Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Krasnodar – Chelsea................................ 0:4
H-RIÐILL:
Basaksehir – París St. Germain.............. 0:2
Fleiri leikir voru á dagskrá í keppninni í
gær og lauk eftir að blaðið fór í prentun.
Úrslitin er að finna í umfjöllun á mbl.is.
England
B-deild:
Preston – Millwall ................................... 0:2
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem
varamaður á 72. mínútu hjá Millwall.
Ítalía
Bikarkeppni 3. umferð:
Brescia – Perugia .................................... 3:0
Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópi Brescia og Hólmbert Aron Friðjóns-
son er meiddur.
Hellas Verona – Venezia................ 6:4 (3:3)
Bjarki Steinn Bjarkason lék allan leikinn
með Venezia en Óttar Magnús Karlsson
var ekki í leikmannahópnum.
Fiorentina – Padova................................ 2:1
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 80 mínút-
urnar með Padova.
Þýskaland
B-deild
Osnabrück – Darmstad........................... 1:1
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstad og skoraði mark liðsins.
Svíþjóð
Häcken – Djurgården ............................. 0:2
Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem
varamaður á 72. mínútu hjá Häcken.
Staðan:
Malmö 25 14 8 3 51:25 50
Djurgården 25 12 6 7 41:27 42
Norrköping 25 11 7 7 51:37 40
Häcken 25 10 10 5 38:26 40
Elfsborg 25 9 13 3 39:32 40
Hammarby 25 10 9 6 41:36 39
Sirius 24 9 8 7 40:41 35
Östersund 25 8 9 8 26:29 33
Örebro 25 9 6 10 32:36 33
Mjällby 25 8 8 9 37:41 32
AIK 24 8 7 9 26:28 31
Varberg 25 7 7 11 33:38 28
Gautaborg 25 4 12 9 27:39 24
Helsingborg 25 4 10 11 28:41 22
Falkenberg 25 4 8 13 26:42 20
Kalmar 25 4 8 13 26:44 20
Noregur
B-deild:
Raufoss – Lilleström ............................... 2:0
Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á
sem varamaður í hálfleik hjá Lilleström og
Tryggvi Hrafn Haraldsson á 63. mínútu,
Arnór Smárason var ekki í leikmannahópi
liðsins.
Tromsö – Ham-Kam ................................ 3:1
Adam Örn Arnarson Lék ekki með
Tromsö vegna meiðsla.
Danmörk
Aarhus – Ribe-Esbjerg ....................... 25:31
Rúnar Kárason skoraði 5 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 3 og
Gunnar Steinn Jónsson 2.
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
Aarhus United – Odense..................... 17:31
Thea Imani Sturludóttir skoraði 1 mark
fyrir Aarhus United.
Noregur
Kolstad – Drammen ............................ 27:21
Óskar Ólafsson skoraði 1 mark fyrir
Drammen.
Svíþjóð
Västerås – Lugi.................................... 25:28
Hafdís Renötudóttir kom ekkert við
sögu hjá Lugi.
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands sendi á dögunum frá sér lista
yfir íþróttafólk sem vinnur mark-
visst að því að vinna sér inn keppn-
isrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Á
listanum er íþróttafólk sem sér-
samböndin telja að eigi raunhæfa
möguleika á að komast á leikana.
Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir er á listanum þótt hún
sé ekki orðin 19 ára gömul en fram-
gangur hennar á hlaupabrautinni
síðustu árin hefur verið með þeim
hætti að væntingar eru til hennar
gerðar.
„Æfingarnar í vetur fara mikið
eftir því hvernig staðan verður með
veiruna. Þá er spurning hversu mik-
ið maður geti æft inni. Ég vonast til
að komast inn í höllina og ná gæða-
æfingum. Þetta er svolítið óþægilegt
fyrir mig og Brynjar þjálfara vegna
þess að flóknara er að skipuleggja
æfingar í þessu ástandi. Hvenær á
að toppa og hvernig á að stjórna æf-
ingaálaginu með tilliti til keppni? Ég
vorkenni Brynjari að þurfa að finna
út úr því. Ég ætla mér að æfa rosa-
lega vel og ef keppnir verða í boði þá
mun ég auðvitað keppa. Ég þarf að
ná stigum á ólympíulistanum til að
auka möguleikana á því að komast á
Ólympíuleikana. Ég mun reyna að
ná mótum þar sem stig eru í boði
fyrir stigalistann,“ segir Guðbjörg
Jóna en Morgunblaðið tók púlsinn á
henni í gær.
„Það gefur mér heilmikið að vera
á listanum sem ÍSÍ gaf út. Ég finn
að það er mikil hvatning fyrir mig.
Þetta sýnir að fólk hefur trú á mér
og þá hef ég sjálf meiri trú á því sem
ég er að gera. Ég stefni á að komast
á Ólympíuleikana, en á næsta ári
eru fleiri mót sem ég tek þátt í ef
ástandið leyfir. Til dæmis verður
EM 23 ára og yngri í Noregi sem
ætti að vera stutt og einfalt ferða-
lag. Við eigum núna öflugar stelpur
og við munum reyna að senda sveit í
boðhlaup ef hægt er. Gæti verið í
4x100 metra hlaupi og/eða 4x400
metra hlaupi. Ég held að sveitirnar
séu svipað sterkar í þessum grein-
um. Það væri snilld að geta keppt
einnig í boðhlaupi þegar maður er
búinn að keppa í sinni grein.“
Lágmarkið er 22,80 sekúndur
Tveir leiðir eru fyrir hlauparana
inn á Ólympíuleikana. Annars vegar
að ná lágmarki eins og þekkt er en
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið tók
þá ákvörðun að vera einnig með
stigalista vegna Ólympíuleikanna
eins og Guðbjörg kom inn á.
„Lágmarkið sem ég þarf að ná í
200 metrunum er 22,80 sekúndur og
minn besti árangur er 23,45 sek. Ég
er aðeins frá lágmarkinu en vonandi
get ég komist nálægt því. Einnig er
hægt að komast inn á stigum. Ég
þarf að finna mót þar sem mörg stig
eru í boði fyrir ólympíulistann.
Fimm mót telja, tvö innanhúss og
þrjú utanhúss. Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandið breytti kerfinu varðandi
lágmörkin og vildi koma stigalist-
unum inn. Ég held að það komi sér
frekar vel að hafa fleiri möguleika,“
segir Guðbjörg en hún hefur til þess
bætt sig á hverju ári og verið á með-
al fremstu 200 metra hlaupara í
heiminum í sínum aldursflokki. Eft-
ir að hafa lítið keppt á árinu er það
annars konar upplifun að geta ekki
sýnt fram á framfarir svart á hvítu.
„Maður er svo vanur því að bæta
sig en svo kemur þetta ár og maður
getur ekki sýnt fram á betri tíma í
keppni. Það voru fá mót á þessu ári
og þegar voru mót þá var ömurlegt
veður. Ég saknaði þessi að komast
utan að keppa því þá eru aðstæður
betri og samkeppnin meiri í minni
grein. Það var svolítið leiðinlegt að
komast ekki á HM 20 ára og yngri
sem átti að fara fram í Kenía. Þar
ætlaði ég mér að komast í úrslit. En
við þessar aðstæður þarf maður
bara að halda haus og horfa frekar
til næsta árs.“
Kapp er best með forsjá
Guðbjörg Jóna fann fyrir sárs-
auka í vinstri fæti síðasta vetur en
fljótlega eftir það fór kórónuveiran
að herja á heimsbyggðina og hún
fékk því tíma til að jafna sig á því.
„Ég fór að finna fyrir verk ristinni
og gat varla gengið á einhverjum
tímapunkti. Ég fór til sjúkraþjálfara
og í framhaldinu kom í ljós að ég var
með beinbjúg á þremur stöðum í
ristinni. Ég finn ekkert fyrir þessu í
dag en þarf að fara varlega og gæta
þess að æfingaálagið verði ekki of
mikið,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarna-
dóttir í samtali við Morgunblaðið.
Horfir sem fyrr til Tókýó
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fékk fá tækifæri til að keppa á árinu Er með
Ólympíuleikana í sigtinu en óvissa ríkir um hvenær mót verða í boði á ný
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hóf Guðbjörg Jóna hafnaði í 7. sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019 og tekur hér við verðlaunum.
Englandsmeistarar Liverpool hafa
blandað sér í baráttuna um knatt-
spyrnumanninn Ísak Bergmann Jó-
hannesson sem leikur með úrvals-
deildarliði Norrköping í Svíþjóð.
Expressen greinir frá. Ísak hefur
vakið mikla athygli fyrir frammi-
stöðu sína í Svíþjóð á þessari leiktíð
en hann er orðinn fastamaður í liði
Norrköping þrátt fyrir að vera ein-
ungis 17 ára gamall. Félög á borð
við Juventus og Manchester United
hafa fylgst vel með Ísak síðustu vik-
ur og mánuði, en hann leikur með
U21 árs landsliði Íslands.
Ísak á smásjá
Liverpool
Ljósmynd/Norrköping
Eftirsóttur Ísak Bergmann Jóhann-
esson er mjög eftirsóttur.
Guðný Árnadóttir, leikmaður Ís-
landsmeistara Vals í knattspyrnu,
er eftirsótt af erlendum félögum
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins.
Eitt þessara félaga er AC Milan á
Ítalíu en Berglind Björg Þorvalds-
dóttir, samherji Guðnýjar í lands-
liðinu, lék sem lánsmaður hjá liðinu
frá janúar og fram í maí á þessu ári
þar sem hún stóð sig mjög vel.
Kvennalið AC Milan er nokkuð nýtt
af nálinni en það var stofnað í júlí
2018 og hefur byrjað tímabilið
mjög vel í ítölsku A-deildinni.
AC Milan fylgist
með Guðnýju
Morgunblaðið/Eggert
Milan Landsliðskonan Guðný Árna-
dóttir gæti farið til AC Milan.
Bandaríkjamaðurinn Christian
Coleman, heimsmeistari í 100
metra hlaupi, hefur verið úrskurð-
aður í tveggja ára keppnisbann
fyrir að skrópa í þremur lyfja-
prófum í röð.
Coleman, sem er 24 ára gamall,
mun því ekki geta tekið þátt á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó sem áttu
að fara fram sumarið 2020 en var
frestað fram í júlí og ágúst 2021
vegna kórónuveirufaraldursins.
Coleman vann til gullverðlauna í
100 metra hlaupinu á HM í Doha í
Katar árið 2019 en hann vann
einnig til gullverðlauna í 4x100
metra boðhlaupi með sveit Banda-
ríkjanna á HM í Doha.
Coleman hefur þrjátíu daga til
þess að áfrýja úrskurði aganefndar
Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins
kjósi hann að gera það. Fari svo
mun Alþjóðaíþróttadómstóllinn
taka málið fyrir.
Spretthlauparinn var boðaður í
lyfjapróf í janúar 2019. Hann átti
svo að mæta í apríl 2019 og desem-
ber sama ár en var hvergi sjáan-
legur í öllum tilfellum.
Samkvæmt reglum sem unnið er
eftir í lyfjaeftirlitinu hefur íþrótta-
fólk klukkustund til að mæta á
staðinn sem það er boðað á til að
taka prófið. Þ.e.a.s fulltrúa lyfjaeft-
irlitsins er gert að bíða í klukku-
tíma eftir íþróttafólkinu. sport-
@mbl.is
Heimsmeistari í tveggja ára keppnisbann
Christian Coleman var boðaður þrívegis
í lyfjapróf á síðasta ári en mætti ekki
AFP
Bann Christian Coleman er búinn
að koma sér í erfiða stöðu.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn
Neymar þurfti að fara af velli
vegna meiðsla eftir aðeins 25 mín-
útur af leik Paris Saint Germain og
Basaksehir í Meistaradeild Evrópu
í knattspyrnu í gær.
Neymar hefur glímt við meiðsli
síðustu mánuði, bæði í baki og í
kálfa, en ekki er vitað hvers eðlis
meiðslin sem hann varð fyrir í
leiknum í gær eru.
Parísarliðið spjaraði sig ágæt-
lega án Brasilíumannsins því liðið
vann 2:0-sigur og er þá með þrjú
stig í riðlinum. Næsti leikur París
St. Germain í keppninni verður í
Þýskalandi gegn RB Leipzig og þar
eru mikilvæg stig í boði.
Neymar fór
meiddur af
velli í gær