Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Gísli Páll Pálsson, formaðurSamtaka fyrirtækja í velferð- arþjónustu, gagnrýnir harðlega í aðsendri grein hér í blaðinu í fyrradag hvernig staðið er að öldrunarmálum. Hann nefnir að lítið samræmi sé á milli stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og þess hvernig mál hafi þróast á kjörtímabilinu. Raunar segir hann að mál hafi þróast til verri vegar á kjörtímabilinu. Skorið sé niður í þessum málaflokki en á sama tíma hafi önnur heilbrigðisþjón- usta fengið hækkanir.    Gísli Páll telur skýringuna þáað verið sé að svelta öldr- unarheimilin „svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast.“    Þetta er óneitanlega umhugs-unarvert og ekki síst í sam- hengi við dæmi sem hann nefnir. Hann segir Landspítalann reka biðdeild á Vífilsstöðum þar sem ýmis þjónusta sé lakari en á hjúkrunarheimilunum. „Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum til- fellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur.“    Það er því miður þekkt að ásíðustu árum hefur einka- rekstur í heilbrigðiskerfinu þurft að búa við mikinn fjandskap af hálfu ríkisins. Sá fjandskapur hef- ur kostað skattgreiðendur mikið fé og sjúklinga óþægindi og þján- ingar. Er sama uppi á teningnum þegar kemur að öldrunarþjónust- unni? Gísli Páll Pálsson Öfugþróun hjá öldruðum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Róbert Trausti Árna- son, fyrrverandi sendiherra, lést á líknardeild Landspít- alans 23. október sl., 69 ára að aldri. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík 24. apríl 1951. For- eldrar hans voru Anna Áslaug Guð- mundsdóttir og Árni Guðmundsson. Róbert Trausti lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands árið 1979. Hann stundaði framhaldsnám við Queen’s Univers- ity í Kingston, Kanada og lauk það- an MA-prófi í stjórnmálafræði árið 1981. Með námi sínu vann Róbert Trausti ýmis störf, var m.a. þulur hjá Ríkisútvarpinu um skeið. Eftir að hann lauk námi í Kan- ada var hann ráðinn til starfa hjá Atlantshafsbandalaginu og starfaði sem upplýsingafulltrúi þess í Brussel í Belgíu 1981-86. Þá hóf Róbert Trausti störf hjá utanríkis- ráðuneytinu og sinnti ýmsum verk- efnum bæði hér heima og erlendis. Hann var skipaður sendiherra árið 1990, var skrifstofustjóri varn- armálaskrifstofu 1990-1994 og ráðuneytisstjóri 1994-1995. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forseta- ritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Kefla- víkurverktaka. Eftir að hann lauk störfum hjá Keflavíkur- verktökum árið 2003 starfaði hann m.a. hjá Samtökum atvinnulífsins sem sérlegur erindreki í Brussel og hér heima. Róberti Trausta var sýndur margvíslegur sómi á starfsferli sín- um, hann var t.d. sæmdur stór- krossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur. Synir Klöru eru Kristján Þórðarson og Hilmar Þórðarson. Útför Róberts Trausta fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 9. nóvember 2020 kl. 13. Vegna að- stæðna í þjóðfélaginu og fjöldatak- markana verða aðeins nánustu að- standendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Andlát Róbert Trausti ÁrnasonBaðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga 10–17 Laugardaga 11–15 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að líklega muni ekki koma til lögreglurannsóknar vegna hóp- smitsins á Landakotsspítala. Alls eru 117 smitaðir vegna smits sem upp kom á spítalanum. „Það er ekki verið að fara að dæma fólk í fangelsi fyrir brot á sótt- varnalögum. Það þarf að vera ásetn- ingur eða stórkostlegt gáleysi sem leiðir til þess að lögregla rannsakar mál,“ segir Víðir. Sektir eru verkfæri lögreglu Víðir segir að almennt sé fremur snúið að vinna eftir sóttvarnalögum. Horft sé til ákvörðunar ríkissak- sóknara sem veitt hefur sektarheim- ildir fyrir brot á samgöngubanni, brot á einangrun og sóttkví og brot á grímuskyldu. „Þetta eru verkfæri lögreglu við brotum,“ segir Víðir. Hann telur mikilvægt að þegar samfélagið er búið að fara í gegnum „þennan skafl,“ þá þurfi að rýna í málin til að læra af þeim. „Það er erf- itt að gera það á meðan allir eru á hlaupum. Það þarf að bíða eftir logni til að geta skoðað það. En málin þurfa að vera í ákveðnum farvegi svo lögreglan komi að þeim,“ segir Víðir. Rannsókn vegna Landakots ólíkleg  117 smit rakin til hópsmitsins á Landakoti  Segir sóttvarnalög snúin Morgunblaðið/Golli Smit Alls eru nú 117 kórónuveiru- smit rakin til Landakotsspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.