Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 36
Heimild: talning AFP
Ný tilfelli Ný dauðsföll
Fjölgun tilfella á einni viku Heimsbyggðin í heild
28. október, kl. 11 GMT
44.056.470+ tilfelli
1.168.750 + dauðsföll
549.600+ tilfelli
Bandaríkin
Mexíkó
128.400+
Spánn
88.400+
Tékkland
103.200+
Belgía
76.100+
Þýskaland
87.600+
Pólland
Marokkó
30.900+
130.300+
Ítalía
67.400+
Holland
40.600+
Sviss
313.400+
Frakkland
46.400+
Úkraína
42.100+
Íran
155.000+
Bretland
Tyrkland
40.500+
59.000+
2.920+
5.670+
500+
1.290+
Indland
349.300+
4.300+
Brasilía
165.600+
3.100+
2.630+
890+
410+
450+
Argentína
97.600+
Kólumbía
Ekvador
910+
520+
1.950+
Rússland
116.100+
2.260+
990+
1.080+
1.390+1.690+
770+
Indónesía
800+
Rúmenía
570+
Í völdum löndum, dagana 21.-27. október
Heimild: talning AFP
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rúmlega 500.000 ný tilfelli kórónu-
veirunnar voru skráð í gær, og er
það mesta fjölgun tilfella á einum
degi frá upphafi faraldursins. Sam-
kvæmt talningu AFP á opinberum
gögnum voru 516.898 ný tilfelli skrá-
sett á undangengnum sólarhring í
gær. Þá létust 7.723 af völdum kór-
ónuveirunnar á sama tímabili. Alls
hafa nú rúmlega 44 milljónir manna
smitast af kórónuveirunni, en af
þeim eru um 29 milljónir sagðar
hafa náð sér. Þá hefur rúmlega 1,1
milljón manna látist af völdum veir-
unnar í heildina.
Þessi tíðindi koma í kjölfar einnar
verstu viku heimsfaraldursins, en á
undanförnum sjö dögum hafa rúm-
lega 220.000 tilfelli bæst við á hverj-
um degi að meðaltali, en það er 44%
meira en í vikunni þar á undan.
Heimsfaraldurinn hafði nokkur
áhrif á markaði í Evrópu en aukning
tilfella hefur verið einna mest þar að
undanförnu. DAX-vísitalan í Þýska-
landi féll um rúmlega 4,7% og CAC
40-vísitalan í Frakklandi féll um
rúm fjögur prósent. Þá féllu hluta-
bréf í kauphöllinni í Lundúnum um
rúmlega 3%.
Sömu sögu var að segja vestan-
hafs, en þar féllu bæði Dow Jones-
og Nasdaq-vísitalan skarpt í upphafi
viðskipta. Hafði Dow Jones fallið um
rúmlega 3% um miðbik viðskipta í
gær. Stefndi þá í að vísitalan hefði
fallið um 7-8% á tveimur sólarhring-
um, en markaðir vestanhafs tóku
einnig illa í þau tíðindi að ekki næð-
ist samkomulag milli Bandaríkja-
þings og Donalds Trumps
Bandaríkjaforseta um nýjan að-
gerðapakka vegna veirunnar fyrir
forsetakosningarnar í næstu viku.
Óvinsælar aðgerðir í nánd
Stjórnvöld í bæði Frakklandi og
Þýskalandi tilkynntu enn hertar
sóttvarnaaðgerðir í gær vegna
þeirrar stöðu sem nú væri komin
upp. Í Frakklandi bættust rúmlega
50.000 tilfelli við í gær, og höfðu þá
rúmlega 313.000 tilfelli bæst við í
landinu á einni viku, þrátt fyrir þær
hömlur sem áður höfðu verið til-
kynntar.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti ávarpaði þjóð sína um kvöld-
ið og tilkynnti þar hertar aðgerðir,
sem embættismaður innan ríkis-
stjórnarinnar sagði fyrr um daginn
að yrðu líklega „óvinsælar“. Út-
göngubann tekur gildi í landinu á
morgun og gildir til 1. desember.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari fyrirskipaði sömuleiðis hertar
aðgerðir í Þýskalandi, sem ættu að
vara til loka nóvember hið minnsta,
en þar er fólki meinað að hitta aðra
en þá sem þegar búa með þeim á
heimili. Skólar, leikskólar og búðir
yrðu hins vegar áfram opin, en veit-
ingastöðum, krám og kaffihúsum
lokað.
Nokkur reiði hefur þegar grafið
um sig meðal fólks á Spáni og á Ítal-
íu, en bæði ríkin urðu mjög illa úti í
vor þegar fyrri bylgja kórónuveir-
unnar skall á. Hefur verið efnt til
mótmæla í báðum ríkjum vegna að-
gerðanna, en þau mótmæli breyttust
í óeirðir í nokkrum borgum Ítalíu
fyrr í vikunni.
Staðan þykir einnig alvarleg í
Belgíu, en þar bættust við rúmlega
100.000 tilfelli á undangengnum sjö
dögum. Er landið með flest tilfelli í
heimi miðað við höfðatölu, og eru nú
jafnmargir hérumbil á sjúkrahúsi og
voru þegar verst lét í vor, sam-
kvæmt sóttvarnayfirvöldum þar.
Vöruðu þau við að sjúkrahúsin
væru komin að þolmörkum og að lít-
ið mætti út af bregða til þess að
fjöldi sjúklinga myndi fara yfir getu
heilbrigðiskerfisins til þess að sinna
þeim. Ríkisstjórn landsins mun
funda á morgun, og er gert ráð fyrir
að Alexander de Croo, forsætisráð-
herra Belgíu, tilkynni enn hertar að-
gerðir að þeim fundi loknum.
Rúmlega 500.000 á einni viku
Faraldurinn hefur einnig farið á
flug í Bandaríkjunum, en þar voru
skráð fleiri en 500.000 tilfelli á und-
angengnum sjö dögum, og er það í
fyrsta sinn sem fjöldi tilfella vex svo
hratt þar. Dagana sjö þar á undan
bættust við 370.000 tilfelli.
Þessi mikla aukning undanfarinna
daga hefur verið einna mest í þeim
ríkjum sem sluppu hvað best við far-
aldurinn í vor, einkum í Miðvestur-
ríkjunum.
Aukningin þykir koma sér mjög
illa fyrir Donald Trump Bandaríkja-
forseta fyrir komandi forsetakosn-
ingar, en Joe Biden, frambjóðandi
demókrata, sakaði hann fyrr í vik-
unni um að hafa „gefist upp“ fyrir
faraldrinum, eftir að Mark Mead-
ows, starfsmannastjóri Hvíta húss-
ins, sagði um helgina að stjórnvöld
myndu ekki ná tökum á faraldrinum.
Trump gaf hins vegar lítið fyrir
ásakanir Bidens og sakaði í staðinn
fjölmiðla um að einblína um of á kór-
ónuveiruna. Rúmlega 8,8 milljónir
Bandaríkjamanna hafa nú smitast af
veirunni, og rúmlega 226.000 látist.
Aldrei fleiri tilfelli á einum degi
Tilfellum kórónuveirunnar fjölgaði um rúmlega 500.000 á einum sólarhring Aukningin einna mest í
Evrópu og í Bandaríkjunum Sóttvarnaaðgerðir verða hertar mjög í bæði Frakklandi og Þýskalandi
AFP
Faraldur Kórónuveiran hefur sett svip sinn á flesta þætti daglegs lífs. Þessi
knattspyrnuleikur fór fram á Spáni á dögunum, og báru keppendur grímu.
36 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, fordæmdi í gær franska
skoptímaritið Charlie Hebdo, en það
birti mynd af forsetanum að sötra
bjór og kíkja undir pils íslamskrar
konu á forsíðu sinni í vikunni. Kallaði
Erdogan aðstandendur tímaritsins
„hrappa“ og hét því að hann myndi
höfða mál og beita „diplómatískum
aðgerðum“ gegn tímaritinu og
Frökkum vegna málsins.
Sagði Erdogan að hann hefði ekki
séð myndina sjálfur, þar sem hann
vildi ekki gefa svo „ósiðlegu tímariti“
þann heiður, en myndin væri engu að
síður „ógeðsleg“ að hans mati.
Teikningin hefur valdið fjaðrafoki
innan Tyrklands, og sögðu saksókn-
arar að þeir hefðu hafið rannsókn á
hendur tímaritinu fyrir meinta
móðgun við þjóðhöfðingja ríkisins.
„Óviðunandi kvörtun“
Erdogan kvartaði einnig fyrr í vik-
unni formlega undan skopteikningu
sem hollenski þingmaðurinn Geert
Wilders birti af forsetanum, þar sem
hann var sýndur með tyrkneskan
hatt í líki sprengju, og undir stóð
„hryðjuverkamaður“. Mark Rutte,
forsætisráðherra Hollands, sagði
kvörtun Erdogans óviðunandi, þar
sem hún miðaði að því að svipta kjör-
inn þingmann málfrelsi sínu.
Stjórnvöld í Frakklandi gáfu einn-
ig til kynna í gær að þau myndu ekki
láta undan hótunum eða ögrunum af
hálfu Tyrklands, en Erdogan hefur
meðal annars kallað eftir því að
franskar vörur verði sniðgengnar
vegna ummæla Emmanuels Macron
Frakklandsforseta, þar sem hann
varði rétt fólks til þess að birta skop-
myndir af Múhameð spámanni.
Gabriel Attal, talsmaður frönsku
ríkisstjórnarinnar, sagði að Frakkar
myndu aldrei gefa grunngildi sín
upp á bátinn í baráttunni gegn ísl-
ömskum öfgamönnum.
Heitir hefndum
vegna skopmyndar
Erdogan fordæmir Charlie Hebdo
AFP
Tyrkland Fjölmenni mótmælti við
franska sendiráðið í Ankara í gær.