Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Eggert
Bæjarbíó Rekstur í ástandinu sem nú ríkir hefur reynst mörgum mjög erf-
iður. Fjarviðburðir hafa undanfarið verið að ryðja sér til rúms.
„Við höfum viljað sjá hvernig
ástandið þróast, en við höfum verið
að fá fyrirspurnir. Við höfum ekki
verið með búnað til að streyma og
þess vegna höfum við ekki farið í
það,“ segir Páll Eyjólfsson, sem rek-
ur Bæjarbíó í Hafnarfirði. Vísar
hann í máli sínu til viðburða sem
streymt er á netinu. Hafa slíkir við-
burðir nú notið talsverðra vinsælda í
stað árshátíða og samkoma fyrir-
tækja. Þannig er fólk í samskiptum í
gegnum netið auk þess sem boðið er
upp á skemmtiatriði, sem jafnframt
er streymt.
Að sögn Páls stendur undirbún-
ingur fyrir veturinn nú yfir. „Við
höfum í raun bara verið að undirbúa
okkur fyrir næstu mánuði. Svona
streymisviðburðir koma að sjálf-
sögðu til greina enda höfum við verið
að fá beiðnir. Fyrir tveimur árum
var verið að tala um þetta streymi en
svo kemur faraldurinn og umbyltir
öllu. Það má segja að þetta sé eins-
konar bylting,“ segir Páll og bætir
við að Sena Live hafi haldið nokkra
sambærilega viðburði.
„Þeir hafa verið að gera fína hluti í
þessu. Þetta hefur í raun verið burð-
arbiti í viðskiptum tækjaleiganna.
Það er þessi útleiga til streymis-
viðburða, enda þarf enginn annan
búnað í dag.“
Tekjufallið er algjört
Að sögn Páls hefur rekstur Bæj-
arbíós verið þungur allt frá því að
veiran náði fótfestu hér á landi.
Þannig hafi nær engir viðburðir ver-
ið haldnir í marga mánuði. Að-
spurður segir hann að ákvörðun
verði tekin um framhaldið í rekstr-
inum þegar ástandið skýrist betur.
„Við vitum ekki hvernig þetta
mun þróast. Það er hins vegar alveg
ljóst að ýmislegt hefur þróast mjög
mikið í þessu ástandi, þar á meðal
fjarviðburðir,“ segir Páll. „Við náð-
um að halda bæjarhátíðina okkar í
júní, en fyrir utan hana eru þetta
kannski tíu hátíðir frá því farald-
urinn fór af stað. Venjulega eru þær
180 til 200 á ári. Það sér hver maður
að tekjufallið er algjört. Það koma
nýjar leiðir eftir því sem þetta
dregst á langinn, en svo er ég bjart-
sýnn á að þetta jafni sig og fólk finni
sér farveginn aftur.“
aronthordur@mbl.is
Beiðnum um
fjarviðburði
fjölgar mikið
Viðburðahald með breyttu sniði
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
SUNNUDAGSSTEIK
Heilt lambalæri á gamla mátann.
Við eldum, þú sækir, tilbúið beint á borðið hjá þér!
Takmarkað
magn í
boði
Pantaðu í síðasta lagi föstudaginn 30. okt. á
info@matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000
Afhent milli 17.30 og 19.00 á sunnudaginn
• Meðlæti: Koníaksbætt sveppa-piparsósa,
kartöflugratín, rauðkál og salat
• Eftirréttur: Marengsbomba
Fyrir 4-6 manns
Verð 12.990 kr.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fornleifafræðingar rannsaka nú
Gjellestadskipið, fornt víkingaskip,
utan við Halden við Óslóarfjörð í
Noregi. Leifar víkingaskipa hafa
fundist beggja vegna fjarðarins.
Þar má nefna Tuneskipið, Oseberg-
skipið og Gauksstaðaskipið.
Ragnheiður Traustadóttir forn-
leifafræðingur hefur komið að
rannsókninni. Hún tók þátt í að
taka könnunarskurð á svæðinu fyr-
ir tveimur árum og vann nýlega við
uppgröftinn. Sambýlismaður henn-
ar, dr. Knut Paasche, sérfræðingur
um víkingaskip, er deildarstjóri við
fornleifa- og tæknideild Norsk
institutt for kulturminneforskning
(NIKU) í Ósló. Þeir fundu Gjelle-
stadskipið með jarðsjá. Kultur-
historisk museum í Ósló sér um
rannsóknina og er Christian Løch-
sen Rødsrud stjórnandi hennar.
Ragnheiður segir að Gjellestad-
skipið sé 20-22 metra langt. Það var
grafið í haug sem var um 30 metrar
í þvermál. Ekki er enn ljóst hvort
þarna var heygður karl eða kona,
en vonast er til að svar fáist við því.
Uppgreftrinum á að ljúka í desem-
ber næstkomandi.
Skipið liggur grunnt undir yfir-
borðinu. Þar var síðar stunduð
akuryrkja og svæðið plægt hvað
eftir annað. Sjá má plógför á hlut-
um skipsskrokksins auk þess sem
plægingin opnaði leið fyrir súrefni
niður í jarðveginn sem flýtti fyrir
fúnun viðarins. Ragnheiður segir
að kjölurinn sé sýnilegur og enn
megi sjá leifar byrðingsins í jarð-
veginum. Kjölurinn virðist vera
þynnri en á öðrum skipum af svip-
aðri stærð sem grafin hafa verið
upp. Það mun koma í ljós þegar all-
ur kjölurinn er uppgrafinn. Tals-
vert hefur fundist af járngripum en
þeir eru margir illa farnir.
„Skipið hefur verið smíðað úr eik
og tjargað. Það er hægt að sjá allan
sauminn (naglana) og rónaglana.
Líka má sjá rekasaum í stafninum.
Þetta er allt járnsaumur,“ segir
Ragnheiður. Líklega voru notaðir
meira en 3.000 naglar við smíðina.
Þetta þekkir Ragnheiður sem ann-
ast hefur rannsókn og úrvinnslu
fornleifa á Kolkuósi.
„Við erum nú að rannsaka allan
bátasauminn frá Kolkuósi í Skaga-
firði. Ég gróf upp höfnina á Kolku-
ósi með samstarfsfólki mínu. Hún
var þar frá landnámi og fram á
miðaldir. Þar fundust meira en 400
saumbrot og við sjáum að þar hefur
verið töluvert um viðgerðir á bát-
um,“ segir Ragnheiður.
Þegar Gjellestadskipið var heygt
var staðurinn ekki langt frá sjó en
síðan lyftist landið. Einn stærsti
haugur sem fundist hefur í Evrópu,
Jellhaugen, er þarna rétt hjá.
Rannsóknir benda til þess að niðri
við sjó hafi verið verslunarstaður til
forna. Fundist hafa leifar nokkurra
langhúsa og enn fleiri grafir með
jarðsjánni.
Ljósmynd/Knut Paasche, Antikva ehf.
Gjellestadskipið Leifarnar af víkingaskipinu lágu grunnt undir yfirborðinu og sáust með hjálp jarðsjár.
Víkingaskip grafið upp
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur hefur
komið að uppgreftri Gjellestadskipsins í Noregi
Ljósmynd/Knut Paasche, Antikva ehf.
Fornleifauppgröftur Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur við
uppgröftinn á Gjellestadskipinu. Greftrinum á að ljúka í desember.
Þrátt fyrir hertar sóttvarnir og
samkomutakmarkanir virðist örlít-
ill kippur hafa komið í umferðina
um götur höfuðborgarsvæðisins í
seinustu viku frá því sem var í vik-
unni þar á undan þegar umferðin
dróst töluvert mikið saman.
Umferðarmælingar Vegagerð-
arinnar, sem nú eru birtar vikulega
á tímum kórónuveirunnar, leiða í
ljós að umferðin jókst um 3,1% frá
vikunni þar á undan. Umferðin var
þó miklu minni í seinustu viku en
sömu viku á síðasta ári.
„Eins og oftast áður leiðir snið á
Hafnarfjarðarvegi við Kópavogs-
læk samdráttinn en þar mældist
tæplega 28% samdráttur en minnst
dróst umferð saman á Reykjanes-
braut eða um tæp 15%,“ segir í um-
fjöllun Vegagerðarinnar.
omfr@mbl.is
Smávegis aukning í bílaumferð