Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Fáfróði og fordómafulliblaðamaðurinn BoratSagdiyev frá Kasakstaner án nokkurs vafa vinsæl- asta sköpunarverk breska grínistans Sacha Barons Cohens. Borat kom fyrst fram með fréttainnslög sín í tímamótaþáttaröð Cohens Da Ali G Show í bresku sjónvarpi um alda- mótin og síðar í amerískri útgáfu þáttarins. Í framhaldinu sló Borat í gegn á alþjóðlega vísu með sam- nefndri kvikmynd (2006) og varð fyr- ir vikið að íkónískri fígúru í dægur- menningu nútímans. Ýktur austurevrópskur hreimur Borats og hans helstu frasar eins og „Jagse- mash“, „My name-a Borat“, og að segja „NOT“ eftir fullyrðingu til að tjá andstæðu hennar, eru brenni- merktir í minningabanka poppkúlt- úrsins og í raun orðnir að klisjum í dag. Aðferðafræði fyrri myndarinnar fólst í því að fá ýmsa raunverulega viðmælendur til viðtals við Borat undir því yfirskini að hann sé raun- veruleg persóna að vinna fréttaefni fyrir heimaland sitt. Útkoman var auðvitað drepfyndin, en um leið sjokkerandi og uppljóstrandi afurð sem sýndi fram á djúpstæða kven- fyrirlitningu, rasisma og gyðinga- hatur innan ákveðins menningar- kima Bandaríkjanna. Kynngimögnunin fólst einnig í leiknum og var bundin heimildarháði Borats; hvaða atvik voru sviðsett og hver ekki – og spurningunni um áreiðanleika þess sem fyrir augu bar. Þessir meginþættir fyrri mynd- arinnar, ómannúðleg viðhorf og afstæðisstefna gagnvart sannleik- anum, hafa auðvitað færst upp á yfir- borðið og fest sig í sessi í meginstraumi bandarískra stjórn- mála með raunveruleikasjónvarps- stjörnuna Donald Trump í forseta- stóli. Það er til marks um spádómsgildi Borats þegar endur- ómur absúrdískrar bandarískrar mannhatursorðræðu er farinn að birtast hér á landi í orðum formanns íslensks stjórnmálaflokks og víðar. Við lifum öll í heimi Borats, að því er virðist– en fer þessari martröð aldrei að ljúka? Það telst til almennrar bíó- vitneskju að ekki er vænlegt til árangurs að gera framhaldsmyndir af vinsælum grínmyndum. Sér í lagi þegar áratugur er liðinn frá útkomu upphaflega stuðsins (framhald Anchorman og Dumb og Dumber 2 eru nýleg dæmi þess). Cohen færði Borat í helgan stein stuttu eftir fyrri myndina þar sem persónan var ein- faldlega orðin of fræg til að gabba nokkurn mann. Af hverju að fara í vegferð framhaldsmyndar núna? Pólitískur útgangspunktur Tímasetning útgáfu Borats eftir- farandi bíókvikmyndar sýnir fram á pólitískan útgangspunkt verksins en endatitlar myndarinnar hvetja fólk beinlínis til að kjósa í komandi for- setakosningum. Allt bendir þetta til þess að grínið standi höllum fæti og sé ætlað að falla um sjálft sig. Að vissu leyti kemur því á óvart að Bor- at eftirfarandi bíókvikmynd er ansi fyndin á köflum og nær þar með eiginlegum tilgangi sínum. Frásögnin hefst á aðalpersónunni í kasöksku gúlagi þar sem hann hef- ur dvalið löngum, eftir að hafa smán- að þjóð sína með fyrri myndinni. Fljótlega er hetjan frelsuð úr prís- undinni og send í annan leiðangur til Bandaríkjanna til að færa yfirvöld- um gjafir, en Kasakar söguheimsins vilja mynda samstarf við Trump og stjórnvöld hans. Óvænt slæst dóttir Borats, Tutar (hljómar eins og Tóta), með í för og þróast ráða- bruggið á þann veg að Borat hyggst færa Mike Pence, varaforseta lands- ins, dóttur sína að gjöf. Flétta mynd- arinnar hverfist um feðginasam- bandið og þau áhrif sem atburða- rásin hefur á viðhorf þeirra og samskipti. Eilítið óvænt er hvað sykursæt fléttan er fyrirferðarmikil í fíflaganginum og notuð til að líma frásögnina saman á tilfinningalegum forsendum. Bakalova enginn eftirbátur Cohens Frægð Borats er hluti af myndinni – hann klæðist gjarnan búningum til að villa á sér heimildir og augljóst er að hann á erfitt með fyrra leyni- makk. Mesti fengur myndarinnar er því búlgarska leikkonan Maria Bakalova sem fer með hlutverk dótt- ur Borats. Flestir hrekkir og glæfra- brögð myndarinnar falla henni í skaut og er hún enginn eftirbátur Cohens í spunaleik og öfgafullri fífl- dirfsku. Rökrétt er að Bakalova sjái um stærstu hrekkina en alls ekki sjálfsagt að henni farist það svo vel úr hendi. Stór atriði myndarinnar (til að mynda dans feðgina á suðurríkja- ballinu, fróunarræðan á kvenna- kvöldi repúblikana í Hillsborough og alræmd samskipti hennar við Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og lögfræðing Donalds Trumps) heppnast jafnan betur þeg- ar Bakalovu er beitt fyrir vagninn. Líkt og áður er hér nóg af velheppn- uðu líkams- og neðanbeltisgríni. Munurinn á fyrri myndinni um Borat og Borat eftirfarandi bíókvik- mynd er að öll nýlunda er fyrir bí. Samsæriskenningarnar og kven- fyrirlitning eru daglegt brauð frá helstu ráðamönnum Bandaríkjanna og Cohen er því ekki að fletta ofan af neinu hér. Covid-19 er smeygt listi- lega inn í atburðarásina og verkið er því kirfilega staðsett á þessu tiltekna sögulega augnabliki. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig myndin eldist en þó er merkilegt að sjá kvikmynd ávarpa samtíma sinn með jafn bein- um hætti. Spurning er hvort þetta sé þróun sem mun færast í vöxt með breyttu kvikmyndalandslagi streymisveitnanna. Borat eftirfar- andi bíókvikmynd er ekki síst áhuga- verð sem menningarlegur viðburður líðandi stundar. Sem grínmynd er hún líka fínasta skemmtun. Borat á tímum Trumps Fífldirfska „Mesti fengur myndarinnar er því búlgarska leikkonan Maria Bakalova sem fer með hlutverk dóttur Borats. Flestir hrekkir og glæfrabrögð myndarinnar falla henni í skaut og er hún enginn eftirbátur Cohens í spuna- leik og öfgafullri fífldirfsku,“ skrifar gagnrýnandi um aðalleikara framhaldsmyndarinnar um ævintýri kasakska fréttamannsins Borats, þau Sacha Baron Cohen og Mariu Bakalovu, sem hér sjást í einu atriða gamanmyndarinnar. Amazon Prime Video Borat eftirfarandi bíókvikmynd/ Borat Subsequent Moviefilm: Delivery of Prodigious Bribe to American Regime for Make Benefit Once Glorious Nation of Kazakhstan bbbnn Leikstjórn: Jason Woliner. Handrit: Sacha Baron Cohen, Anthony Hines, Dan Swimer, Peter Baynham, Erica Rivi- noja, Dan Mazer, Jena Friedman og Lee Kern. Aðalleikarar: Sacha Baron Cohen og Maria Bakalova. Bandaríkin, 2020. 95 mínútur. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.