Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 ✝ ArnbjörgÞórðardóttir fæddist 22. mars 1938 í Kílhrauni á Skeiðum. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Fossheimum á Selfossi 17. októ- ber 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þórður Guð- mundsson bóndi í Kílhrauni, f. 1905, d. 1971, og Guðfríður Guðbrandsdóttir frá Skálmholti í Villingaholts- hreppi, f. 1909, d. 1996. Bróðir Arnbjargar var Guðmundur, f. 1. október 1939, d. 10. júní 2003. Arnbjörg giftist Guðmundi Lárusi Jóhannssyni, f. 30. sept- ember 1931, d. 21. janúar 2015, þann 27. júní 1958. For- eldrar hans voru Jóhann 1985, stjúpsonur er Bjarni, f. 1978. Tvíburastúlkur, f. 19. ágúst 1965, d. sama dag. Anna Þóra, f. 22. ágúst 1971, sambýlismaður Hermann Baldursson, f. 1962. Lárus Arnar, f. 21. október 1981, sambýliskona Íris Ell- ertsdóttir, f. 1982, börn þeirra eru Emilía Hugrún, f. 2004 og Kolbeinn Óli, f. 2009. Langömmubörnin eru 12. Arnbjörg ólst upp í Kíl- hrauni á Skeiðum allt þar til hún flutti á Selfoss árið 1958 og bjó hún þar alla tíð síðan. Arnbjörg starfaði við hin ýmsu störf en lengst af starfaði hún á saumastofu og við ræstingar við Barnaskólann á Selfossi. Útför Arnbjargar fer fram frá Selfosskirkju 29. október kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Sel- fosskirkju: https://selfosskirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Yngvi Guðmunds- son, f. 1905, d. 1992 og Guðbjörg Lárusdóttir, f. 1908, d. 1974. Arnbjörg og Guðmundur eign- uðust sjö börn: Helga Þórdís, f. 5. mars 1958, maki Vigfús Guðmunds- son, f. 1955, synir þeirra eru Guð- mundur Fannar, f. 1981 og Vignir Egill, f. 1984. Guðbjörg Fríða, f. 4. maí 1959, maki Sigurdór Már Stef- ánsson, f. 1959, börn þeirra eru Eggert Már, f. 1981, Ágústa Arna, f. 1986 og Brynj- ar Örn, f. 1989. Jóhann Björn, f. 24. nóv- ember 1960, börn hans eru Hafþór Bjarki, f. 1980, Ævar Yngvi, f. 1983 og Arnbjörg, f. Elsku mamma hefur kvatt okkur. Hugurinn hefur ósjálfrátt horfið aftur í tímann og rifjað upp ljúfar minningar sem gott er að hugga sig við. Mamma og pabbi ákváðu að standa í barneignum og uppeldi á miðjum aldri. Pabbi þá 50 ára og mamma 43. Ég átti alltaf elstu foreldrana af mínum jafnöldrum en mikið svakalega voru þau góð. Það var sjálfsagt svolítið dekur á litla barnið en mikil ást og frábær æska. Ég vona að ég hafi ekki verið of erfiður við þau. Mamma er ein ljúfasta mann- eskja sem ég veit um. Alltaf svo endalaust góð og jákvæð sama á hverju gekk. Barngóð var hún líka með eindæmum og hafa mín börn og fleiri svo sannarlega upp- lifað endalaust dekur hjá henni. Mamma var líka ein dugleg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var algjörlega mót- orinn í fjölskyldunni. Var alltaf í tveimur vinnum, sá um matinn og heimilið, mætti á alla foreldra- fundina og hvað þetta hét allt saman. Þar fyrir utan hafði hún alltaf tíma til að hjálpa sínu fólki. Mér er alltaf minnisstætt þegar hún ákvað að sauma kuldagalla fyrir mig og öll barnabörnin í jólagjöf eitt árið. Þetta voru 10 stk. af kuldagöllum og þetta var saumað á nóttinni í nokkrar vik- ur. Þetta skyldi klárað fyrir jólin. Mörg fleiri svona dæmi gæti ég nefnt um dugnað og hjálpsemi hjá henni. En mamma var líka dul. Ég veit um áföll sem voru henni erfið og fleiri erfiðleika í hennar lífi. En aldrei sýndi hún einhvern leiða út á við eða ræddi það eitt- hvað nánar. Hún sagði oft við mig að ef ég ætti erfitt ætti ég að biðja Guð um hjálp og ég veit að mamma gerði það. Hún vildi aldr- ei láta hafa eitthvað fyrir sér og bað bara sinn Guð um aðstoð. Sama á við þegar pabbi dó. Þá dó mamma aðeins líka. Þau voru svo samrýnd og fóru og gerðu nánast allt saman. Þetta var henni mjög erfitt og svo komu veikindin hennar líka betur í ljós þegar pabbi var fallinn frá því hann hafði verið góður í að fela þetta dálítið fyrir okkur. Fjölskyldustundir eða vina- hittingur fannst mér vera aðal- stundirnar hennar mömmu. Þar var hún í essinu sínu. Sama hvort það var laufabrauðið, afmæli, jólaboðin, fermingar, ættarmót- in, ferðalögin, konudagurinn eða kaffibollaheimsóknir. Þarna var hún með fólkinu sínu, spjallað við alla, mætt fyrst og farin seinust. Og ef mamma var að halda veislu átti sko enginn að fara svangur heim. Það var alltaf bakað örugg- lega nóg af öllum sortum. Ég man að 18 eða 19 ára gam- all bauð ég nokkrum vinum mín- um heim í skötu fyrir jólin. Þetta þróaðist í að verða skemmtileg hefð þar sem við komum saman heima hjá þeim fyrir hver jól, mismunandi mörg milli ára en alltaf minnti mamma mig á þetta. Hvenær ætti að halda skötuna? Bara segja sér hvað kæmu marg- ir svo hún gæti keypt nóg. Og alltaf var keypt allt of mikið. Það skipti engu máli þótt þau hjónin væru flutt í Grænumörkina og lít- ið pláss – skatan skyldi vera hald- in hjá þeim. Þrátt fyrir erfið veikindi mömmu síðustu ár og hennar karakter svolítið horfinn þá var góðmennskan enn þá heldur bet- ur á sínum stað. Það var vel hugs- að um hana á Fossheimum og maður sá vel síðustu daga hennar hvað starfsfólkinu þar þótti vænt um hana. Takk mamma fyrir alla sam- veruna, hjálpina og stuðninginn. Takk fyrir að vera krökkunum mínum frábær amma. Takk fyrir allar góðu og skemmtilegu minn- ingarnar sem ég geymi hjá mér og munu vera oft rifjaðar upp. Arnbjörg Þórðardóttir Við mættumst í æsku og síðan ei skildum það var vornótt í apríl, mild og hlý. Ung og hraust, saman vera vildum á framtíðarbrautinni ei sáum við ský. Og síðan við höfum hokrað tvö saman þú margt hefur gert sem glatt hefur mig. Það oft hefur verið gleði og gaman, gæfuspor lífs míns er hitti ég þig. Í fyllingu tímans er börn fóru að fæðast oft amstur, grátur og ærsl hér við völd. Er líður á ævina, við tökum að mæðast þá gott væri að eiga hér friðsæl kvöld. (Guðmundur Lárus Jóhannsson, des. 1985) Lárus. Elsku amma. Nú hefurðu fengið hvíldina og eftir sit ég og ylja mér við ljúfar minningar. Þú varst ein fyndn- asta, hjartahlýjasta og skemmti- legasta kona sem ég hef kynnst. Alltaf varstu með opinn faðminn fyrir börnin þín og okkur barna- barnaskarann og svo langömmu- börnin, enda varstu mikil barna- kerling og vildir allt fyrir okkur gera. Oft og tíðum var líf, fjör og læti þegar við krakkarnir vorum saman komin í stofunni á Kirkju- veginum, iðulega til að horfa á fótbolta. Í rauninni var hvergi betra að vera en í eldhúsinu hjá ömmu. Auðvitað passaðir þú upp á að ég fengi nóg að borða og drekka, svona eins og allar ömmur hafa alltaf gert. Í eldhúsinu hjá ömmu var eins og tíminn stæði í stað og var nokkurs konar skjól fyrir öll- um heimsins asa. Alltaf var kveikt á Rás 1 og alltaf var hlust- að á fréttirnar en gamla gufan var sem undirspil undir samræð- um okkar yfir kaffi og kruðeríi. Þar sem heimsmálin voru krufin. Þú gast verið ákaflega stríðin og má segja að fáir hafi verið eins stríðnir og þú. Ég var ekki há í loftinu þegar mér var nóg um stríðnina í þér og sagði hina fleygu setningu: „Ömmur mega ekki stríða!“ Setning sem við hlógum oft að en aldrei fórstu eft- ir þessum spakmælum mínum. Enda notaðir þú hvert einasta tækifæri til að stríða. Og snúa út úr því sem ég eða aðrir sögðu. Ég held að engum hafi tekist að gera mig jafn oft kjaftstopp og þú! Enda varstu mikill húmoristi. Ein af fjölmörgum minningum af stríðni þinni sem stendur upp úr var á sextán ára afmælisdag- inn minn. Þú spurðir mig eins og eðlilegt er hvað ég vildi fá í af- mælisgjöf. Ég yppti öxlum og sagðist ekki vita það. „Kannski bara Stubbabók,“ sagði ég í hálf- kæringi. Svo mætir þú í afmæl- isveisluna seinna um daginn og réttir mér pakkann frá þér og afa. Hvað haldiði að hafi leynst í pakkanum? Jú, auðvitað Stubba- bók! „Þú baðst um Stubbana,“ sagðir þú og glottir. Reyndar hafði ég mjög gaman af því að gera þig eldri en þú varst. Þegar ég mætti í áttræð- isafmælið þitt óskaði þér til ham- ingju með níræðisafmælið! Svip- urinn sem kom á þig var algjörlega óborganlegur og þú muldraðir eitthvað um að ég kynni ekki að telja! Síðustu árin barðist þú við hinn illvíga sjúkdóm alzeimers. Sjúkdóm sem mér finnst að hafi tekið þig frá mér. Ég veit hins vegar að núna líður þér vel og ert búin að hitta afa og tvíburastelp- urnar þínar. Ég mun halda minn- ingu þinni á lofti þar til við hitt- umst á ný, með góðlátlegri stríðni og sýna öðrum hlýju. Bless amma mín. Ágústa Arna. Þegar dags er þrotið stjá þróttur burtu flúinn. Fátt er sælla en sofna þá syfjaður og lúinn. (Rögnvaldur Björnsson) Arnbjörg Þórðardóttir eða Adda eins og hún var oftast köll- uð var fædd að Kílhrauni á Skeið- um og ólst þar upp við ástríki for- eldra sinna og yngri bróður. Ung kynntist hún Gumma föðurbróð- ur mínum sem taldi ekki eftir sér að fara „á puttanum“ frá Selfossi að Kílhrauni til að hitta hana. Þau settust að á Selfossi og reistu sér framtíðarheimili á Kirkjuvegi 33 í nágrenni við foreldra mína. Mik- ill samgangur og kærleikur var á milli bræðranna þótt þeir væru ekki alltaf margorðir. Þær voru málglaðari svilkonurnar og oft glatt á hjalla. Árlegur ágreining- ur á milli þeirra var hvort það hefði verið betra veður í Skaft- holts- eða Skeiðaréttum og höfðu báðar gaman af. Mamma og Adda voru nánar vinkonur. Þeg- ar þær fóru út á vinnumarkaðinn störfuðu þær samtímis við ræst- ingar í Barnaskóla Selfoss. Þeim varð aldrei sundurorða, ekki einu sinni við sameiningu sveitarfé- laga þeirra í Skeiða- og Gnúp- verjahrepp þó þær hefðu sterkar skoðanir á þeim gjörningi. Ef vantaði hjálp var leitað til Öddu og ef mamma var ekki heima var vísast að hún væri hjá henni. Adda var barngóð og hændust börn að henni. Laufa- brauðsbakstur var árlegur við- burður á milli fjölskyldnanna og mikil tilhlökkun. Okkur krökkun- um þóttu góðir svokallaðir af- skorningar og sníktum þá hjá þeim sem voru að fletja út. Í lokin voru þeir svo steiktir og af ein- hverjum ástæðum átti Adda aldr- ei afskorninga til steikingar því hún var óspör á að stinga þeim upp í litla munna. Adda og Gummi höfðu gaman af ferðalögum og barnabörnin voru augasteinarnir. Öddu var gefið takmarkalaust æðruleysi sem nýttist henni í erfiðleikum lífsins. Hún var glaðlynd og stutt í dillandi hlátur og eftirfarandi ljóðlínur eiga hér vel við: Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Í byrjun árs 2015 lést Gummi frændi minn eftir stutt veikindi. Hann var Öddu harmdauði og má segja að fljótlega eftir andlát hans hafi farið að bera á þeim veikindum sem gerðu hana fjar- lægari stund og stað. Það er trú mín að Gummi frændi minn hafi verið lagður af stað „á puttanum“ að sækja hana og nú séu þau sameinuð á ný. Elsku Adda, hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín lifir. Ingibjörg Stefánsdóttir. Öll verðum við fyrir áföllum, mótlæti og óvæntum atburðum á lífsleiðinni, það kemst enginn hjá því. Hvernig við tökumst á við þessi áföll segir oft mest til um það hvaða mann við höfum að geyma. Það og hvernig við kom- um fram við fólkið í kringum okk- ur. Arnbjörg Þórðardóttir, amma, Adda amma, amma á Sel- fossi, er frábært dæmi um þetta. Ég man vel eftir því þegar ég heimsótti hana í blokkina í Há- enginu í maí árið 2008. Hún bauð í kaffi og við sátum við eldhús- borðið þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir. Hann virkaði frekar stór enda var íbúð ömmu og afa á þriðju hæð í steinsteyptri blokk. Stuttu síðar kvaddi ég ömmu og fór aftur til vinnu. Ekki leið á löngu þar til annar og mun stærri jarðskjálfti, Suðurlandsskjálfti, reið yfir. Ég hentist upp úr sæt- inu og hljóp út á Austurveg á Sel- fossi. Mín fyrsta hugsun var að hringja í ömmu. Hún svaraði fljótt og var hin rólegasta í sím- anum. „Hér er allt á rúi og stúi,“ sagði hún sallaróleg. Á meðan horfði ég á starfsmenn veitinga- staðarins við hliðina troða sér sjö saman í litla bifreið og keyra í geðshræringu á fullri ferð í hringi kringum umferðareyju. Þessi minning er mér mikilvæg og lýsir ömmu vel. Það gat ýmislegt gengið á en hún var ekki að æsa sig heldur tók hlutunum með ró og yfirvegun. Þær gleðja líka mjög mikið, minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til ömmu. Ég man eftir henni inni í eldhús- inu á Kirkjuveginum þar sem ég var sennilega að sníkja ís. Ég man eftir henni inni í stofu í Há- enginu þar sem hún var senni- lega að hjálpa mér að sauma í húfuna. En best man ég eftir henni í dyrunum í Grænumörk- inni þar sem hún stóð og brosti hringinn því hún var alltaf svo glöð að sjá mann, alltaf svo glöð að fá mann í heimsókn. Amma tók áföllum, mótlæti og óvæntum atburðum með stóískri ró og naut þess að vera með fólk- inu sínu. Hún hjálpaði, hlustaði og huggaði, ráðlagði, gladdi og fræddi. Minningin um góða manneskju mun lifa lengi. Elsku amma, þangað til næst – góða ferð. Vignir Egill. Arnbjörg Þórðardóttir ✝ Björn SmáriSigurðsson fæddist í Hafn- arfirði þann 18. september 1966. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans þann 19. október 2020. For- eldrar hans eru Elsa Óskarsdóttir, fædd 19. júlí 1942, og Sigurður Björn Björnsson, fæddur 11. nóv- ember 1941. Systur Björns Smára eru: 1) Rut, fædd 23. júní 1977, gift Ólafi Lútheri Einarssyni. Þeirra dætur eru Kolbrún Björg, María Hlín og Ríkey Rut. Björn Smári ólst upp í Reykjavík, fyrst á Njálsgötu til þriggja ára aldurs og svo í Efstasundi. Björn hóf störf hjá Eimskip 19 ára gamall og starfaði þar alla tíð, eða í 35 ár. Útför Björns Smára verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 29. október 2020, kl. 13. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir útförina en henni verður streymt á: https://youtu.be/3Dzpiiiz_KU Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Guðrún, fædd 10. mars 1961, gift Al- freð Svavari Er- lingssyni. Þeirra börn eru Elsa Ósk, Matthías Svavar og Sigurður Björn. 2) Berglind, fædd 20. maí 1964. Sambýlismaður hennar er Björn Harðarson. Börn Berglindar úr fyrri sambúð með Viktori Sveini Viktorssyni eru Katrín Birna og Elías Örn. 3) Hjördís Björn Smári var stóri bróðir minn og næstur mér í aldri af systkinunum þrátt fyrir að vera 11 árum eldri en ég. Við tvö vorum líka lengst saman í for- eldrahúsum. Ég var alltaf stolt af stóra bróður mínum sem var bæði fallegur að innan og utan. Hann var einlægur og blátt áfram og maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Það var einn af hans stærstu kostum. Hann hafði hlýja og mjúka en samt sterka rödd og gaf þétt faðmlög sem ég á eftir að sakna mikið. Bjössi var mikið náttúrubarn og naut þess að standa við ár- bakka á veiðum, gjarnan við Brúará, með hundinn sinn með- ferðis. Einnig hafði hann gam- an af að spila á gítar og skemmta sér með góðum vin- um. Björn Smári var talsmaður mildi, ekki síst í garð barna og dýra, og hvatti mig til að leyfa dætrum mínum að feta sinn eigin veg og styðja þær í því sem þær vildu gera. Einu sinni ætlaði ég að aðstoða hann með jólagjafir handa dætrunum og lagði til að það yrðu mjúkir pakkar, en nei – það þótti hon- um glatað! Gjafirnar áttu að vera eitthvað sem stelpurnar langaði í og það áttu að vera skemmtilegar gjafir. Hann var verndandi sem bróðir og oft vakandi fyrir ýmsu sem aðrir hefðu ekki tek- ið eftir. Þegar ég gifti mig lét hann mig vita að stóri bróðir væri enn til staðar – hvenær sem væri! Mér þykir óraunverulegt að skrifa minningarorð um minn kæra bróður og geri það með sorg í hjarta. Ég heyri hlát- urinn hans og röddina í hug- anum og treysti því að þegar minn tími kemur taki Bjössi minn á móti mér opnum örm- um. Með ást, þakklæti og kær- leika kveð ég þig, elsku Bjössi, með orðunum sem þú kvaddir gjarnan með á kvöldin: Góða nótt og góða drauma! Hjördís Rut Sigurðardóttir. Björn Smári Sigurðsson Okkar elskaði faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTMANN EIÐSSON, kennari og þýðandi, lést á Landakoti þriðjudaginn 27. október. Jarðarför verður auglýst síðar. Gauti Kristmannsson Sabine Leskopf Þorsteinn Kristmannsson Elísabet Benkovic Mikaelsd. Kristmann E. Kristmannsson Herdís Pétursdóttir Eiður Páll S. Kristmannsson Ólöf Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Þinghólsbraut, Kópavogi, lést á Landakoti laugardaginn 24. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 15 fyrir nánustu aðstandendur, og verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/NCvpkp8GGtM Vilberg Friðrik Ólafsson Gitte Hamann Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir Hjalti Guðbjörn Karlsson afa- og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.