Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Augu heimsbyggðarinnar beinast að Bandaríkjunum þessa dagana enda skoðun margra að forsetakosning- arnar þar á þriðjudaginn kemur séu einhverjar þær mikilvægustu um langa hríð. Það stefnir líka í mestu kosningaþátttöku þar vestra í meira en öld enda undiraldan þung í sam- félaginu og þjóðin klofin í afstöðunni til svo margra mála. Sitjandi forseti hefur alið á sundrungu, neitað að fordæma öfgahreyfingar og fárán- legar samsæriskenningar, hann uppnefnir fólk og hæðir, virðist ljúga ef það bara hentar málflutningnum og fer með óábyrgan þvætting um hin ólíkustu málefni. Svona lagað gæti aðeins gerst í Ameríku, segja sumir, og víst eru Bandaríkin ein- stök að svo mörgu leyti. Ekki bara stjórnkerfið með stjórnarskrár- viðaukunum sem leyfa fjölskyldum að koma sér upp vopnabúrum sem heilu skæruliðahreyfingarnar væru stoltar af, heldur líka til að mynda heilbrigðiskerfið, sem getur boðið upp á það besta sem fyrirfinnst en líka fyrir hæsta verðið. Bandaríkin geta verið furðuleg, ógnandi en líka heillandi með öllum þessum fjöl- breytileika og öfgum. Þar finnst margt það besta í mannlegu sam- félagi – eins og ég kynntist vel þegar ég bjó í landinu um nokkurra ára skeið – en skuggahliðarnar eru líka margar. Eins og margir af mínum eftirlætisljósmyndurum minna gjarnan á í sínum verkum, nú síðast Mark Power (f. 1959) í bókunum Good Morning, America. Eitt af sígildum og síendur- teknum verkefnum skapandi en vissulega mishæfileikaríkra heimildarljósmyndara er ferðalag þvert yfir víðáttur Bandaríkjanna, milli stranda, með viðkomu í ólíkum samfélögum, borgum sem þorpum, og í margbreytilegu landslagi sem maðurinn hefur nær alltaf sett mark sitt á með afgerandi hætti. Þeir ljós- myndarar, sem best hefur tekist upp, hafa tekið merkilegar stakar myndir, sem steypt hefur verið sam- an í enn þá mikilvægari bókverk sem hafa í sumum tilvikum orðið viðmið í greininni, sem einhver mikilvægustu ljósmyndaverk síns tíma. Þetta eru verk sem hafa skipt máli fyrir þróun miðilisns, töluðu með áhrifamiklum hætti inn í sinn tíma, og gera enn. Skrásettu ásýnd lands og þjóðar Frá miðri 19. öld hafa ljósmynd- arar gegnt lykilhlutverki við að upp- lýsa íbúa Bandaríkjanna, og jafn- framt okkur öll hin sem höfum aðgang að myndverkunum, um und- ur og hvers kyns sýnilegar stað- reyndir um þetta víðáttumikla land og fólkið sem hefur lagt það undir sig. Járnbrautabarónarnir sem létu sprengja eimreiðum leið gegnum Klettafjöllin á seinni hluta nítjándu aldar höfðu til að mynda vit á því að ráða slynga ljósmyndara til að skrá- setja á stórar glerfilmur afrek inn- rásar mannsins í tilkomumikla nátt- úruna og tóku þeir myndir sem við dáumst að enn í dag. Á sama tíma, eða 1861, hélt vesturstrandarbúinn Carleton E. Watkins (1829-1916) eft- ir ruddaslóðum á hestvagni hlöðnum stórum glerplötufilmum upp í Klettafjöllin og skrásetti þar dýrð- ina með sínum hætti – hann er svo sannarlega er einn mesti landslags- ljósmyndari sögunnar. Þegar þrír áratugir voru liðnir af tuttugustu öldinni hafði Walker Ev- ans (1903-1975) fundið sína rödd við skrásetningu á manngerðu umhverfi hinna ýmsu ríkja við austurströnd- ina og einn mikilvægasti afrakstur þeirrar vinnu hans var bókin Am- erican Photographs (1938), eitt mikilvægt viðmiðið fyrir ljósmynd- ara sem síðan hafa tekist á við bandaríska veruleikann. Það ljósmyndabókverk sem er síðan lík- lega allra frægast og áhrifamest byrjaði einmitt sem eins konar sjón- rænt samtal við myndir Evans. Þar á ég við myndirnar sem urðu til á ljósmyndaferðum svissneska inn- flytjandans Roberts Frank (1924- 2019) um miðjan sjötta áratuginn, ekki bara þvers heldur líka kruss um landið, til að skrásetja með afar per- sónulegum hætti sýn sem kallaðist á við og ögraði þeirri opinberu, sjálf- um ameríska draumnum. Afrakstur ferða Roberts Frank er bókin The Americans (1958), ein mikilvægasta og frægasta ljósmyndabók sögunnar sem hefur verið viðmið fyrir okkur öll sem lyftum myndavél upp að auga. Í henni er einstök og hrífandi skráning, myrk og gróf, íhugul og af- hjúpandi, á þessu stóra og marg- ræða landi og fólkinu sem byggði það á sjötta áratug síðustu aldar. Litheimar Shores og Sternfelds Á níunda áratugnum sendu tveir bandarískir ljósmyndarar, sem telj- ast til lykilmanna í þróun skapandi litljósmyndunar á síðustu áratugum, frá sér mjög áhrifamikil bókverk og fylgdu þeim eftir með sýningum sem vöktu ekki síður athygli. Báðir tóku myndirnar á stórar blaðfilmur, sem kölluðu á hæg og öguð vinnubrögð, og afraksturinn er einstök og hlut- læg skráning á veruleika og upplifun ljósmyndaranna. Sem báðir hafa tal- að um áhrif Walkers Evans og Ro- berts Frank á mótun verkanna. Stephen Shore (f. 1947) fór fyrr á ferðina og safnaði á flakki sínu um Bandaríkin á miðjum áttunda ára- tugnum myndunum sem má sjá í bókinni Uncommon Places (1982). Viðfangefnið er óupphafinn hvers- dagsleiki, líf og umhverfi landa ljós- myndarans eins og hann upplifði það og sýnir á hlutlægan hátt og fléttar Mark Power/Magnum Photos Afhjúpandi sýn á Bandaríkin Mark Power/Magnum Photos Eftir skógareld Í hjólhýsagarði í Santa Rosa, Kaliforníu. Janúar, 2018. Við gljúfrið „Page, Arizona“ er heiti þessarar ljósmyndar Marks Power úr öðru bindi Good Morning, America og er tekin í mars 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.