Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 4ja rétta draumaveisla: • Nauta carpaccio • Tígrisrækjur Nobashi • Hægeldað Andarlæri • Jarðarber & Yuzu Kynningarverð í júní 6.990 kr. Fullt verð: 9.990 kr. DRAUMAVEISLA Jú, val mitt 27. júní nk. þegar forsetakosn- ingar fara fram er mjög auðvelt. Sem fullveldis- og þjóð- ríkjasinni sem styður einstaklingsfrelsi, borgaraleg réttindi og skyldur á grundvelli okkar kristnu þjóð- menningar, siða og venja, sem vill verja okkar helstu auðlindir í eigu íslensku þjóðarinnar og mikil- væg fyrirtæki, sbr. Landsvirkjun, auk hins mikilvæga málskotsréttar forseta, styð ég og kýs Guðmund Franklín Jónsson sem forseta ís- lenska lýðveldisins. Þarf þetta nokkuð að vera lengra eða flókn- ara? Sjálfstætt þjóðríki, frjáls þjóð í eigin landi þar sem sam- kennd og virðing ríkir! Held ekki. Já, kýs því Franklín forseta fólksins fyrir land mitt og þjóð! Svo einfalt! Kýs Franklín Eftir Guðmund Jónas Kristjánsson Guðmundur Jónas Kristjánsson » Já, kýs því Franklín forseta fólksins fyrir land mitt og þjóð! Höfundur er bókhaldari. gjk@simnet.is Nú stendur fyrir dyrum árlegur aðal- fundur SÁÁ, þar sem félagsmenn kjósa til forystu í félagasamtök- unum. Forystu sem á að spegla vilja þeirra sem láta sig mál fólks með fíknsjúkdóm varða, efla þjónustu við það og koma til móts við nýjar þarfir. Tækifærin felast í framtíðinni, í samtali og samningum við yfirvöld um þjónustuna, í samvinnu við aðra í velferðarþjónustu, í unga fólkinu sem þarf að komast að með sinn brennandi áhuga á efninu og getu til að vinna í teymi með mörgum fag- stéttum. Við sem erum eldri þurfum að tryggja að það gerist, skapa tæki- færi til góðs samstarfs og samtals, og andrými fyrir þá sem taka við. Ekki eru allir á sama máli. Fyrr- verandi formaður vill nú taka keflið að nýju, þrátt fyrir að hafa fengið sína áratugi og leitt samtökin góðu heilli með frumkvöðlastarfi, á þann stað sem þau eru í dag. Stuðnings- menn hans tala um afturhvarf til fyrri tíma, sjá ekki þörf fyrir sprot- ann í teymisvinnu og fjölbreytni í faglegu meðferðarstarfi. SÁÁ hefur rekið meðferð fyrir fólk með áfengis- og vímuefnafíkn og aðstandendur þeirra, frá árinu 1977. Í dag er meðferðin fjölbreytt og á mörgum stigum. Meðferðir sem SÁÁ veitir, á Sjúkrahúsinu Vogi, eftirmeðferðar- stöðinni Vík og göngudeildum, eru vel metnar og viðurkenndar í sam- félaginu. Það er árangur sem SÁÁ hefur náð á þessum 42 árum, og er ómetanlegur, þar sem almennt þykir í dag sjálfsagt að þeir sem þjást af fíkn- sjúkdómi fái meðferð við hæfi eins og aðrir sem hafa aðra sjúk- dóma. Ég finn hvergi annað en traust og velvilja gagnvart okkar starfs- semi, okkar sérhæfðu meðferð fyrir fólk með fíknsjúkdóm og þeirra aðstandenda. Til okkar vísar fagfólk úr öllum geirum og treystir á okkar þjónustu sem mikilvægan hlekk í velferðarþjón- ustunni. Yfirvöld lýsa miklum áhuga á okkar hópi sjúklinga og vilja hon- um vel og ítreka mikilvægi þess að fleiri komi að meðferð þeirra í okkar velferðarkerfi. Í samfélaginu er ákall um betri þjónustu, breiðari nálgun, meiri samvinnu. Litið er til SÁÁ í þessu samhengi líka og þar eigum við að vera; í samtalinu, í samvinnu, sem mikilvægur hlekkur í velferðarþjónustu við fólk með fíkn- sjúkdóm og þeirra aðstandendur. Það er engin ástæða til annars en að hafa trú á starfsemi SÁÁ og því fólki sem vinnur við hana í dag. Þjónustukannanir á öllum okkar starfsstöðum undanfarin ár gefa skýrt til kynna að skjólstæðingar okkar eru ánægðir með meðferðina og þykir hún gagnast sér vel. Það er hvatning til að halda áfram á sömu braut. Eftirspurnin hefur aukist á hverju ári, eins og endurspeglast í auknum fjölda beiðna um innlögn á sjúkra- húsið Vog. Á sama tíma jókst fjöldi einstaklinga á biðlista þar sem fjöldi innritana hefur haldist sá sami. Rekstur meðferðarsviðs hefur verið mjög stöðugur lengi og engar sviptingar í honum ár frá ári. Sam- tökin standa í skilum, skila góðum rekstri og árin hafa gengið upp. Ár- legar samþykktir framkvæmda- stjórnar SÁÁ eru á þeim háu fjár- hæðum sem samtökin SÁÁ greiða með heilbrigðisrekstrinum. Engar verulegar sveiflur eru í stöðugildum eða almennum rekstrarkostnaði. Launakostnaður hækkar minna milli ára en launavísitala. Árlegt tap á rekstrinum hefur verið svipað undanfarin 10 ár. Í rekstrarkostnaði munaði þó miklu um 80 milljóna króna hækkun á ársleigu frá 2018 sem leggst á meðferðarsvið, eftir að samtökin byggðu glæsilega með- ferðarstöð á Vík sem tók við af Staðarfelli og gömlu Vík í byrjun árs 2018. Allar húseignir sem SÁÁ hafa byggt eru leigðar til starfseminnar eins og eðlilegt er. Starfsemin er rekin á lágmarksmannafla með lág- marksstoðstéttum og í raun engri yfirbyggingu. Allt starfsfólk á með- ferðarsviði er í sjúklingavinnu þótt það sé jafnframt stjórnendur. Það hefur verið ljóst í mörg ár að frekari sparnaði í heilbrigðisrekstr- inum verði ekki náð án þess að draga úr þjónustu. Stjórn hefur þó samþykkt að halda úti sama þjón- ustumagni með því að greiða með starfseminni af sjálfsaflafé SÁÁ ár- um saman. Núna á ári heimsfarald- ursins COVID-19 varð ljóst að sam- tökin muni ekki geta greitt nema að hámarki 127 milljónir með heil- brigðisrekstrinum, og því var gerð krafa um 125 milljóna sparnað í sjúkrarekstrinum. Við þessum sparnaðarkröfum stjórnar varð ekki orðið nema með því að draga úr þjónustu og ný áætlun gerð. Á Sjúkrahúsinu Vogi verða nú það sem eftir lifir árs færri stöðugildi og 20% færri innritanir, sem hafa verið yfir 2.100 á ári í 20 ár. Það er þó meira en þjónustusamningur við rík- ið segir til um. Ekki er fyrirhugað að minnka aðra þjónustu, þ.e.a.s. óbreytt þjónusta á eftirmeðferðar- stöðinni Vík, göngudeildum, búsetu- úrræðinu Vin og lyfjameðferð við ópíóíðafíkn. Ekki hefur fram- kvæmdastjórn samtakanna leitað formlega eftir aðstoð yfirvalda og eru það vonbrigði. Vegna augljóss áhuga á starfsemi SÁÁ fékk fjár- laganefnd Alþingis nýlega að eigin frumkvæði samþykkt 30 milljón króna aukaframlag til SÁÁ sem eru frábærar fréttir og á eftir að koma sér vel og draga úr afleiðingum sparnaðaráætlunar. Hvert skal SÁÁ halda? Þetta snýst um faglegan heil- brigðisrekstur sem samtökin reka, nauðsynlega þjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra. Það er nauðsynlegt fyrir SÁÁ að eiga gott samstarf við yf- irvöld og samráð um þá þjónustu sem þörf er á og gera um hana raun- hæfa samninga til framtíðar. Til þess þarf góð samskipti og vilja, for- manns og framkvæmdastjórnar í samvinnu við yfirmenn á meðferðar- sviði. Möguleikar framtíðar liggja í teymisvinnu allra þeirra heilbrigð- isstétta sem nú vinna að meðferðinni og þarf enn frekari samvinnu við aðrar fagstéttir og stofnanir. Þjónustan sem SÁÁ veitir er komin á þann stað að vera meg- inþungi slíkrar meðferðar á Íslandi og er greidd að mestum hluta með samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Engin teikn eru á lofti um annað en að svo verði áfram. Framtíðin er í aukinni teymis- vinnu með áhugasömu fagfólki sem vinnur að sama markmiði. Fagleg samvinna við aðra í velferðarþjón- ustu, stofnanir og einstaklinga, verður að vera í fyrirrúmi. Framtíðin er í okkar unga áhuga- sama starfsfólki sem þarf andrými og tækifæri til að koma sinni fag- þekkingu til skila í teymisvinnu til handa fólki með fíknsjúkdóm og þeirra aðstandendum. SÁÁ ætti að halda þangað, gera þessa framtíð mögulega og hleypa að nýjum og fjölbreyttum hópi. Hvert skal SÁÁ halda? Eftir Valgerði Rúnarsdóttur » Á Sjúkrahúsinu Vogi verða nú það sem eftir lifir árs færri stöðugildi og 20% færri innritanir, sem hafa ver- ið yfir 2.100 á ári í 20 ár. Valgerður Á. Rúnarsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ og forstjóri Sjúkrahússins Vogs. Fjöldi innlagningarbeiðna og á biðlista á Vog 3.500 3.250 3.000 2.750 2.500 Innlagningarbeiðnir 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Yfir 300 á biðlista Yfir 400 á biðlista Yfir 400 á biðlista 500-600 á biðlista 600-700 á biðlista 530 einstak- lingar á biðlista í júní 2020 Það er mér ljúft að setja á blað nokkrar línur til að mæra mætan mann sem heitir Guðni og er forseti Íslands. Kynni mín af Guðna hófust þegar ég og fleiri stóðum fyrir endur- heimt votlendis á Bessastöðum en Guðni hafði samþykkt að gerast verndari Votlendissjóðs- ins þegar hann var settur á fót, enda um gríðarlega mikilvægt verkefni að ræða fyrir framtíðar- kynslóðir þessa lands, að draga úr losun gróðurhúslofttegunda og vernda um leið náttúru þessa lands ásamt því að byggja upp ný vistsvæði fyrir fugla. KSÍ ásamt landsliðinu í knatt- spyrnu fjármagnaði þessa endurheimt vot- lendis á Bessastöðum í tengslum við ferðalag landsliðsins á heims- meistaramótið í Rúss- landi. Guðni mætti með skóflu og tók að moka í skurðinn með Aroni landsliðsfyrirliða, Mumma umhverfisráðherra og fleira góðu fólki. Guðni hefur allt frá þessum degi átt mína aðdáun, virðingu og þakk- læti fyrir að vera einlægur, hjarta- hlýr og góður maður sem setur þjóðarhag ofar sínum eigin og kemur fram af virðingu við allt og alla. Guðni er fyrirmynd á svo marga vegu og fetar þar í fótspor Vigdís- ar Finnbogadóttur sem við elskum öll. Ég veit að Guðni á eftir að reynast okkur góður forseti, sameiningartákn og fyrirmynd um ókomin ár og því vil ég hvetja alla til að mæta á kjörstað á laugar- daginn og sýna í verki hvaða hug við berum til forsetaembættisins og Guðna Th. Jóhannessonar. Með vinsemd og virðingu. Guðni er fyrirmynd Eftir Ásbjörn Björgvinsson Ásbjörn Björgvinsson » Því vil ég hvetja alla til að mæta á kjör- stað á laugardaginn og sýna í verki hvaða hug við berum til forseta- embættisins og Guðna Th. Jóhannessonar. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.