Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Þegar frost er á fróni Þinn dagur, þín áskorun Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gildi – lífeyrissjóður er orðinn næst- stærsti hluthafi Icelandic Salmon AS, hins norska eignarhaldsfélags Arnar- lax, eftir útboð á nýjum hlutum, eins og búist var við. Aðrir íslenskir lífeyr- issjóðir eru ekki á lista yfir 14 stærstu hluthafa en vitað er að einhverjir þeirra keyptu hluti sem nú eru í vörslu hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá eiga íslenskir fjárfestar, væntan- lega eru lífeyrissjóðir þar á meðal, í verðbréfasjóðum Stefnis, sjóðastýr- ingarfyrirtækis Arion banka, sem tók þátt í útboði Icelandic Salmon. Viðskipti hófust með hlutabréf Ice- landic Salmon á Merkur-markaði kauphallarinnar í Osló í fyrradag og hringdi forstjóri kauphallarinnar bjöllu til merkis um það. Upphafs- verðið var 105 krónur norskar á hlut, sem svarar til 1.600 íslenskra króna. Verðið hækkaði í 110 krónur fyrsta daginn í töluverðum viðskiptum en lækkaði snarlega aftur í gær og stóð í réttum 100 krónum við lok viðskipta. Flestar tölur í viðskiptum kauphall- arinnar voru rauðar þennan daginn og fiskeldisfyrirtækin ekki undanþegin því. Fjórfalt fleiri hluthafar Eftir útboðið eru um 370 hluthafar í eignarhaldsfélagi Arnarlax en voru 84 fyrir útboðið. Hluthafarnir eru því fjórfalt fleiri en var fyrir helgi. Norska fiskeldisfyrirtækið SalMar á áfram meirihluta, 51,02%, en hlutur þess minnkaði um átta prósentustig vegna þess að það keypti ekki nýja hluti í útboðinu. Gildi er með 5,49% hlut og Gyða ehf., félag Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnar- lax, á 3,23% og er þriðji stærsti hlut- hafinn. Stefnir er í áttunda sæti með 2,2% hlut. Aðrir hluthafar í hópi 14 stærstu eru norskir eða alþjóðlegir fjárfestar. Félög Matthíasar Garðars- sonar, stofnanda Arnarlax, ná ekki inn á lista 14 stærstu en eitt þeirra var í 12. sæti fyrir útboðið. Arnarlax er stærsta fiskeldis- fyrirtækið hér á landi. Menn eru að vanda sig Stefnir keypti hlut í Ice Fish Farm AS, norsku eignarhaldsfélagi Fiskeld- is Austfjarða, í júní í tengslum við skráningu félagsins á Merkur-markað norsku kauphallarinnar og eiga sjóðir félagsins því hlut í tveimur stórum fiskeldisfyrirtækjum hér á landi sem bæði eru með skráð hlutabréf í kaup- höll. „Mér finnst laxeldið hafa tekið út gríðarlegan þroska á undanförnum fimm árum. Þetta er grein þar sem menn eru að vanda sig og er umhugað um að vinna í sátt við umhverfið og samfélagið,“ segir Jóhann Georg Möller, framkvæmdastjóri Stefnis. Nöfn lífeyrissjóða sjást ekki á lista  Hluthafar í eignarhaldsfélagi Arnarlax orðnir 370 eftir útboð nýrra hluta  Snörp verðlækkun í gær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnarlax Laxi pakkað fyrir útflutning í laxavinnslu Arnarlax á Bíldudal. Fyrirtækið er stærsta fiskeldisfyrirtæki hér á landi og er enn í vexti. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þrátt fyrir að grein upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaðar (UT) hafi vaxið fiskur um hrygg á liðnum ár- um er umfangið enn lítið hér á landi í saman- burði við önnur Evrópuríki, sé horft til útflutn- ingsverðmætis, hlutdeildar í landsfram- leiðslu og fjölda einkaleyfis- umsókna. Í nýrri greiningu Samtaka iðnað- arins segir að þarna séu tækifæri sem þurfi að grípa. Sem dæmi um þetta er nefnt í skýrslunni að Íslendingar sóttu að- eins um fimm einkaleyfi á hverja milljón íbúa en evrópska meðaltalið er 19. Í greiningu SI kemur fram að fyrirtækjum í UT hafi fjölgað um 57% á árunum 2010-2020 eða um 4,5% að meðaltali á milli ára á tímabilinu. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 voru um 620 launa- greiðendur í UT og er það fjölgun um 1,5% frá sama tíma í fyrra. Það gefur til kynna að hægt hafi á fjölg- un fyrirtækja í greininni og hefur fjölgunin milli ára ekki verið minni frá 2009. Fjöldi starfandi í greininni hefur að sama skapi aukist nokkuð, eða um 24% árunum 2010-2020. Þó hef- ur hlutdeild starfandi í UT farið lækkandi frá árinu 2011. Spennandi grein Valgerður Hrund Skúladóttir, formaður Samtaka upplýsinga- tæknifyrirtækja, segir í samtali við Morgunblaðið að framleiðni sé mun meiri í þessari grein en flestum öðrum, sem geri hana mjög spenn- andi. Auk þess sé greinin hálauna- grein. „Nú í Covid-ástandinu hefur mikilvægi upplýsingatækninnar komið vel í ljós.“ Valgerður vill að reynt verði að tryggja að Ísland standi framar- lega í greininni. Það snúist ekki bara um að grípa tækifærin innan- lands, heldur líka erlendis. „Ísland þarf fjölbreyttari gjaldeyristekjur, og þá þurfum við að hugsa bæði til skamms og langs tíma. Við og SI höfum lagt mikla áherslu á átak í menntun í vísindum, tækni, verk- fræði og stærðfræði á öllum skóla- stigum og tryggja þannig að það fjölgi í greinunum til framtíðar.“ Valgerður vill einnig að yfirvöld styrki markaðssókn greinarinnar erlendis rétt eins og gert er með íslenska ferðaþjónustu. Veltan jókst hraðar Velta fyrirtækja í UT jókst hraðar en velta á einkamarkaði á árunum 2010-2019. Hún jókst um 70% á árunum 2010 til 2019 eða úr 134 milljörðum í 228 milljarða króna á verðlagi ársins 2020. Hlutdeild greinarinnar í heildar- veltu einkageirans jókst jafnframt úr 3,8% í 5% á árunum 2010-2019. SI segir að í alþjóðlegum sam- anburði flytji Íslendingar hlut- fallslega lítið út af upplýsinga- og tækniþjónustu, eða að meðaltali 9% af þjónustuútflutningi Íslend- inga á árunum 2010-2019. Þá voru gjaldeyristekjur á hvern Íslend- ing aðeins 1.500 evrur á meðan þær voru nálægt 2.000 í Svíþjóð, 4.000 í Hollandi og 21.000 í Ír- landi. Verðmætasköpun í UT árið 2018 var að meðaltali um 16 millj- ónir króna á hvern launþega sam- anborið við 8,5 milljónir árið 2010 eða 92%, sem er meira en í einka- geiranum á sama tíma. Vísbendingar um að upplýs- ingatækniiðnaðurinn skapi eftir- sóknarverð og vel launuð störf birtast í því sem fram kemur í greiningunni að á árunum 2015- 2018 var launakostnaður á hvern launþega á ári rúmar 10 milljónir innan UT en tæpar sjö milljónir að meðaltali innan einkageirans. Umfang upplýsingatækni lítið  SI segja að þarna liggi tækifæri sem þurfi að grípa Íslendingar sóttu aðeins um 1,7 UT-einkaleyfi á ári að meðaltali 2011-2017  Þörf á átaki í menntun Fjölgun fyrirtækja í greininni ekki minni frá 2009 Upplýsinga- og fjarskiptatækniiðn aður á Íslandi Fjöldi starfandi (þúsundir) í upplýsinga- og fjarskiptatækni- iðnaði (UT) árin 2010-2020 Fjöldi einkaleyfaumsókna á hverja milljón íbúa, meðaltal 2011-2017 7 6 5 4 3 2 1 0 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% Starfandi í UT (þúsundir) Sem hlutfall af einkageiranum (%) '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Velta fyrirtækja í UT jókst um 70% á árunum 2010-2019 á verðlagi ársins 2020 Hlutdeild UT í landsframleiðslu jókst frá 2,9% í 3,4% á árunum 2010-2018 87% hefur útfl utn- ingur í UT aukist um á árunum 2013-2018 Svíþjóð Finnland Holland Frakkland Bandaríkin Þýskaland Danmörk Austurríki ESB Bretland Noregur Ísland 148 128 48 34 32 29 27 20 19 12 11 5 Íslendingar sóttu aðeins um 1,7 upplýsinga-tækni- einkaleyfi á ári að meðaltali árin 2011- 2017 eða um 5 einkaleyfi á hverja milljón íbúa á meðan evrópska meðal- talið er 19 24% hefur starfandi í upplýsinga- og fjarskiptatækniiðnaði (UT)fjölgað um á árunum 2010-2020. Launagreiðendum í UT fjölgaði um 57% á sama tímabili Heimild: Samtök iðnaðarins Valgerður Hrund Skúladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.