Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Sýning í Gallerí Fold 31. október - 14. nóvember TILVERA Opið virka daga 10–18, Laugardaga 12–16 Lokað á sunnudögum ÞÓRUNN BÁRA BJÖRNSDÓTTIR Sýningaropnun kl. 14 laugardaginn 3. október einnig í lifandi streymi á Facebook VIÐTAL Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég er mjög heppin að búa á Íslandi, en ég vil gera það sem ég get til að hjálpa fólki sem býr annars staðar í heiminum og á erfitt. Núna á fólk í Mið-Víetnam um sárt að binda vegna flóða, yfir hundrað manns hafa dáið og 180 þúsund hús eru undir vatni. Gríðarlega margt fólk hefur misst heimili sín. Þetta fólk er mjög illa statt, það hefur misst allt sitt og á ekki mat fyrir börnin sín og ekki föt til að klæðast nema það sem það stendur í. Ég er sjálf frá Víet- nam og vil gera allt sem ég get til að hjálpa fólki í mínu heimalandi sem nú er í nauðum statt,“ segir Kristín Cheng sem safnar nú fyrir hina bág- stöddu með allsérstæðu framtaki. Hún ætlar næstkomandi sunnudag, 1. nóvember, á alþjóðlegum degi grænkera, að bjóða fólki að koma á veitingastaðinn Loving Hut Iceland í Reykjavík frá kl. 15 til 20 og sækja sér tilbúna veganrétti, en láta í stað- inn eitthvað af hendi rakna til söfn- unarinnar. Hver króna skiptir máli „Sjö kokkar verða á staðnum að elda allan daginn. Við ætlum að búa til mikið af mat og bjóða upp á átta ólíka víetnamska veganrétti. Við viljum hvetja fólk til að koma og þiggja gefins veganrétti frá okkur, en við hvetjum það sama fólk til að leggja okkur lið með því að gefa í söfnunina okkar. Hver og einn ræð- ur hvað hann gefur mikið, hver króna skiptir máli fyrir fólkið á þess- um flóðasvæðum. Safnast þegar saman kemur. Með þessum hætti getum við öll tekið höndum saman til að styrkja og hjálpa fórnar- lömbum flóðsins. Við vonum að sem flestir komi til okkar því við viljum geta hjálpað sem flestum og vonandi jafnvel líka rétt þeim hjálparhönd sem þurfa að gera við húsin sín þeg- ar vatnið sjatnar eftir flóðin.“ Kann vel við sig á Íslandi Kristín Cheng flutti til Íslands fyrir tíu árum, hún er gift íslenskum manni og unir hag sínum vel hér í norðrinu. „Ég er mjög ánægð á Íslandi og mér finnst ég afar heppin að búa hér, af því fólkið á Íslandi er yndis- legt og gott, og það er gott að vinna með því,“ segir Kristín Cheng sem hefur nokkrum sinnum áður gripið til sinna ráða til að hjálpa bág- stöddum, eldað og gefið mat en hvatt þiggjendur til að gefa í staðinn í söfnun. „Við sendum alla peningana til ákveðins hóps fólks úti í Víetnam sem sér um að kaupa mat, föt, sængurver og annað sem fólk í neyðinni þar vantar,“ segir Kristín Cheng og tekur fram að vegna Co- vid þurfi allir að taka matinn með sér heim og að þau ætli að gæta að tveggja metra reglunni inni á staðn- um. Loving Hut Iceland er við Laugaveg 164 í Reykjavík og rétt- irnir sem Kristín Cheng og hennar fólk ætlar að bjóða upp á eru eftir- farandi: 1. Vegan víetnamskt salat 2. Vegan shushi 3. Vegan curry 4.Vegan spring roll 5. Vegan vorrúllur 6. Vegan Chao Mien 7. Vegan Lucky chuck 8. Vegan víetnamskt próteinlæri Safnar fyrir landa sína í Víetnam Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugsjónakona Kristín Cheng á veitingastaðnum Loving Hut Iceland með nokkra víetnamska rétti.  Kristín Cheng lætur verkin tala  Býður fólki að sækja sér ókeypis veganrétti en gefa í staðinn peninga í söfnun fyrir fórnarlömb flóða Viðburðinn má finna á Facebook undir heitinu: VEGAN MAT FRI +STYRKJA SAMAN Þeir sem ekki komast til að ná sér í mat geta lagt sitt af mörkum í söfnuninni með því að leggja inn á reikning 0515-14-413020, kt.: 2506864399. Rjúpnaveiðin hefst á sunnudaginn kemur, 1. nóvember, og stendur til 30. nóvember. Leyft verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en bannað er að veiða á þriðjudögum og miðvikudögum. Fyrirkomulagið er því það sama og var í fyrra í samræmi við reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunn- inda af villtum fuglum. Sem fyrr er bannað að selja rjúp- ur og rjúpnaafurðir og eru veiði- menn hvattir til að gæta hófsemi. Eins hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn til að athuga hvort þeir eru með gilt veiðikort áður en hald- ið er til veiða. Korthafi skal bera kortið með sér á veiðum og fram- vísa því sé þess óskað. Hægt er að athuga hvort veiðikort er í gildi í þjónustugátt Umhverfisstofnunar og endurnýja það sé þörf á því. Þá eru rjúpnaskyttur hvattar til að fara að sóttvarnareglum. Áfram verður bannað að veiða rjúpur á verndarsvæði á Suðvesturlandi sem nær m.a. yfir Reykjanesið og austur í Ölfus, að Þingvöllum og norður í Kjós. „Veiðistofn rjúpu er nú einn sá minnsti síðan mælingar hófust árið 1995 og aðeins einu sinni áður, 2002, hefur veiðistofninn verið metinn viðlíka lítill. Því er mjög mikilvægt að veiðimenn gæti hófsemi í veiðum. Veiðiþol stofnsins er metið um 25.000 rjúpur, sem er um 35% af metnu veiðiþoli í fyrra,“ segir í til- kynningu umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins um rjúpnaveiðar í ár. Þar kemur einnig fram að stefna stjórnvalda sé að nýting rjúpna- stofnsins, líkt og annarra auðlinda, skuli vera sjálfbær. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. gudni@mbl.is Rjúpnaveiðin hefst á sunnudag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Rjúpnaveiðar Útlit er fyrir norð- læga eða breytilega átt á sunnudag.  Veiðistofninn er með minnsta móti Rúmlega ein og hálf milljón barna er í hættu eftir mikil flóð og aurskriður í fimm héruðum í Mið-Víetnam. Starfsfólk Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) á svæðinu vinn- ur með stjórnvöldum í Víetnam við að meta aðstæður og veita neyðaraðstoð. „Tíminn er naumur þar sem annar fellibyl- ur nálgast sama strandsvæðið og gæti náð landi á næstu dög- um með tilheyrandi úrhelli,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF. Að sögn Steinunnar hafa flóð eyðilagt heimili, skóla, heilsugæslustöðvar og uppskeru og hætta er á að börn geti smitast af lífshættulegum sjúkdómum. „Að minnsta kosti 135 þúsund fjölskyldur hafa orðið fyrir beinum áhrifum af flóðunum og yfir hálf milljón hefur nú ekki aðgang að öruggu drykkjarvatni. Nú þegar er búið að tilkynna skemmdir á 42 heilsugæslustöðvum og margar aðrar eru óaðgengilegar vegna flóðvatnsins. Mæður og börn hafa því ekki aðgang að grunnheilsugæslu sem er sérstaklega mikilvæg þegar aukin hætta er á út- breiðslu smitsjúkdóma. Flóðin hafa einnig eyðilagt fjölda skóla sem hefur áhrif á mennt- un 1,2 milljóna barna,“ segir hún. Ly Phat Viet Linh, sérfræð- ingur UNICEF í neyðaraðgerð- um á svæðinu, segir að flóðin og aurskriðurnar hafi valdið miklum skemmdum í þeim samfélögum sem þau hafi náð til. „Skólar hafa eyðilagst og bækur og annað námsefni skemmst í flóðvatninu. Íbúar hafa ekki að- gang að rennandi vatni, klósett eru undir vatni og skortur á hreinlætisaðstöðu eykur enn hættuna á smit- sjúkdómum á borð við niðurgangspestir.“ (Af vef Stjórnarráðs Íslands: www.stjornarradid.is Fréttin birt- ist þar 23. okt í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkis- ráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál). Tugþúsundir barna í hættu í Víetnam vegna flóða FRÉTT FRÁ UPPLÝSINGAVEITU UTANRÍKISRÁÐUNEYTISINS UM ÞRÓUNAR- OG MANNÚÐARMÁL Ljósmynd/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.