Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Það er fagnaðar- efni að Dagur B. Eggertsson ætli að tendra jólaljósin snemma í ár. En hve- nær skyldi borg- arstjórinn ætla að kveikja á perunni með áhrif ákvarðana sinna? Minnstu breytingar á einu vistkerfi hafa dómínóáhrif á alla að- ila. Lokun Laugavegar og annarra gatna minnkar auðvitað bílaumferð en um leið aðgengi og verslunar- hætti landsmanna. Ef opinber stefna borgarstjórans er að loka verslunum og breyta þjónustu mið- bæjarins þá er mikilvægt að segja það bara hreint út og gefa öllum svigrúm til að hypja sig frekar en að þjösnast áfram með hreinum lygum um kaupmenn og að það hafi verið „brjálað að gera“ í sum- ar eins og fram kom í viðtali við Dag B. á Stöð 2. „Brjálað að gera“ er óræð stærð í hagkerf- inu og þau vísindi borgarstjóra eru hvorki byggð á við- tölum við kaupmenn sem hann heimsækir né talnalegum stað- reyndum. Borgarstjóri og borgarfulltrúar eru í þjónustu við og í um- boði kjósenda. Þau völdust ekki til starfa vegna persónulegra skoðana sinna, t.d. að „hata bíla“, heldur til að reka borgina faglega og skv. vilja borgarbúa. En kannski er lýðræðið bara of- metið hjóm og nóg að kveikja jóla- ljósin til að sefa múginn. Rann- sóknir hafa sýnt að samkennd gerir fólk að betri stjórnendum, starfsmönnum, betri fjölskyldu- meðlimum og vinum. Samkennd er stærri en bara persónuleg áhrif hennar. Við erum öll í þessu saman og vísindafólk segir að tenging og samkennd séu lykilatriði fyrir sjálfbæra og mannúðlega framtíð. Fólk með takmarkaða samkennd og sjálfhverfni á ekkert að vera í almannaþjónustu. Kjósendur ætla líka að kveikja á perunni. Kveikjum á per- unni – opið bréf til borgarstjórnar Eftir Önnu Báru Ólafsdóttur Anna Bára Ólafsdóttir »En kannski er lýðræðið bara of- metið hjóm og nóg að kveikja jólaljósin til að sefa múginn. Formaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík. Fuglinn sem gat ekki flogið er heiti á bók Gísla Pálssonar fræði- manns um geirfuglinn. En þótt geirfuglinn hafi ekki getað flogið, stór og stuttvængjaður sem hann var, þá leiðir höfundur rök að því að á sinn hátt hafi þessi fugl getað gert sig skilj- anlegan við okkur. Og þetta áréttar hann með lítilli dæmisögu, svolítið langsóttri en skemmtilegri og af hugkvæmni sett fram. Þannig var að ástralski rithöfund- urinn og dýraverndunarsinninn John Coetzee hafði skrifað bókina Líf dýra til að sýna fram á þá firru að dýrin í lífríkinu væru of skyni skroppin til að tala sínu máli. Þau gerðu það einfald- lega á sinn hátt. Og til að sýna fram á þetta hafi Co- etzee kallað til vitnis skáldbróður sinn, hinn franska Albert Camus, sem hafi rifjað upp reynslusögu úr æsku þegar amma hans hafi sent hann eftir hænu út í hænsnastíu, en síðan brugðið hníf á háls hænunni og látið henni blæða út fyrir framan þau langfeðgin. Dauðaóp þessarar hænu hafi greipst í huga hins unga Camus og orðið kveikja að magnþrunginni gagnrýni hans á aftökur undir fallöxi. Sú ádeila hafi átt drjúgan þátt í af- námi dauðarefsingar í Frakklandi. Þar með hefði hænan talað, var nið- urstaða Coetzee. „Hver getur þá sagt,“ segir Gísli Pálsson og grípur boltann á lofti, „að síðustu geirfuglarnir hafi ekki talað? Settu þeir ekki útrýmingarhættu teg- unda á dagskrá og vöruðu menn við?“ Bók Gísla um geir- fuglinn er í senn fróðleg og skemmtileg. Hann gerist víðförull með les- endur sína bæði í tíma og rúmi, við staðnæm- umst á nítjándu öldinni en einnig hinni tutt- ugustu; við horfum einnig langt aftur og langt fram. Við förum á íslenskar söguslóðir og erlendar, heimsækjum meðal annars söfn í Kaupmannahöfn og í ensku háskólaborginni Cambridge og komum við hjá nátt- úrugripasöfnurum samtímans. Reyndar er hér ekki nægilega fast að orði kveðið því höfundur gerir meira en að heimsækja söfnin, hann grúfir sig þar yfir heimildir að hætti hins vandaða vísindamanns. Hvernig þetta geirfuglaferðalag sitt hafi hafist, segir Gísli sér sjálfum ekki með öllu ljóst: „Hópur manna byrjaði að eltast við fuglinn, án þess að sjá hann og án þess að vita hvert ferðinni er heitið eða hvernig henni muni ljúka. Fuglafræðingar frá Bret- landi, embættismenn úr Reykjavík og bændur og búalið á Suðurnesjum leggja á ráðin og fylgja fuglinum í huganum. Nú er ég sjálfur orðinn hluti af þessu sérkennilega ferðalagi, án þess að vita nákvæmlega hvernig það bar til.“ Smám saman rennur það þó upp fyrir lesandanum hvernig það gerð- ist. Og margt skýrist sem áður var óljóst, hve eftirsóttur til manneldis þessi kjötmikli fugl hafi verið í langan tíma og þegar fækkað hafi í stofn- inum hafi menn trúað því að hann hafi fært sig fjær landi eða á aðrar slóðir. Vísbendingu um útrýmingu – aldauða af mannavöldum – hefði hins vegar mátt ráða af ákafa vísindamanna og safnara að komast yfir geirfuglshami og egg, ekki aðeins úti fyrir Suð- urnesjum heldur einnig fyrir Austur- landi, hvar sem fuglinn var að finna. Athyglisverð er frásögn Gísla af því hvernig vitund manna um nátt- úruvernd og hættuna af aldauða teg- unda af mannavöldum vaknar og þá hvernig geirfuglinn byrjar að tala til okkar í því samhengi. Bókarhöfundur horfir þannig til geirfuglsins sem deyjandi tegundar, en einnig úr gagnstæðri átt, frá sjónarhóli teg- undar í útrýmingarhættu er horft til okkar mannanna; hvernig aldauðann bar að og hvað af honum megi læra. Allt er þetta gert af yfirvegun og nákvæmni og ekki síst sanngirni sem er mikilvægur ferðafélagi í svona vegferð. Virðing höfundar fyrir við- fangsefni sínu, að hvívetna sé vandað til verka og farið rétt með, veldur því að lesandanum finnst Gísli Pálsson vera góður leiðsögumaður og bók hans eftirsóknarverð. Hún á heima á náttborðinu sem skemmtilesning og að henni lokinni í bókahillu. Það fer hins vegar ekki fram hjá neinum að í samtímanum gerast bókahillur sífellt nískari á pláss. Fuglinn sem gat ekki flogið á þó heima þar. Geirfuglinn talar Eftir Ólaf Bjarna Andrésson » „Hver getur þá sagt,“ segir Gísli Pálsson og grípur bolt- ann á lofti, „að síðustu geirfuglarnir hafi ekki talað? Settu þeir ekki útrýmingarhættu teg- unda á dagskrá og vör- uðu menn við?“ Ólafur Bjarni Andrésson Höfundur framkvæmdastjóri og áhugamaður um náttúruvernd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.