Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 LEIÐRÉTT Rynkeby ekki keppni Ranglega var sagt í myndatexta á forsíðu sl. þriðjudag að hjólreiða- hópurinn Team Rynkeby, sem heim- sótti Bessastaði, tæki þátt í keppni. Um góðgerðarhjólreiðar er að ræða frá Danmörku til Parísar þar sem 57 lið frá átta löndum taka þátt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þrír úr Miðflokknum fluttu ræðu Ranglega var sagt í frétt í blaðinu í gær um eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi að tveir þingmenn Mið- flokksins hefðu tekið til máls. Hið rétta er að þrír þingmenn flokksins fluttu ræður við umræðurnar, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason og Sigurður Páll Jónsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Old Iceland opið og Fiskmarkaðurinn ekki gjaldþrota Í töflu sem birt var í Viðskipta- Mogganum í gær yfir veitingastaði sem lokað hefðu vegna kórónuveiru- faraldursins eða hefðu farið í þrot, skal áréttað að veitingastaðurinn Old Iceland er ekki lokaður. Hið rétta er að hann er opinn frá mið- vikudegi til laugardags. Þá skal áréttað að Fiskmarkaðurinn er ekki gjaldþrota heldur rekinn inni í hús- næði Grillmarkaðarins. Húsnæði Fiskmarkaðarins er lokað. Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bessastaðir Lið Rynkeby í heimsókn. Félag atvinnurekenda (FA) telur að útfærsla á niðurgreiðslu sumarnáms sé ólögmæt, samkeppnishamlandi og brjóti gegn samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Félagið hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráð- herra erindi vegna útfærslu á stuðn- ingi ráðuneytisins við sumarnám. Þetta kemur fram á vef Félags at- vinnurekenda. Að sögn félagsins hefur skoðun FA leitt í ljós að verulegur hluti þeirra 500 milljóna sem veitt hefur verið til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana há- skólanna, sem eru í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Niðurgreidd en utan verksviðs Sú skoðun hefur einnig leitt í ljós að námskeið sem séu utan verksviðs há- skólanna eins og það er skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þús- unda króna. „Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð há- skólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verk- efnastjórnun,“ segir á vef FA. „Endurmenntunardeildir háskól- anna auglýsa nú námskeið á 3.000 krónur, sem alla jafna kosta tugi þús- unda,“ segir í erindi FA. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrir- tæki geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu nám- skeið.“ Í erindi FA kemur fram að félaginu sé kunnugt um að námskeið hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum hafi verið felld niður þar sem fyrir- tæki sjái ekki tilgang í að keppa við niðurgreidd námskeið. Í erindinu stendur að útfærsla niðurgreiðslunnar brjóti gegn 61. grein samnings um Evrópska efna- hagssvæðið, sem leggur bann við samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum, sem hafa áhrif á viðskipti milli aðild- arríkja EES. Þá brýtur niðurgreiðsla ríkisins, að mati FA, einnig gegn lögum um opin- bera háskóla og samkeppnislögum. „Auðveldlega hefði mátt útfæra a.m.k. hluta stuðningsins með öðrum hætti, til dæmis á svipaðan máta og „ferðagjöf“ stjórnvalda með e.k. ávísanakerfi, þar sem áhugasamir gætu nýtt námsstyrk frá ráðuneytinu ýmist hjá háskólum sem njóta ríkis- stuðnings eða hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum,“ segir í er- indinu. ragnhildur@mbl.is Telja niðurgreiðsluna ólögmæta  Einkarekin fyrirtæki hafa þurft að fella niður námskeið vegna niðurgreiðslu sumarnáms, að sögn FA LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18. Lau: 11-15. www.spennandi-fashion.is Fæst í netverslun belladonna.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.