fjölskylduviðburði með helstu græjur, eins og t.d. spólu- upptökuvélina gráu, tilbúinn að ná dýrmætum og skemmtilegum at- vikum á mynd. Þegar tökum lauk lagði afi á sig mikla vinnu við að klippa saman myndir og mynd- bönd og oftast með viðeigandi tón- list. Afi veitti okkur barnabörnun- um óskipta athygli og áhuga. Þeg- ar ég kom auga á svæði inn á milli trjánna í brekkunni fyrir ofan Austurkot og tilkynnti afa að það væri bráðnauðsynlegt að koma þar fyrir virki fyrir helstu stríðs- leiki dró afi ekki lappirnar heldur hóf framkvæmdir við virkið strax. Virkið varð að sviðsmynd fyrir fjölda „kvikmynda“ eftir 8 ára gamlan handritshöfund sem auk þess að leikstýra kvikmyndunum lék aðalhlutverkið en afinn sá um upptökur og klippingar auk þess að taka að sér aukahlutverk. Afi dró í engu af sér og meira að segja fórnaði bakinu tímabundið þegar hann lét sig detta aftur fyrir sig til að fullkomna skotið á stuttmynd- unum sem við framleiddum. Eftir afa liggja 20 flakkarar með efni eftir afa sem vitna um ást hans á fjölskyldunni. Við munum í framtíðinni fara í gegnum þessar minningar aftur og aftur og aftur. Þín verður sárt saknað, afi minn, og mun minning þín ávallt búa í hjörtum okkar allra. Úlfar Smári. Elsku besti afi minn sem var aldrei gamall, alltaf að gera grín og yfirleitt á ferðinni. Ég hélt allt- af að hann myndi verða 100 ára. En þökk sé honum eru til svo margar minningar, bæði byggðu hann og amma mesta griðastað sem ég veit um og svo var afi alltaf með upptökuvélina með sér og hefur náð öllum atburðum, bæði stórum og smáum, og einnig dag- legu lífi á upptöku eða á mynd. Ég tók viðtal við afa í byrjun árs þar sem við fórum yfir lífssöguna hans, það var margt sem ég hafði ekki hugmynd um og ótrúlegustu hlutir sem hann hefur gert á æv- inni sem gerir hann að enn meira ofurmenni en ég hefði getað ímyndað mér. Þó að hann hafi ver- ið ótrúlega klár í mörgu þá var hann bestur í því að vera afi, að eiga svona góðan afa sem var allt- af tilbúinn að redda öllu eru for- réttindi og þegar ég hugsa til hans í dag er hann brosandi og hlæj- andi því þannig man ég best eftir honum. Takk fyrir allt, elsku afi minn, hittumst aftur seinna. Þín Íris yngri. Mig langar til að minnast Henna bróður míns í örfáum orð- um. Við ólumst ekki upp saman því að heimili ungra foreldra okk- ar flosnaði upp þegar faðir okkar fékk berkla í kringum 1948 og var sendur á Vífilsstaði og síðar í að- gerð að Kristnesi. Þá var Henni bróðir 7 ára og ég 4 ára. Foreldrar okkar skildu síðan. Á þeim tíma voru úrræðin ekki mörg, Henna var komið fyrir hjá föðurbróður pabba og síðar hjá frændfólki á Bíldudal til lengri dvalar. Ekki var óalgengt á þessum tíma að börn ílendust þegar þau voru send að heiman, t.d. út á land. Henni sagði mér að amma okkar, Hansína, hefði gefið honum myndaalbúmið Hendrik Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.