Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
KAREN BLIXEN
Jólavörurnar frá
ROSENDAHL
komnar í verslanir okkar
Óróar
giltir – frá 3.190,- stk.
silfur – frá 2.490,- stk.
Kertastjaki
gyltur – frá 6.990,-
silfur – frá 5.490,-
Kertahringir
2. stk. gyltir – 7.990,-
2. stk. silfur – 6.490,-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Byggingafulltrúinn í Reykjavík hef-
ur heimilað niðurrif á þremur húsum
á svonefndum Höfðatorgsreit. Jafn-
framt hefur lóðarhafinn, Höfðatorg
ehf., lagt fram fyrirspurn til borg-
arinnar um hvort heimilað verði að
byggja átta hæða atvinnuhús á lóð-
inni að niðurrifi loknu.
Höfðatorgsreitur afmarkast af
fjórum götum: Borgartúni, Katr-
ínartúni (hét áður Höfðatún), Bríet-
artúni (áður Skúlagata) og Þórunn-
artúni (áður Skúlatún). Á árum áður
voru á þessu svæði verslunar- og
þjónustufyrirtæki í eldri húsum,
sem urðu að víkja fyrir nýjum bygg-
ingum.
Þarna risu í staðinn fimm stórar
byggingar. Tvær þær hæstu eru
turninn á Höfðatorgi, 19 hæðir, og
Fosshótel Reykjavík, stærsta hótel
landsins, 16 hæðir. Þar eru 320 her-
bergi. Að auki eru á reitnum tvær
skrifstofubyggingar og 12 hæða fjöl-
býlishús með 94 íbúðum. Í skrif-
stofubyggingunum er að finna fjöl-
breytta starfsemi, svo sem banka,
landlækni, þjóðkirkjuna og mörg
svið Reykjavíkurborgar.
Húsin þrjú, sem nú verða rifin,
eru þau síðustu af eldri húsunum á
reitnum sem enn standa. Þau eru í
eigu Höfðatorgs ehf. Fyrst skal telja
þriggja hæða hús nr. 13 við Bríet-
artún (áður Skúlagata 63), 1.683 fer-
metrar að stærð. Með óskinni um
niðurrif fylgdu teikningar að húsinu
frá árunum 1962 og 2001. Í þessu
húsi var um áratuga skeið rekin
verslunin Fossberg, sérverslun með
iðnaðarvörur, vélar og verkfæri. Var
húsið jafnan kallað Fossberghúsið.
Í öðru lagi er sótt um leyfi til að
rífa hús nr. 12-12a við Katrínartún
(áður Höfðatún 12-12a). Um er að
ræða tvö hús, þriggja hæða steinhús,
alls 1.348 fermetrar, og einnar hæð-
ar sambyggt bakhús, 277 fermetrar.
Með óskinni um niðurrif fylgja
teikningar að húsunum frá 1962 og
2003. Í aðalhúsinu var flugfélagið
WOW með starfsemi um tíma og
skartar það bleikum lit félagsins.
Upphaflega voru í húsinu prent-
smiðjan Litbrá og bókaútgáfan
Leiftur.
Það eru PK Arkitektar fyrir hönd
Höfðatorgs ehf. sem senda fyrir-
spurnina til borgarinnar um upp-
byggingu á lóðinni að loknu nið-
urrifi. Þar kemur fram að nýja
byggingin verður átta hæðir, sex
hæða aðalbygging með tveimur inn-
dregnum þakhæðum. Heildarstærð
ofanjarðar verður um 8.000 fermetr-
ar og með kjallara alls um 10.000
fermetrar. Að auki verður tveggja
hæða bílakjallari. Húsið mun fá
götuheitið Katrínartún 6.
Skipulagsfulltrúi borgarinnar
sendi fyrirspurn Höfðatorgs ehf. til
umsagnar hjá verkefnisstjóra.
Morgunblaðið/Eggert
Katrínartún 12 Húsið er málað í litum WOW-flugfélagsins sem var með höfuðstöðvarnar þar.
Tölvumynd/PK Arkitektar
Nýbyggingin Lóðarhafi áformar að reisa skrifstofubyggingu sem verður átta hæðir.
WOW-húsið víkur fyrir stórhýsi
Þrjú gömul hús á Höfðatorgsreit verða rifin Átta hæða skrifstofuhús verður byggt á reitnum
Morgunblaðið/Eggert
Bríetartún 13 Eitt þriggja húsa sem verða rifin. Í húsinu var Fossberg véla-
verslun um áratuga skeið og er það enn kennt við þessa þekktu verslun.
Búið er að koma fyrir raftenglum
fyrir rafmagnsbíla á hinum sögu-
fræga stað Skálholti og er hægt að
hlaða fjóra bíla samtímis. Frá þessu
segir í frétt á heimasíðu biskups,
kirkjan.is.
„Fagurgræn merkingin á bíla-
stæðinu fer ekki fram hjá neinum og
yljar eflaust öllum umhverfisvinum
um hjartarætur,“ segir þar.
Einnig kemur fram að til standi að
setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla
við Biskupsgarð í Reykjavík og á
biskupssetrinu á Hólum í Hjaltadal.
Kirkjuþing var einhuga um tillögu á
þinginu 2019 að kirkjuráði skyldi fal-
ið að koma upp hleðslustöðvum eða
raftenglum við fasteignir kirkj-
unnar. Kirkjuráð samþykkti á fundi
sínum í maí í fyrra að hvetja sókn-
arnefndir til að koma upp tenglum
til rafmagnshleðslu við kirkjur og
safnaðarheimili. Einnig samþykkti
kirkjuráð að stefna að því að koma
upp hleðslutenglum við prestssetur
eftir óskum ábúenda. sisi@mbl.is
Ljósmynd/hsh
Skálholt Rafhleðslustöðvarnar eru nú tilbúnar á hinu forna biskupssetri.
Rafhleðslustöðvar í
Skálholti og á Hólum