Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 ✝ Laufey Sigríð-ur Karlsdóttir fæddist á Gamla- Hrauni 15. ágúst 1919. Hún lést á Grund 19. október 2020. Dóttir Guð- mundar Karls Guð- mundssonar skip- stjóra á Stokkseyri og Sesselju Jóns- dóttur húsfreyju. Þau hjónin eign- uðust 9 börn, Sigmundur, f. 23.9. 1912, Jón Svavar, f .25.1. 1914, Ársæll, f. 21.12. 1915, Olga, f. 26.3. 1917, Laufey Sig- ríður, f. 15.8. 1919, Anna, f. 15.5. 1921, Karl, f. 10.11. 1922, Jens, f. 14.9. 1925, Baldur, f. 13.9. 1927. Þau eru öll látin. Eiginmaður Laufeyjar var Konráð Guðmundsson, f. 12.2. 1915, verkstjóri frá Flekkuvík, Vatnsleysuströnd. Konráð lést árið 2007, höfðu þau þá verið í hjónabandi í nærri 70 ár. Börn þeirra eru: 1) Auður Anna, f. 28.12. 1940, d. 11.7. 2019, gift Sigurði Stefánssyni, f. 11.12. 1944, d. 25.9. 2015. Áður var Auður gift Guðjóni Má Jóns- syni. Auður eignaðist 5 börn a) Laufey Konný Guðjónsdóttir, f. 16.11. 1960, maki Markús Björg- vinsson. Dætur þeirra eru Silja Ýr, maki Sigurhans Guðmunds- son. Barn þeirra er Kastíel. Sara dís. Fósturdætur Laufeyjar og Konráðs eru þrjár 3) Sigrún Halldóra Gunnarsdóttir, f. 15.1. 1951. 4) Áslaug Kolbrún Jóns- dóttir, f. 18.2. 1952, maki Gunn- ar Harðarson, f. 16.1. 1954. Barn Áslaugar Kolbrúnar er Sigurkarl Einarsson, f. 18.8. 1972. Dætur Áslaugar Kol- brúnar og Gunnars eru: a) Sig- rún Halldóra, f. 30.1. 1976, hennar maki er Jasper Bock. Dætur Sigrúnar eru Ynja Blær, Kara Lind og Þula Gló. b) Ásdís, f. 11.5. 1989, maki Garðar Guð- brandsson. Þeirra börn eru Fjóla Röfn og Frosti Gunnar 5) Kolbrún Karlsdóttir, f. 24.1. 1959. Laufey missti föður sinn 10 ára að aldri og ólst upp frá því hjá móðursystur sinni og Guð- mundi Eggertssyni manni henn- ar í Hafnarfirði. Fyrstu hjúskap- arár hennar og Konráðs bjuggu þau í Reykjavík, lengi í Voga- hverfi. Konráð byggði m.a. hús í Eikjuvogi. Um miðjan 7. áratug 20. aldar fluttu þau í Holtagerði 42, Kópavogi. Laufey átti þar heima í rúm 40 ár. Eftir að Kon- ráð lést vildi hún komast aftur í Hafnarfjörð og keypti íbúð við Lækjargötu. Þar hélt hún heim- ili þar til á 96. aldursári að hún fór á Grund. Jarðarförin fer fram frá Þor- lákskirkju í dag, 29. október 2020, kl. 14. Aðeins nánustu að- standendur verða viðstaddir út- förina. Streymt verður frá athöfn- inni: https//promynd.is/live Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Rún barn hennar er Alena Ýr. b) Kristín Jóna, f. 7.4. 1963, maki Þrá- inn Óskarsson. Barn þeirra er Ást- rós Mirra. c) Klara Hrönn Sigurð- ardóttir, f. 4.10. 1970, maki Guð- mundur Davíð Gunnlaugsson. Syn- ir Klöru Hrannar eru, Alexander Ísak, Kristófer Darri og Ríkharður Davíð. d) Konráð, f. 17.4. 1972, maki Drífa Hansen. Börn þeirra eru Andri og Birta. e) Elvar Aron, f. 7.6. 1978. Börn hans eru; Þorvaldur Ingi, Victor og Klara Rún. 2) Heimir, f. 26.3. 1946, maki Eyrún Ingi- bjartsdóttir, f. 8.10. 1952. Barn Heimis er Inga Heiða, f. 4.1. 1970. Maki Gunnar Guðmunds- son. Þeirra börn eru Kristján Rútur og Guðbjörg Ósk. Börn Heimis og Eyrúnar eru a) Hrafnhildur Linda, f. 8.11. 1972, maki Patrick Sulem. Dæt- ur þeirra eru Emilie Sigrún Su- lem og Telma Sól Sulem. b) Laufey, f. 2.11. 1974, maki Hilm- ir Guðlaugsson. Dætur þeirra eru: Eyrún Björg, Katrín Linda og Hulda María. c) Hlynur, f. 31.3. 1978. Dætur hans eru Hekla Rakel og Heiður Kristín, fósturdóttir hans er Guðrún Ey- Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þá er elskuleg tengdamóðir mín látin í hárri elli södd lífdaga. Litla konan með stóra hjartað. Í hálfa öld hef ég átt hana að sem bestu vinkonu og trúnaðarvin og var það gagnkvæmt. Við áttum margt sameiginlegt, fyrst ber að nefna einkasoninn hann Heimi minn eins og hún sagði svo oft. Milli þeirra var sérstakt kær- leiksband. Blóm voru okkur hug- leikin, bæði úti og inni. Það var einstök ánægja að sjá að morgni dánardags Laufeyjar friðarlilj- una stinga upp blómaknúppi sem hafði ekki blómstrað í mörg ár. Það blóm ásamt fleirum kom úr stofu Laufeyjar. Laufey var mik- il heimsdama, alltaf vel klædd og snyrtileg til fara. Við áttum það sameiginlegt að velja litrík klæði. Svart er ekki litur að okk- ar mati. Í síðustu heimsókn minni á Grund 5. okt. var ég í grænni munstraðri blússu. Mik- ið er þetta fallegt, saumaðir þú þetta sjálf? sagði hún um leið og hún þuklaði efnið. En þar skildu hæfileikarnir að. Það lék allt í höndum Laufeyjar. Hún var ein- staklega listræn og skapandi. Þegar börnin voru lítil kom fatn- aðurinn á færibandi, ýmist, prjónaður, heklaður eða saum- aður. Meira að segja saumaði hún úlpur á börnin. Laufey var líka afskaplega flink í eldhúsinu og átti heimsins stærsta úr- klippusafn mataruppskrifta. Hún hafði mikinn áhuga á alls konar nýjungum í matargerð og bjó til hollan og góðan mat. Þau hjón voru afskaplega gestrisin og alltaf var nýbakað góðgæti til með kaffinu sem gestir liðinna ára minnast með gleði og ánægju. Það má segja að í Holtagerðinu hafi verið stand- andi borðhald allan sólarhring- inn, því að þegar Konráð heitinn fór fram á nóttunni biðu hans veitingar á diski. Gestkvæmt var á heimilinu, oft voru ættingjar frá Vestmannaeyjum í bæjar- ferð og börnin segja að oftar en ekki hafi þau sofið á stofugólfinu svo gestir fengju rúm. Þegar börnin voru farin að heiman og um hægðist fór Laufey á fullt í eldriborgarastarfið í Kópavogi. Fór í bókband, málaði á dúka og púða, postulín, tréverk o.fl, og naut sín til fulls. Laufey elskaði börnin sín og barnabörnin af öllu hjarta og áttu þau athvarf hjá þeim hjónum um lengri og skemmri tíma. Að þakka fyrir sig var stórt atriði hjá Laufeyju. Þótt hún væri orðin orðfá og ætti erfitt með mál síðustu mán- uðina gat hún þó sagt þegar við komum í heimsókn: Viljið þið ekki kaffi og takk fyrir komuna. Síðustu orðin hennar voru takk fyrir allt og bið að heilsa öllum. Á Grund ávann hún sér hlýju og velvild starfsfólksins sem ann- aðist hana af alúð og nærgætni. Við hjónin kveðjum með ást, hlýju og þakklæti. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinn hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) þín tengdadóttir Eyrún Ingibjartsdóttir. Amma mín kvaddi þennan heim í síðustu viku. Mikið mun ég sakna hennar og þess að geta ekki heimsótt hana. Það var allt- af gaman að heimsækja ömmu og afa, fyrst í Holtagerðinu, svo ömmu í Hafnarfirðinum og nú síðast á Grund. Þegar ég var lítil fórum við oft í heimsókn til hennar og afa. Ég elskaði að fá að skoða og róta í tómstunda- herberginu hennar þar sem hún geymdi alls konar gersemar að mínu mati. Ég gat verið þar tím- unum saman og amma sýndi mér mikla þolinmæði og leyfði mér að handfjatla, skoða og lesa. Amma var höfðingi heim að sækja en hún var alltaf með eitt- hvert góðgæti á boðstólum, oft heimabakað bakkelsi eða sínar frægu flatkökur, sem voru mitt uppáhald. Í dag nota ég enn þá margar uppskriftir og ráð frá henni. Amma var mikil handa- vinnukona, saumaði, heklaði og prjónaði ótrúlega fallega hluti á börnin mín. Hún málaði líka, smíðaði og vann úr leir marga hluti sem ég á enn og geymi eins og gull. Eftir að ég flutti að heiman og eignaðist mitt eigið heimili, mann og börn komum við fjöl- skyldan alltaf reglulega til henn- ar. Hún var alltaf svo góð við börnin mín og við gátum setið heillengi í eldhúsinu hennar með kaffibolla og spjallað. Hún kenndi mér svo ótrúlega margt bæði um heimilishald og um lífið sjálft. Laufey amma var mikil smekkkona og var alltaf mjög fallega klædd og hafði gott auga fyrir litum, efnum og mynstrum. Þegar henni fannst eitthvað fal- legt hafði hún orð á því. Ég elskaði að heyra sögur af uppvexti hennar en hennar æska var svo ólík því sem gerist í dag því hún náði að verða 101 árs. En það var svo ótalmargt áhuga- vert sem amma upplifði og sagði skemmtilega frá. Hún sagði mér til dæmis frá því þegar hún var að æfa sund og jafnvel keppa í sundi í sjónum við Hafnarfjörð. Hún bjó á Stokkseyri til 10 ára aldurs en dóttir mín býr þar núna og hún hafði afskaplega gaman af því að spyrja og ræða um æskuslóðirnar og hvort þetta eða hitt hefði breyst. Hún sagði okkur einnig alls konar sögur tengdar Stokkseyri, hvar hún bjó og hverju hún sem barn hefði tekið upp á sér til dægrastytt- ingar. Það er mér afskaplega dýr- mætt að hafa getað heimsótt hana í sumar og að sú heimsókn var einstaklega ljúf og góð. Amma spjallaði og spurði um alls konar hluti. Amma var ein- stakur persónuleiki og mér mikil fyrirmynd. Hún var yndisleg, ráðagóð, skapgóð og skemmtileg að tala við. Það er ljóst að henn- ar verður sárt saknað en hún mun alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. (Halldór Jónsson) Laufey Heimisdóttir. Laufey S. Karlsdóttir ✝ Stefán Guð-mundur Stef- ánsson fæddist 4. febrúar 1934 á Kalastöðum í Hval- firði. Hann lést 20. október 2020 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Foreldrar hans voru Stefán Guð- mundsson Thor- grímsen, f. 27.5. 1881, d. 10.5. 1973, bóndi á Kalastöðum og Ás- gerður Petrína Þorgilsdóttir, f. 1.6. 1891, d. 21.11. 1984, kona hans. Bræður Stefáns voru Magnús, f. 3.11. 1920, d. 28.1. 2005, Óskar Þorgils, f. 25.9. 1925, d. 12.4. 2008, og Þorgils Þorberg, f. 24.7. 1927, d. 14.9. 2014. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum, ásamt bræðrum, á Kala- stöðum og bjó þar til 1967. Hann útskrifaðist 1953 sem búfræð- ingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Frá 1953-1966 vann hann ýmis störf, s.s. skógarhögg í Sví- þjóð, í Hvalstöðinni í Hvalfirði ásamt því að sinna búskap á Kalastöðum. Á þeim árum kynntist hann Halldóru Erlu Tómasdóttur, f. 28.9. 1931, d. 20.1. 2009, og giftust þau 15. júní 1968. Frá 1966 til 2000 vann hann hjá Íslenskum að- alverktökum í Hvalfirði. Árið 1967 fluttu Stefán og Erla á Akranes og átti hann þar heima til dauðadags. Stefán og Erla voru barnlaus en sýndu systkinabörnum sínum og afkomendum þeirra alltaf mikinn hlýhug. Útför Stefáns fer fram frá Akraneskirkju í dag, 29. októ- ber 2020, klukkan 13:. Streymt verður frá athöfninni á https://www.akraneskirkja.is Virk- an hlekk á slóð má nálgast á https://www.mbl.is/andlat Við Kalastaðasystkinin bjugg- um við sérstaka fjölskyldusam- setningu, amma og afi, Stebbi son- ur þeirra og svo pabbi og mamma. Okkur fannst eins og hann væri elstur okkar systkinanna og það fannst honum líka. Hann leitaði t.d. oft til mömmu ef hann var með mál sem þurfti leysa og við strídd- um honum stundum með því að hann hefði verið elstur af okkur til að fara að heiman. Það var alltaf eitthvað spenn- andi að gerast í kringum hann, ut- anlandsferðir, skemmtanir, vinir í heimsókn og hann notaði hvert tækifæri til að ferðast en það fannst honum skemmtilegast af öllu. Við systurnar fórum tvær ferðir með honum til Kanarí. Ásamt Erlu voru ferðafélagarnir margir og stundum fóru einn eða fleiri af bræðrum hans með hon- um. Þeir fjórir voru einstaklega samrýndir, hittust reglulega. Að rifja upp gamla tíð og at- burði hafði hann gaman af. Hann var ævintýragjarn og framkvæmdi margt sem menn á hans aldri myndu ekki einu sinni hugsa um. Eftir andlát Erlu kynntist hann Sally og það var eins og hann yrði ungur á ný. Þar eignaðist hann góðan ferðafélaga og vin og við kynntumst stórfjöl- skyldu hennar í Finnlandi. Stefán ræktaði vel samband sitt við fjölda fólks sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Hann var með það í sérstakri símaskrá og var duglegur að hafa samband. Fyrir sjö árum fékk hann krabbamein sem hann náði að halda niðri, en það braust aftur fram fyrir tveimur árum. Í fram- haldi af því tók hann ákvarðanir sem mörgum reynast erfiðar. Hann sótti um pláss á Höfða, síð- an seldi hann húsið sitt en þar hafði hann búið í 46 ár. Það var sérstaklega gott fyrir okkur aðstandendur að sjá hvað honum leið vel og vel var um hann hugsað. Stebbi var þakklátur öllum sem léttu honum lífið síðustu árin og sáttur og ánægður með sína ævi. Ásgerður, Þorbjörg, Soffía og Ásta frá Kalastöðum. Stebbi frændi hefur fengið hvíldina. Það var hann alltaf kallaður eða Stebbi stóri, þar sem bæði afi minn og bróðir báru sama nafn og þurfti því að aðgreina þá því sam- gangur var mikill. Hann var yngsti bróðir pabba og þeir bræð- ur allir einstaklega samrýndir. Stebbi fæddist á Kalastöðum í Hvalfirði og sá staður hefur mikla sérstöðu í mínu lífi. Ég var þar í sveit öll mín frí í bernsku, þar var alla tíð ættaróðalið og þeir bræður litu alltaf á það sem sitt annað heimili, líka eftir að foreldrar þeirra dóu og elsti bróðirinn tók við búinu. Þar bjuggu því og unnu þrjár kynslóðir meira og minna saman í fjölda ára. Það var gott að fá að alast upp á svona stað. Ég var 10 ára þegar Stebbi mætti með nýja kærustu á Kala- staði, við vorum mjög spennt krakkarnir að sjá hana. Hún hét Erla og var úr Reykjavík, átti flottan bíl og keyrði sjálf. Algjör borgardama. Og Stebbi í mínum augum mikill töffari. Þau fluttu til Akraness þar sem fjöskylda mín bjó líka. Stebbi kom oft í heimsókn og þá voru málin rædd í þaula, þeir fengu ýmsar viðskiptahug- myndir bræðurnir, sumar urðu að veruleika, t.d. bílaleiga, sem aldrei náði neinu flugi, og saman áttu þeir trillu um tíma. Árið 2009 missti Stebbi Erlu sína og eftir það jukust samskipti okkar og enn frekar eftir að hann veiktist fyrir nokkrum árum. Hann og Erla eignuðust ekki börn svo við bræðrabörn hans og systk- inabörn Erlu tókum að okkur það hlutverk. Stebbi var svo lánsamur að kynnast konu eftir að hann varð einn. Hún var finnsk, bjó í Finnlandi og hét Sally. Það urðu því tíðar ferðir þangað um árabil og þar eignaðist frændi minn nýja fjölskyldu sem reyndist honum af- ar vel. Sally lést fyrir þremur ár- um en þau náðu nokkrum góðum árum saman sem þau nýttu vel. Stebbi frændi virðist hafa fæðst með hina illviðráðanlegu ferða- bakteríu og flæktist víða um heim- inn frá 20 ára aldri. Hann gerðist skógarhöggsmaður í Svíþjóð um tíma, sigldi á fraktara en fór síðan að ferðast með Erlu þegar hún kom til sögunnar. Þau ferðuðust víða um Evrópu. Þegar heilsu hennar fór að hraka hvatti Erla hann til áframhaldandi ferðalaga og þá urðu bræður hans fyrir val- inu sem ferðafélagar og Evrópa dugði ekki lengur til. Þeir náðu að heimsækja allar heimsálfurnar nema Ástralíu áður en yfir lauk. Mér fannst dýrmætt að eiga þetta sameiginlega áhugamál með frænda, það gaf okkur ótal tilefni til samræðna og að rifja upp góða tíma. Nú trónir hnötturinn hans uppi á skáp í stofunni hjá mér og minnir á frænda. Síðustu tvö árin bjó Stebbi á Dvalarheimilinu Höfða við afar gott atlæti og langar mig að þakka öllum stelpunum þar, eins og hann kallaði þær, fyrir elskulegheitin við hann frænda minn. Hann kunni ákaflega vel að meta ykkur allar. Hann er skrýtinn þessi tími. Þegar fólk kveður verður allt svo endanlegt. Ég syrgi Stebba frænda en í leiðinni báða bræður hans og pabba, þeir voru allir á sömu greininni í lífi mínu og nú eru þeir allir farnir. Hvíldu í friði kæri frændi. Ef til er Sumarland þá bíða margir eftir að taka þar vel á móti þér. Þín bróðurdóttir. Ingibjörg Óskarsdóttir. Ég vil í fáum orðum minnast Stebba vinar míns sem fallinn er nú frá en Stebbi var giftur Erlu frænku minni. Þau bjuggu lengst af á Akranesi og þegar ég kynntist Stebba vann hann hjá Íslenskum aðalverktökum í Hvalfirði. Á mín- um yngri árum var ég mikið hjá ömmu og afa á Brekkustígnum en þar voru Stebbi og Erla tíðir gest- ir. Ég kynntist Stebba vel á þess- um árum mínum sem ég var á Brekkustígnum, vinátta sem óx og dafnaði með árunum. Mér er minnisstæð ferð sem ég sem krakki fór með Stebba, Erlu, ömmu og afa, á Saab 96 sem Stebbi átti. Við fórum Vestfjarða- hringinn, bíllinn drekkhlaðinn og vegirnir mun verri en þeir eru í dag. Þessi ferð er mér minnisstæð fyrir það hvernig Stebbi tók öllu sem upp á kom með sömu rósem- inni og bros á vör. Stebbi hafði mikinn áhuga á ferðalögum og fór víða um ævina. Ég starfaði sem flugstjóri og fór því víða líka. Í heimsóknum mínum til hans fór alltaf drjúgur tími hjá okkur í að ræða um ferðalög og hin ýmsu lönd sem við höfðum heimsótt. Hann spurði mikið út í þau lönd sem hann hafði ekki komið til en langaði að heimsækja. Hann vissi heilmikið um hin ýmsu lönd sem ég hafði komið til en hann ekki. Ég fór margar ferðir á Skagann til að heimsækja Stebba bæði á Furu- grundina og á Höfða eftir að hann flutti þangað. Við fórum í marga bíltúrana á höfnina til að skoða líf- ið þar sem og inn í Hvalfjörð þeg- ar hvalavertíðin var í gangi. Eftir að Erla féll frá dvaldi Stebbi hjá okkur, fjölskyldunni í Móaflöt, um nokkur jól. Við eigum margar ljúf- ar minningar um Stebba frá þess- um heimsóknum. Stebbi hafði mikinn áhuga á sjónum en hann fór nokkra túra sem háseti á flutn- ingaskipum og átti einnig trillu sem hann reri á frá Skaganum sér til ánægju. Hann kom því ekki til okkar án þess að við færum í bíltúr um allar hafnir á höfuðborgar- svæðinu, þar var stoppað og rætt við þá sjómenn sem urðu á leið okkar. Stebbi vildi öllum vel og vildi hjálpa öllum sem á hans hjálp þurftu að halda. Fjölskyldan í Móaflötinni minnist Stebba af virðingu, góður vinur og félagi sem fallinn er frá. Blessuð sé minning hans. Tómas Dagur Helgason og fjölskylda. Stefán Guðmundur Stefánsson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.