Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ný könnunsegir Sjálf-stæð-
isflokkinn kominn
niður í rétt 20 pró-
senta fylgi. Svo
sem ekki langt frá
því sem landsmenn hafa séð um
nokkurt skeið. En þó kom á
óvart að flokkurinn tæki við-
bótardýfu núna. Huggun er að
kannanaflökt er þekkt. En hitt
er lakara að fást við að flokk-
urinn hefur fylgislega verið á
vandræðalegu róli um langa
hríð.
Freistandi er að giska á að
það megi rekja til hruntíðar
fyrir áratug. En þótt sú skýr-
ing væri handhæg sýnir veru-
leikinn aðra mynd. Vinstri-
stjórn Jóhönnu og Steingríms
var einhver misheppnaðasta
ríkisstjórn á okkar dögum,
bæði þegar litið er til málefna
en einkum vegna ríkulegs
ásetnings um að stofna til hat-
urs, ófriðar og illinda þegar
þjóðin þurfti mest við að fylkja
sér í órofa sveit til end-
urreisnar. Þetta skynjaði fólkið
í landinu og fyrirleit um leið og
fékk stjórnin því afgerandi
rassskellingu frá kjósendum í
kosningum á eftir.
Kannanir, og sérstaklega
óbirtar en mjög vandaðar
kannanir sem Sjálfstæðisflokk-
urinn sjálfur lét gera, sýndu að
hann mátti vænta mikils sigurs
í kosningunum 2013. Þeim
fylgdu athuganir og prófanir á
því hvaða óvænt atvik gætu
helst breytt þeim spám til
verra horfs. Grundvöllur þess-
ara ályktana tók á eðli atvika
sem stundum sýndu sig að
veikja slíkar sigurlíkur sem
blöstu við í fyrirliggjandi könn-
unum, sem mikið hafði verið
lagt í. Þar skipti mestu sem
varnarveggur um jákvæða nið-
urstöðu, hve andúðin gagnvart
ríkisstjórninni var orðin þung
og gætti um gjörvallt þjóðfé-
lagið. En engan óraði fyrir kú-
vendingu í Icesave sem skipaði
Sjálfstæðisflokknum í sveit
sem burðardýri fyrir Steingrím
og Jóhönnu og ruglaði
óánægjuölduna í þeirra garð.
Kúvendingin sú er enn óút-
skýrð.
Á þessu kjörtímabili lá fyrir
að Sjálfstæðisflokkurinn myndi
hvergi bila, og standa vörð um
vilja stjórnarskrár landsins
varðandi fullveldishlutverk í
orkumálum. Þar virtist al-
menningur ekki þurfa að óttast,
og síst sjálfstæðismenn.
Ákvörðun Landsfundar lá fyrir
(eins og í Icesave) og að auki,
og mjög til áréttingar trausts
og öryggis, hafði formaður
flokksins gefið mjög afgerandi
yfirlýsingar á Alþingi um að
fráleitt væri að víkja í nokkru í
þessum efnum. Það var þó gert
og enn hefur engin skýring ver-
ið gefin á þeirri kú-
vendingu heldur.
Ályktanir Lands-
fundar eru hér eftir
aðeins til mála-
mynda, sem er
mikill flokkslegur
veikleiki og kemur sem viðbót
við aðra. Forsenda þess að
EES-samningur stæðist
stjórnarskrá var að Ísland
hefði virkt neitunarvald um
hvaða efnisatriði samþykkta
ESB yrðu lögtekin hér. Nú hef-
ur ómarktæk og annarleg yfir-
lýsing án nokkurrar stoðar ver-
ið gefin út um að fyrirvari
Íslands hafi gufað upp! Ekkert
er gert með að væri slíkt satt
þá skorti þar með stjórn-
arskrárlega forsendu fyrir veru
Íslands í EES. Aðildin þar
skiptir nú mun minna máli en
áður og hefur mikilvægi hennar
reyndar iðulega og að óþörfu
verið fært í stílinn. Bretland er
nú á leið út úr ESB og spár um
að fleiri ríki fylgi. En minna má
á að ákvörðun Breta um aðild
ýtti undir umræðu hér um
hvort einhvers konar þátttaka
Íslands þyrfti að koma til skoð-
unar.
En stóra áfallið er að áheit
um mikilvæg mál, sem gefin
eru í nafni Sjálfstæðisflokks-
ins, eru hætt að hafa gildi.
Mikilvægi funda hans og áhugi
á að sækja þá dregur dám af
þessu. Að jafnaði hefði ekki
þurft að hafa áhyggjur af
gáskalegri umfjöllun eins og
eftirfarandi frá Páli Vilhjálms-
syni blaðamanni. Hann fjallar
um það sem hann kallar „EES-
brandara“ utanríkisráðherra:
„Íslendingar byggju enn í
torfkofum, ef ekki væri fyrir
EFTA og EES-samninginn,
segir Gulli utanríkis og kímir á
bakvið ESB-grímuna.
Gulli er löngu hættur sem
talsmaður þjóðarinnar gagn-
vart útlöndum. Hann talar máli
alþjóðahyggju gagnvart Ís-
lendingum. EES-samningurinn
er 25 ára biðstofa EFTA-ríkja
inn í Evrópusambandið. Bið-
stofan var hönnuð á þeim tíma
þegar alþjóðahyggjan ætlaði öll
fullveldi lifandi að drepa.
Tvennt hefur gerst frá tilurð
EES-samningsins. Al-
þjóðahyggjan reyndist ekki
eiga uppskrift að samfélagi,
ekki frekar en kommúnisminn
þar á undan. Þjóðhyggja tók
fjörkipp, með kjöri Trump 2016
og Brexit sama ár. Kínaveiran
er endanleg staðfesting á dauða
alþjóðahyggju. Veiran er
heimsvá en allar varnir eru
staðbundnar, taka mið af sögu
og menningu heimamanna.
Gulli utanríkis slær aftur fram
þeim brandara að Kínaveiran
veiti alþjóðahyggju lögmæti.
Það er svona álíka og að innrás
Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu
1968 réttlætti kommúnisma.“
Hætt er við að
Sjálfstæðisflokk-
urinn sé að festast
sem smáflokkur}
Ófyndið grín gölluð vara
Í
hvert sinn sem ég heyri af eða les um
eineltismál fæ ég sting í hjartað.
Þetta eru erfið mál og sorgleg fyrir
alla hlutaðeigandi. Við vitum að líðan
nemenda í íslenskum grunnskólum er
almennt góð; um 90% grunnskólanemenda líð-
ur vel eða þokkalega í skólanum samkvæmt
könnun Rannsóknastofu í tómstundafræðum
við Háskóla Íslands. Fyrir þá nemendur, og
aðstandendur þeirra, sem ekki tilheyra þeim
hópi skiptir tölfræði hins vegar engu máli.
Skilningur á einelti og afleiðingum þess hef-
ur aukist en því miður verða enn of margir
fyrir einelti í okkar samfélagi. Í alþjóðlegum
samanburði er tíðni eineltis í íslenskum skól-
um lág en eineltismál koma engu að síður
reglulega upp og skólarnir verða þá að hafa
leiðir, ferla og verkfæri til að bregðast við.
Við, sem samfélag, viljum ekki að „lausnin“ felist í því að
þolandi eineltis neyðist til að víkja úr sínum hverfisskóla.
Það er óviðunandi niðurstaða.
Til að koma í veg fyrir það þurfa stjórnvöld, skóla-
samfélagið og ekki síst samfélagið í heild að skoða hvað
megi gera betur. Ég hef haft þennan málaflokk til skoð-
unar og hef samþykkt að endurskoða og styrkja laga-
umgjörð eineltismála. Vegna eðlis málanna eru úrlausn-
araðilar oft í erfiðri og flókinni stöðu, en þá þarf kerfið
okkar að grípa alla hlutaðeigandi og tryggja faglega
lausn.
Öflugar forvarnir gegn einelti eiga að vera
algjört forgangsatriði. Fræðsla er lykillinn að
því að uppræta eineltismál og koma í veg fyr-
ir þau og ég mun því leggja ríka áherslu á að
efla forvarnir innan skólanna.
Fagráð eineltismála var sett á laggirnar
fyrir nokkrum árum. Hlutverk þess er að
veita stuðning með almennri ráðgjöf, leið-
beiningum og upplýsingagjöf. Jafnframt geta
nemendur, forráðamenn og starfsfólk skóla
leitað eftir aðkomu þess ef ekki hefur tekist
að finna fullnægjandi lausn innan skólanna.
Fagráðið hefur margoft sannað mikilvægi
sitt fyrir skólasamfélagið, bæði með ráðgjöf
og við úrlausn erfiðra mála og mikið fram-
faraspor var stigið þegar ráðinu var gert að
liðsinna einnig framhaldsskólunum. Okkar
helsta verkefni er nú að auka sýnileika ráðs-
ins og skerpa á hlutverki þess. Afar mikilvægt er að
skólasamfélagið og forráðamenn viti hvaða úrræði
standa þeim til boða við úrlausn eineltismála.
Rannsóknir sýna að afleiðingar eineltismála til fram-
tíðar geta verið gríðarlegar. Við verðum því að gera allt
til að koma í veg fyrir að eineltismál komi upp. Við verð-
um að styrkja umgjörðina, fræðsluna og síðast en ekki
síst styrkja hvert annað til að sporna við eineltismálum í
samfélaginu. Eitt mál er einu máli of mikið.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Við stöndum öll vaktina
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Um eitt af hverjum þremurheimilum á Íslandi notarnettengingar heimilisinsfyrir myndsímtöl og fjar-
vinnu svo sem í gegnum Skype, Zo-
om og Teams í frekar miklum eða
mjög miklum mæli. Konur virðast
nota þessa tækni meira en karlar
eða um 37% kvenna á móti 31%
karla. Þetta er meðal þess sem lesa
má út úr niðurstöðum neyt-
endakönnunar á fjarskiptamarkaði,
sem Póst- og fjarskiptastofnun
(PFS) fékk MMR til að gera um
seinustu mánaðamót meðal lands-
manna.
Þrátt fyrir mikla útbreiðslu far-
neta kemur fram í umfjöllun PFS að
athygli veki hve hátt hlutfall heimila
kaupir nettengingu og aðra fjar-
skiptaþjónustu sem veitt er yfir
fastlínu í ýmiss konar pakkalausn-
um. 71% heimila segjast kaupa net-
þjónustuna í pakka með annarri
þjónustu, s.s. heimasíma, farsíma,
sjónvarpsáskrift o.fl., sem greitt er
fyrir með einu áskriftargjaldi. Allt
að 70% heimila kaupa áskrift af sjón-
varps- og/eða myndstreymisþjón-
ustu um fastlínutengingu heim-
ilanna. Yfir 80% eru með áskriftina í
pökkum.
Þegar spurt var hvaða sjón-
varps- og eða myndstreymisþjón-
usta er keypt fyrir heimilið er Net-
flix vinsælust en 53,7% heimila
segjast með áskrift að henni. Sjón-
varp Símans kemur fast á hæla Net-
flix með 50,3% heimilanna og enn
fremur kemur fram að erlendu
myndstreymisveiturnar Disney+ og
Viaplay, sem komu inn á íslenska
markaðinn á þessu ári hafa náð
nokkurri fótfestu. 13% heimila eru
með áskrift að Disney+ og um 10,5%
að þjónustu Viaplay. Mikill munur er
þó á notkun einstakra hópa. Þannig
eru t.d. 75% fólks á aldrinum 18 til 29
ára með áskrift að Netflix en hlut-
fallið er 38% meðal 50-67 ára.
Athygli vekur að nær helm-
ingur heimila er enn með áskrift að
fastlínusíma skv. könnuninni. 49%
segjast vera með heimasíma á heim-
ilinu. Munurinn er þó misjafn milli
aldurshópa. 76% fólks á aldrinum 68
ára eða eldri eru með heimasíma en
45% fólks á aldrinum 30 til 49 ára
svarar þeirri spurningu játandi. Í
langflestum tilvikum er heimasím-
inn keyptur sem hluti af pakka með
netþjónustu.
Flest heimili virðast vera
ánægð með nettenginguna og
gagnahraðann og aðeins 16% segjast
finna fyrir fyrir vandkvæðum þegar
horft er á margar sjónvarpsstöðvar,
myndstreymisveitur og/eða þegar
spilaðir eru nettengdir tölvuleikir á
sama tíma á heimilinu vegna skorts á
afkastagetu netsins.
Fram kemur að 47% heimila
segja tvær eða þrjár sjónvarps-
stöðvar, myndlykla eða streym-
isveitur vera í notkun að hámarki á
sama tíma um sömu nettenginguna.
Þegar spurt er um notkun á
netinu kemur í ljós að 75% heimila
segjast vafra frekar eða mjög mikið
á netinu. Svipað hlutfall notar netið
mikið á samfélagsmiðlum og 46%
segjast nota netið frekar eða mjög
mikið til að hlusta á tónlistarstreym-
isveitur á borð við Spotify. Hlustun á
tónlistarstreymisveitur er langmest
í yngstu aldurshópunum þar sem
tæp 70% segjast gera frekar eða
mjög mikið af því. 28% segjast nota
netið mikið í samskipti við hið op-
inbera og 17% segjast nota það mik-
ið til að versla á netinu en 30% segj-
ast gera það frekar lítið.
Heimasíminn lifir enn
á um helmingi heimila
Netnotkun heimilanna skv. neytendakönnun
Hvaða sjónvarps- og/eða streymisþjónusta er keypt fyrir heimilið?
Hvað er internetþjónusta heimilisins notuð fyrir?
Netflix Sjónvarp
Símans
Sjón-
varpsþj.
Símans
Stöð 2 Sjónvarp
Vodafone
Síminn
Sport
Disney+ Stöð 2
Sport
Viaplay Amazon
Prime
Video
Annað/
veit ekki
Vafra
almennt á
internetinu
Samfélags-
miðlar
Mynd-
streymis-
veitur
Tónlistar-
streymis-
veitur
Samskipti
við hið
opinbera
Myndsímtöl
og/eða
fjarvinna
Netverslun Netleikir
Heimild: Könnun MMR fyrir Póst-
og fjarskiptastofnun í okt. 2020
Meðaltal á kvarðanum 1-5
54%
50%
38%
24%
18% 16%
13% 12% 11% 9% 7%
4,0 3,9 3,9
3,1
2,8 2,8
2,4 2,2
Já Nei
Veit ekki
Eru með
heimasíma
49%
50%
Einn af hverjum fjórum í könnun
MMR fyrir Póst- og fjarskipta-
stofnun segist spila leiki frekar
eða mjög mikið yfir netið á
heimilum sínum. Þegar spurt
var hversu mikið eða lítið net-
þjónusta heimilisins væri notuð
fyrir netleiki sögðust 9% gera
mjög mikið af því og 16% frekar
mikið. 11% svöruðu bæði en
62% sögðust gera frekar eða
mjög lítið af því.
Stærsti aldurshópurinn sem
notar netið mikið til að spila
tölvuleiki er á aldrinum 30 til
49 ára en 35% þeirra segjast
nota netið mikið til að spila net-
leiki. Hlutfallið er 31% meðal 18
til 29 ára. Lítill munur er á svör-
um kynjanna þegar spurt er um
netleikjanotkunina en nokkru
fleiri karlar en konur segjast
gera mikið af því.
25% spila
netleiki mikið
NOTKUN NETTENGINGA