Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM Markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrir- tæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Hver sem er getur tilnefnt álitlegt fyrirtæki eða sjálfstætt starfandi aðila til verðlaunanna. Skilyrði er að tilnefndir aðilar séu starfandi á Íslandi. Í innsendum tillögum þarf að lýsa verkefninu, hverjir standa að því og jafnframt færa rök fyrir því af hverju það ætti að koma til greina. Eins getur dómnefnd verðlaunanna tilnefnt álitlega aðila Við mat á tilnefningum er tekið tillit til frum- leika og áhrifa á virðisaukningu. Einnig er litið til áhrifa á ímynd íslensks sjávarútvegs, sjálfbærni og samstarfs. Sex manna dómnefnd skipuð aðilum úr sjávar- útvegsfyrirtækjum, rannsóknarstofnunum, tæknifyrirtækjum og þjónustuaðilum við sjávar- útveginn velur sigurvegara verðlaunanna úr innsendum tillögum. Frestur til að skila inn tillögum er 1. október næstkomandi og eiga þær, ásamt fylgigögnum, að berast á netfangið valdimar@sjavarutvegur.is. Sjavarutvegsradstefnan.is Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálf- stætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykja hafa skarað fram úr og talið er að muni treysta stoðir greinarinnar. Verðlaunin eru í formi viðurkenningarskjals, verðlauna- gripsins Sviföldunnar og aðgöngumiða á ráðstefnuna. Svifaldan, verðlaunagripur Hvatningarverðlauna Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM. www.efling.is Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar– stéttarfélags og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu – SFV hefst klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 29. júní og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 2. júlí. Atkvæðisrétt eiga félagsmenn Eflingar sem vinna hjá SFV. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að þessari rafrænu atkvæðagreiðslu, (með rafrænum skilríkjum eða Íslykli) getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar fram til loka kjörfundar, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn. Sjá nánari upplýsingar á www.efling.is Reykjavík, 23. júní 2020. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Eflingar–stéttarfélags við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu – SFV Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrír valkostir við tengingu vegarins úr Fjarðarheiðargöngum við veginn um Egilsstaði verða skoðaðir í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Það eru Miðleið sem fer í gegnum Egilsstaði á núverandi stað, Suðurleið sem tengist Austurlands- vegi sunnan Egilsstaða og Norður- leið sem liggur norðan Eyvindarár og tengist þjóðveginum við Egils- staðaflugvöll. Vegagerðin hefur lagt fram drög að tillögu að matsáætlun vegna lagn- ingar Fjarðarheiðarganga og til- heyrandi vega. Lega jarðganganna hefur verið ákveðin og einnig stað- setning gangamunna beggja vegna. Tveir kostir gangamunna Héraðs- megin voru til skoðunar, meðal ann- ars í samvinnu við starfshóp á veg- um bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, og varð niðurstaðan að staðsetja hann við Dalhús í Eyvindardal. Hefur áhrif á skipulag Vegagerðin sýnir þrjá möguleika á tengingu vegarins við Austur- landsveg við Egilsstaði og verða þeir allir skoðaðir í umhverfismatinu. Ákvörðun um hvaða leið verður farin hefur áhrif á skipulag þéttbýlisins á Egilsstöðum og hafa lengi verið um- ræður um tengingu Seyðisfjarðar- vegar. Starfshópur Fljótsdalshéraðs sem fjallaði um gangamunnann vís- aði umfjöllun um tenginguna til um- hverfismats og tilheyrandi skipu- lagsferlis. Kostirnir þrír eru nefnir Norður- leið, Miðleið um Háls og Fagradals- braut og Suðurleið. Seyðisfjarðarvegur liggur nú að Hringvegi neðan af fjörðum áður en hann fer um Fagradalsbraut í gegn- um Egilsstaðaþorp. Nýr Seyðis- fjarðarvegur mun vitaskuld fara mun sunnar inn á hringveginn, um nýja brú á Eyvindará, en vegurinn mun síðan liggja í aðalatriðum á nú- verandi leið. Suðurleiðin er viðbót við Miðleið- ina nema hvað gegnumstreymisum- ferð yrði beint eftir nýrri leið suður fyrir skipulagða byggð á Egilsstöð- um. Þar er ekki síst hugsað til þungaumferðar suður um land, að sögn Björns Ingimarssonar, bæjar- stjóra Fljótsdalshéraðs. Norðurleið er hins vegar sjálfstæð leið sem liggur frá gangamunnan- um, meðfram Eyvindará að austan- verðu, hjá Miðhúsum og tengist hringveginum á milli Egilsstaðaflug- vallar og byggðarinnar á Egils- stöðum. Verði Norðurleiðin fyrir valinu færist hringvegurinn á hana og þarf að leggja nýjan veg á tæplega níu kílómetra kafla og byggja tvær nýj- ar brýr á Eyvindará. Með honum fæst ný tenging við Borgarfjarðar- veg. Þrír kostir við tengingu vegarins  Norðurleið og Suðurleið verða skoðaðar ásamt núverandi Miðleið í umhverfismati áður en ákveðið verður hvernig vegurinn úr fyrirhuguðum Fjarðarheiðargöngum tengist veginum um Egilsstaði 1 1 93 93 94 95 EGILSSTAÐIR FELLABÆR Reyðarfjörður Hrin gveg ur Hrin gveg ur Borgarfjörður Se yð is - fjö rð ur Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Möguleg vegtenging Fjarðarheiðarganga Tillaga um þrjár leiðir Héraðsmegin við Egilsstaði Suðurleið Miðleið Norðurleið Fjarðarheiðargöng Lagarfljót Lagarfljót Fagradalsgöngin verða 13,3 kílómetrar að lengd og vegurinn frá göngum til Seyðisfjarðar verður 2,6 km. Vegirnir Héraðs- megin verða 3,1 til 8,1 km að lengd, eftir því hvaða leið verð- ur fyrir valinu. Vegurinn frá Seyðisfirði er nú 27,3 km. Verði Miðleiðin í gegnum Egilsstaði fyrir valinu verður leiðin 20 km en 24,7 km ef Norðurleiðin nær í gegn. Stytting er vitaskuld ekki ástæða gangagerðarinnar held- ur eru göngin gerð til að tryggja vetrarsamgöngur til og frá Seyðisfirði og öryggi vegfar- enda en vegurinn um Fjarðar- heiði fer hæst í 620 metra yfir sjó. Fram kemur í drögum að til- lögu um matsáætlun að kostn- aður við gangagerðina og nauð- synlega vegi er áætlaður 35 milljarðar króna. Í gildandi sam- gönguáætlun til ársins 2033 eru 19,4 milljarðar ætlaðir til verksins. Tekið er fram að rætt sé um annars konar fjármögnun að hluta. Tuttugu kíló- metra göng og vegur KOSTAR 35 MILLJARÐA Vantar þig pípara? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.