Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Afurðaverð á markaði
27. okt. 2020, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 455,88
Þorskur, slægður 401,33
Ýsa, óslægð 331,22
Ýsa, slægð 285,08
Ufsi, óslægður 170,46
Ufsi, slægður 152,64
Gullkarfi 177,74
Blálanga, óslægð 161,00
Blálanga, slægð 139,42
Langa, óslægð 215,37
Langa, slægð 216,11
Keila, óslægð 46,08
Keila, slægð 78,51
Steinbítur, óslægður 385,13
Steinbítur, slægður 485,09
Skötuselur, slægður 527,51
Grálúða, slægð 383,19
Skarkoli, slægður 373,21
Þykkvalúra, slægð 262,09
Langlúra, óslægð 210,84
Sandkoli, óslægður 61,00
Sandkoli, slægður 118,74
Bleikja, flök 1.475,60
Gellur 1.082,33
Hámeri, slægður 60,00
Hlýri, óslægður 419,31
Hlýri, slægður 375,79
Lúða, slægð 311,92
Lýsa, óslægð 53,05
Lýsa, slægð 89,73
Náskata, slægð 74,00
Skata, slægð 155,02
Stórkjafta, slægð 206,59
Tindaskata, óslægð 7,00
Undirmálsýsa, óslægð 84,96
Undirmálsýsa, slægð 136,87
Undirmálsþorskur, óslægður 182,60
Undirmálsþorskur, slægður 165,44
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Fiskistofa hefur á undanförnum
vikum unnið að því að hefja til-
raunir með myndavélaeftirlit um
borð fiskibátum og -skipum í sam-
ræmi við tillögur verkefnastjórnar
um bætt eftirlit með fiskveiði-
auðlindinni, að sögn Viðars Ólason-
ar, deildarstjóra sjóeftirlitsdeildar
hjá Fiskistofu.
Hann segir verkefnið unnið í
góðu samstarfi við Samtök fyr-
irtækja í sjávarútvegi og Lands-
samband smábátaeigenda. Þá hefur
til að byrja með verið gert sam-
komulag við einn útgerðaraðila um
að koma fyrir fyrstu myndavélinni í
einum bát og hefst sú tilraun um
miðjan nóvember. „Þetta er spenn-
andi verkefni og vonandi gengur
þetta vel,“ segir Viðar.
Ekkert úr frumvarpi
Um tíma leit út fyrir að mynda-
vélaeftirliti yrði komið á með lög-
um en frumvarp til laga um mynda-
vélaeftirlit í sjávarútvegi var kynnt
árið 2018. Í samráðsferlinu komu
hins vegar fram athugasemdir við
hugsanlega tilhögun eftirlitsins.
Frumvarpið var aldrei kynnt í rík-
isstjórn.
Verkefnisstjórn um bætt eftirlit
með fiskveiðiauðlindinni var skipuð
í mars 2019 í kjölfar skýrslu Rík-
isendurskoðunar frá desember
2018, en þar var fjallað um veik-
burða og óskilvirkt eftirlit Fiski-
stofu. Í sumar, nánar til tekið júlí,
skilaði verkefnisstjórnin skýrslu
sinni. Þar er lagt til að Fiskistofa
fái lagaheimildir til rafrænnar fjar-
vöktunar til eftirlits auk þess sem
stofnunin er hvött til þess að hefja
samvinnu við útgerðarfyrirtækin
við notkun myndavéla.
Tækifæri í notkun dróna
Þá var einnig talið nauðsynlegt
að huga meðal annars að notkun
ómannaðra loftfara, en Landhelg-
isgæslan hefur nú þegar notað
dróna við eftirlitsstörf sín og hefur
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, áður tjáð sig um
kosti slíkra tækja.
Tilraunir með myndavéla-
eftirlit hefjast í nóvember
Framkvæmdin í samstarfi við útgerðarfyrirtækin
Ljósmynd/Australian Fisheries M
Vakandi Bundnar eru vonir við að myndavélar geti eflt eftirlit.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það er ekki sjálfgefið að bátar sem
verða fyrir miklum skemmdum öðl-
ist veigamikið hlutverk á ný, en það
er þó þannig með Blossa ÍS-255 sem
sökk í höfninni á Flateyri þegar
snjóflóð skall á þorpið í janúar. Bát-
urinn mun hins vegar ekki vera
gerður út með hefðbundnum hætti
heldur verður hann nú rann-
sóknabátur sem mun skoða út-
breiðslu stórþara við strendur Norð-
urlands.
Hafþór Jónsson keypti Blossa í
sumar og segir að honum hafi vantað
verkefni eftir að Kristján Þór Júl-
íusson, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, stöðvaði grásleppu-
veiðarnar. „Ég þekkti eigendurna og
hafði samband við þau. Þetta er nýj-
asti báturinn sem fór í flóðinu og
gríðarlega gott fólk sem átti hann.
Hrikalegur skellur fyrir þau að
missa hann. Það var auðvitað
hörmulegt að sjá svo nýjan bát fara
– þetta er ekki nema fimm ára gam-
all bátur. Þetta er mjög vel smíðaður
bátur hjá honum Sverri [Bergssyni]
hjá Seiglu á Akureyri. Mjög mikið í
þennan bát lagt.“
Umfangsmikið verkefni
Spurður um ástand bátsins við
kaupin segir hann ásýndina ekki
hafa verið fagra. „Ástandið var
hörmulegt. Hann var þrjár vikur á
kafi og svo var dælt upp úr honum
og hent upp á land, síðan ekki hreyft
við honum fyrr en ég keypti hann.
Þannig að það var ekki búið að gera
neitt.“ Hafþór útskýrir að það hafi
þurft að fjarlægja allan búnað, tæki
og vél, enda allt meira eða minna
ónýtt.
Þá hafi í rauninni einungis
skrokkurinn verið eftir þegar hægt
var að hefjast handa við að gera við
bátinn, en nýi eigandinn kveðst ekki
hafa verið kvíðinn við verkefnið.
„Ég er nú í smábátaútgerð og öll-
um fjáranum. Ég er bátasmiður, vél-
stjóri, rafeindavirki og fleira þannig
að það er ekkert vandamál fyrir mig
að taka hann í gegn. Ég fór fyrst
með hann inn á Patreksfjörð. Þar
reif ég allt úr honum – tæmdi og
skolaði úr honum, plastaði skemmd-
ir og fleira. Svo flutti ég hann hingað
á Akureyri og er ég að vinna í hon-
um hér.“
Blossi mun ekki vera nýttur til
veiða í fyrstu heldur verður hann
sérútbúinn til rannsókna fyrir fyrir-
tækið Íslandsþara ehf., útskýrir
Hafþór. Fyrirtækið hefur í sumar
stundað rannsóknir við strendur
Norðurlands í samstarfi við Haf-
rannsóknastofnun með sérhæfðum
mælitækjum á bátnum Fönix BA
sem Hafþór smíðaði 2010. En sveit-
arstjórn Norðurþings samþykkti á
dögunum að úthluta Íslandsþara lóð
á Húsavík fyrir fjögurra til fimm
þúsund fermetra húsnæði sem ætlað
er undir þaravinnslu.
Tekur við af Fönix
„Við erum að rannsaka útbreiðslu
og þéttleika stórþara og þetta fyrir-
tæki stefnir á vinnslu stórþara á
Húsavík bæði fyrir matvæla- og
lyfjageirann. Þetta er stórt og
skemmtilegt verkefni,“ segir Hafþór
sem bætir við að stefnt sé að því að
Blossi verði tilbúinn í verkefnið í vor
og taki þá við af Fönix.
Til þess að áætlanir standist verð-
ur báturinn að vera búinn ýmsum
tækjum. „Þetta eru mjög dýr tæki
sem þarf til að gefa okkur þau gögn
sem Hafrannsóknastofnun notar við
sína útreikninga. Þetta eru tæki sem
eru almennt ekki á svona litlum bát-
um, þetta er yfirleitt á stórum tog-
urum. Fiskileitartæki, myndavélar
og fleira. Það fer allt í þennan bát,“
útskýrir Hafþór. Hins vegar hafi
ekki þurft að fjárfesta mikið í nýjum
tækjum vegna þessa þar sem tækja-
búnaður verður fluttur úr Fönix í
Blossa.
Nýr kafli í sögu Blossa
Blossi var eini bátur útgerð-
arinnar Hlunna á Flateyri þegar
hann sökk, en Hlunni hefur verið í
eigu Einars Guðbjartssonar sem
rekur fyrirtækið ásamt eiginkonu
sinni, tengdadóttur og syni, en son-
urinn var skipstjóri á Blossa.
Þrátt fyrir þann harmleik sem
fylgir sögu Blossa getur báturinn nú
hafið jákvæðari kafla. „Hann verður
vonandi til þess að það verður stórt
og öflugt fyrirtæki með tugi starfs-
manna á Húsavík,“ segir Hafþór.
Blossi öðlast nýtt hlutverk
Báturinn sökk í snjóflóðinu á Flateyri og var mikið skemmdur Verður nú útbúinn til rannsókna
á útbreiðslu stórþara Tengist áformum um að hefja umfangsmikla þaravinnslu á Húsavík
Ljósmynd/Hafþór Jónsson
Stæðilegur Viðgerðir á Blossa eru komnar vel á veg og eru vonir bundnar við að hann haldi til rannsókna í vor.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Á kafi Báturinn var í höfninni um tíma áður en honum var komið á þurrt.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum