Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Fáfróði og fordómafulliblaðamaðurinn BoratSagdiyev frá Kasakstaner án nokkurs vafa vinsæl-
asta sköpunarverk breska grínistans
Sacha Barons Cohens. Borat kom
fyrst fram með fréttainnslög sín í
tímamótaþáttaröð Cohens Da Ali G
Show í bresku sjónvarpi um alda-
mótin og síðar í amerískri útgáfu
þáttarins. Í framhaldinu sló Borat í
gegn á alþjóðlega vísu með sam-
nefndri kvikmynd (2006) og varð fyr-
ir vikið að íkónískri fígúru í dægur-
menningu nútímans. Ýktur
austurevrópskur hreimur Borats og
hans helstu frasar eins og „Jagse-
mash“, „My name-a Borat“, og að
segja „NOT“ eftir fullyrðingu til að
tjá andstæðu hennar, eru brenni-
merktir í minningabanka poppkúlt-
úrsins og í raun orðnir að klisjum í
dag.
Aðferðafræði fyrri myndarinnar
fólst í því að fá ýmsa raunverulega
viðmælendur til viðtals við Borat
undir því yfirskini að hann sé raun-
veruleg persóna að vinna fréttaefni
fyrir heimaland sitt. Útkoman var
auðvitað drepfyndin, en um leið
sjokkerandi og uppljóstrandi afurð
sem sýndi fram á djúpstæða kven-
fyrirlitningu, rasisma og gyðinga-
hatur innan ákveðins menningar-
kima Bandaríkjanna.
Kynngimögnunin fólst einnig í
leiknum og var bundin heimildarháði
Borats; hvaða atvik voru sviðsett og
hver ekki – og spurningunni um
áreiðanleika þess sem fyrir augu
bar. Þessir meginþættir fyrri mynd-
arinnar, ómannúðleg viðhorf og
afstæðisstefna gagnvart sannleik-
anum, hafa auðvitað færst upp á yfir-
borðið og fest sig í sessi í
meginstraumi bandarískra stjórn-
mála með raunveruleikasjónvarps-
stjörnuna Donald Trump í forseta-
stóli. Það er til marks um
spádómsgildi Borats þegar endur-
ómur absúrdískrar bandarískrar
mannhatursorðræðu er farinn að
birtast hér á landi í orðum formanns
íslensks stjórnmálaflokks og víðar.
Við lifum öll í heimi Borats, að því er
virðist– en fer þessari martröð aldrei
að ljúka?
Það telst til almennrar bíó-
vitneskju að ekki er vænlegt til
árangurs að gera framhaldsmyndir
af vinsælum grínmyndum. Sér í lagi
þegar áratugur er liðinn frá útkomu
upphaflega stuðsins (framhald
Anchorman og Dumb og Dumber 2
eru nýleg dæmi þess). Cohen færði
Borat í helgan stein stuttu eftir fyrri
myndina þar sem persónan var ein-
faldlega orðin of fræg til að gabba
nokkurn mann. Af hverju að fara í
vegferð framhaldsmyndar núna?
Pólitískur útgangspunktur
Tímasetning útgáfu Borats eftir-
farandi bíókvikmyndar sýnir fram á
pólitískan útgangspunkt verksins en
endatitlar myndarinnar hvetja fólk
beinlínis til að kjósa í komandi for-
setakosningum. Allt bendir þetta til
þess að grínið standi höllum fæti og
sé ætlað að falla um sjálft sig. Að
vissu leyti kemur því á óvart að Bor-
at eftirfarandi bíókvikmynd er ansi
fyndin á köflum og nær þar með
eiginlegum tilgangi sínum.
Frásögnin hefst á aðalpersónunni
í kasöksku gúlagi þar sem hann hef-
ur dvalið löngum, eftir að hafa smán-
að þjóð sína með fyrri myndinni.
Fljótlega er hetjan frelsuð úr prís-
undinni og send í annan leiðangur til
Bandaríkjanna til að færa yfirvöld-
um gjafir, en Kasakar söguheimsins
vilja mynda samstarf við Trump og
stjórnvöld hans. Óvænt slæst dóttir
Borats, Tutar (hljómar eins og
Tóta), með í för og þróast ráða-
bruggið á þann veg að Borat hyggst
færa Mike Pence, varaforseta lands-
ins, dóttur sína að gjöf. Flétta mynd-
arinnar hverfist um feðginasam-
bandið og þau áhrif sem atburða-
rásin hefur á viðhorf þeirra og
samskipti. Eilítið óvænt er hvað
sykursæt fléttan er fyrirferðarmikil
í fíflaganginum og notuð til að líma
frásögnina saman á tilfinningalegum
forsendum.
Bakalova enginn
eftirbátur Cohens
Frægð Borats er hluti af myndinni –
hann klæðist gjarnan búningum til
að villa á sér heimildir og augljóst er
að hann á erfitt með fyrra leyni-
makk. Mesti fengur myndarinnar er
því búlgarska leikkonan Maria
Bakalova sem fer með hlutverk dótt-
ur Borats. Flestir hrekkir og glæfra-
brögð myndarinnar falla henni í
skaut og er hún enginn eftirbátur
Cohens í spunaleik og öfgafullri fífl-
dirfsku. Rökrétt er að Bakalova sjái
um stærstu hrekkina en alls ekki
sjálfsagt að henni farist það svo vel
úr hendi. Stór atriði myndarinnar (til
að mynda dans feðgina á suðurríkja-
ballinu, fróunarræðan á kvenna-
kvöldi repúblikana í Hillsborough og
alræmd samskipti hennar við Rudy
Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra
New York og lögfræðing Donalds
Trumps) heppnast jafnan betur þeg-
ar Bakalovu er beitt fyrir vagninn.
Líkt og áður er hér nóg af velheppn-
uðu líkams- og neðanbeltisgríni.
Munurinn á fyrri myndinni um
Borat og Borat eftirfarandi bíókvik-
mynd er að öll nýlunda er fyrir bí.
Samsæriskenningarnar og kven-
fyrirlitning eru daglegt brauð frá
helstu ráðamönnum Bandaríkjanna
og Cohen er því ekki að fletta ofan af
neinu hér. Covid-19 er smeygt listi-
lega inn í atburðarásina og verkið er
því kirfilega staðsett á þessu tiltekna
sögulega augnabliki. Tíminn á eftir
að leiða í ljós hvernig myndin eldist
en þó er merkilegt að sjá kvikmynd
ávarpa samtíma sinn með jafn bein-
um hætti. Spurning er hvort þetta sé
þróun sem mun færast í vöxt með
breyttu kvikmyndalandslagi
streymisveitnanna. Borat eftirfar-
andi bíókvikmynd er ekki síst áhuga-
verð sem menningarlegur viðburður
líðandi stundar. Sem grínmynd er
hún líka fínasta skemmtun.
Borat á tímum Trumps
Fífldirfska „Mesti fengur myndarinnar er því búlgarska leikkonan Maria Bakalova sem fer með hlutverk dóttur
Borats. Flestir hrekkir og glæfrabrögð myndarinnar falla henni í skaut og er hún enginn eftirbátur Cohens í spuna-
leik og öfgafullri fífldirfsku,“ skrifar gagnrýnandi um aðalleikara framhaldsmyndarinnar um ævintýri kasakska
fréttamannsins Borats, þau Sacha Baron Cohen og Mariu Bakalovu, sem hér sjást í einu atriða gamanmyndarinnar.
Amazon Prime Video
Borat eftirfarandi bíókvikmynd/
Borat Subsequent Moviefilm:
Delivery of Prodigious Bribe to
American Regime for Make Benefit
Once Glorious Nation of Kazakhstan
bbbnn
Leikstjórn: Jason Woliner. Handrit:
Sacha Baron Cohen, Anthony Hines,
Dan Swimer, Peter Baynham, Erica Rivi-
noja, Dan Mazer, Jena Friedman og Lee
Kern. Aðalleikarar: Sacha Baron Cohen
og Maria Bakalova. Bandaríkin, 2020.
95 mínútur.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
★★★★★
★★★★★
★★★★★
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI