Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Silver/ Dark walnut að innan. 2020 GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleira. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Carbon Black/ Walnut að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, gúmmimottur í húsi og palli. VERÐ 13.250.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Silver/ Grár að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque, 4X4, 10-speed Automatic transmission, 6-manna. Heithúðaður pallur. VERÐ 11.290.000 m.vsk 2020 Ford F-350 XLT Lét sjálfan mig mæta afgangi Ómar Örn Sigurðsson (54 ára) er suðrænn í útliti, brúneygður og brosmildur. Hann vann lengi hjá stóru fjölmiðlafyrirtæki þar sem hann hannaði útlit fjölda tímarita. Samvisku- samlega sat hann við tölv- una og kláraði verkin, því það voru svo oft skiladagar, „dead lines“, sem varð að virða. Matar- tímar, hvíld, fjölskyldulíf og hreyfing var eitt- hvað sem gat beðið – eða hvað? Nei, reyndar ekki. Ómar þekkir það að stranda, missa kraft og þor og ver- aldlega hluti. Saga Ómars er saga manns sem ákvað að verða fullorð- inn og taka ábyrgð þegar hann var kominn á miðjan aldur – en samt þurfti hann að læra að fyrirgefa sér og dæma sig ekki of hart. Örlagaríkt símtal „Áður en ég komst að hjá VIRK hafði ég vanrækt mig lengi, leyfði mér meðal annars að borða of mikið, er með fíknartilhneigingu og bætti á mig 30 kílóum. Sat einangraður fyrir framan tölvuna heima og borðaði drasl og nennti ekki að hreyfa mig. Ég vanrækti sjálfan mig á svo mörg- um sviðum. Ég upplifði svakalega mikinn og alvarlegan kvíða sem var lamandi. Var heilu helgarnar í kuðung uppi í sófa, meikaði ekki að gera neitt og einangraði mig frá fólki. Vissi að ég var að missa þetta allt út úr hönd- unum. Einn daginn var ég að versla í Krónunni og vissi ekki hvað ég átti að kaupa, var alveg utan við mig. Hafði heyrt af VIRK og fletti skyndilega upp númerinu og hringdi þar sem ég stóð í versluninni. Spurði bara: „Hvernig virkar þetta? Þarf ég að vera í stéttarfélagi?“ Ég sagðist vera hálfgerður „anarkisti“ í lífinu, væri eiginlega ekki til. Í ljós kom að ég hafði einhvern tímann verið í stéttar- félagi og greitt mín gjöld og var því til á skrá. Ég sá allt í móðu. En mér var vel tekið og heim- ilislæknirinn sendi þeim upplýsingar um mig og þremur vikum síðar fékk ég ráðgjafa hjá VIRK. Ég svaraði vel gerðum spurningalista og fékk svo „alls konar fyrir aumingja“ frítt.“ Ómar brosir glaðlega og það er létt yfir honum í dag. En var hann svo djúpt sokkinn að sjálfsvígshugsanir létu á sér kræla á þessu erfiða tíma- bili þegar allt var í móðu? „Nei, ekki á þeim tíma. Ég kannast við það frá öðrum tíma, í gamla daga þegar ég var að koma út úr neyslu. Það sem ég upplifði þarna í Krónunni var doði og rosaleg andleg þreyta. Sálfræðingurinn minn hjá VIRK var mjög góður. Ég sótti námskeið í núvitund sem gerði mér mjög gott og ég fór á námskeið og í sjúkraþjálfun í Heilsuborg. Það var svakalega fínt. Ég var orðinn bakveikur, festist oft í bakinu enda í mjög slæmu formi. Alltaf lafmóður. Ég hafði alltaf verið í frekar góðu líkamlegu formi en þarna var ég ekki eins og ég átti að mér að vera og kunni ekki við þetta slæma ástand.“ Stundaskrá er góð „Ég byrjaði að æfa reglulega og það var gott að komast aftur af stað. Ég hef verið að æfa síðan þá. Æfi svona þrisvar til fjórum sinnum í viku og finn að ég þarf að setja enn betri rútínu á mig, því það er gott fyrir mann að hafa stundaskrá, sér- staklega þegar maður er verktaki, þá kemur maður fleiru í verk. Í fyrsta tímanum sem ég sótti í Heilsuborg var farið í stoðkerfisæf- ingar. „Í hvaða gamalmennatíma er ég kominn?“ hugsaði ég með mér. Ég ætlaði ekki að mæta aftur. En ég þurfti að gleypa hrokann og stolt- ið og ég fann að ég átti ýmislegt sam- eiginlegt með þessu fólki. Ég var þarna til að bjarga lífi mínu alveg eins og þau og fann fyrir skömm að vera kominn á þennan stað með sjálf- an mig. Mér fannst að ég ætti frekar að vera flotti gæinn sem er allt í lagi með, en svo sá ég að við áttum ýmis- legt sameiginlegt. Það var erfitt að staðsetja sig þarna og viðurkenna að ég þjáðist af offitu og var í ömurlegu formi. Ég hafði verið í afneitun. En ég tók eftir því að þegar maður bætir svona á sig kílóum, hættir fólk að þekkja mann. Eftir mánuð í Heilsuborg fór ég að finna að þetta vann með mér. Ég var duglegur að sinna endurhæfingunni, skipulagði mig og setti í forgang að mæta í allt sem var uppbyggjandi og raðaði svo vinnunni í kringum það. Ég ætla að halda áfram að stjórna lífi mínu þannig. Ég er að hanna ný borðdagatöl og það hentar mér vel að skrifa fyrst inn á þau allt sem ég ætla að gera fyrir mig og svo það sem er nauðsynlegt fyrir fjölskylduna, til dæmis að keyra stjúpson minn í íþróttir og taka svo stutta æfingu sjálfur á meðan hann er á íþróttaæfingu. Svo raða ég vinnunni inn á daga- talið. Áður en ég strandaði, var for- gangsröðin þannig að vinnan var allt- af númer eitt. Ef það var til dæmis foreldra- fundur eða annað sem þurfti að gera í tengslum við börnin, þá skaust ég ekki nema enginn annar gæti reddað því fyrir mig. Það var alltaf auka- stress ef maður þurfti að fara eitt- hvað með krakkana. Í starfinu mínu eru tímamörk, „deadlines“, og það er eins og tíma- mörkin séu heilög. Mörgu er fórnað til að ná tímamörkum og jafnvel unn- ið heila nótt. Ég gætti þess ekki að standa upp og fara í mat. Matartím- anum var oft fórnað og bara borðað við tölvuna. Mjög langar setur við tölvuna eru óhollar og ég gaf mér ekki tíma til að fara í líkamsrækt – eða sinna mér og lífinu. Svo sat ég uppi með það að hafa engin áhuga- mál. Ég horfði á félaga mína á fullu í mótorkrossi, veiði, golfi ... og ég velti því fyrir mér hvernig þeir hefðu tíma, orku og peninga til að geta sinnt þessu. „Hverju er ég að missa af?“ varð ágeng spurning.“ Áratuga uppsöfnuð streita „Á þessu tímabili byrjaði ég að verða mjög stressaður. Fékk smá taugaáfall um tíma og var orðinn „nastí“ við fólk í kringum mig. Gat aldrei verið án síma og tölvu, ekki einu sinni í fríum. Síminn var alltaf að trufla og ég var með alla deildina á herðunum. Ég vann samfleytt í nokkra sólar- hringa þegar við vorum eitt sinn að gefa út stórt verk. Ég lagði mig allan fram en fékk svo ekki greitt. Ég fékk svívirðingar yfir mig frá forstjór- anum og streitan byrjaði alvarlega að „kikka inn“. Fyrirtækið fór í raun á hausinn og nýtt fyrirtæki tók yfir. Ég hafði ekki áhuga á því sem þar var í boði, enda var þetta orðið meira en nóg og ég hætti. Þetta var fyrir tuttugu árum og ég hef verið „freelance“ síðan. Þegar ég fór seinna til sálfræðings á vegum VIRK var lagt fyrir mig próf sem sýndi að ég væri með ára- tuga uppsafnaða streitu. Ég var að reyna að reka sjálfan mig af einhverju viti sem verktaka í tímaritabransa en það gekk nú mis- jafnlega. Hjónabandið leið fyrir þetta og við skildum. Á tímabili var ég einn með börnin og var með vinnuaðstöðuna mína heima. Þá stofnaði ég fyrirtæki með félaga mínum en það samstarf gekk ekki upp og hafði þær afleiðingar að ég missti íbúðina mína eftir banka- hrunið og er enn ekki búinn að bíta úr nálinni með það.“ Sigling upp á við „Í tvö ár hef ég verið að sigla upp á við og hef ákveðið að setja ekki tak- mörk á hversu hátt ég get farið. Ég ætla bara að leyfa mér að vaða af stað og sjá hvað gerist. Sumir setja þak á hversu vel þeim má ganga en ég ætla ekki að setja þak á vel- gengni. Ég er 54 ára og er að ná því að vera jafnaldri minn og taka ábyrgð á mínu lífi, fjármálum og starfi – það er gott. Það er áríðandi að klára hreinsunina og afgreiða fortíðina sem nartar í hælana og lætur mig vaka á nóttinni með kvíðahnút. Til að gangast við ábyrgð þarf ég að bæta fyrir brot mín milliliðalaust og það mun ég gera. Ég þarf að gangast við því sem ég gerði og ég þarf að fyrirgefa mér það. Og láta það fara. Get ekki verið að ganga í gegnum lífið með refsi- vönd á bakinu. Það gagnast engum og síst mér.“ Þegar karlar stranda Bókarkafli | Sirrý Arnardóttir hefur tekið viðtöl við karlmenn á ólíkum aldri úr ólíkum áttum sem eiga það sameiginlegt að hafa strandað og upp- lifað verulega vanlíðan. Viðtölin eru birt í bókinni Þegar karlar stranda. Bókin er gefin út í sam- vinnu við VIRK – starfsendurhæfingarsjóð. Endurhæfing Sirrý Arnardóttir ræddi við karlmenn á ólíkum aldri, úr ólíkum áttum, sem eiga það sameiginlegt að hafa strandað en gripu til aðgerða, fóru að vinna í sínum málum og komust í land.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.