Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Vert er að vekja athygli á skemmti- legu sumarnámskeiði Konfúsíusar- stofnunar og Heilsudrekans fyrir börn og unglinga þar sem blandað er saman kennslu í bardagaíþróttinni kungfú og kínversku. Námskeiðin eru haldin á virkum dögum eftir hádegi til og með 23. júlí og hægt að bóka viku í senn. Nánar á Facebook/ Heilsudrekinn. Læra kungfú og kínversku Gaman Kungfú er skemmtilegt. Skemmtileg sumarnámskeið Þegar kemur að veikindum,jafnvel langvinnum veik-indum, eigum við til aðlíta á þau á afmarkaðan hátt, sem sértæka bilun sem þarfn- ast viðgerðar. Vissulega á það stundum við, sérstaklega þegar um bráð veikindi eða slys er að ræða. En oftast eru málin ekki alveg svo einföld. Við sem lífverur erum ekki einföld. Heilbrigðisvísindin hafa á undan- förnum árum leitt æ betur í ljós hvernig mismunandi kerfi líkamans vinna saman að heildinni. Þannig getur lítil truflun á einu kerfi haft áhrif á virkni annarra kerfa líkam- ans. Sem dæmi má nefna áhrif and- legs álags á ónæmiskerfið (ástæða þess að við verðum oft veik í kjöl- far erfiðs tímabils í vinnu), streita breytir hormónakerfinu og blóð- sykrinum, álag á lungu hefur áhrif á almenna bólgumyndun í öðrum líffærakerfum, svo sem hjarta og liðum. Jafnvel einfalt beinbrot get- ur haft víðtækari áhrif á heilsu en bara gagnvart beininu sem brotn- aði. Um flækjur og fjölveikindi Samfara bættum lífslíkum og betri heilbrigðisþjónustu hefur al- gengi langvinnra sjúkdóma aukist. Með bættri meðferð lifir fólk leng- ur með sjúkdóma, jafnvel stóran hluta ævinnar. Á sama tíma hafa fjölveikindi aukist, það er fólk með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma. Í raun er það orðið svo að flestir sem leita til heimilislækna glíma við fjölveikindi. Helstu undirliggjandi þættir sem auka líkur á fjölveikindum eru hækkandi aldur, erfið félagsleg staða, áföll og langvinn streita. Al- gengustu sjúkdómar innan fjölveik- inda eru svo skiljanlega þeir sömu og eru algengastir í samfélaginu al- mennt, svo sem stoðkerfissjúkdóm- ar, hjarta- og æðasjúkdómar, efna- skiptasjúkdómar og andleg vandamál. Þeir sem glíma við fjölveikindi leita meira á öll svið heilbrigðis- kerfisins. Þeir fara oftar til heim- ilislækna sem og annarra sér- fræðilækna, leita oftar á bráða- móttökur, eru líklegri til að vera lagðir inn á spítala og til að liggja þar lengur. Meðferð við fjölveikindum er töluvert flókin. Þær klínísku leið- beiningar sem læknar vinna eftir gera sjaldnast ráð fyrir að um marga sjúkdóma sé að ræða hjá sama einstaklingi, vísindin byggja mest á rannsóknum á stökum sjúk- dómum og meðferðir með lyfjum gera ekki ráð fyrir að sami ein- staklingur taki mörg ólík lyf. Þá aukast mögulegar milliverkanir og aukaverkanir lyfja. Þannig getur meðferð sem samkvæmt vana- legum mælingum ætti að vera betri haft verri afleiðingar fyrir ein- stakling með fjölveikindi. Heildræn nálgun heilsugæslunnar Þegar um flókin fjölveikindi er að ræða verður nálgun meðferðar gjarnan brotakennd. Heilbrigðis- kerfið okkar er byggt upp á þann hátt að sérfræðingar sinna mis- munandi afmörkuðum hlutum lík- amans án þess alltaf að taka mið af heildarmyndinni. Skjólstæðingar sækja á marga mismunandi staði til að fá þjónustu og erfitt getur reynst að ná utan um meðferð og leiðbeiningar. Við meðferð fjölveikinda er hlut- verk heimilislækna og heilsugæsl- unnar mikið. Hlutverk heilsugæsl- unnar er ekki bara að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerf- inu heldur einmitt að þekkja skjól- stæðinginn og ná utan um heildar- mynd vandamálanna. Hugmynda- fræði heimilislækninga byggir á meðferð frá vöggu til grafar, hún byggir á heildrænni nálgun þar sem tekið er mið af öllum áhrifa- þáttum heilsu, bæði í innra og ytra umhverfi. Í þeim flókna heimi sem við lifum í verður hlutverk heim- ilislækna og heilsugæslunnar sífellt mikilvægara. Um samspil líkama og sálar Morgunblaðið/Eggert Heilsa Hollt er að stunda lífsorkuæfingar að hætti Qigong, en hópur fólks kemur reglulega saman á Klambratúni. Heilsuráð Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir Heilsugæslunni Efstaleiti og lektor við læknadeild HÍ. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Viltu koma í þykjó?“ er yfirskrift skapandi grímusmiðju fyrir börn sem eru 4 ára og eldri og fjölskyldur þeirra, sem verður í Grófinni í Borgar- bókasafni við Tryggvagötu í Reykja- vík laugardaginn 27. júní. Í smiðjunni fá börn tækifæri til að skapa sína eig- in furðufugla með aðstoð hönnuða ÞYKJÓ. „ÞYKJÓ eru búningar, grímur og fylgihlutir sem örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í gegnum opinn leik. ÞYKJÓ er hugarfóstur leik- mynda-, búninga- og leikbrúðuhönn- uðarins Sigríðar Sunnu Reynisdóttur í samstarfi við fata- og textílhönnuð- inn Tönju Huld Levý Guðmundsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur, leikfanga- hönnuð og myndskreyti. Á tilrauna- stofu ÞYKJÓ á Hönnunarmars kynna þær til leiks búningana Ástarfuglinn og Feludýrið með innsetningu, vinnu- smiðjum og ýmsum viðburðum. Sniðagerðin stuðlar að því að búning- arnir geti vaxið með barninu, þannig er lagt upp með eigulega og vandaða hönnunarvöru,“ segir í tilkynningu. Tvær tímasetningar eru í boði á grímusmiðjuna, kl. 13-14 og kl. 14.30- 15.30. Smiðjan er ókeypis en nauð- synlegt að skrá sig á vef Borgar- bókasafnsins: borgarbokasafn.is eða á Facebook: ÞYKJÓ grímusmiðja á HönnunarMars. Grímur Þykjó er hugarfóstur Sigríðar Sunnu, Tönju Huldar og Ninnu. Þykjó grímusmiðja fyrir börn Vinnusmiðjan Furðufuglar er næsta laugardag Mörg söfn og sýningarstaðir í miðbæ Reykjavíkur ætla að bjóða upp á lengdan afgreiðslutíma síðasta fimmtudagskvöld í sumar, í júní, júlí og ágúst. Fyrsti langi fimmtudagur er í dag, 25. júní, þá verður opið til 22 á mörgum sýningarstöðum. Nú er lag að spássera og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamanna- rekin rými, gallerí og söfn. Enginn að- gangseyrir er slík kvöld og boðið upp á ýmsar óvæntar uppákomur, í kvöld verður t.d. pop-up vínbar, lista- mannaspjall og kvöldganga um Skólavörðuholtið. Dagskrá á Facebook/Fimmtudagurinn langi. Erling Klingenberg Yfirlitssýning bæði í Nýló og Kling & Bang. Fimmtudagur- inn langi Söfn lengja afgreiðslutíma Ný glæsileg, fullbúin og ónotuð 2ja herbergja útsýnisíbúð á 5. hæð í nýju vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Vandaðar innréttingar frá Parka. Kährs-viðarparket (plankaparket) frá Birgisson. Blöndunartæki frá Tengi. Sérútbúið baðherbergi og baðkar með sturtuaðstöðu. Ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari frá Siemens. Búið er að setja upp loftljós og vandaðar rúllugardínur frá Álnabæ. Sérgeymsla í sameign. Til afhendingar við kaupsamning. Kauptækifæri í miðborginni Íbúð 510. 68,9 fm. Verð 46,9 millj. Bríetartún 11 Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, verður á staðnum milli kl. 17 og 17.30 fimmtudaginn 25. júní. Sími hjá honum er 867-0968. OPIÐ H ÚS fimmtu daginn 25. júní kl. 17 - 1 7:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.