Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Ef það er eitthvað sem kór-
ónuveirufaraldurinn hefur kennt
manni þá er það sú staðreynd að
knattspyrnufélög á Íslandi í dag
eru ekki rekin með skynsemi að
leiðarljósi heldur tilfinningar.
KSÍ setti nýja reglugerð síð-
asta vor vegna kórónuveiru-
faraldursins þar sem sambandið
gaf sér til og með 1. desember til
þess að ljúka Íslandsmótinu í
knattspyrnu 2020.
Þegar hlé var gert á mótinu í
byrjun október kölluðu margir
eftir því að mótið yrði bara blás-
ið af. Efstu deildir karla og
kvenna eru þær deildir sem hafa
oftast lent í að hlé hafi verið gert
á keppni eða leikjum frestað
vegna veirunnar. Aðrar deildir
hafa svo gott sem náð að sigla í
gegnum mótið án stórra áfalla.
Nú lá það fyrir áður en mótið
hófst að það gæti gerst að það
yrði spilað til og með 1. desem-
ber. Samt kepptust lið við að
hrúga til sín erlendum leik-
mönnum. Sum gengu meira að
segja svo langt að lækka ís-
lenska leikmenn í launum til
þess að rýma fyrir erlendum leik-
mönnum á launaskránni.
Af hverju ekki að sækja bara
fjóra erlenda leikmenn í staðinn
fyrir fimm og gera þá ráð fyrir
því að þeir geti allir klárað tíma-
bilið, fari svo að það verði spilað
út nóvember?
Ég vona innilega að mótið
verði klárað, sama hvað. Ég vona
líka að menn hætti að opinbera
eigin vanhæfni til þess að vera í
forsvari fyrir íþróttafélag á Ís-
landi á samfélagsmiðlum með
því að drulla yfir ákvörðun KSÍ
um að halda leik áfram.
Það eina rétta í stöðunni er að
halda áfram á meðan það er
möguleiki og til hvers að setja
regluverk, sem allir sammælast
um, ef ekki á að fara eftir því?
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Kórónuveirusmit hefur greinst í
karlaliði Þórs í fótbolta. Eru því
bæði karlalið Þórs og kvennalið
Þórs/KA í sóttkví en smit greindist
hjá leikmanni kvennaliðsins í fyrra-
kvöld. Var kvennaliðið skimað í gær
og komu ekki fleiri smit í ljós. Verða
bæði lið skimuð á ný á föstudag, en
þau æfðu síðastliðinn föstudag.
Æfingar íþróttaliða utan höf-
uðborgarsvæðisins hafa verið leyfi-
legar með eðlilegum hætti en æfing-
ar innan höfuðborgarsvæðisins með
takmörkunum.
Þór er í fimmta sæti Lengjudeild-
arinnar, en óvíst er hvort hægt verði
að klára Íslandsmótið. Leikur
grannanna í Keflavík og Grindavík í
Lengjudeild karla, 1. deild, verður
leikinn næstkomandi laugardag
klukkan 14 samkvæmt nýrri leikja-
niðurröðun KSÍ. Eru næstu leikir
skráðir á 8. nóvember, en Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir greindi
frá áætlunum um að leggja til harð-
ari sóttvarnaaðgerðir á næstu dög-
um. „Markmiðið er að ljúka keppni í
öllum deildum að því gefnu að tak-
markanir á æfingum og keppni verði
afnumdar eigi síðar en 3. nóvember
næstkomandi. Þá verður allri keppni
hætt í bæði yngri flokkum og eldri
flokkum,“ segir í yfirlýsingu sem
KSÍ gaf út í síðustu viku.
Smit hjá
tveimur liðum
á Akureyri
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsleik Íslands og Ísraels í und-
ankeppni EM 2022 sem fara átti
fram í Laugardalshöll 7. nóvember
hefur verið frestað af Handknatt-
leikssambandi Evrópu, EHF.
Í tilkynningu sem HSÍ sendi frá
sér í gær var það að beiðni Hand-
knattleiks-
sambands Ísr-
aels sem leiknum
var frestað en
vegna ferðatak-
markana af völd-
um kórónuveiru-
faraldursins eiga
Ísraelar erfitt
með að koma sér
til landsins meðal
annars.
HSÍ hefur
mótmælt ákvörðun EHF harðlega
enda hefur allur undirbúningur
sambandsins miðað við það að ís-
lenska liðið sé að fara að leika tvo
leiki í landsleikjaglugganum, ann-
ars vegar gegn Litháen 4. nóv-
ember og svo Ísrael, en báðir leik-
irnir eiga að fara fram í
Laugardalshöll.
„Við fengum bréf frá evrópska
handknattleikssambandinu þar sem
leiknum var einfaldlega frestað á
þeim forsendum að Ísraelsmenn
væru í erfiðleikum með ferðaplön
innan Evrópu,“ sagði Róbert Geir
Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Þá eiga þeir það líka á hættu að
þurfa að fara í sóttkví við komuna
til Ísraels en samt sem áður ætla
þeir sér að spila leikinn á móti
Portúgal í Portúgal 4. nóvember
sem okkur finnst skjóta skökku við.
Á þeim forsendum höfum við
þess vegna mótmælt þeirri ákvörð-
un að fresta leiknum þar sem okkur
finnst rökin á bak við hana ekki
standast,“ sagði Róbert enn frem-
ur.
Fjárhagslegt tjón
Róbert á ekki von á því að leik-
urinn við Ísrael muni fara fram í
næstu viku, þrátt fyrir kröftug mót-
mæli.
„Við höfum ekki enn þá fengið
svar varðandi þessi mótmæli okkar
og ég á von á því að það muni koma
á næstu dögum. Úr því að við höf-
um ekki fengið nein svör enn sem
komið er þá tel ég afar ólíklegt að
evrópska handknattleikssambandið
muni breyta ákvörðun sinni.
Allur undirbúningur okkar fyrir
þetta verkefni hefur miðast við það
að um tvo landsleiki sé að ræða. Það
á eftir að skýrast aðeins betur
hversu mikið tjón þetta er en það er
alveg ljóst að við þurfum að breyta
bæði flugplönum og hótelplönum
eins og staðan er í dag.“
Vegna kórónuveirufaraldursins
er leikið ansi þétt í Evrópu á keppn-
istímabilinu og framkvæmdastjór-
inn sér ekki fyrir sér að leikurinn
verði spilaður á næstu mánuðum.
„Ég get ekki séð að þessi leikur
verði spilaður á þessu ári enda er
glugginn í nóvember sá eini sem
eftir er á þessu ári.
Við mætum Portúgal í janúar í
undankeppninni, áður en við förum
á HM í Egyptalandi, þannig að ég
get ekki séð með góðu móti, þegar
ég horfi yfir dagskrána fram á vor-
ið, hvar á að koma þessum landsleik
fyrir með góðum hætti.“
Vinnusóttkví á Íslandi
Það hefur verið mikið álag á
skrifstofu HSÍ að undanförnu en í
síðustu viku fékk sambandið bréf
frá félögum í Þýskalandi sem eru
með íslenska landsliðsmenn innan
sinna raða.
„Þjóðverjarnir sendu okkur bréf í
síðustu viku þar sem óskað var eftir
upplýsingum um sóttvarnir hér-
lendis í kringum landsleikina gegn
Litháen og Ísrael, áður en þeir
myndu hleypa leikmönnum sínum í
verkefnin. Við svöruðum þeim að
sjálfsögðu með hvaða hætti við
myndum útfæra leikina og ég held
satt best að segja að við séum að
gera þetta mjög vel miðað við önnur
lönd í Evrópu sem dæmi.
Allir leikmenn fara í vinnusóttkví
og við höfum fengið leyfi fyrir því
hjá íslenskum stjórnvöldum. Eins
og staðan er nákvæmlega núna þá
höfum við ekki fengið nein svör frá
forráðamönnum þýsku félaganna
en ég vænti þess og geri ekki ráð
fyrir neinu öðru en að allir leik-
menn muni standa okkur til boða.“
Þýðir ekki að kvarta
Róbert viðurkennir að það hafi
farið mikið púður og kostnaður í að
plana landsleikina tvo gegn Litháen
og Ísrael.
„Það hefur verið gríðarleg vinna
að plana þessa tvo landsleiki og
þetta er mun flóknara en áður. Við
þurfum að huga vel að öllum sótt-
vörnum og hátta öllu skipulagi á
þann veg að öll skilyrði fyrir vinnu-
sóttkví séu uppfyllt.
Þetta hefur gengið mjög vel en að
sama skapi þá fylgir þessu mun
meiri kostnaður en áður þar sem
hópurinn þarf að vera á hóteli allan
tímann, eitthvað sem við erum ekki
vanir. Eins þá verður leikið fyrir
luktum dyrum, þótt kostnaðurinn
við leikinn sé alveg sá sami.
Það er því tekjufall af því líka en
svona er ástandið í heiminum í dag
og það þýðir lítið að kvarta. Þetta
er einn af þeim þáttum sem við
þurfum að takast á við í kringum
þetta verkefni,“ bætti fram-
kvæmdastjórinn við.
Ákvörðun sem á ekki
við rök að styðjast
EHF ákvað að fresta leik Íslands og Ísraels sem fara átti fram í næstu viku
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Einn leikur? Sú staða virðist vera komin upp að Guðmundur og hans menn spili einn leik í næstu en ekki tvo.
Róbert Geir
Gíslason
Ólafur Andrés Guðmundsson,
landsliðsmaður í handknattleik,
verður ekki með íslenska liðinu er
það mætir Litháen hinn 4. nóv-
ember vegna meiðsla. Er leikurinn
liður í undankeppni EM og leikið
verður í Laugardalshöll.
„Um er að ræða litla tognun aft-
an í læri. Vonandi verð ég ekki
lengur en tvær vikur frá,“ sagði
Ólafur Andrés í samtali við hand-
bolti.is. Meiddist skyttan í leik
Kristianstad og Guif í sænsku úr-
valsdeildinni um síðustu helgi. Ólaf-
ur er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur dregur sig
úr hópnum
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Meiddur Ólafur Andrés Guðmunds-
son er að glíma við meiðsli.
Chelsea vann sinn fyrsta sigur í
Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni
er liðið heimsótti Krasnodar til
Rússlands í gærkvöld og vann 4:0.
Var staðan 1:0 þar til kortér var
eftir en Chelsea gekk á lagið á loka-
kaflanum. Callum Hudson-Odoi,
Timo Werner, Hakim Ziyech og
Christian Pulisic skoruðu mörk
enska liðsins sem er með fjögur stig
eftir tvo leiki í E-riðli.
Í H-riðli gerði Paris SG góða ferð
til Tyrklands og vann Basaksehir
2:0. Moise Kean, lánsmaður frá
Everton, skoraði bæði mörk PSG.
Chelsea skoraði
fjögur í Rússlandi
AFP
Skorar Callum Hudson-Odoi skorar
fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, setti inn færslu á vef sambandsins í
gær þar sem fram kemur hvaða leikjum í undankeppni EM karla yrði frest-
að vegna kórónuveirunnar. Ekki er einungis um að ræða leik hjá Íslend-
ingum því í gær var alls sjö leikjum frestað vegna faraldursins.
Ekki fylgir því nánari rökstuðningur varðandi hvern leik fyrir sig held-
ur er í tilkynningunni almennt orðalag að frestanir tengist veirunni og
sóttvarnaaðgerðum.
Ekki hefur ný dagsetning verið fundin í neinu tilfelli en leikirnir áttu að
fara fram víðs vegar um álfuna. Belgar, Tékkar og Færeyingar lenda í því
að báðum leikjum þeirra í þessu landsleikjahléi er frestað. Tveimur leikj-
um er frestað í 1. riðli og eru það viðureignir Frakka og Belga annars veg-
ar og Belga og Serba hins vegar sem fara áttu fram 5. og 7. nóvember. Í 3.
riðli eru um tvær viðureignir hjá Tékkum og Færeyingum að ræða sem
vera áttu 4. og 7. nóvember. Færeyingar standa þá frammi fyrir því að
spila ekki í þessu landsleikjahléi. Í 6. riðli er leikjum Hvít-Rússa og Ítala
frestað annars vegar og leik Norðmanna og Letta hins vegar. Leikirnir
áttu báðir að fara fram 4. nóvember.
Fleiri leikjum frestað