Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is KAREN BLIXEN Jólavörurnar frá ROSENDAHL komnar í verslanir okkar Óróar giltir – frá 3.190,- stk. silfur – frá 2.490,- stk. Kertastjaki gyltur – frá 6.990,- silfur – frá 5.490,- Kertahringir 2. stk. gyltir – 7.990,- 2. stk. silfur – 6.490,- Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Byggingafulltrúinn í Reykjavík hef- ur heimilað niðurrif á þremur húsum á svonefndum Höfðatorgsreit. Jafn- framt hefur lóðarhafinn, Höfðatorg ehf., lagt fram fyrirspurn til borg- arinnar um hvort heimilað verði að byggja átta hæða atvinnuhús á lóð- inni að niðurrifi loknu. Höfðatorgsreitur afmarkast af fjórum götum: Borgartúni, Katr- ínartúni (hét áður Höfðatún), Bríet- artúni (áður Skúlagata) og Þórunn- artúni (áður Skúlatún). Á árum áður voru á þessu svæði verslunar- og þjónustufyrirtæki í eldri húsum, sem urðu að víkja fyrir nýjum bygg- ingum. Þarna risu í staðinn fimm stórar byggingar. Tvær þær hæstu eru turninn á Höfðatorgi, 19 hæðir, og Fosshótel Reykjavík, stærsta hótel landsins, 16 hæðir. Þar eru 320 her- bergi. Að auki eru á reitnum tvær skrifstofubyggingar og 12 hæða fjöl- býlishús með 94 íbúðum. Í skrif- stofubyggingunum er að finna fjöl- breytta starfsemi, svo sem banka, landlækni, þjóðkirkjuna og mörg svið Reykjavíkurborgar. Húsin þrjú, sem nú verða rifin, eru þau síðustu af eldri húsunum á reitnum sem enn standa. Þau eru í eigu Höfðatorgs ehf. Fyrst skal telja þriggja hæða hús nr. 13 við Bríet- artún (áður Skúlagata 63), 1.683 fer- metrar að stærð. Með óskinni um niðurrif fylgdu teikningar að húsinu frá árunum 1962 og 2001. Í þessu húsi var um áratuga skeið rekin verslunin Fossberg, sérverslun með iðnaðarvörur, vélar og verkfæri. Var húsið jafnan kallað Fossberghúsið. Í öðru lagi er sótt um leyfi til að rífa hús nr. 12-12a við Katrínartún (áður Höfðatún 12-12a). Um er að ræða tvö hús, þriggja hæða steinhús, alls 1.348 fermetrar, og einnar hæð- ar sambyggt bakhús, 277 fermetrar. Með óskinni um niðurrif fylgja teikningar að húsunum frá 1962 og 2003. Í aðalhúsinu var flugfélagið WOW með starfsemi um tíma og skartar það bleikum lit félagsins. Upphaflega voru í húsinu prent- smiðjan Litbrá og bókaútgáfan Leiftur. Það eru PK Arkitektar fyrir hönd Höfðatorgs ehf. sem senda fyrir- spurnina til borgarinnar um upp- byggingu á lóðinni að loknu nið- urrifi. Þar kemur fram að nýja byggingin verður átta hæðir, sex hæða aðalbygging með tveimur inn- dregnum þakhæðum. Heildarstærð ofanjarðar verður um 8.000 fermetr- ar og með kjallara alls um 10.000 fermetrar. Að auki verður tveggja hæða bílakjallari. Húsið mun fá götuheitið Katrínartún 6. Skipulagsfulltrúi borgarinnar sendi fyrirspurn Höfðatorgs ehf. til umsagnar hjá verkefnisstjóra. Morgunblaðið/Eggert Katrínartún 12 Húsið er málað í litum WOW-flugfélagsins sem var með höfuðstöðvarnar þar. Tölvumynd/PK Arkitektar Nýbyggingin Lóðarhafi áformar að reisa skrifstofubyggingu sem verður átta hæðir. WOW-húsið víkur fyrir stórhýsi  Þrjú gömul hús á Höfðatorgsreit verða rifin  Átta hæða skrifstofuhús verður byggt á reitnum Morgunblaðið/Eggert Bríetartún 13 Eitt þriggja húsa sem verða rifin. Í húsinu var Fossberg véla- verslun um áratuga skeið og er það enn kennt við þessa þekktu verslun. Búið er að koma fyrir raftenglum fyrir rafmagnsbíla á hinum sögu- fræga stað Skálholti og er hægt að hlaða fjóra bíla samtímis. Frá þessu segir í frétt á heimasíðu biskups, kirkjan.is. „Fagurgræn merkingin á bíla- stæðinu fer ekki fram hjá neinum og yljar eflaust öllum umhverfisvinum um hjartarætur,“ segir þar. Einnig kemur fram að til standi að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Biskupsgarð í Reykjavík og á biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal. Kirkjuþing var einhuga um tillögu á þinginu 2019 að kirkjuráði skyldi fal- ið að koma upp hleðslustöðvum eða raftenglum við fasteignir kirkj- unnar. Kirkjuráð samþykkti á fundi sínum í maí í fyrra að hvetja sókn- arnefndir til að koma upp tenglum til rafmagnshleðslu við kirkjur og safnaðarheimili. Einnig samþykkti kirkjuráð að stefna að því að koma upp hleðslutenglum við prestssetur eftir óskum ábúenda. sisi@mbl.is Ljósmynd/hsh Skálholt Rafhleðslustöðvarnar eru nú tilbúnar á hinu forna biskupssetri. Rafhleðslustöðvar í Skálholti og á Hólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.