Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 á erlendum ráðstefnum og hlusta á opnunarræður Jakobs og hugsa hvað ég væri hreykin og heppin að fá að vinna fyrir slíkan stjórnanda. Elsku Margrét ég þakka þér fyrir þinn þátt í framlagi ykkar til góðs fyrir okkar þjóð en þú myndaðir bakvarðasveitina og á þeim miklu álagstímum sem í hönd fóru þegar sumir af okkar mikilvægust fiskstofnum rápuðu á barmi hruns, þá vitum við að styrkur þinn og umhyggja heima fyrir var ómetanlegur þáttur í að allt fór vel. Guðrún Marteinsdóttir. Við kynntumst Jakobi þegar Margrét vinkona okkar frá æskuárunum og hann giftu sig. Það hefur verið mikil gæfa fyrir okkur að eiga þau að vinum og alltaf gott að geta leitað til þeirra, aldrei komið að tómum kofanum þar. Jakob var afar ljúfur og elskulegur maður og vildi allt fyrir alla gera. Hann var líka mjög gjöfull. Þau eru ófá skiptin sem hann færði okkur síld fyrir jólin og súran hval á þorranum. Gönguhópurinn Fet fyrir fet hefur gengið saman í 30 ár, en í þeim hópi vorum við hjónin og Jakob og Margrét, en flest áttum við það sameiginlegt að vera skátar. Við vorum því vön að fara í útilegur og stunda útivist. Margar ferðirnar hafa verið mjög eftirminnilegar. Við höfum farið víða og kynnst íslenskri náttúru vel en Jakob var mikill náttúruunnandi. Á sumrin fórum við oft í lengri ferðir. Jakob hafði ferðast mikið um Ísland áður, en hann var mjög fróður og áhuga- samur um landið. Betri ferða- félaga er vart hægt að hugsa sér, alltaf jafn ljúfur, alltaf jafn til- litssamur og hans þarfir aldrei í fyrirrúmi. Hann var líka mjög fróður og vel lesinn. Hópurinn fór líka nokkrum sinnum í gönguferðir erlendis m.a. til Færeyja, Noregs og Austurríkis. Í einni ferð til Aust- urríkis hélt Jakob upp á 70 ára afmæli sitt. Þá fórum við nokkur með þeim til Skotlands og geng- um The West Highland Way. Sú ferð er okkur afar minnisstæð. Margrét og Jakob skipulögðu ferðina en þar var Jakob á heimavelli. Hann hafði dvalið þar á sínum námsárum og þekkti sig vel þar. Það var gaman að heyra hann rifja ýmislegt upp frá námsárunum t.d. þegar hann var í róðrafélaginu. Hann átti marga vini frá þessum árum og heim- sótti hann þá í þessari ferð. Hann var þannig maður að hann ræktaði vináttu við það fólk sem hann kynntist á lífsleiðinni. Jakob og Margrét hafa verið einstaklega samrýnd hjón. Oft höfum við verið hjá þeim hvort sem það hefur verið í Nökkva- voginum eða í sumarbústað þeirra í Sunnuhlíð. Þau buðu líka oft gönguhópnum, samtals átján manns, en fjöldinn skipti ekki máli, allt var skipulagt og þau eins og einn maður. Sem gest- gjafar voru þau frábær, matur- inn alltaf svo góður og fullkom- lega eldaður. Þau voru bæði mjög góðir kokkar. Jakob hafði líka sérstaklega góða frásagnar- gáfu og var svo minnugur. Hann var oft í essinu sínu þegar hann var að segja frá og svo spurði hann okkur hvort við værum bú- in að heyra þessa Mjóafjarðar- sögu en hann sagði svo skemmti- lega frá þeim og við skemmtum okkur öll vel. Sunnuhlíð var sérstakur un- aðsreitur en þar dvöldu þau flest sumur. Þau hafa verið mjög áhugasöm um allan gróður og trjárækt. Það er ótrúlegt að sjá hvað landið við bústaðinn þeirra hefur breyst mikið; þar sem áður var melur og algjör auðn er nú mikill trjágróður. Það hefur verið ómetanlegt að eiga samleið með þessum góða manni en við munum ylja okkur við minningarnar. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur sendum við vinkonu okkar Margréti og allri fjölskyldunni. Pálína Sigurbergsdóttir og Stefán Kjartansson. Það var sérkennileg reynsla að koma úr langri dvöl á meg- inlandi Evrópu til Neskaupstað- ar haustið 1963 þar sem síld setti svip á bæjarlífið og nýjar sölt- unarstöðvar bættust við frá ári til árs. Fylgst var með síldar- göngum líkt og veðrinu og marg- ir gerðu ráð fyrir að þetta silfur hafsins væri óbrotgjarnt og kom- ið til að vera. Á þessum árum varð öllum kunn rödd Jakobs Jakobssonar fiskifræðings sem þá hafði í nærfellt áratug kort- lagt ferðir síldarinnar úr ólíkum áttum og af mismunandi stofn- um. Rannsakaði hann m.a. út- breiðslu hennar með tilliti til um- hverfisaðstæðna og fæðufram- boðs. Þorri Norðfirðinga kannaðist við Jakob frá blautu barnsbeini, þar eð hann ólst upp inni á Strönd ásamt systkinum hjá for- eldrunum, Jakobi skipstjóra og Sólveigu, með bryggjuna fram undan íbúðarhúsinu. Hann rækt- aði síðan alla tíð tengslin við byggðarlagið. Við urðum fljót- lega málkunnugir og hann brást ætíð vel við þegar ég leitaði til hans ráða eða óskaði eftir að hann kæmi austur og flytti fræð- andi erindi. Baráttan fyrir útfærslu land- helginnar stóð sem hæst fyrstu tvo áratugina eftir að Jakob kom heim frá námi 1956. Margir væntu þess eðlilega að rýmkast myndi um aflabrögð svo um munaði þegar útlendir veiðiflotar hyrfu af Íslandsmiðum. Afla- brestur, m.a. í uppsjávartegund- um, minnti okkur hins vegar fljótlega á sóknartakmörkin. Efldar rannsóknir á vegum Haf- rannsóknastofnunar síðasta ald- arþriðjung gegndu lykilhlutverki í að ná tökum á veiðiálagi og tryggja hóflega nýtingu fiskimið- anna. Margir áttu þar góðan hlut að máli en hæfni og reynsla Jak- obs sem forstjóra stofnunarinnar á árunum 1984-1998 og sú tiltrú sem hann naut skipti sköpum við að tryggja fjármagn til kostnað- arsamra stofnmælinga á botn- fiskum. Það verkefni renndi síð- an stoðum undir mat á veiðiálagi og mótun aflareglunnar í þorski snemma á tíunda áratugnum. En áhrifa Jakobs sem vísinda- manns sem ættaður var að aust- an gætti einnig huglægt. Það birtist m.a. í þeirri staðreynd að margir yngri menn frá Norðfirði og grennd völdu fiskifræði til framhaldsnáms. Elstur í þeim hópi var Hjálmar Vilhjálmsson frá Brekku, en á eftir fylgdu Sveinn Sveinbjörnsson, Björn Ævarr Steinarsson, Einar Hjör- leifsson og Þorsteinn Sigurðs- son. Margur má una við minna horft til lærisveina. Einnig sá landkrabbi sem hér heldur á penna á Jakobi og sam- starfsmönnum hans margt að þakka, fyrst og fremst þó fræðslu og varðstöðu um þá meginstoð sem við eigum í auð- lindum sjávar. Hjörleifur Guttormsson. Sumir eiga sér mörg líf. Vit- und mín nam þrjá lífsferla hjá Jakobi. Ég þekkti til hans löngu áður en hann vissi um tilveru mína. Þá aðstoðaði hann við síld- arleit fyrir norðan. Hann var iðu- lega í fréttum og við hlustuðum vandlega á fréttir af síld. Löngu seinna bar fundum okkar svo saman vegna vinnu við nýtt stjórnkerfi fiskveiða. Sem for- stjóri Hafró bar hann ábyrgð á svörtum skýrslum um ástand helstu nytjastofna. Þetta voru tíðindi sem áhrifamiklir stjórn- málamenn úr sjávarútvegskjör- dæmum töldu vera rugl, sem óþarfi væri að taka mark á. Ef lélegt ástand fiskistofna væri rétt, þá væri náttúruöflunum um að kenna. Aldrei dró Jakob áhrif náttúru í efa. Þar hefðum við þó engin áhrif sagði hann, við réð- um hins vegar sókninni. Skorin hafði verið upp herör til að kaupa skuttogara, án þess að áð- ur væri hugað að ástandi fiski- miðanna, því við áttum að veiða hlut brottrekinna Breta. Mikil var ákefðin við að afsanna nið- urstöður skýrslnanna. Sjómenn vitnuðu um mikla fiskgengd út um allan sjó. Vissulega var mikið í húfi, sjálf lífsbjörg þjóðarinnar. Jakob hafði storminn í fangið. Hann skyldi snarlega kippa því í lag með nýrri og vandaðri skýrslu. Þjóðin áttaði sig þó á mikilvægi vísindalegra vinnu- bragða. Tekist var á um hvort hefði betur; vísindaleg vinnu- brögð eða ágiskanir og ósk- hyggja. Þá kom berlega í ljós hvað Jakob var fastur fyrir. Þar fór engin geðlydda. Þegar unnið var að heildaryfirferð aflamarks- kerfisins var Jakob kallaður til. Honum var efst í huga að nýtt kerfi leiddi til samdráttar í sókn. Afdrif síldarinnar voru honum hugleikin. Hann lagði lagði sig fram við að rannsaka hana, enda var hún kölluð síldin hans Jak- obs. Oft leitaði ég í reynslubanka hans og fór aldrei bónleiður til búðar. Vináttubönd fjölskyldu okkar við Jakob og Margréti voru fyrst bundin þegar við hjónin keypt- um sumarbústað í Lækjarbotn- um í næsta nágrenni þeirra. Með okkur tókst mikil og kær vinátta. Þá kynntust við fyrst þessu ein- staka, hversdagsgæfa prúð- menni sem Jakob var. Hjá þeim hjónum var alltaf hlýja sem geislaði af sér umhyggju og væntumþykju. Brúnin léttist alltaf þegar við hittumst. Dóttir okkar ákvað að Jakob skyldi verða afi hennar og hin börnin undu sér í Sunnuhlíð. Sjálfur hafði ég sérstaka ánægju af að hlusta á frásagnir af sjósókn hans sem unglingi með föður sín- um fyrir austan. Það var eins og hvert smáatriði hefði rótfest í huga hans; hvaða mið voru gjöf- ulust og hvenær; hve glöggur faðir hans var á fiskgengd og veðráttu. Varla var hægt að ímynda sér betri skóla fyrir verðandi forstjóra Hafró. Við upphaf sumars er haldin hátíð í Lækjarbotnum. Setið er að snæðingi góðmetis og spjallað fram eftir kveldi. Sæti Jakobs var jafnframt heiðurssætið. Nú er það autt. Þar, sem og við aðr- ar samverustundir, verður hans saknað. Við hjónin horfum á bak kærum vini. Dýrmæt kynni munu varðveitast. En umfram allt eru þakkir okkur efst í hug. Við hjónin og fjölskylda vottum Margréti og öðrum aðstandend- um Jakobs okkar dýpstu samúð. Þröstur Ólafsson. Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, er látinn. Einstakur vinur og afbragðsmaður í hvívetna hefur kvatt þetta líf. Samstilltur hópur eldri skáta, sem verið hafa vinir frá æskuárum og hafa nú gengið saman mánaðarlega í rúm 30 ár undir því hógværa heiti Fet fyrir fet, vottar honum virðingu og þakklæti með hinstu kveðjunni. Hugur leitar aftur til fyrstu náinna kynna við hinn látna. Það var í gönguferð yfir Kjöl 1991 sem við hjón og 11 ára sonur okkar Skúli tókum fyrst þátt með hópnum. Þar skiptast göngumenn á um forystu og þarna var eldri skáti austan af fjörðum, Jakob Jakobsson, í þessu hlutverki. Jakob var þjóðkunnur fyrir störf sín við síldarleit og síðar sem forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. En langt var síðan hann hafði verið ungur skáta- drengur austur á fjörðum. Engu hafði hann þó gleymt í kunnáttu sinni um útilíf og notkun þeirra áhalda sem skátar nota til að halda áttum og rata um fjöll. Skúli var langyngstur í þess- um hópi en bar sinn farangur í stórum bakpoka eins og aðrir. Pokinn seig í og erfitt var að halda í við sporlanga og fullorðna göngumenn. Stundum kölluðum við foreldrarnir á þá sem skref- lengstir voru og fórum fram á að þeir sýndu tillitssemi. En Jakob Jakobsson kunni mun betra ráð. Hann gerði Skúla einfaldlega að aðstoðargöngu- stjóra með sér og saman gengu þeir fremstir og mældu hæðina reglulega, en Jakob var með litla loftvog í því skyni. Og engir vog- uðu sér að ganga fram úr göngu- stjórunum tveimur. Jakob var mannþekkjari góður og bar ekki síður virðingu fyrir æskumönn- um en þeim sem eldri voru. Þetta man Skúli vel og þykir vænt um. Þessi fyrstu kynni gáfu okkur forsmekk að frekari kynnum við þennan einstaka mann og sýndu okkur hverrar gerðar hann var. Hann var einfaldlega úrvalsmað- ur í hvívetna og slíkir menn gleymast aldrei, þótt þeir hverfi okkur sjónum. Þau Jakob og Margrét voru einstaklega sam- stillt hjón og höfðingjar heim að sækja. Oft nutum við gestrisni þeirra, bæði í Nökkvavoginum og Sunnuhlíð. Samúðarkveðjur sendum við Margréti, börnum Jakobs og fjölskyldum þeirra. Fyrir hönd gönguhópsins Fet fyrir fet, Anna Kristjánsdóttir og Arnlaugur Guðmundsson. Þrjú sumur, frá átta ára aldri, var ég í vist hjá móðurafa mínum og -ömmu á grasbýli innst á Svalbarðsströnd. Þaðan gaf á að líta á björtum degi þegar rauk úr strompum á öllum löndunarstöð- um síldarverksmiðjanna fyrir handan. Hámark þótti mér þeg- ar Jörundur kom drekkhlaðinn inn lygnan fjörðinn eins og beiti- skip síldveiðiflotans undir stjórn aflakóngsins úr Hrísey, sigldi inn í skuggann af Vesturlandinu og lagðist við bryggju í Krossa- nesi beint á móti. Þessari mynd skýtur upp úr djúpi minninganna þegar ég hugsa til Jakobs Jakobssonar sem nú er allur. Hann var mér tíu árum eldri en nafn hans og rödd man ég frá unglingsárum, því innan við þrítugt var hann orðinn þjóðkunnur af störfum sínum og sérþekkingu á „silfri hafsins“ og tíður viðmælandi í fréttum útvarps og blaða. Þessa nutu þó brátt fleiri en Íslend- ingar einir. Um það eru dæmin ólygnust og segir sig sjálft að ekki verður hver sem er forseti Alþjóðahafrannsóknaráðsins eða leggur lóð á vogarskálar við samningaborð í milliríkjadeilum í Downingstræti 10 eða karpar um kvóta og fiskveiðistjórnun í sjávarplássum landsins. Jakob Jakobsson var mikill námsmaður og hafði auk fiski- fræði háskólagráðu í stærðfræði sem ég hygg að hafi verið eft- irlætisnámsgrein hans. En ef leita skal skýringa á afköstum hans og hve víða hann kom við á starfsferli sínum innanlands og utan má ekki gleymast að hann var óvenjuvel undir ævistarf sitt búinn eftir uppeldið á Strönd á Norðfirði þar sem hann fór ung- ur að vinna við útgerð og búskap foreldra sinna og stunda sjósókn með föður sínum, oftast sem vél- stjóri. Jakob eldri var afburða- skipstjóri, gætinn og fengsæll. Honum og sjómennsku hans heyrði ég soninn eitt sinn lýsa á minnisstæðan hátt og lán er og gott til þess að vita að bernsku- og æskuminningum feðganna björguðu eiginkonur Jakobs yngra frá glötun. Jóhanna Gunn- björnsdóttir skrásetti minningar tengdaföður síns, Margrét E. Jónsdóttir minningar eigin- mannsins. Henni kynntist ég fyrst 1964 þegar ég varð samstarfsmaður hennar á Fréttastofu útvarpsins á Skúlagötu 4 en þar var Haf- rannsóknastofnun, vinnustaður Jakobs Jakobssonar, einnig til húsa. Hann þekkti ég þá ekki nema í sjón en fallegt vorkvöld á áttunda áratugnum sóttum við Steinunn kona mín tónleika og sáum Margréti og Jakob tilsýnd- ar, uppábúin og sæl að sjá, og lögðum saman tvo og tvo. Þau gengu í hjónaband 1977, Mar- grét breiddi faðminn móti börn- um og barnabörnum Jakobs og hús þeirra hygg ég að hafi löngum verið blessað með ást og eindrægni í sambúð þeirra. Lífið spann áfram sína þræði um hjónin í Nökkvavogi 41 og vini þeirra. Í áratugi höfum við Steinunn notið þeirrar gæfu og lífsfyllingar að teljast til þeirra ásamt öðrum hjónum sem við kynntumst á líkan hátt. Þá höf- um við hist hvert heima hjá öðru og deilt geði hvert við annað og góðum veitingum húsráðenda. Við þökkum fyrir okkur og kveðjum Jakob Jakobsson með söknuði og samúðarkveðjum til ástvina hans, hógværan íslensk- an alþýðumann og hámenntaðan heimsborgara sem sameinaði það besta frá báðum. Hjörtur Pálsson. Fallinn er frá Jakob Jakobs- son, fiskifræðingur og fyrrver- andi forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. Jakob brautskráðist frá MR vorið 1952 og lauk BSc-prófi (Honors) í fiskifræði og stærðfræði frá Há- skólanum í Glasgow 1956. Sama ár hóf Jakob störf sem fiskifræð- ingur hjá fiskideild Atvinnu- deildar Háskóla Íslands, sem ár- ið 1965 varð Hafrannsóknastofnunin. Hann var aðstoðarforstjóri stofnunar- innar 1975-1984 og forstjóri árin 1984-1998, þegar sá sem þetta ritar tók við starfinu. Á árunum 1994-2001 gegndi Jakob fyrstur stöðu prófessors í fiskifræði við Háskóla Íslands. Það er óhætt að segja að Jak- ob hafi komið mikið við sögu haf- og fiskirannsókna á Íslandi í hartnær hálfa öld. Aðeins 25 ára leiddi hann síldarmerkingar við strendur Íslands og um árabil stundaði hann síldarrannsóknir í afar farsælu samstarfi við sjó- menn. Þekking Jakobs á síldar- stofnunum og afdrifum þeirra í lok sjötta áratugarins m.a. í kjöl- far ofveiði reyndist mikilvægt veganesti. Hann kom m.a. að gerð skýrslu Rannsóknaráðs rík- isins um ástand fiskstofnanna um miðjan sjöunda áratuginn og „svartri skýrslu“ Hafrannsókna- stofnunar um svipað leyti, sem drógu upp ófagra mynd af ástandi helstu nytjastofna sjáv- ar. Þar með hófst mikil og lang- vinn barátta innanlands fyrir skynsamlegri nýtingu fiskstofn- anna, sem stóð óslitið þar til fyrir fáum árum að fiskverndarmark- miðin náðust sem höfð voru sem röksemd fyrir útfærslu landhelg- innar. Þótt skilningur hafi ríkt meðal margra um að aðgerða væri þörf reyndist andstaðan víða mikil við takmörkun sóknar með innleiðingu aflamarkskerfis á árunum eftir 1984. Þar reynd- ist vel reynsla Jakobs, fiskifræði- leg þekking, baráttugleði og festa. Undir stjórn Jakobs tók Haf- rannsóknastofnunin miklum stakkaskiptum og gegndi vax- andi hlutverki í fiskveiðistjórnun og fiskvernd. Tekin voru upp vinnubrögð sem best tíðkuðust á sambærilegum stofnunum er- lendis, enda var fljótlega horft til Íslands í þessum efnum. Þetta gerði m.a. að verkum að þessi skarpgreindi sjómannssonur frá Norðfirði þótti góður liðsmaður í rökræðu um fiskvernd á erlend- um vettvangi. Árið 1976 var hann kallaður til af stjórnvöldum vegna landhelgisdeilunnar við Breta. Og á vettvangi Alþjóða- hafrannsóknaráðsins naut Jakob mikillar virðingar og hylli. Hann var kosinn forseti ráðsins árin 1988-1991. Jakob ritaði fjölda rit- gerða um fiskifræðileg málefni og var óþreytandi að boða skyn- samlega nýtingu og bætta um- gengni við auðlindina. Hann hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín, m.a. stórriddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu. Það var undirrituðum mikið lán að fá að starfa um árabil und- ir handleiðslu Jakobs, leggjast á árarnar í þeim mikilvægu verk- efnum sem okkur voru falin og taka við keflinu þegar hann sneri sér að kennslustörfum að fullu. Jakob var góð fyrirmynd, hreinn og beinn og gerði sér far um að standa vel að baki sínu sam- starfsfólki. Við samferðamenn Jakobs minnumst hans með virðingu og þakklæti og biðjum góða vætti að vernda fjölskyldu hans, Mar- gréti og afkomendur. Jóhann Sigurjónsson. Jakob Jakobsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GYÐU GÍSLADÓTTUR, Hvassaleiti 56. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Ingibjörg Jakobsdóttir Sigríður Jakobsdóttir Sveinn H. Gunnarsson Ásdís Ó. Jakobsdóttir Daníel Jónasson Ásgeir Már Jakobsson Ólafía B. Rafnsdóttir Valgerður Jakobsdóttir Albert G. Arnarson Gunnar Örn Jakobsson Olga S. Marinósdóttir Gyða Haralz Halldór Haralz barnabörn og langömmubörn Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR G. EMILSSONAR, Drekavöllum 18, Hafnarfirði. Emil Sigurðsson Gerður Guðjónsdóttir Björgvin Sigurðsson Sigurbjörg M. Sigurðardóttir Ingvar Sigurðsson Rósa Dögg Flosadóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.