Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: Mán-fös: 11-18
Lau: 11-15
www.spennandi-fashion.is
FALLEGIR ÍTALSKIR SKÓR - NÝ SENDING!
Skipholti 29b • S. 551 4422
LAXDAL ER Í LEIÐINNI – SJÁ LAXDAL.IS
20%
AFSLÁTTUR
TIL 1. NÓV.
TILBOÐS-
DAGAR
Á VÖLDUM
NÝJUM
VÖRUM
FRÁ
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
NÝTT FRÁ
Str. S-3XL (38/40-52/54)
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Nýjar vörur í hverri viku
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Ólíklegt þykir að fólk smitist af kór-
ónuveiru við það að skrá komu sína á
snertiskjá heilsugæslustöðvar, sé
farið eftir leiðbeiningum og fyllsta
öryggis gætt.
Óskar Reykdalsson, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
segir að skjáirnir séu sums staðar í
notkun á heilsugæslustöðvunum en
ekki alls staðar. „Það fer eftir að-
stæðum á hverjum stað hvort skjá-
irnir eru notaðir. Það eiga að vera
leiðbeiningar, sprittbrúsar og hlífð-
arhanskar við hvern skjá,“ segir
Óskar. Auk þess sem notendum er
ráðlagt að spritta hendur sínar fyrir
og eftir notkun á skjánum hreinsar
starfsfólk skjáina reglulega með
spritti. Þá sér sprittstjóri um að
sameiginlegir snertifletir, eins og
kaffivélar, séu sprittaðir reglulega.
„Við teljum að áhættan sé mjög
lítil ef fólk passar sig og fer eftir leið-
beiningum. Það er í sjálfu sér víða
áhætta, líka í því að standa framan
við móttökuritara,“ segir Óskar.
Hann segir að heilsugæslustöðvarn-
ar á höfuðborgarsvæðinu hafi að
mestu losnað við smit. Hafi það kom-
ið upp þá hefur fólk smitast heima
hjá sér. Hann vissi af einu tilviki þar
sem smit barst á milli tveggja starfs-
manna og sá sem smitaði kom með
smit að heiman. Enginn starfsmaður
hefur smitast af sjúklingi og ekki er
vitað til þess að sjúklingar hafi smit-
að aðra sjúklinga. gudni@mbl.is
Sprittað reglulega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Snertiskjár Mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum, nota hanska og spritta.
Ólíklegt þykir að fólk smitist af snertiskjám gæti það að
smitvörnum og fari eftir leiðbeiningum um sóttvarnir
Áhrif COVID-19 á tónlistarlíf, fé-
lagsþjónustu og skólastarf og við-
horf landsmanna til sóttvarnaað-
gerða, kynbundið ofbeldi gagnvart
erlendum konum, atvinnuþátttaka
fatlaðs fólks, leið kvenna til æðstu
metorða, seigla samfélaga og nýj-
ustu straumar í stjórn fyrirtækja.
Þetta er meðal umfjöllunarefna á
hinum árlega Þjóðarspegli: Ráð-
stefnu í félagsvísindum sem fram fer
á vegum félagsvísindasviðs á morg-
un, föstudag. Alls verður boðið upp á
219 erindi í 52 málstofum að þessu
sinni auk veggspjaldakynninga og
eru þátttakendur rúmlega 300. Er
það fólk sem starfar á sviði fé-
lagsfræði, mannfræði, safnafræði,
þjóðfræði, í félagsráðgjöf, hagfræði,
viðskiptafræði, markaðsfræði, lög-
fræði, stjórnmálafræði og kynja-
fræði. Ráðstefnan fer fram á netinu
vegna samkomutakmarkana.
Þjóðarspegillinn er nú haldinn í
21. sinn og er fastur í sessi sem stór
ráðstefna félagsvísinda.
Þjóð í spegli fræða
Ráðstefna félagsvísinda í HÍ í dag
Umhverfis- og
heilbrigðisráð
Reykjavíkur hef-
ur samþykkt að
hafin verði gjald-
taka fyrir hleðslu
rafbíla og tengil-
tvinnrafbíla á
hleðslustöðvum
Reykjavíkur-
borgar í miðborginni. Tillaga um
þetta kom frá skrifstofu umhverf-
isgæða.
Umhverfis- og skipulagssvið mun
útfæra gjaldskrá. Fram kemur í til-
lögunni að ýmsar leiðir séu til
gjaldtöku, þar á meðal gjald fyrir
kílóvattstund, gjald fyrir tíma í
hleðslustæði eða áskrift.
Settar voru upp hleðslustöðvar á
13 stöðum í miðborginni árið 2018.
Hleðslan hefur verið gjaldfrjáls en
notendur hafa greitt í stöðumæli að
loknum 90 mínútum og greitt fyrir
afnot af bílastæðahúsum.
Gjald verður tekið
fyrir hleðslu rafbíla