Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
✝ Jakob Jakobsson,fv. forstjóri Haf-
rannsóknastofnunar-
innar og prófessor í
fiskifræði við Há-
skóla Íslands, fæddist
á Strönd í Neskaup-
stað 28. júní 1931.
Hann lést á Landspít-
alanum 22. október
2020. Foreldrar hans
voru Jakob Jak-
obsson f. 24.12. 1887,
d. 14.2. 1967, skipstjóri og út-
gerðarmaður á Norðfirði, og
k.h. Sólveig Ásmundsdóttir, f.
24.7. 1893, d. 15.5. 1959, hús-
freyja. Systkini Jakobs voru
Þórunn, f. 7.1. 1913, d. 16.12.
1995, fiskvinnsluverkstjóri, Ás-
mundur, f. 25.12. 1914, d. 13.11.
1974, skipstjóri, og Auðbjörg, f.
2.10. 1917, d. 24.11. 1981, hús-
freyja. Jakob ólst upp á Strönd,
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1952 og
B.Sc. Hons. prófi í fiskifræði og
stærðfræði frá háskólanum í
Glasgow 1956.
Eftirlifandi eiginkona Jakobs
er Margrét Elísabet Jónsdóttir,
f. 25.4. 1940, fv. fréttamaður hjá
Ríkisútvarpinu. Fyrri eiginkona
Jakobs var Jóhanna Gunn-
björnsdóttir, f. 4.11. 1938, d.
24.4. 1974, húsmóðir. Börn Jó-
ráðsins (ICES), meðal annars
gegndi hann formannsembætti í
uppsjávarfiskadeild ráðsins og
vinnunefndum sem fjölluðu um
úttekt á síldarstofnum. Hann
var kosinn í stjórn Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins 1984,
fyrsti varaforseti ráðsins 1985
og forseti 1988. Á tíunda ára-
tugnum gegndi Jakob ýmsum
ráðgjafaverkefnum erlendis og
gerði til dæmis úttekt á haf-
rannsóknastofnunum í Noregi
og Danmörku.
Eftir Jakob liggja fjölmörg
ritverk. Þar má nefna bóka-
kafla um helstu síldarstofna
veraldar, veiðarfæri og veiði-
tækni og gátuna um Íslandssíld-
ina. Einnig skrifaði hann fjölda
vísindagreina sem birtust í inn-
lendum og erlendum fagtíma-
ritum.
Jakob hlaut margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf sín,
meðal annars riddarakross og
stórriddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu og Chorafaz-
verðlaunin fyrir framúrskar-
andi framlag á sviði vísinda til
sjálfbærrar nýtingar náttúru-
auðlinda.
Jakob verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju í dag, 29. októ-
ber 2020, klukkan 15.
Athöfninni verður streymt:
https://youtu.be/dmW4ostWU-U
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
hönnu og Jakobs
eru: 1) Sólveig, f.
26.11. 1958, pró-
fessor, maður
hennar er Jón Jó-
hannes Jónsson.
Þau eiga þrjú börn
og fjögur barna-
börn. 2) Oddur
Sigurður, f. 18.3.
1961, hagfræð-
ingur, kona hans
Sigríður Viðars-
dóttir, þau skildu. Þau eiga tvo
syni og eitt barnabarn. Í sam-
bandi með Oddi er Hólmfríður
Friðjónsdóttir. 3) Auðbjörg, f.
9.6. 1966, tölvunarfræðingur,
maður hennar er Sigurður Á.
Sigurbjörnsson. Þau eiga tvö
börn.
Jakob var fiskifræðingur við
fiskideild atvinnudeildar há-
skólans, síðar Hafrannsókna-
stofnunarinnar 1956-2001. Aðal-
viðfangsefni hans voru síldar-
rannsóknir og stofnstærðar-
rannsóknir. Hann var aðstoðar-
forstjóri 1975-1984, forstjóri
1984-1998 og síldarsérfræð-
ingur 1998-2001. Jakob var pró-
fessor í fiskifræði við Háskóla
Íslands 1994-2001, sá fyrsti sem
gegndi þeirri stöðu.
Jakob tók mikinn þátt í störf-
um Alþjóðahafrannsókna-
Jakob, tengdafaðir minn, var
maður kurteis, með fágaða og
hlýlega framkomu, athugull og
yfirvegaður. Hann var glæsileg-
ur ásýndum, reistur og sterk-
byggður. Augun voru blá og hár-
ið rauðgyllt og liðað. Freknurnar
voru eitt af því sem óteljandi var
á Íslandi. Jakob var góður sögu-
maður og með gott vald á ís-
lensku máli. Þegar Jakob hlust-
aði af athygli hallaði hann höfði
og studdi fingrum á kinn. Góðleg
kímnin var krydd í samtalinu.
Teldi hann mál ekki í góðum far-
vegi byrsti hann sig. Þá hlustuðu
allir. Honum fannst gaman að
tala ensku með skýrum r-hljóð-
um til heiðurs vinum sínum í
Skotlandi.
Þegar ég kom í fjölskylduna
var Jakob nýkvæntur Margréti
E. Jónsdóttur og voru þau mjög
samhent alla tíð. Fjölskyldu-
kvöldverðurinn var í hávegum
hafður og þeim mun betra sem
fleiri voru mættir. Fjölbreytt
mál rædd og brotin til mergjar
undir borðum. Jakob naut sín í
umræðunum, fjölfróður og með
smekk fyrir góðum sögum. Ís-
lendingasögurnar voru hans eft-
irlæti og Egill Skallagrímsson
hans maður.
Svo voru það símtölin á hverju
kvöldi. Útgerðarmenn, skipstjór-
ar, fréttamenn og ráðherrar, all-
ir áttu erindi við Jakob. Þegar
keyrði um þverbak brá Margrét
sér frá og slökkti á símanum.
Jakob þurfti næði til að borða.
Jakob gegndi lykilhlutverki í
ýmsum alþjóðasamningum, t.d.
við lausn þorskastríðsins 1976.
Harold Wilson, forsætisráðherra
Bretlands, mætti til fundar með
pípu og reiknistokk. Geir Hall-
grímsson mætti með Jakob Jak-
obsson. Jakob var með bláa
bindið, heiðurstákn veitt afreks-
íþróttamönnum í háskólum í
Bretlandi, og sem Jakob hafði
fengið fyrir kappróður. Wilson
þekkti merkingu bindisins.
Fundurinn var langur. Engu
skipti hvað Wilson tottaði pípuna
eða sveiflaði reiknistokknum,
Jakob hafði skýr svör við öllum
spurningum. Þar fór maður sem
ekki var eingöngu afreksmaður í
íþróttum.
Barnæska Jakobs mótaði
hann alla ævi. Hann var örverpi
og umvafinn ást og öryggi for-
eldra og fjölskyldu. Þaðan komu
góðvildin, sjálfsöryggið og kapp-
semin sem einkenndi hann.
Hann vandist sjónum og sjó-
mennsku og skildi sjómenn og líf
þeirra vel. Þeir litu á Jakob sem
einn úr sínum hópi og það hjálp-
aði honum síðar á ævinni. Hann
var eitt sinn spurður hve margir
fiskifræðingar væru á Íslandi og
svaraði hann því til að þeir væru
jafnmargir sjómönnunum. Jakob
var sex ára gamall þegar pabbi
hans fól honum að mæla hitastig
sjávar á háflóði á vorin. Þegar
hitastigið hafði hækkað úr 2 til 3
gráðum í 5 til 6 gráður kæmi
fiskurinn og kominn tími fyrir
Austfirðinga á vertíð á Horna-
firði að halda heim.
Jakob var heilsteyptur fjöl-
skyldufaðir. Með fyrri konu
sinni, Jóhönnu Gunnbjörnsdótt-
ur, sem dó ung, átti hann þrjú
börn sem síðan hafa látið að sér
kveða hvert á sínum vettvangi.
Jakob var umhyggjusamur faðir,
afi og langafi. Hann var vinur
barna sinna, barnabarna og
langafabarna. Stöðugt tilbúinn í
ævintýraleiðangur með þeim og
með glettni og hlýju örvaði hann
börnin til að fræðast og njóta
samverunnar. Hann var af-
bragðsfyrirmynd sem eiginmað-
ur og fjölskyldufaðir. Jakobs er
sárt saknað.
Jón Jóhannes Jónsson.
Afi minn, Jakob Jakobsson
var einstaklega ljúfur og yndis-
legur maður. Ég á svo margar
góðar minningar af afa í sum-
arbústaðnum Sunnuhlíð. Við fór-
um í ófáa leiðangra um lóðina og
jafnvel út fyrir hana. Það þótti
mikið fjör að skoða lækinn og
ganga upp að Kistu. Eins var
mjög spennandi að fara yfir girð-
ingar á prílum. Þær voru oft
frekar veðraðar, en einu sinni
fékk ég stóra flís í höndina og
það blæddi aðeins úr sárinu. Afi
var fljótur til og batt vasaklút
um sárið sem ég hafði á mér á
leiðinni heim. Hann hafði alltaf
vasaklút á sér, sem amma var
búin að þvo og strauja fyrir
hann. Sem reyndist vel, því eng-
inn sem ég hef þekkt fyrr eða
síðar hefur snýtt sér jafn hressi-
lega og afi minn.
Við fjölskyldan bjuggum í
Bandaríkjunum fyrstu ár lífs
míns, því foreldrar mínir voru í
námi. Það var mjög dýrt að
hringja heim og það þurfti sér-
stakt tilefni til að hringja til Ís-
lands. Mamma var stundum í
vandræðum með að koma ofan í
mig fiski (mögulega af því það
var erfitt að fá góðan fisk í Mið-
vesturríkjum Bandaríkjanna).
Yfirleitt borðaði ég þó fiskinn
þegar hún sagðist ætla að
hringja í afa og segja honum
hvað ég væri dugleg að borða
hann, enda var afi afskaplega
ánægður að heyra það. Amma og
afi voru mjög dugleg að senda til
okkar gjafir um jólin og páska-
egg um páska. Krumpaðir pakk-
ar og brotin páskaegg komu úr
gulum póstkössum og voru
ómetanlegir glaðningar fyrir
okkur systur sem bjuggum þá
fjarri stórfjölskyldu.
Við komum heim til Íslands
þegar ég var átta ára gömul. Þá
var yngri bróðir minn aðeins
nokkurra mánaða gamall, en for-
eldrar okkar áttu fullt í fangi
með hann, flutninga og að byrja
sjálf í nýrri vinnu. Við fluttum
inn á neðri hæðina í Nökkvavog-
inum hjá ömmu og afa, en það
var yndislegt að búa þar. Þau
voru mjög natin og afi las oft fyr-
ir mig á kvöldin. Hann rakaði sig
fyrir svefninn með froðu og ég
fékk stundum að fylgjast með.
Síðan kom hann niður og við lás-
um margar bækur saman, m.a.
Ferðina til Panama, sem ég les
nú fyrir drenginn minn. Eftir að
við komum heim til Íslands fékk
ég oft að fara í útréttingar með
afa, eins og að velja jólatré.
Amma sendi mig þá með honum
til að tryggja að hann kæmi heim
með nægilega stórt rauðgreni.
Það var mikið gæfuspor fyrir
okkur hjónin þegar okkur stóð til
boða að flytja á neðri hæðina á
Nökkvavoginum haustið 2018.
Ég upplifði þennan flutning eins
og að vera að koma heim aftur.
Við höfum átt ómetanlegar
stundir með ömmu og afa síðast-
liðin tvö ár. Gummi hefur einnig
fengið að kynnast langömmu og
langafa og ég er afskaplega
þakklát fyrir þann tíma sem við
höfum átt saman. Enda alltaf
jafn yndislegt að vera hjá þeim.
Afi minn var magnaður ein-
staklingur. Hann var mikill höfð-
ingi í sér, fastur fyrir og röskur.
Afi var mikill dugnaðarforkur í
öllu sem hann tók sér fyrir hend-
ur en gat einnig verið dálítið
stríðinn og ég líkist honum að-
eins að því leyti held ég. Ég
tengdist honum sterkum bönd-
um og hann er ein af mínum fyr-
irmyndum í lífinu. Hans verður
sárt saknað.
Bless afi minn, þín
Guðrún Pálína
Jónsdóttir (Gunna).
„Afi gaut!“ kallaði ég víst há-
stöfum um leið og ég vaknaði eft-
ir að hafa fengið að gista hjá afa
og ömmu á Nökkvavoginum. Afi
minn Jakob var þá fljótur að
snarast fram úr og elda graut
handa okkur ömmu. Eftir að
börnin mín fæddust lagaði afi oft
graut handa þeim á meðan
amma grúfði sig yfir krossgát-
una og ég naut lífsins með nýlag-
að kaffi.
Afi byrjaði snemma að kenna
barnabörnum sínum hina vís-
indalegu aðferð. Nánast í hverri
heimsókn fór hann með mig í
„leiðangur“ um hverfið. Þá þurfti
að rannsaka öll dýr stór og smá
sem urðu á vegi okkar. Að sjálf-
sögðu fékk amma skýrslu eftir
hvern túr. Á sumrin voru leið-
angrarnir nánast alltaf umhverf-
is Sunnuhlíð, sumarbústað afa og
ömmu í Lækjarbotnum, og var
þá helst farið í hellinn, lækinn og
upp á Kistu á Selfjalli. Fátt þótti
mér notalegra en að sitja við ar-
ineldinn í Sunnó og skrafa við afa
og ömmu eftir viðburðaríkan
dag.
Eftir því sem ég eltist lengd-
ust leiðangrarnir. Farið var í alls
konar ferðalög og göngur en
metið var sett þegar við fórum
þvert yfir hnöttinn til Chile þar
sem verið var að sjósetja nýtt
rannsóknaskip fyrir Hafrann-
sóknastofnun, Árna Friðriksson.
Þetta var ógleymanleg lífs-
reynsla sem kynti undir áhuga
mínum á heimsmálum.
Afi var duglegur að lesa fyrir
okkur barnabörnin og segja sög-
ur af æskuárum sínum á Norð-
firði, menntaskólaárunum í
Reykjavík og háskólaárunum í
Glasgow. Eftir að ég hóf nám í
stjórnmálafræði þótti mér einnig
gaman að ræða við hann um
reynslu hans af opinberri stefnu-
mótun og alþjóðasamstarfi. Sér-
staklega þótti mér merkilegt að
heyra af fundi hans með Harold
Wilson, forsætisráðherra Bret-
lands, um útfærslu landhelginn-
ar.
Á menntaskólaárunum bjó ég
á Nökkvavoginum hjá afa og
ömmu. Afi hefði seint getað talist
strangur uppalandi en þó stóð
hann fast á sínu. Eitt sinn
hringdi strákur í heimasímann
sem mig langaði ekki til að tala
við. Ég bað afa um að segja hon-
um að ég væri ekki heima en
hann harðneitaði. Þú verður allt-
af að koma heiðarlega fram við
fólk, sagði hann, þó að þú þurfir
að segja því eitthvað sem það vill
ekki heyra. Sem betur fer talaði
Jakob Jakobsson alltaf hrein-
skilnislega við íslensku þjóðina
þótt hann þyrfti að færa henni
fréttir af ofveiði og hnignun
fiskistofna.
Ég áttaði mig ung á því að
starfi afa fylgdi mikil ábyrgð.
Mér hafði verið sagt einn daginn
að hann yrði í sjónvarpinu seinna
um kvöldið. Ég sá fyrir mér að
afi myndi birtast á skjáum lands-
manna eins og ég sá hann iðu-
lega fyrir mér með bros á vör og
útbreiddan faðminn standandi
úti á palli í Sunnuhlíð. Mér
krossbrá þegar ég sá hann niður
við höfn þungbúinn á svip þar
sem hann talaði grafalvarlega við
fréttamanninn. Af hverju er afi
reiður? spurði ég móður mína.
Hann er að passa upp á fiskana,
sagði hún mér. Þegar ég ræði við
börnin mín um sjálfbærni og um-
hverfismál tek ég langafa þeirra
ávallt til fyrirmyndar.
Stolt er ég og þakklát fyrir að
hafa átt Jakob Jakobsson sem
afa. Minningarnar eru ótal
margar og komast ekki næstum
allar á blað en munu ylja mér um
hjartaræturnar um ókomna tíð.
Jóhanna Jónsdóttir.
Jakob Jakobsson var „maður-
inn sem telur fiskana í sjónum“.
Þannig kynntumst við honum í
gegnum son okkar sem hafði far-
ið með frænku sinni að heim-
sækja Jakob í Nökkvavoginn.
Síðar tengdumst við honum fjöl-
skylduböndum og í næstum hálfa
öld höfum við átt samleið með
heiðursmanninum og ljúflingn-
um. Og nú er maðurinn sem taldi
fiskana í sjónum látinn.
Hann kynnti okkur framandi
fisktegundir sem maður rekst
Jakob Jakobsson
Okkar ástkæri,
EINAR JÓNSSON
bílasmiður,
lést af slysförum laugardaginn 10. október.
Útförin fer fram í Lágafellskirkju föstudaginn
30. október klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir
viðstödd. Streymt verður frá athöfninni á
https://facebook.com/jongrasa.
Jón Einarsson Þórunn Elva Guðjohnsen
Jóhann Hinrik Jónsson Björn Gústav Jónsson
Ingimar Jónsson Katla Björk Ketilsdóttir
Eggert Karl Hafsteinsson Hlín Önnudóttir
Stefán Árni H. Guðjohnsen Ellen Dagmar Björnsdóttir
Ingibjörg V. Hafsteinsdóttir Norman Jón Karlsson
Árni Elvar H. Guðjohnsen
Óskar Steinn Gunnarsson Þorvaldur Sæmundsson
Víkingur Sæmundsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN BJÖRG EINARSDÓTTIR,
Skógarbraut 1112, Ásbrú,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja sunnudaginn
25. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 2. nóvember klukkan 15. Í ljósi aðstæðna munu
einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á: lindakirkja/utfarir.is.
Ágúst Ísfjörð
Ragnhildur Ágústsdóttir Ólafur Baldursson
Kristrún Ágústsdóttir Steingrímur Ellertsson
Einar Rúnar Ísfjörð Guðný María Bragadóttir
Jens Karl Ísfjörð Maríanna S. Bjarnleifsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG BENJAMÍNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 23. október.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
2. nóvember klukkan 15, en í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða
einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Agnes Vilhelmsdóttir
Kolbrún Vilhelmsdóttir Ólafur Skúli Guðmundsson
Guðbjörg Benjamínsdóttir
Daníel Martyn Knipe
Ásdís Brynja Ólafsdóttir
Viktor Tumi Ólafsson
Stefán Emil Ólafsson
og langömmubörnin
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
fósturmóðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA GUNNARSDÓTTIR,
Mosabarði 10, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi sunnudaginn 25. október.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
4. nóvember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Anton H. Jónsson
Gunnar Már Antonsson Guðrún Lára Guðmundsdóttir
Guðrún Antonsdóttir Dan Hillergård
Anton Már Antonsson Helga María Guðjónsdóttir
Auður Lísa Antonsdóttir Egill Örlygsson
Sigurður Hilmar Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHEIÐAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR.
Eyþór Gunnarsson Ellen Kristjánsdóttir
Birna Gunnarsdóttir Árni Daníel Júlíusson
Sólveig Anna Jónsdóttir Magnús Sveinn Helgason
Anna Margrét Ólafsdóttir
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
Oddrún Vala Jónsdóttir
Hólmfríður Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn