Morgunblaðið - 29.10.2020, Side 66

Morgunblaðið - 29.10.2020, Side 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Augu heimsbyggðarinnar beinast að Bandaríkjunum þessa dagana enda skoðun margra að forsetakosning- arnar þar á þriðjudaginn kemur séu einhverjar þær mikilvægustu um langa hríð. Það stefnir líka í mestu kosningaþátttöku þar vestra í meira en öld enda undiraldan þung í sam- félaginu og þjóðin klofin í afstöðunni til svo margra mála. Sitjandi forseti hefur alið á sundrungu, neitað að fordæma öfgahreyfingar og fárán- legar samsæriskenningar, hann uppnefnir fólk og hæðir, virðist ljúga ef það bara hentar málflutningnum og fer með óábyrgan þvætting um hin ólíkustu málefni. Svona lagað gæti aðeins gerst í Ameríku, segja sumir, og víst eru Bandaríkin ein- stök að svo mörgu leyti. Ekki bara stjórnkerfið með stjórnarskrár- viðaukunum sem leyfa fjölskyldum að koma sér upp vopnabúrum sem heilu skæruliðahreyfingarnar væru stoltar af, heldur líka til að mynda heilbrigðiskerfið, sem getur boðið upp á það besta sem fyrirfinnst en líka fyrir hæsta verðið. Bandaríkin geta verið furðuleg, ógnandi en líka heillandi með öllum þessum fjöl- breytileika og öfgum. Þar finnst margt það besta í mannlegu sam- félagi – eins og ég kynntist vel þegar ég bjó í landinu um nokkurra ára skeið – en skuggahliðarnar eru líka margar. Eins og margir af mínum eftirlætisljósmyndurum minna gjarnan á í sínum verkum, nú síðast Mark Power (f. 1959) í bókunum Good Morning, America. Eitt af sígildum og síendur- teknum verkefnum skapandi en vissulega mishæfileikaríkra heimildarljósmyndara er ferðalag þvert yfir víðáttur Bandaríkjanna, milli stranda, með viðkomu í ólíkum samfélögum, borgum sem þorpum, og í margbreytilegu landslagi sem maðurinn hefur nær alltaf sett mark sitt á með afgerandi hætti. Þeir ljós- myndarar, sem best hefur tekist upp, hafa tekið merkilegar stakar myndir, sem steypt hefur verið sam- an í enn þá mikilvægari bókverk sem hafa í sumum tilvikum orðið viðmið í greininni, sem einhver mikilvægustu ljósmyndaverk síns tíma. Þetta eru verk sem hafa skipt máli fyrir þróun miðilisns, töluðu með áhrifamiklum hætti inn í sinn tíma, og gera enn. Skrásettu ásýnd lands og þjóðar Frá miðri 19. öld hafa ljósmynd- arar gegnt lykilhlutverki við að upp- lýsa íbúa Bandaríkjanna, og jafn- framt okkur öll hin sem höfum aðgang að myndverkunum, um und- ur og hvers kyns sýnilegar stað- reyndir um þetta víðáttumikla land og fólkið sem hefur lagt það undir sig. Járnbrautabarónarnir sem létu sprengja eimreiðum leið gegnum Klettafjöllin á seinni hluta nítjándu aldar höfðu til að mynda vit á því að ráða slynga ljósmyndara til að skrá- setja á stórar glerfilmur afrek inn- rásar mannsins í tilkomumikla nátt- úruna og tóku þeir myndir sem við dáumst að enn í dag. Á sama tíma, eða 1861, hélt vesturstrandarbúinn Carleton E. Watkins (1829-1916) eft- ir ruddaslóðum á hestvagni hlöðnum stórum glerplötufilmum upp í Klettafjöllin og skrásetti þar dýrð- ina með sínum hætti – hann er svo sannarlega er einn mesti landslags- ljósmyndari sögunnar. Þegar þrír áratugir voru liðnir af tuttugustu öldinni hafði Walker Ev- ans (1903-1975) fundið sína rödd við skrásetningu á manngerðu umhverfi hinna ýmsu ríkja við austurströnd- ina og einn mikilvægasti afrakstur þeirrar vinnu hans var bókin Am- erican Photographs (1938), eitt mikilvægt viðmiðið fyrir ljósmynd- ara sem síðan hafa tekist á við bandaríska veruleikann. Það ljósmyndabókverk sem er síðan lík- lega allra frægast og áhrifamest byrjaði einmitt sem eins konar sjón- rænt samtal við myndir Evans. Þar á ég við myndirnar sem urðu til á ljósmyndaferðum svissneska inn- flytjandans Roberts Frank (1924- 2019) um miðjan sjötta áratuginn, ekki bara þvers heldur líka kruss um landið, til að skrásetja með afar per- sónulegum hætti sýn sem kallaðist á við og ögraði þeirri opinberu, sjálf- um ameríska draumnum. Afrakstur ferða Roberts Frank er bókin The Americans (1958), ein mikilvægasta og frægasta ljósmyndabók sögunnar sem hefur verið viðmið fyrir okkur öll sem lyftum myndavél upp að auga. Í henni er einstök og hrífandi skráning, myrk og gróf, íhugul og af- hjúpandi, á þessu stóra og marg- ræða landi og fólkinu sem byggði það á sjötta áratug síðustu aldar. Litheimar Shores og Sternfelds Á níunda áratugnum sendu tveir bandarískir ljósmyndarar, sem telj- ast til lykilmanna í þróun skapandi litljósmyndunar á síðustu áratugum, frá sér mjög áhrifamikil bókverk og fylgdu þeim eftir með sýningum sem vöktu ekki síður athygli. Báðir tóku myndirnar á stórar blaðfilmur, sem kölluðu á hæg og öguð vinnubrögð, og afraksturinn er einstök og hlut- læg skráning á veruleika og upplifun ljósmyndaranna. Sem báðir hafa tal- að um áhrif Walkers Evans og Ro- berts Frank á mótun verkanna. Stephen Shore (f. 1947) fór fyrr á ferðina og safnaði á flakki sínu um Bandaríkin á miðjum áttunda ára- tugnum myndunum sem má sjá í bókinni Uncommon Places (1982). Viðfangefnið er óupphafinn hvers- dagsleiki, líf og umhverfi landa ljós- myndarans eins og hann upplifði það og sýnir á hlutlægan hátt og fléttar Mark Power/Magnum Photos Afhjúpandi sýn á Bandaríkin Mark Power/Magnum Photos Eftir skógareld Í hjólhýsagarði í Santa Rosa, Kaliforníu. Janúar, 2018. Við gljúfrið „Page, Arizona“ er heiti þessarar ljósmyndar Marks Power úr öðru bindi Good Morning, America og er tekin í mars 2017.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.