Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikilvægt er að efla forvarnir gegn
sjálfsvígum með leiðum sem til þess
eru færar. Mikið er í húfi, því ætla má
að fráfall hvers þess sem sviptir sig
lífi leiði til alvarlegs heilsutjóns að
meðaltali sex manns í fjölskyldu og
vinahópi hins látna. „Tryggja þarf að
syrgjendur fái hjálp og komið sé til
móts við þá. Oft er harmur fólks slík-
ur að því er ekki gerlegt að leita sér
hjálpar af sjálfsdáðum. Því þurfum
við hvert og eitt að hafa auga fyrir líð-
an fólks og vísa því veginn,“ segir
Wilhelm Norðfjörð.
Út er komin bókin Þjóð gegn
sjálfsvígum og er Wilhelm höfundur
hennar. Störf sín og reynslu segir
hann hafa orðið sér hvatningu til þess
að skrifa þessa bók, enda sé mikil
þörf fyrir fræðslu um þessi viðkvæmu
mál. Margt hafi vissulega verið skrif-
að um sjálfsvíg, en vantað hafi grein-
arbetri frásagnir um orsakir og af-
leiðingar. Þær sé að finna í bókinni
sem vonandi skapi umræður og að-
gerðir.
Fékk málin í fangið
í faraldri á Austurlandi
„Ég datt inn í þennan málaflokk
fyrir um 35 árum, þá nýlega útskrif-
aður úr námi og var skólasálfræð-
ingur austur á fjörðum. Aldrei hvarfl-
aði að mér að ég fengi þennan
málaflokk í fangið en aðstæðurnar
bókstaflega kröfðust þess,“ segir Wil-
helm sem á árunum 1983-1986 bjó og
starfaði á Reyðarfirði. Á þeim tíma
gekk sjálfsvígsbylgja yfir þar eystra.
Á um sjö árum féllu fimm menn, allir
um tvítugsaldurinn, fyrir eigin hendi.
Svipað gerðist í fleiri byggðum og lýs-
ir Wilhelm þessu sem faraldri og
samfélagið var magnvana.
„Sem eini starfandi sálfræðing-
urinn á svæðinu var leitað til mín og
reynt eftir bestu getu að sinna að-
standendum. Ég leitaði líka eftir upp-
lýsingum hjá mér fróðara fólki, en
kom að tómum kofunum. Yfirleitt var
sagt að sjálfsvíg hefðu alltaf fylgt
mannkyninu og ekkert væri hægt að
gera. Því var ég ekki sammála, rann
þetta til rifja og vildi aðgerðir.“
Um 1990 var Wilhelm kominn til
starfa á höfuðborgarsvæðinu. Starf-
aði þá í grunnskóla þar sem ung
stúlka í hópi nemenda tók líf sitt, sem
ekkert benti til að gæti gerst. Atvikið
segir Wilhelm að hafi mjög hreyft við
sér og svo fór að hann leitaði til Ólafs
Ólafssonar, þáverandi landlæknis, og
óskaði eftir stuðningi hans við rann-
sóknarverkefni um málið. Sú mála-
leitan fékk jákvæðar undirtektir og
markaði upphaf margvíslegs fyrir-
byggjandi starfs sem unnið hefur
verið á undanförnum árum.
Aðstandendur nái jafnvægi
Bók Wilhelms er 160 blaðsíður,
yfirgripsmikil og skrifuð jafnhliða
öðrum störfum á löngum tíma. Meðal
umfjöllunarefna eru kenningar um
sjálfsvíg, áhættuþættir, fyrirbyggj-
andi aðgerðir og smitandi áhrif sem
leiða af sér keðju sjálfsvíga, eins og
Wilhelm kynntist á Austurlandi.
Einnig er fjallað um sorgarferli að-
standenda fólks sem hefur svipt sig
lífi ásamt leiðum þess til að ná jafn-
vægi í lífi sínu á nýjan leik. „Sem fyr-
irbyggjandi ráðstöfun fyrir börnin
okkar skiptir miklu að vel sé að þeim
búið í skólastarfi, og foreldrar og aðr-
ir fullorðnir þurfa að gæta vel að
börnunum, sýna þeim jákvæða at-
hygli og fylgast vel með líðan þeirra.
Séu ungmenni virk í íþróttum eða
öðru tómstundastarfi er staða þeirra
líka miklu betri en ella. Fólk sem
starfar með börnunum í skólunum
þarf líka að þekkja einkenni and-
legrar vanlíðanar og stíga inn í séu
einkennin ljós. Slíkt er mikilvæg for-
vörn. Sömuleiðis er kennsla í geðrækt
og lífsleikni í skólum afar mikilvæg,“
segir Wilhelm og enn fremur:
Hár þröskuldur að leita hjálpar
„Aðkoma heilsugæslunnar er mik-
ilvæg og þar er hjálp að fá, en oft á
fólk sem er í sjálfsvígshugleiðingum
eða eftirlifendur erfitt með að leita
sér hjálpar. Þröskuldurinn er hár,
sem verður að breytast,“ segir Wil-
helm sem væntir þess að bók sín komi
góðum hlutum til leiðar. Mikilvægt sé
að koma á laggirnar miðstöð sem
sinni sjálfsvígsforvörnum einvörð-
ungu og þar starfi fólk með sérþekk-
ingu á málefninu. Fyrir liggi af hálfu
stjórnvalda ýmsar góðar fyrirætlanir
til aðgerða og vonandi komist þær til
framkvæmda á næstu árum.
Forvörn að þekkja ein-
kenni andlegrar vanlíðanar
Skrifar bók um sjálfsvíg Sorgarferli eftirlifenda erfitt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sálfræðingur Tryggja þarf að syrgjendur fái hjálp og að komið sé til móts
við þá,“ segir Wilhelm Norðfjörð um hið viðkvæma mál sem sjálfsvíg eru.
„Frá því síðari hlutann í júní hef ég
gengið eða hlaupið alls 1.100 kíló-
metra og held ótrauð áfram. Tak-
markið er tíu þúsund skref á dag og
því hef ég haldið. Útivera og hreyf-
ing er mér óendanlega mikilvæg,“
segir Valgerður Sigurðardóttir
borgarfulltrúi. Líf hennar eins og
annarra hefur verið með breyttum
brag frá því kórónuveiran fór að
láta á sér kræla, með sóttvörnum
og heimavinnu. Til að halda haus
og heilbrigðri líðan fór Valgerður
því út að hreyfa sig daglega og að
baki hverjum 10.000 skrefum eru
8-9 kílómetrar.
„Suma dagana fer ég stundum
eitthvað skemmri vegalengd en
takmarkið segir til um en gef svo
vel í um helgar. Síðan 28. sept-
ember hef ég hlaupið eða gengið
alls 378.047 skref, eða um 13.500
skref daglega. Á bak við þessar töl-
ur er eins og eitt par af góðum
hlaupaskóm sem nú eru orðnir
slitnir. Ég þarf bráðum að kaupa
nýja,“ segir Valgerður og hlær.
Í Borgahverfi í Grafarvogi, þar
sem Valgerður býr með fjölskyldu
sinni, eru eins og reyndar víðar í
borginni margar skemmtilegar
leiðir sem bjóða upp á frábæra
möguleika til útivistar.
„Já, stundum fer ég héðan úr
Borgunum að Gullinbrú og hleyp
þá um stígana sem liggja fyrir
sunnan Hamrahverfið. Svo er líka
alveg frábært að fara stíginn við
Strandveginn sem liggur vestan við
byggðina í Grafarvogi og þaðan að
Korpúlfsstöðum og í Staðahverfið.
Um helgina fór ég þessa leið og svo
í skógræktarsvæðið í Hamrahlíð
við Vesturlandsveg og þaðan í Úlf-
arsárdal og svo hingað heim í
Borgahverfi,“ segir Valgerður.
Bý til lausar stundir
„Þetta var hressilegur 40.000
skrefa leiðangur, en ég kom heim
þreytt en eins og ný manneskja.
Markmið næstu vikna er að hlaupa
um Árbæinn og Breiðholtið, út-
hverfin sem ég hef lagt sérstaka
rækt við í borgarstjórn,“ segir Val-
gerður sem kveðst munu halda
settu markmiði fram til jóla og gefi
ekkert eftir með sín 10.000 skref.
„Tímaskortur er engin útskýring á
hreyfingarleysi. Með skipulagi má
alltaf búa til lausar stundir.“
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útivera Valgerður Sigurðardóttir og hundurinn Beta saman á ferðinni.
Takmarkið er tíu
þúsund skref á dag
Borgarfulltrúi hleypur í Grafarvogi
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar
eftir að umhverfis- og skipulagssvið
borgarinnar útfæri átak í samráði
við hjólaleigur til þess að fá hjóla-
leigjendur til þess að ganga vel frá
hjólunum annars staðar en í vegi
fyrir öðrum vegfarendum.
Ályktun þessa efnis var samþykkt
á fundi ráðsins í fyrradag.
„Deilihjól/hlaupahjól eru stundum
skilin eftir á miðjum gangstéttum og
stígum í miðborg og í Hlíðum. Það
skapar óþægindi og jafnvel hættu
fyrir aðra vegfarendur, t.d. fólk með
barnavagn, fólk með skerta sjón eða
fólk í hjólastól. Nauðsynlegt er fyrir
borgaryfirvöld að bregðast við þess-
ari þróun, öllum vegfarendum til
hagsbóta,“ segir í ályktuninni.
Framboð á rafmagnshlaupahjól-
um hefur aukist gríðarlega á þessu
ári. Skipta slík hjól hundruðum sem
vegfarendur geta leigt til lengri og
skemmri ferða. Allmörg fyrirtæki
hafa haslað sér völl á þessu sviði og
bjóða hjól til leigu. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Á miðri gangstétt Brögð eru að því að leigjendur rafhlaupahjóla skilji þau
eftir þar sem hætta getur stafað af þeim fyrir aðra vegfarendur.
Fólk gangi betur
frá hlaupahjólum