Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 26
REYKJAVÍK26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokk- unum metnaðarfullu átaki sem miðar að því að bjóða landsmenn hjartanlega velkomna í miðborgina í sumar. Verkefnið hefur fengið yfirskriftina Sumarborgin og snýst m.a. um að skipuleggja áhugaverða viðburði og fegra miðborgina með ýmsum hætti, í góðu samstarfi við rekstraraðila sem þar er að finna. „Við viljum laða fólk að miðborginni og lengja dvalartíma þeirra sem leggja leið sína þangað. Verið er að endurhanna og bæta svæðin í borgarrýminu og gera þau grænni og mannvænni, svo að fólk vilji stoppa, njóta, vera og upplifa,“ segir Björg Jónsdóttir. „Þá fá rekstraraðilar á svæðinu stuðning til að gera að veruleika viðburði sem þeir telja að borgarbúar og gestir muni hafa gaman af og glæði miðborgina lífi.“ Björg stýrir verkefninu ásamt Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur en um er að ræða samstillt átak þar sem fjölmörk ólík svið í stjórnsýslu borgarinnar leggjast á eitt. „Við efnum m.a. til markaðsherferðar þar sem við hvetjum Íslendinga til að koma í borg- arferð og minnum landsmenn á að í Reykja- vík eru endalausir möguleikar til að njóta lífsins, fyrirtaksgisting í boði og öll sú þjón- usta og afþreying sem hugsast getur.“ Þurfa ekki að eiga sérstakt erindi í miðborgina til að njóta hennar Björg bendir á að heimamönnum hætti oft til að gefa sér ekki ráðrúm til að njóta miðborgarinnar með sama hætti og þeir gera þegar ferðast er til útlanda. „Fólk er svolítið gjarnt á það að heimsækja ekki miðborgina nema að eiga þangað eitthvert erindi, og halda svo rakleiðis heim frekar en að skoða sig betur um og eiga ánægjulega upplifun. En hvað gerum við t.d. þegar við ferðumst til Kaupmannahafnar? Jú, við rölt- um um miðborgina og rekumst á skemmti- legar búðir, förum kannski í eitt eða tvö söfn og borðum ljúffengan mat á góðum veitingastöðum. Þetta er líka hægt að gera í Reykjavík, og ef fólk lætur það eftir sér að skoða og njóta þá er heimsókn í miðborgina frábær upplifun.“ Benda má lesendum á vefsíðuna www.borginokkar.is þar sem m.a. er að finna ítarlegri upplýsingar um Sumarborg- ina og um ýmsa viðburði og hátíðir sumars- ins. Af viðburðum tengdum Sumarborginni nefnir Björg t.d. ókeypis danstíma Kram- hússins í viku hverri, pop-up jógatíma á göt- um úti og tónleika á vegum verslunar 12 tóna alla föstudaga. Þá verða árvissar hátíð- ir sumarsins á sínum stað, þótt sumar séu með breyttu sniði vegna smitvarnaraðgerða. Listahátíð í Reykjavík stendur yfir í sumar og fram á næsta ár, með ótal viðbuðrum hér og þar, og Hönnunarmars var að hefjast – eftir að hafa verið frestað í þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins – og hafa m.a. 40 hönnuðir lagt Hafnartorg undir sig og sýna þar sköpunarverk sín. Barnamenn- ingarhátíð stendur líka yfir í allt sumar, Hinsegin dagar verða á sínum stað snemma í ágúst og Menningarnótt haldin hátíðleg í framhaldinu. „Í ár dreifist Menningarnótt yfir tíu daga frekar en einn og verður gam- an að sjá hvernig það tekst til,“ segir Björg. Upplifun að heimsækja miðborgina  Fólk ættti að njóta Reykjavíkur eins og það nýtur stórborga úti í heimi og gefa sér nægan tíma til að rölta þar um, kíkja í söfnin, uppgötva spennandi búðir og heimsækja framúrskarandi veitingastaði Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sumarskap Björg Jónsdóttir (f.m.) og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir (t.h.) verkefnastjórar Sumarborgarinnar ásamt Söndru Barilli (t.v.) starfsmanni verkefnisins. Borg og fyrirtæki leggjast á eitt í sumar. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ævintýri Laugavegur hefur heldur betur vaknað til lífsins í sumar. Morgunblaðið/Eggert Öryggi Menningarnótt verður á sínum stað í ár en með breyttu sniði. Það er hálfgerð synd að erlendir ferðamenn hafi hér um bil setið einir að upplifunarsiglingum út á Faxa- flóa. Svanur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sea Trips, segir að það komi Íslend- ingum oft mjög á óvart hve fjöl- breytt lífríki sé að finna steinsnar frá Reykjavíkur- höfn. „Það þarf ekki að sigla í nema þetta fimm eða tíu mínútur og við erum komin í allt annað um- hverfi, umkringd fuglum, selum og hvölum,“ segir hann og bætir við að margir landsmenn eigi það enn eftir að sjá lifandi hval með eigin augum. „Þegar fólk sér t.d. forvitinn hnúfu- bak koma upp að skipinu og skoða það vandlega taka margir andköf, og aðrir hreinlega tárast af gleði.“ Sea Trips gerir út þrjú skemmti- siglingaskip frá Ægisgarði og er sér- stök áhersla lögð á að það fari mjög vel um gesti sem geta t.d. komið sér fyrir í mjúkum sófum á leið til fundar við hvali eða lunda, og keypt sér drykk eða létt snarl um borð. „Fjöldi farþega í hverri ferð er töluvert und- ir þeim hámarksfjölda sem skipin okkar mega sigla með enda viljum við að rúmt sé um gestina og ferðin sem þægilegust,“ útskýrir Svanur. Mjög góðar líkur á að sjá hval Í sumar verður í boði ein dagleg ferð á hvalasvæðin í Faxaflóa og lagt af stað kl. 1.15 en reikna má með að ferðum fjölgi ef erlendir ferðamenn taka aftur að streyma til landsins. „Siglingin út á flóann tekur um 40 mínútur og eru yfir 90% líkur á því að hvalirnir láti sjá sig. Ef enga hvali er að finna má fólk sigla með okkur aftur án endurgjalds, eins oft og þarf til að sjá hval með berum augum,“ segir Svanur. „Á föstudögum, laugardögum og sunnudögum förum við svo í sundasiglingu í kringum Eyjarnar á Faxaflóa. Siglingin tekur um einn og hálfan tíma og m.a. siglt að Engey, Lundey, Þerney og kring- um Viðey. Oft bregður fyrir smá- hvelum eins og hnýsum, og selir halda sig við eyjarnar að ógleymdum alls konar fuglategundum.“ Skyldi lesendur langa til að fara í siglingu en óttast að sjóveiki láti á sér kræla þá segir Svanur að ferðum sé aflýst ef sjólag er ekki nógu gott. Þá er alla jafna mjög lítill öldugang- ur á sundasiglingunni og heyrir til undantekninga að farþegar finni fyr- ir sjóveiki. Eru þá sjóveikipillur til taks sem slá hratt og vel á einkennin hjá flestum. Hvalaskoðunarferð kostar 9.900 kr. og sigling um eyj- arnar í Faxaflóa 4.990 kr., en láta má ferðagjöf stjórnvalda ganga upp í miðaverðið. Það er til marks um hve gaman það er að sigla út á Faxaflóa að sér- ferðir Sea Trips njóta vaxandi vin- sælda, en þar leigja hópar heilt skip og hafa út af fyrir sig. „Í sumar hafa þrjár brúðkaupsveislur verið bókað- ar um borð í skipum okkar og er þetta einnig vinsæll kostur fyrir hóp- eflisferðir starfsmannafélaga, fyrir útskriftarveislur, steggja- og gæsa- partý, afmælisboð og svo einfaldlega fyrir vinahópa sem vilja gera sér glaðan dag,“ segir Svanur. „Oftast kemur fólk með eigin veitingar, en gott hljóðkerfi er um borð og öflugt grill og hægt að eiga mjög eftir- minnilegan dag í góðum félagsskap, í friðsæld og fersku lofti.“ ai@mbl.is Komin í allt annan heim  Hvalir og lundar eru meðal þess sem ber fyrir augu í siglingu út á Faxaflóa Einstakt Að sjá hval fær marga til að tárast eða taka andköf af hrifningu. Tilbreyting Margir borgarbúar eiga það alveg eftir að uppgötva Faxaflóann og fegurðina sem þar er að finna. Svanur Sveinsson MVið elskum Ísland »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.