Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 62

Morgunblaðið - 25.06.2020, Side 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2020 Pepsi Max-deild kvenna Valur – Þór/KA......................................... 6:0 ÍBV – Stjarnan ......................................... 0:1 Staðan: Breiðablik 3 3 0 0 11:0 9 Valur 3 3 0 0 11:1 9 Fylkir 3 2 1 0 6:3 7 Þór/KA 3 2 0 1 8:7 6 Stjarnan 3 2 0 1 5:4 6 Selfoss 3 1 0 2 2:3 3 ÍBV 3 1 0 2 4:8 3 Þróttur R. 3 0 1 2 6:8 1 FH 3 0 0 3 0:8 0 KR 3 0 0 3 1:12 0 Mjólkurbikar karla 3. umferð: Þór – Reynir S.................................. (frl.) 2:1 Magni – HK............................................... 1:2 KA – Leiknir R ......................................... 6:0 Kórdrengir – ÍA............................... (frl. 2:2)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Þróttur R. – FH........................................ 1:2 Fjölnir – Selfoss ....................................... 3:2 ÍH – Fylkir ............................................. (0:6)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Stjarnan – Leiknir F ............................. (2:0)  Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. England Norwich – Everton.................................. 0:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék síðari hálfleik- inn með Everton. Manchester Utd – Sheffield Utd ............ 3:0 Newcastle – Aston Villa........................... 1:1 Wolves – Bournemouth ........................... 1:0 Liverpool – Crystal Palace ...................... 4:0 Staðan: Liverpool 31 28 2 1 70:21 86 Manch.City 30 20 3 7 76:31 63 Leicester 31 16 7 8 59:29 55 Chelsea 30 15 6 9 53:40 51 Manch.Utd 31 13 10 8 48:31 49 Wolves 31 12 13 6 44:34 49 Tottenham 31 12 9 10 50:41 45 Sheffield Utd 31 11 11 9 30:31 44 Crystal Palace 31 11 9 11 28:36 42 Everton 31 11 8 12 38:46 41 Arsenal 30 9 13 8 41:41 40 Burnley 30 11 6 13 34:45 39 Newcastle 31 10 9 12 29:42 39 Southampton 30 11 4 15 38:52 37 Brighton 31 7 12 12 34:41 33 Watford 30 6 10 14 28:45 28 West Ham 31 7 6 18 35:54 27 Bournemouth 31 7 6 18 29:50 27 Aston Villa 31 7 6 18 36:59 27 Norwich 31 5 6 20 25:56 21 Danmörk B-deild: Næstved – Vejle ....................................... 1:1  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Vejle. Noregur Aalesund – Brann .................................... 2:2  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Aalesund, Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná á 62. mínútu og skoraði á 72. mín- útu og Davíð Kristján Ólafsson kom inn á á 69. mínútu. Start – Molde............................................ 2:3  Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið. Stabæk – Sandefjord............................... 2:0  Emil Pálsson var í byrjunarliði Sande- fjord en fékk rauða spjaldið á 59. mínútu. Viðar Ari Jónsson lék seinni hálfleikinn með liðinu. Odd – Vålerenga...................................... 4:1  Matthías Vilhjálmsson skoraði mark Vålerenga úr vítaspyrnu á 6. mínútu en var skipt af velli á 83. mínútu. Viking – Mjöndalen ................................. 1:1  Axel Óskar Andrésson var ekki í leik- mannahópi Viking og Dagur Dan Þórhalls- son var ekki í leikmannahópi Mjöndalen.  Efstu lið: Molde 9, Brann 7, Bodö/Glimt 6, Kristiansund 5, Stabæk 5, Mjöndalen 5. Grikkland Olympiakos – PAOK ............................... 2:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK.  Olympiakos sigraði 4:3 samanlagt og mætir AEK í úrslitaleik keppninnar. Pólland Jagiellonia – Legia Varsjá ..................... 0:0  Böðvar Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Jagiellonia.  Þýskaland Undanúrslit, seinni leikur Alba Berlín – Oldenburg .................... 81:59  Martin Hermannsson lék í 14 mínútur með Alba, skoraði 5 stig, átti 6 stoðsend- ingar og tók 2 fráköst.  Alba Berlín sigraði 173:122 samanlagt og mætir Ludwigsburg í úrslitum. Spánn Úrslitakeppnin, B-riðill: Zaragoza – Gran Canaria................... 85:76  Tryggvi Snær Hlinason lék í 14 mínútur með Zaragoza, skoraði 8 stig, tók 4 fráköst og átti eina stoðsendingu.  Zaragoza er með 2 stig eftir fjóra leiki og á ekki möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.   FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrátt fyrir allt tal og væntingar um jafnari deild en í fyrra er ekki annað að sjá en að við eigum fyrir hönd- um annað einvígi milli Breiðabliks og Vals um Íslands- meistaratitil kvenna í fótbolta. Þór/KA, sem hafði skorað átta mörk gegn einu í fyrstu tveimur umferðunum, var Íslandsmeisturum Vals lítil fyrirstaða á Hlíðarenda í gærkvöld. Vals- konur sigruðu 6:0, alveg eins og Breiðablik gerði gegn KR-ingum í fyrrakvöld. Þar sem liðin tvö sem virtust líklegust til að gera Val og Breiðabliki skráveifu, Selfoss og Fylkir, hafa þegar tapað stigum og Selfyssingar heilum sex virðast lík- urnar á að einhverjir elti toppliðin tvö vera strax farn- ar að minnka. „Valur sýndi allar sínar bestu hliðar á Hlíðarenda í kvöld. Þegar Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta eru í svona svakalegu stuði eru þær óstöðvandi og þá stjórn- aði Valsliðið sömuleiðis ferðinni á miðjunni. Valsliðið spilaði miklu betur en gegn Þrótti í síðustu umferð á móti andstæðingi sem hafði byrjað mótið vel,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson m.a. um leikinn á mbl.is.  Hlín Eiríksdóttir skoraði þrennu fyrir Val gegn Þór/KA og lék þann leik gegn Akureyrarliðinu annað árið í röð. Hún skoraði líka í 5:2 sigri Vals á Þór/KA á Hlíðarenda í fyrra. Þetta er þriðja þrenna Hlínar í deildinni en þá fyrstu skoraði hún í 4:0 sigri Vals á FH árið 2018.  Elín Metta Jensen er orðin næstmarkahæsti leik- maður Vals í efstu deild frá upphafi. Þegar hún kom Val í 3:0 úr vítaspyrnu skoraði Elín 105. mark sitt í deildinni fyrir Val og fór upp fyrir Kristínu Ýri Bjarnadóttur. Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hef- ur skorað meira fyrir félagið í deildinni, 159 mörk. Elín bætti við marki og er nú 13. markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi með 106 mörk.  Dóra María Lárusdóttir innsiglaði sigur Vals með stórglæsilegu sjötta marki liðsins í lok leiksins, en þetta var 240. leikur hennar í deildinni. Þar á hún leikjamet Vals og er þriðja leikjahæst í deildinni frá upphafi á eftir Söndru Sigurðardóttur (283) og Hörpu Þorsteinsdóttur (252). Mikilvægt mark frá Maríu Stjörnukonur virðast hafa það sem þarf til að halda sér frá vandræðum í deildinni, en horfur virtust á að þær gætu dregist niður í fallbaráttuna eftir að hafa misst marga sterka leikmenn. Þær gerðu góða ferð til Eyja og unnu þar ÍBV 1:0 í hörkuleik þar sem varamaðurinn María Sól Jakobs- dóttir skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Að sama skapi eru þetta stig sem ÍBV má illa við að missa á heimavelli sínum, ætli liðið ekki að lenda í erf- iðri fallbaráttu. „Jasmín Erla Ingadóttir lék virkilega vel inni á miðjunni og stoppaði margar sóknir gestanna, hún átti einnig þátt í þó nokkrum sóknum hjá liðinu og var besti leikmaður vallarins. Ingibjörg Lúcía Ragnars- dóttir lék einnig vel í liði Stjörnunnar en hún lék í mið- verði með Katrínu Mist Kristinsdóttur. Ingibjörg kom oft í veg fyrir að Miyah Watford slyppi í gegn í liði ÍBV og réði einnig vel við fyrirgjafir heimakvenna,“ skrif- aði Guðmundur Tómas Sigfússon m.a. í grein sinni um leikinn á mbl.is. Annað einvígi fram undan?  Valur og Breiðablik virðast áfram of sterk fyrir önnur lið  Valskonur fóru illa með Þór/KA  Hlín með þriðju þrennuna  Stjarnan sótti mikilvæg stig til Eyja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Hlín Eiríksdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Valskonur í stórsigr- inum á Þór/KA. Hennar þriðja þrenna í deildinni á ferlinum. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjar Fatma Kara, fyrirliði ÍBV, og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, fyrrver- andi leikmaður ÍBV, í baráttu um boltann á Hásteinsvelli í gærkvöld. KSÍ skýrði frá því í gær að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hefði sektað Þór á Akureyri um 50 þús- und krónur fyrir veðmálaauglýs- ingar. Leikmenn og þjálfari Þórs mættu með húfur merktar erlendu veðmálafyrirtæki í viðtöl eftir leik í fyrstu umferð Lengjudeildar karla, gegn Grindavík. Sama fyrirtæki var með auglýsingu á félagskorti Þórs sem sent hafi verið til stuðn- ingsmanna félagsins og báðust Þórsarar afsökunar á hvorutveggja í yfirlýsingu sem þeir birtu í gær en hana má sjá á mbl.is/sport/fotbolti. Þór sektaður vegna auglýsinga Ljósmynd/Þórir Tryggvason Unnu Þórsarar sigruðu Grindavík en þurfa að borga sekt til KSÍ. Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sig- ur í undanúrslitaeinvíginu við Oldenburg í keppninni um þýska meistaratitilinn í körfuknattleik í München í gærkvöld. Alba vann seinni leikinn, 81:59, og fylgdi eftir öðrum stórsigri í fyrri viðureign- inni. Það verða því Alba og Lud- wigsburg sem leika úrslitaleikina tvo um meistaratitilinn í München á föstudagskvöldið og á sunnudag- inn. Martin skoraði 5 stig, átti sex stoðsendingar og tók tvö fráköst. Martin á leiðinni í tvo úrslitaleiki Ljósmynd/Euroleague Úrslit Martin Hermannsson er á leið í leikina um þýska meistaratitilinn. VALUR – ÞÓR/KA 6:0 1:0 Hlín Eiríksdóttir 11. 2:0 Hlín Eiríksdóttir 31. 3:0 Elín Metta Jensen (víti) 50. 4:0 Hlín Eiríksdóttir 55. 5:0 Elín Metta Jensen 72. 6:0 Dóra María Lárusdóttir 90. MM Elín Metta Jensen (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) M Elísa Viðarsdóttir (Val) Lillý Rut Hlynsdóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Val) Diljá Ýr Zomers (Val) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) María Ólafsd. Gros (Þór/KA) Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Dómari: Þórður Már Gylfason – 6. Áhorfendur: Um 300. ÍBV – STJARNAN 0:1 0:1 María Sól Jakobsdóttir 85. M Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Ingibjörg Lúcía Ragnarsd. (Stjörn.) Hildigunnur Ýr Benediktsd. (Stjörn.) Auður Scheving (ÍBV) Karlina Miksone (ÍBV) Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson – 7. Áhorfendur: 276.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.