Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 45

Morgunblaðið - 25.06.2020, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • Selena undirfataverslun Mix & Match sundföt frá Panache Frábær snið og fjölbreyttar stærðir Höfum opnað netverslun www.selena.is Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stjórnendur útvarpsþáttanna Ís- land vaknar og Síðdegisþáttarins ætla að gerast ferðamenn í eigin landi og ferðast um landið með hlustendum í sumar, en næsti áfangastaður K100 er sjálf höfuð- borgin, Reykjavík. Dagskrá K100 föstudaginn 26. júní verður öll úr útsendingar- hjólhýsi K100 á Lækjartorgi en þangað munu koma ýmsir góðir gestir úr borginni. Morgunþáttur stöðvarinnar, Ís- land vaknar, með þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel innanborðs, hefst stundvíslega klukkan sex að morgni. Fréttirnar verða á sínum stað og Siggi Gunnars og Logi Bergmann í Síðdegisþættinum munu skoða hvað gerir Reykjavík að áhugaverðum stað og eftir- sóknarverðum til að heimsækja, starfa á og búa á. Ýmislegt verður um að vera í borginni í sumar og er því von á líf- legri og skemmtilegri umræðu í út- varpinu. Meðal annars verður Hönnunarmars í gangi um helgina en viðburðinum, sem átti að fara fram í mars, var frestað vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Logi Bergmann, annar stjórn- enda Síðdegisþáttarins, er bæði fæddur og uppalinn í Reykjavík, en hann hlakkar til að fá góða gesti í hjólhýsið úr borginni. Ætlar að fræða Sigga „Ég er mjög spenntur fyrir þessu enda mikill Reykvíkingur. Hef reyndar aldrei búið annars staðar. Ég fæddist á Tjarnargöt- unni og hef lengst af verið í Vesturbænum og Bústaðahverf- inu,“ segir Logi í samtali við K100.is og Morgunblaðið. „Það er líka mitt hlutverk að fræða Sigga litla, sem er náttúrlega úr sveit, um hvað borgin er frábær og margt hægt að gera,“ bætir hann við kíminn. K100 í beinni frá sumarborginni Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á morgun, 26. júní, verður öll dagskráin í beinni frá Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavík Öll útsending K100 verður frá miðborg Reykjavíkur á morgun. Verður þar fjallað um það sem höfuð- borgin hefur upp á að bjóða og munu góðir gestir úr borginni heimsækja útsendingarhjólhýsi stöðvarinnar. Síðdegisþátturinn Logi hlakkar til að fræða „Sigga litla“, sem er úr sveit, um það hvað borgin er frábær og hve margt er hægt að gera í henni. Ísland vaknar Morgunþátturinn Ísland vaknar verður á sínum stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.