Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Þriðja breiðskífa svartmálmssveit-
arinnar Auðnar kemur út á morgun,
30. október, og ber hún titilinn
Vökudraumsins fangi. Líkt og fyrri
plötur Auðnar prýðir umslagið mál-
verk eftir Mýrmann sem er með
vinnustofu í sama húsi í Hveragerði
og Auðn æfir í. Útgefandi er Season
of Mist sem er þekkt nafn í málm-
heimi og er þetta önnur plata Auðn-
ar sem fyrirtækið gefur út en sú
fyrri er Farvegir fyrndar sem kom
út fyrir þremur árum.
Auðn skipa gítarleikararnir Andri
Björn Birgisson, Aðalsteinn Magn-
ússon og Hjálm-
ar Gylfason,
Matthías Hlífar
Mogensen leik-
ur á bassa og
gítara og Sig-
urður Kjartan
Pálsson tromm-
ar. Sá sem
stendur í stafni og syngur, æpir og
rymur drungalega textana er svo
Hjalti Sveinsson.
Eistnaflug gerði gæfumuninn
Auðn var stofnuð fyrir tíu árum, í
desember árið 2010, og voru liðs-
menn sveitarinnar lengst af fimm
talsins. Hjálmar, sem nú er gítar-
leikari, var þá á bassa en nú eru
gítarleikararnir orðnir þrír þar sem
Matthías hefur gengið til liðs við
sveitina og leikur á bassa.
Söngvari sveitarinnar, Hjalti, seg-
ir að þeir félagar hafi í fyrstu gert
allt sjálfir, samið og tekið upp fyrstu
plötuna í Hveragerði og plötuna
vann svo íslenskur námsmaður í Sví-
þjóð. Þegar Auðn lék á Eistnaflugi
fór boltinn svo að rúlla. „Við náðum
að spila fyrir rétta fólkið og þannig
enduðum við á því að kynnast Sea-
son of Mist og líka fólkinu sem teng-
ist bókunarstofunni okkar, Doom-
star,“ segir Hjalti.
– Voruð þið allir vinir þegar
hljómsveitin var stofnuð?
„Já, við Aðalsteinn og Siggi vor-
um áður í öðru verkefni, Hubris,
vorum að spila en það gekk eitthvað
hægt hjá okkur en það byrjaði 2007.
Ég þekkti Andra og fékk hann til að
koma og semja með okkur og þá
byrjaði Auðn,“ svarar Hjalti.
Sálarlíf, náttúra og fantasía
– Vökudraumsins fangi, þetta er
svakalegur titill!
„Já, þetta er titill frá Aðalsteini
sem semur mest af textunum. Þetta
er titillagið og síðasta lagið á plöt-
unni. Þemun eru svolítið sálarlífið
og þeir erfiðleikar sem mann-
skepnan glímir við,“ svarar Hjalti og
inn í þetta fléttist íslensk náttúra og
fantasía, draugagangur og fleira.
„Vökudraumsins fangi er einhver
sem er svolítið fastur í eigin hugs-
unum og á erfitt með að rífa sig í
gang og vera hluti af lífinu.“
Spurður um muninn á nýju plöt-
unni og þeirri síðustu segir Hjalti að
fjölgun gítarleikara hafi haft sín
áhrif og að platan sé eðlileg þróun
frá þeirri síðustu. „Fyrir mér var
aðalmunurinn ferlið, þegar við vor-
um komnir með þrjá gítarleikara
voru fleiri að semja og hlutirnir
gerðust hraðar. Við vorum ekki
lengi að vinna þessa plötu, þetta
gekk allt rosalega vel fyrir sig.“
Ákefð í lykilhlutverki
– Að vera í svona hljómsveit er
ákveðin líkamsrækt, er það ekki,
það er spilað mjög hratt og sungið af
krafti?
„Jú, algjörlega, ákveðin ákefð er í
algjöru lykilhlutverki. Fyrir mér er
innlifunin gríðarlega mikilvæg og að
skila því á tónleikum er mjög mikil-
vægt þannig að jú, þetta er algjör
líkamsrækt,“ svarar Hjalti og að
vera í hljómsveitinni sé gríðarlega
góð útrás.
Hjalti rymur af miklum krafti í
lögunum og söngur af því tagi reyn-
ir mjög á raddböndin og hálsinn.
Hann segist því ekki drekka áfengi í
tónleikaferðum og í raun lifa hálf-
gerðu munkalífi, drekka mikið te
með hunangi, timían og sítrónu.
„Það má segja að ég lifi aldrei jafn-
heilbrigðu lífi og þegar ég er á túr,
öfugt við ímyndina oft,“ segir hann
sposkur.
Dramatík og eymd
Talið berst að titlum laganna og
þeir eru margir í svartari kantinum.
Má nefna „Drepsótt“, „Einn um alla
tíð“ og „Horfin mér“. Hjalti segir að
upptökur plötunnar hafi farið fram
þegar fréttir tóku að berast um kór-
ónuveiruna skæðu og útbreiðslu
hennar í Kína. „Drepsótt“ hafi samt
sem áður fengið að vera með á plöt-
unni og ákveðið að breyta ekki texta
lagsins. „Þetta er allt mjög drama-
tískt, mikil eymd og svoleiðis í
þessu,“ segir Hjalti um textana al-
mennt.
– Svartmálmsmenn mega ekki
syngja um hvað þeir elski konuna
sína mikið eða hversu gaman sé að
ganga með barn í vagni um Hvera-
gerði, er það?
„Maður myndi kannski ekki orða
það þannig en ég er samt líka að
reyna að vinna með það að vera ekki
takmarkaður eða láta það ekki halda
aftur af manni ef maður hefur eitt-
hvað að segja,“ svarar Hjalti.
Skiptidíll
Season of Mist gefur plötuna út
sem fyrr segir og segir Hjalti miklu
hafa breytt fyrir Auðn að komast á
samning hjá fyrirtækinu. „Plötu-
fyrirtæki eru allt önnur skepna
núna en þau voru fyrir 20 árum,“
segir hann, „og í dag er þetta eigin-
lega bara skiptidíll. Þú lætur þá fá
hluta af tekjunum þínum í staðinn
fyrir kynningu eða „exposure“ eins
og sagt er á ensku.
Og það hefur svo sannarlega
hjálpað okkur að kynnast því fólki
sem við höfum þurft að kynnast og
komið okkur í tengsl við hátíðir.
Þetta er „label“ sem við vildum
endilega komast á. Þarna voru bönd
eins og Mayhem og Watain og önn-
ur sem eru með þeim allra stærstu í
þessum bransa,“ segir Hjalti að lok-
um.
Þeir sem vilja kynna sér Auðn
geta gert það á vef útgáfufyrirtæk-
isins Season of Mist, season-of-
mist.com, og hlusta má á tónlist
hennar á Bandcamp og panta plöt-
una nýju á ýmsu formi, bæði staf-
rænu og föstu.
Svartmálmsdrengir Hljómsveitin Auðn fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Vökudraumsins fangi, sem Season of Mist gefur út og kemur út á morgun.
Erfiðleikar mannskepnunnar
Vökudraumsins fangi nefnist ný hljómplata Auðnar Gítarleikararnir eru nú orðnir þrír
„Vökudraumsins fangi er einhver sem er svolítið fastur í eigin hugsunum,“ segir söngvari Auðnar
Verðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2020 voru veitt í fimm
flokkum fyrr í vikunni. Finnski rithöfundurinn Monika Fag-
erholm hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir
skáldsöguna Vem dödade bambi? (Hver drap Bamba?). Í
umsögn dómnefndar segir að verkið ólgi af orku og fáguðum
siðferðisboðskap. Myndabókin Vi är lajon! (Við erum læón!)
eftir sænska rithöfundinn Jens Mattsson og finnska mynd-
skreytinn Jenny Lucander hlaut Barna- og unglinga-
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Í umsögn dómnefnd-
ar segir að verkið standi staðfastlega með barninu í texta og
myndum. Norska kvikmyndin Barn (Börn) eftir handrits-
höfundinn og leikstjórann Dag Johan Haugerud og fram-
leiðandann Yngve Sæther hlaut Kvikmyndaverðlaun
Norðurlandaráðs. Í umsögn dómnefndar segir að um
metnaðarfullt verk sé að ræða sem kanni sambandið milli
barns og fullorðins af innlifun og alvöruþunga.
Finnska tónskáldið Sampo Haapamäki hlaut Tónlistar-
verðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Konsertto neljäsosa-
sävelaskelpianolle ja kamariorkesterille (Konsert fyrir
kvarttónapíanó og kammersveit). Í umsögn dómnefndar
segir að verkið sé óþreytandi könnunarleiðangur á vit sí-
gildrar tónlistarhefðar. Daninn Jens-Kjeld Jensen sem býr
og starfar í Færeyjum hlaut Umhverfisverðlaun Norður-
landaráðs fyrir viðleitni sína til að vekja athygli á fjölbreyti-
leikanum í færeyskri náttúru.
Ráðherrar menningarmála á Norðurlöndum vinna nú að
nýrri norrænni samstarfsáætlun til næstu fjögurra ára, sem
felur í sér niðurskurð á sviði menningar- og menntamála,
m.a. um 7% 2021. Norræna þekkingar- og menningar-
nefndin varar við slíku enda ljóst að kórónuveirufaraldurinn
hefur þegar komið harkalega niður á menningargeiranum.
Sæl Efri röð f.v.: Dag Johan Haugerud, Monika Fager-
holm og Jens Mattsson. Neðri röð: Jenny Lucander,
Sampo Haapamäki, Jens-Kjeld Jensen og Yngve Sæther.
Verðlaunahafar ársins 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að