Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
málasamtökum, verður hún feimn-
isleg og vill ekkert eigna sér í heið-
urinn í þeim efnum. „Ég bý þó yfir
ágætis eiginleika, það er að segja
óttaleysi og löngun til að vera hluti af
lausnum heldur en vandamálunum.
Mér þykir það vondur eiginleiki að
rífa niður en eftirsóknarvert að
byggja upp og leita lausna. Það síð-
arnefnda er hins vegar mun eriðara.“
Áhugamálin
Helstu áhugamál Karenar eru
fjallamennska, náttúruhlaup, göngu-
skíði, bókmenntir, saga og samveru-
stundir með fjölskyldunni. „Þótt
áhuginn á hreyfingu sé alltaf fyrir
hendi vantar þó stundum svolítið upp
á ástundunina, er því hálffeimin að
nefna að ég er svo meðhöfundur bók-
arinnar Út að hlaupa ásamt Elísabetu
Margeirsdóttur, sem kom út 2013 hjá
Forlaginu.“
Fjölskylda
Eiginmaður Karenar er Hannes
Ingi Geirsson, f. 7.3. 1978, íþrótta- og
sundkennari í Flataskóla í Garðabæ.
Foreldrar hans eru Geir Ingimars-
son, f. 29.10. 1951, fv. flugvirki, og
Una Hannesdóttir, f. 5.3. 1954, fv.
flugfreyja. Þau búa í Garðabæ.
Börn Karenar og Hannesar eru:
Askur Hrafn, f. 13.7. 2003; Una Krist-
jana, f. 15.7. 2009, og Kjartan Geir, f.
3.6. 2011. Þau búa öll hjá foreldrum
sínum í Garðabæ.
Systur Karenar eru Silja Rún, f.
17.2. 1982, hjúkrunarfræðingur á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands og
bóndi í Gerðum í Flóahreppi í Árnes-
sýslu; Mónika Elísabet, f. 25.4. 1984,
meistaranemi í upplýsingafræði og
starfsmaður hjá Blindrafélagi Ís-
lands, og Írena Sif, f. 24.11. 1991, við-
skiptafræðingur og hótelstjóri á Suð-
urlandi.
Foreldrar Karenar eru Kjartan
Már Benediktsson, f. 25.9. 1955, fv.
sjómaður og landgræðslumaður, og
Kristjana Karen Jónsdóttir, f. 15.7.
1958, sjúkraliði. Þau búa á Hvolsvelli.
Karen
Kjartansdóttir
Ragnhildur Jónsdóttir
húsfreyja í Núpsdalstungu
Ólafur Björnsson
bóndi í Núpsdalstungu,
V-Húnavatnssýslu
Elísabet Guðrún Ólafsdóttir
póststarfsmaður, Hvolsvelli
Jón Ellert Stefánsson
símstöðvarstjóri, Hvolsvelli
Kristjana Karen Jónsdóttir
sjúkraliði, Hvolsvelli
Guðríður Kristjana Jónsdóttir
konfektgerðarkona á Óðinsgötu
14 a,Reykjavík
Stefán Einar Karlsson
rafvirki í Reykjavík
Kristín Ingunn Runólfsdóttir
húsfreyja í Björk áAkranesi
Ingólfur Sigurðsson
sjómaður áAkranesi
Lóa Ingólfsdóttir
húsmóðir, Selfossi
Benedikt Þormóðsson
sölufulltrúi hjá SÍS,Reykjavík
Theodóra Stefánsdóttir
húsfreyja á Hverfisgötu,Rvk.
Þormóður Sveinsson
sjómaður og fisksali á Hverfisgötu,Reykjavík
Úr frændgarði Karenar Kjartansdóttur
Kjartan Már Benediktsson
fv. sjómaður og
landgræðslumaður, Hvolsvelli
„EF HANN KEMUR HENNI Í LAG MEGA
KEPPINAUTAR OKKAR FARA AÐ VARA SIG.”
„ÆTLI ÉG NEITI EKKI SÖK TIL AÐ KOMA
HREYFINGU Á MÁLIÐ.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að njóta
endurfundanna.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG FÆ ALLTAF HÖFUÐ-
VERK ÞEGAR ÉG HEF
EKKI BORÐAÐ NÓG
ALDREI?HVENÆR
FÉKKSTU SÍÐAST
HÖFUÐVERK?
ALDREILÁTUM
OKKUR SJÁ …
ÉG GET ÍMYNDAÐ MÉR AÐ MIKIL
FJARVERA SÉ STÓR HLUTI AF
STÖRFUM ÞÍNUM!
HÚN ER
ÞAÐ!
NÝLEGA SKIKKAÐI DÓMARI MIG Í
SEX MÁNAÐA FJARVERU!
Það er alveg áreiðanlegt“ kveðurPáll Jónasson í Hlíð:
Að fjallrjúpa í fálkateiti
fjaðrirnar af sér reyti
og fari á því flatt
er ferlegt – en satt
- ja það segir Lóa á Leiti.
Góður vinur sendi mér nokkrar
vísur, sem Húnvetningurinn Einar
Kolbeinsson orti á dögunum:
Andanum er allt í vil,
og af nógu að taka,
á augabragði orðin til,
ofurlítil staka!
Nýverið fór Einar í hjartaþræð-
ingu sem gekk vel:
Læknar höfðu um galla grun,
en gerðu við hann maður!
Svo eftir þetta orðinn mun,
afar góðhjartaður.
Árni Geirhjörtur Jónsson sendi
Einari kveðju af þessu tilefni:
Þetta margur þakka kann
í þínu nána slekti,
ef þú geymir annan mann
en áður fyrr ég þekkti
Einar sjálfur lagði svo orð í belg:
Aumt þeir mega ekkert sjá,
alla lækna að vonum,
og töldu rétt að takast á,
við taktleysið í honum!
Og loks:
Stilltur verð og störfin hæg
stöðugt vermi fleti,
enda mér svo eðlislæg,
undanbrögð og leti.
Gylfi Þorkelsson birti tvær fal-
legar fjallamyndir á Boðnarmiði og
skrifaði undir: „Það verður ekki
tekið af Flóanum að þar er fallegt –
að líta annað. Ég stöðvaði bifreið-
ina á leið úr vinnu því austur- og
norðausturfjöllin nutu sín ein-
staklega vel í skuggavarpi tærrar
birtu undir lágskýjum“:
Mikið gras í móanum
en marg- víst þykir sannað
að feikna er í Flóanum
fagurt að líta annað.
Atli Harðarson svaraði:
Flóinn sjálfur fagur er
fyrir þann sem hefur vit
á að gleðjast ef hann sér
uppgröft, skurði og moldarlit.
Arnar Bjarnason prjónaði áfram:
Hér er byggð og blómleg sveit
ber mér yl í hjarta;
þeir sem búa á þessum reit
þurfa ei neitt að kvarta.
Guðmundur Beck átti síðasta
orðið:
Drullusíki og gróður grár
geðið einatt þrúga.
Flatneskja og fúablár
fúlt er við að búa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur eftir Húnvetning
og kveðið í Flóanum