Morgunblaðið - 25.06.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 25.06.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 LEIÐRÉTT Rynkeby ekki keppni Ranglega var sagt í myndatexta á forsíðu sl. þriðjudag að hjólreiða- hópurinn Team Rynkeby, sem heim- sótti Bessastaði, tæki þátt í keppni. Um góðgerðarhjólreiðar er að ræða frá Danmörku til Parísar þar sem 57 lið frá átta löndum taka þátt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Þrír úr Miðflokknum fluttu ræðu Ranglega var sagt í frétt í blaðinu í gær um eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi að tveir þingmenn Mið- flokksins hefðu tekið til máls. Hið rétta er að þrír þingmenn flokksins fluttu ræður við umræðurnar, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason og Sigurður Páll Jónsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Old Iceland opið og Fiskmarkaðurinn ekki gjaldþrota Í töflu sem birt var í Viðskipta- Mogganum í gær yfir veitingastaði sem lokað hefðu vegna kórónuveiru- faraldursins eða hefðu farið í þrot, skal áréttað að veitingastaðurinn Old Iceland er ekki lokaður. Hið rétta er að hann er opinn frá mið- vikudegi til laugardags. Þá skal áréttað að Fiskmarkaðurinn er ekki gjaldþrota heldur rekinn inni í hús- næði Grillmarkaðarins. Húsnæði Fiskmarkaðarins er lokað. Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bessastaðir Lið Rynkeby í heimsókn. Félag atvinnurekenda (FA) telur að útfærsla á niðurgreiðslu sumarnáms sé ólögmæt, samkeppnishamlandi og brjóti gegn samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Félagið hefur sent Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráð- herra erindi vegna útfærslu á stuðn- ingi ráðuneytisins við sumarnám. Þetta kemur fram á vef Félags at- vinnurekenda. Að sögn félagsins hefur skoðun FA leitt í ljós að verulegur hluti þeirra 500 milljóna sem veitt hefur verið til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana há- skólanna, sem eru í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Niðurgreidd en utan verksviðs Sú skoðun hefur einnig leitt í ljós að námskeið sem séu utan verksviðs há- skólanna eins og það er skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þús- unda króna. „Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð há- skólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verk- efnastjórnun,“ segir á vef FA. „Endurmenntunardeildir háskól- anna auglýsa nú námskeið á 3.000 krónur, sem alla jafna kosta tugi þús- unda,“ segir í erindi FA. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrir- tæki geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu nám- skeið.“ Í erindi FA kemur fram að félaginu sé kunnugt um að námskeið hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum hafi verið felld niður þar sem fyrir- tæki sjái ekki tilgang í að keppa við niðurgreidd námskeið. Í erindinu stendur að útfærsla niðurgreiðslunnar brjóti gegn 61. grein samnings um Evrópska efna- hagssvæðið, sem leggur bann við samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum, sem hafa áhrif á viðskipti milli aðild- arríkja EES. Þá brýtur niðurgreiðsla ríkisins, að mati FA, einnig gegn lögum um opin- bera háskóla og samkeppnislögum. „Auðveldlega hefði mátt útfæra a.m.k. hluta stuðningsins með öðrum hætti, til dæmis á svipaðan máta og „ferðagjöf“ stjórnvalda með e.k. ávísanakerfi, þar sem áhugasamir gætu nýtt námsstyrk frá ráðuneytinu ýmist hjá háskólum sem njóta ríkis- stuðnings eða hjá einkareknum fræðslufyrirtækjum,“ segir í er- indinu. ragnhildur@mbl.is Telja niðurgreiðsluna ólögmæta  Einkarekin fyrirtæki hafa þurft að fella niður námskeið vegna niðurgreiðslu sumarnáms, að sögn FA LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Mörkin 6 - 108 Rvk. s:781-5100 Opið: Mán-fös: 11-18. Lau: 11-15. www.spennandi-fashion.is Fæst í netverslun belladonna.is Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.